Fálkinn


Fálkinn - 15.04.1949, Side 13

Fálkinn - 15.04.1949, Side 13
FÁLKINN 13 Jan Loon var í þann veginn að óska hon- um til hamingju með þá viturlegu ákvörð- un er þeir óku upp að brautarstöðinni. Gregory gaf bílstjóranum góðan vindil og fór svo með Loon að farmiðasölunni. Með- an korpórállinn var að láta stimpla farar- leyfið stóð Gregory lijá honum og horfði athugull á mannfjöldann í kring. Hann hafði ástæðu til að vera eftirvænt- ingarfullur. Ef eitthvað skeði næstu tíu mínúturnar sem hindraði framkvæmd á- ætlunarinnar væri öll flóttaáætlunin farin í hundana. Þessvegna létti honum er hann heyrði sagt bak við sig: — Er það sem mér sýnist — er þetta ekki herra Heckt? Hann leit við og gat rétt brosað til fornvinar síns Rudd áður en korpórállinn leit til þeirra. — Sæll vertu, Rudd, sagði Gregory og rétti fram höndina. Gaman að sjá þig eftir öll þessi ár! Það er svo að sjá sem þér hafi liðið vel! Rudd var eins og nýr maður. Hann var i einum af bláu fötunum af Gregory, í fallegri skyrtu og með hálsbindi, flóka- hatt og fína skó — allt úr klæðaskápum Gregorys. Fötin voru að vísu ekki eins og sniðin á liann, en gæðin og frágangurinn l)árú þess volt að þarna var ríkur Eng- lendingur. Gregorv sneri sér að Jan Loon og kall- aði glaður: - Þetta var skrítin tilviljun! Koipóráll, komdu og heilsaðu gömlum kunningja. Við Rudd unnum saman þeg- ar ég var í Englandi fyrir tíu árum. Já, einmitt, sagði Rudd brosandi. Herra Heckt var húshóndi minn, og ágæt- ur húsbóndi þótt þýskur væri. Já, afsakið orðalagið. Gleður mig. En er það ekki svo að þér ætlið að sýna honum í dag að þér séuð Englendingur? — Ha! Er það satt? Rudd góndi. Hvers vegna er hann þá i þýskum herklæðum? Og hvað er hann eiginlega að gera hérna? — Eg er livorttveggja, sagði Gregory. Fæddur Englendingur, en liefi átt heima í Þýskalandi lengst af ævinni. En ég hefi alltaf haft samúð með Englendingum og þessvegna á ég nú að fara í ensku fanga- búðirnar i Groningen. — Er það? Ja, þegar þér segið það þá man ég að þér sögðuð mér einu sinni að þér ættuð skyldmenni i Englandi. — Ert þú ennþá á gamla staðnum? spurði Gregory. — Það er nú eitthvað annað. Eg fór það- an 1931. Frændi minn arfleiddi mig að svolítilli fúlgu og þá byrjaði ég upp á eigin spýtur. Og það liefir ekki gengið sem verst. Þegar maður hefir peningana þá er hægt að græða, ef maður veit hvernig á að fara að því. Með hvaða lest ætlið þið að fara? — Við förum með lest til Arnhem lclukk- an átján og skiptum um lest þar, sagði Jan Loon. — Sömu lestinni og ég, sagði Rudd. Heyrið þið, við eigum tíu mínútur eftir. Við skulum koma og fá okkur hjarta- styrkingu, sagði Rudd. — Eg skil yður ekki, sagði korpórállinn. — í staupinu, skiljið þér, til að styrkja sig á. — Það vil ég gjarnan upp á gamlan kunningsskap, sagði Gregory. Ef Jan Loon hefir ekki á móti því að dreklca ölglas með okkur. — Öl! sagði Jan Loon. Líkar ykkur hol- lenskt öl. Mér líkar það vel en maður verður bara svo digur af þvi. Og því digr- ari sem ég verð því meira öl drelck ég. Hann hló dátl og barði á magann á sér. Þeir fóru að veitingaborðinu og drukku ölið og Gregory og Rudd töluðu saman um gamla daga, er þeir höfðu, að þvi er þeir létu, verið hjá sama fyrirtækinu. Þeg- ar þeir komu út á stéttina kom burðar- maður til Rudds. Hann bar höndina upp að húfunni og vísaði honum á I. flokks reykingavagn, sem liann hafði látið far- angur hans inn í. Jan Loon ætlaði að halda áfram stéltina en Rudd stöðvaði liann. — Hvert ætlið þér? Gelum við ekki ver- ið saman i bróðerni? Korpórállinn sýndi farmiðann. — Eg og fanginn erum á derde klasse, sagði hann. — IJa, sagði Fmdd gramur. Á þessum grjóthörðu trébekkjum? Nei, ekki í þetta sinn. Kemur ekki til mála. Eg borga mis- muninn! — Það er fallega boðið, sagði Gregory. — Minnist þér ekki á það, herra Heckt. Þér gerðuð mér svo margan greiðann þeg- ar við unnum saman, og heldri manni eins og yður lilýtur að þykja súrt í brotið að vera fangi og vanta öll þægindi. Hann benli með svo miklum mynduð- leik að Gregory varð steinhissa og kallaði á umsjónarmann og rétti honum nolckra