Fálkinn


Fálkinn - 15.04.1949, Page 5

Fálkinn - 15.04.1949, Page 5
FÁLKINN 5 einokunarinnar 1786, en mistu þau aftur 1807. En síðan 1918 eru Eyjarnar kaupstaður á ný. Kirkjur voru tvær í Eyjum til 1573 og tveir prestar og sókn- irnar tvær, kenndar við Kirkju- bæ og Ofanleiti. Hina fyrstu sameiginlegu kirkju brenndu Tyrkir 1627; stóð hún í Fornu- Löndum og enn heitir kirkja Vestmannaeyja Landakirlcja, þó að nú sé hún ílutt úr þeim stað. Síðan 1837 eru Eyjarnar aðeins ein kirkjusókn. hafði 16 skip, þar af 5 tólfróin en 8 tíróin. Um miðja síðustu öld höfðu Vestmannaeyingar eignast 11 útróðrarskip, sem fjölgaði nokkuð er frá leið, en urðu jafnframt minni. Én 1906 kemur sóknin milda; þá eru tveir vélbátar komnir i fiski- flotann og sex árum seinna eru þeir orðnir 58. Þá var enginn gróðavegur greiðari á Islandi en að gera út báta frá Eyjum. Og á árunum 1901—1920 fertugfald- ast fiskútflutningurinn þaðan. Súla og ungar i Flagtabæli í Hellisey. — Ljósm.: Fr. Jesson. Ibúafjöldi Eyja mun lengst- um hafa verið rúm 300 fyrrum, en þokaðist upp í 600 á síðustu 60 árum 19. aldar. En eftir alda mótin komu vélbátarnir til sög- unnar (1906) og á fyrstu 20 árum aldarinnar ferfaldaðist í- búafjöldinn og liefir síðan 1920 vaxið úr 2400 upp í 3500. Inn- flutningur fóllcs hefir verið mikill til eyja á þessari öld, eins og sjá má af því að í árslolc 1947 voru 1461 af Eyjaskeggj- um fæddir annars staðar; Rang- árvallasýsla hefir lagt til lang- mesta skerfinn, nfl. rúmar 500 sálir, en liinsvegar var þar ekki nema einn Strandamaður. Einokunarverslunin við Skans inn er viðast nefnist Garðs- verslun, er fyrsti vísir kaup- staðarins og í grennd við liana byggðu tómthúsmennirnir hreysi sín; þeir voru háðir versluninni og reru á konungsskipunum. Eitt hús, Kornloftið, er enn til, sem minnisvarði þeirrar versl- unar. Westy Petræus, sá frægi Reykjavíkurborgari, keypti ein- okunarverslunina og hafði þar í seli lengi. Næsta verslunin varð Godthaab, stofnuð af Knudtzon í Hafnarfirði 1830, og svo kom Juliushaab 1846 á Tanganum, þar sem nú er Gunn ar Ólafsson & Co. Um það leyti voru 23 tómthús í Eyjum. Á einokunaröldinni mátti eng- inn gera út skip nema konungs- verslunin, sem um eitt skeið Er það snöggasta þensla sem orðið hefir i nokkrum atvinnu- vegi og stendur ekki að baki ævintýri togaraútgerðarinnar, sem gerðist í liöfuðstaðnum um sömu mundir. Undir alda- mótin fóru bátarnir að nota línu, en netin voru að koma til sögunnar um það bil, sem fyrri heimsstyrjöldin skall á. Og nú er dragnótin mikið notuð. En þrátt fyrir hin auðugu fiskimið fundu Vestmannaey- ingar að maðurinn lifir ekki á einum saman fiski. Ein eftirtekt- arverðasta breytingin, sem orðið hefir á Eyjunum á síðasta ald- arfjórðungi er hin stóraukna jarðrækt, sem meðfram leiddi af jarðræktarlögunum og skipt- ingu jarðnæðisins í leigulönd, árið 1927. Þá gátu tómthús- mennirnir fengið einn liektara hver, og notuðu sér það vel. Nú var slorinu, sem áður var öllum til leiðinda, breytt í töðu. og frá 1920 til 1940 ferfaldast töðufengurinn þvi sem næst og varð 13.500 hestburðir og Kýrn- ar um 360, svo að mjólkurmagn- ið var þá meira á mann, þrátt fyrir mannfjölgunina, en verið hafði um aldamót. — Hins veg- ar hefir sauðfjáreigninni hrak- að nolckuð. Það er takmarkað, sem liægt er að setja af fé i eyjarnar til útigangs en að fóðra sauðfé box-gar sig tæplega. Eyja- skeggjar liafa löngum keypt fé á fæti í Rangárhéraði og flutt það heim til slátrunar. Fuglatekjan er sú atvinnu- giæin Vestmannaeyinga, sem út í frá liefir verið veitt einna mest atlxygli, ekki végna þess að hún skipti fjárhagslega miklu máli nú orðið lieldur vegna þess hve óvenjuleg hún er. Og frá- sagnir af frægum sigmönnum hafa löngum verið kært um- ræðuefni. Það er hættuleg íþrótt sem þeir iðka þessir „línudans- arar“ bjargsins, og það er engu minni list að síga í björg og feta sig fram á ldettasyllum en að ganga á línu yfir Niagara, eða að minnsta kosti engu liættu minni. Enda er sigmaðurinn í heiðri hafður í. Eyjum, ekki síður en loreadorinn á Spáni. I þessaii bók segir margt frá bjargsigum og aðferðum við fuglaveiði, og er gaman að gera Fýll með ungann sinn. Ljósm.: G. Fr. Johnsen. samanburð á þessu og þvi sem segir um fuglaveiðar og eggja- töku í bók Þorleifs Bjarnason- ar um Hornstrandir, en þessi tvö syæði eru tvö mestu fugla- tekjuhéi'uð landsins. Nú er fyrir löngu hætt að krækja lundann með greflum inni í holunum en háfur á nál. 4 metra löngu skafti er notaður. Góður veiðimaður getur hrams- að 300—400 lunda á dag. Um skeið var afar mikið veitt með netum, en þau siðan bönnuð vegna þess að lundadrápið var svo gegndarlaust. Eftir fýlnum þarf að síga og var hann rotað- ur með lurk og fleygt niður í sjó eða urð og hirtur þar. Er fýllinn drepinn um það bil og hann er að verða fleygur, seinni partinn i ágúst, en lundinn frá sumarmálum og þangað til hann fer á haustin. Fýlafiðrið þótti Frh. á bls. 13. Klettahellir í Ystakletti. — Ljósm.: Arinbj. ólafsson.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.