Fálkinn - 21.01.1949, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
Til vinslri: Fluyvél af Tigermoth-gsrð. Til hægri: Fgrsta kennsluflu gvcl á íslandi, T.F. Lóa:
Félag íslenskra einkaflngmanna opnar félagsheimili.
SíðastliSinn laugardag opnaði
Félag íslenskra einkafluginanna fé-
lagslieimili við Reykjavikurflugvöll.
Húsakynni eru i bragga en þó hin
vistlegustu og ber allur svipur beini-
ilisins vott um dugnað og gott sam-
starf félagsmanna. Félag íslenskra
einkaflugmanna er ekki gamall fé-
lagsskapur, stofnaður 10. okt. 1947.
Stofnendur voru 40, en félagatalan
er nú orðin 70. Samkvæmt félags-
lögunum er tilgangur félagsins m.
a. að glæða áhuga fyrir fliigi, auka
öryggi, hafa með höndum fræðslu-
starfsemi o. fl.
Þegar félagsheimilið var opnað,
var blaðamönnum boðið suður á
flugvöll til að líta á salarkynnin. í
ræðu, sem form. félagsins, Björn
Br. Björnsson hélt við þetta tæki-
færi, kom fram greinargóð iýsing á
tilhögun félagsheimilisins og hlut-
verki félagsins.
Það sem mesta athygli dregur að
sér í stalnum er stórt íslandskort, þar
sem merktir hafa verið allir lend-
ingarstaðir á landinu. Iiver staður
er tölusettur og spjaldskrá haldin
yfir lendingarstaðina skv. tölusetn-
ingunni. Á hverju spjaldi er lýsing
á iendingarstað með myndum og
ýmsar aðrar upplýsingar. Liggur
mikið og þakkarvert starf að baki
spjaldskrár þessarar.
Á veggjunum eru myndir af ís-
lensku landslagi, margar liverjar
afarfallegar, svo að lieimilinu er
mesta prýði og sómi að. — Einnig
er kominn upp vísir að bókásafni
um flugmál. Leggja félagarnir sjálf-
ir bækurnar og tímaritin fram.
Félagsheimilið er mjög vel í sveit
sett. Flugskýli einkaflugvéla er rétt
hjá, og aðstaða góð fyrir flugmenn
til þess að gera flugáætlanir fyrir
yfirlandsflug í félagsheimilinu. Á
kortinu má á svipstundu fá yfirlit
um lendingarstaði á fyrirhugaðri
leið, og tæki eru við hendina til
þess að gera ýmiss konar útreikn-
inga.
í sambandi við fyrrnefnda spjald-
skrá er vert að geta þess, að Félag
islenskra einkaflugmanna liyggst
munu gera spjaldskrána eins viða-
mikla og hægt er með þvi að koina
inn á liana sem flestum stöðum,
þar scm möguleikar eru á lendingu.
Oft er t. d. sæmilega slétt tún nægi-
legt til lendingar, og getur það liaft
mikla þýðingu fyrir sjúkraflug eða i
neyðartilfellum, þar sem ekki er
liægt að koma stærri flugvélum við.
Fólkið í sveitunum hefir skilið þetta
vel og tekið einkaflugmönnum tveim
höndum í slíkum leiðöngrum. —
Hefir félag islenskra einkaflugmanna
tjáð sig reiðubúið til þess að veita
Nokkrir áhuga
menn frí lil-
sögn í meðferö
flugvélahreyfla.
Slysavárnarfélagi ísiands og Ratt'ða-
krossinum stuðning, þar sem slík
starfsemi gæli komið að gagni
og án endurgjalds.
í ræðu sinni minntist Björn einn-
ig á flugskóla þá, sem liér eru starf-
andi, og taldi það mjÖg heppilegt
að þeir væru starfræktir. Við það
vendust fhigmannsefni liinum ó-
blíðu veðurskilyrðum, sem hámla
flugi hér á landi, og þeir lærðu að
gera ráðstafanir sínar skv. þéihi.
Frá gjaldeyrislegu sjónarmiði væri
það líka heppilegt, þar sem ekki
þyrfti að eyða gjaldeyri til að kosta
fyrsta stig' námsins úti. Fæst því að
jafnaði úr þvi skorið hér, hvert flug
mannsefni nemandinn er, og liina
bestu má svo senda út. Flugmála,-
stjórnin hefir setl á stofn flugskóla
i bóklegum fræðum, sem býr undir
A-próf, er veitir réttindi til flugs
með farjiega án endurgjalds, og
einnig B-próf, sem veitir rétt til at-
vinnuflugs. í fyrri deildinni eru nu
20 nemendur, en 22 í atvinnuflug-
deildinni.
Agnar Koefoed-Hansen, form.
flugráðs, flutti ávarp að lokinni
ræðu Björns. Kvaðst hann vænta
þess, að hann gæti óskað félaginu
til hamingju með nýtt féíagsheimili,
sem ekki væri í bragga, að 4 árum
liðnum. Rakti lrann síðan að'
nokkru sögu flugsins hér á landi.