seðla. Það virtist sem honum fyndist sjálf- sagt að korpórállinn segði ekkert við þessu, Jan Loon amaðist síður en svo við því að ferðast „þægilega“ úr þvi að Englending- urinn vildi borga brúsann, og þýddi það sem Rudd sagði íyrir umsjónarmanninn. Rudd ljorgaði mismuninn á farmiðunum og svo fóru þeir allir þrír inn í vagninn og lestin rann af stað nokkrum mínútum síðar. Ferðin frá Nijmegen til Arnhem var ör- stutt og tók ekki nema 20 minútur rúm- VESTMANNAEYJAR. Frh. af bls. 5. daunillt hér fyrrum, nema það væri því betur hreinsað, en nú kemur það ekki á markaðinn, því að bannað er að drepa fýl- inn —- þó elcki af vægð við liann heldur vegna þess að fólk get- ur tekið sjúkdóm af honum. Svartfuglinn er snaraður í bjarg inu og í júní er sigið til eggja hans, en eggjatekjan er nú orð- in miklu minni en var. Hvílíkt búsílag fuglatekjan hefir verið fyrrum, má marka af því að árið 1856 voru drepn- ir 331.000 lundar í Eyjum. Þá mun íbúatalan hafa verið ein- hversstaðar á 4. hundraði og hafa því komið yfir þúsund fuglar á livert mannsbarn, svo að liver munnur hefir orðið að éta 3 lunda á dag, ef Eyjamenn hefðu verið einir um að torga veiðinni! Nú er fuglatekjan marfalt minni, t. d. veiddust 20.000 lundar og 900 súlur árið 1940. Það dró mikið úr lunda- veiðinni þegar hætt var að nota netin, og eins þegar veiðitím- inn var styttur í fjórar vikur 1895. Þeir sem koma við í Eyjum með strandferðaskipi eða i ut- ansiglingu muna sjaldnast önn- ur nöfn eftir komuna en Ysta- ldett, Heimaklett, Helgafell, Bjarnarey og Elliðaey. En það munu fáir staðir á landi hér, sem eru jafn ríkir að nöfnum og Vestmannaeyjar. Berg og snasir, yíkur og skvompur eiga sín nöfn og sögu og byggðin var þétt og þurfti á mörgum ör- nefnum að halda. Og í veiðiferðum í úteyjar og skcr mynduðust nöfn og ör- nefni, og allir sjófarendur þurfa að setja á sig mikið af miðum og vita hvað það heitir, sem miðað er við. Dr. Þorlceli Jó- hannessyni hefir því orðið vel til fanga er hann fór að kynna sér örnefnin í Veslmannaeyj- um. Sigfús Johnsen bæjarfógeti sem er manna fróðastur um sögu Vestmannaeyja og hefir lagt sérstaka rækt við hana, hefir einhverntíma rakið fyr- ir mér örnefnin á mjög tak- mörkuðu svæði, en þau voru svo mörg að líkast var og fuglabreiða flvgi úr bjargi! Það er fróðleg ferð sem Jó- hann Gunnar fer með lesand- ann um úteyjarnar og „með löndum“ í Heimaey. Ilann byrj- ar suðvcstast, við Eindrang en rekur svo þrídrangana (sem að visu eru l'jórir) og stefnir siðan á syðsta íslenska blettinn á jörð- inni, sem heitir Geirfuglasker, en þaðan í skerin, sem kennd eru við Hunda, Þúfu, Geldinga og Súlur og er það síðasta merkast. Eg liefi ávallt haldið að Súlnasker liéti í höfuðið á súlunni, sem verpir þar, en höf. segir að nafnið slafi af því, að skerið standi á súlum, og er þv.í súla bæði „undir og ofan á“. Skerið er nfl. sundurgrafið af hinum furðulegustu sjávarliell- um, sem eru svo furðulegir að ástæða væri til að fara til Eyja þó að þar væri ekkert annað að skoða, því að þarna er hægt að fara á báti gegnum skerið á tveim stöðum. En þó eru liell- ar þessir ekki eins merkilegir og hinn frægi Klettahellir í Ysta- kletti eða Kafhellir i Hænu. Og skammt norðaustur af Súlna- skeri er Hellisey, með skútun- um mildu, sem nefndir eru Stórhellar, sem eru aðeins um 800 metra undan „meginland- inu.‘* Fyrir veslan hana eru Als- ey og Brandur og eru þá taldar allar helstu eyjar sunnan og vestan Heimalandsins, en vest- ur af Ileimaey nyi’st eru Smá- eyjai-nar svonefndu (Hani, Hæna, Hrauney, Grasleysa o. fl.). En þær eyjarnar sem flest- um eru kunnar, Bjai’narey og Elliðaey eru austur af Heimaev; Bjarnarey í há-austur og Elliða- ey nokkru norðar. Hún er stærst allra liinna óhyggðu eyja. Báð- ar eru svo grasgefnar að þang- að hefir verið sóttur töðufeng- ur, því að lundinn ber vel á, -— auk þess senx fé hefir gengið í báðunx eyjunum, 128 kindur í Bjarnarey og tvöfalt fleiri í Elliðaey. Þar er líka nxikil fugla tekja, en fugl veiðist í langflest- um úteyjunum. Framh. ( næsta blaði.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.