Fyrsta vélflugan í heiminum lét í
loft fyrir tæpum 50 árum, og 30
ár eru liðin, siðan fyrst var flogið
hér á landi. Ef Flugfáleg íslands nr.
I væri cnnþá lifandi, kvað Agnar
]iað mundi vera eitt elsta flugféíag
í Evrópu.
Fyrstu flugvélina, sem íslending-
ar eignuðust keypti Albert Jóhanns-
esson, nú bilstjóri á Vifilsstöðum,
og hann og Helgi Eyjólfsson þá
næstu.
Þá minntist Agnar Koefoed- Han-
sen einnig á skerf einkaflugmanna
í þágu flugmálanna. Kvað hann flug-
mennina oft hafa verið talda of
bjartsýna, en satt að segja hefðu
þeir „aldrei verið nógu bjartsýnir.
Flugmálunum fleygði svo ört áfram,
og fluggarpar eins og Bretar liafa
eignast hafa lagt mjög drjúfan skerf
lil þess að svo mætti verða. — L
lok ræðu sinnar minnti liann á orð
Cromwells, enska herforingjans og
einvaldans: ..Treystið drottni og'
látið púðrið ekki vökna.“ Flugmenn
hefðu gott af að liafa þau í lniga,
Kennsluflugvél af
Pipercub-gerð.
Þeir skyldu ætið íara varlega og
gæta þess að liafa allt í lagi, þá
væri engin ástæða fyrir neinn að
óttast.
Alls eru til i iandinu núna 45
einkaflugvélar og kennsluflugvélar.
Einkaflugmenn eiga sjálfir 24, Flug-
félag íslands og Loftleiðir 9 hvort,
Vængir 2 og flugmálastjórnin 1.
Félag einkaflugmanna, félag flug-
virkja og Svifflugfélagið hafa tekið
að sér útgáfu tímaritsins Flug og
ráðið Þorstein Jósepsson sem rit-
stjóra. Ásbjörn Magnússon fyrrv. rit-
stjóri, dvelst nú erlendis.
Stjórn Félags einkaflugmanna skipa
þessir menn:
Form: Björn ,Br. Björnsson,
Varaform.: Baldvin Jónsson,
Ritari: Haukur Claessen,
Gjaldlceri: Steindór Hjaltalín,
Bréfritari: Lárus Óskarsson.
HIROHITO BATNANDI MAÐUR.
Hirohito Japanskeisari hvað hafa
breyst mikið síðan stríðinu lauk.
Hann er 47 ára en er orðinn miklu
unglegri og glaðlegri en áður var.
Enda var hann þá „guð“, en nú er
guðdómurinn rokinn af honum.
Hirohito er talinn eini Japaninn,
seni ekki verslar á svörtum mark-
aði. en varla verður honum hælt
fyrir það, því að hann þarf þess
ekki með. Hann fær að staðaldri
matarböggla frá öðrum löndum og
étur í sífellu súkkulaði og annað
góðgæti, sva að hann hefir fitnað að
mun. Hann skrifar hverjum gefanda
þakkarbréf sjálfur. Hann er enn
vinsæll í Japan og allt bendir til
þess að liann muni sitja á veldis-
stóli sínum (en valdalitill þó) á-
frarn, þó að almælt sé að liann ætli
að segja af sér. Hann semur sig
meira að vestrænum siðum en áður.
Nú kemur liann t. d. aldrei í kímono-
slopp. Hann talar frönsku betur en
ensku og er íeikinn i golf. Hann
hefir mikinn áhuga fyrir lífeðlisfræði
og vinnur að visindaritgerð í þeirri
grein. Keisarinn hefir 40.000 dollara
i árslaun, en mest af því fer i risnu,
segir japanska blaðið „Msinchi".
Sjálfur er hann sparneytinn og
reykir hvorki né drekkur. Keisara-
höllin sjálf varð fyrir sprengju i
striðinu svo að keisarinn býr nú
með fjölskyldu sinni i bókasafni
hallarinnar.
FRÁ PÓLLANDI.
Útlendingur spurði Pólverja hvern
ig verslunarviðskiptum væri hátt-
að milli Póllands og Rússlands.
, Þau eru fyrirmynd," sagði Pólverj-
inn, „við sendum Rússum vegnaðar-
vörur og svo taka þeir kolin okkar
i staðinn." Pólverji frá Lwow,
sem nú er rússnesk borg, kom til
Varsjava og var spurður hvernig
væri að vera í Rússlandi. „Maður
getur ekki kvartað," svaraði Pól-
verjinn. „Er það satt‘?“ sagði hinn,
„mér er sagt að það sé niiklu vcrra
en í Póllandi." •— „Nei, maður get-
ur ekki klagað,“ sagði maðurinn frá
Lwow. „Hvað eigið þér við'?“ •—
„Reynið þér að klaga sjálfur og sjú-
ið livernig fer,“ sagði Lwow-mað-
urinn.