Fálkinn


Fálkinn - 15.04.1949, Blaðsíða 14

Fálkinn - 15.04.1949, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN G. E. Eyford: Ævintýri Sigrúnar frá Hóli liana að lialda því leyndu fyrst um sinn. Þannig ieið veturinn iil vors, að þau héldu trúlofun sinni leyndri. Um vorið útskrifaðist hann frá prestaskólanum, og fékk skömmu siðar veitingu fyrir prestakalli i því héraði er foreldrar lians bjuggu. Þegar hann fór frá Reykjavík í júlí- mánuði, fullvissaði hann Sigrúnu um að þau skyldu giftast í október, þá um liaustið. Sigrún bjó sig sem best undir giftinguna, með aðstoð húsmóður sinnar, sem þegar liafði tekið ástfóstri við hana. Nú var allt til reiðu, brúðarkjóll- inn og hvað annað. 1 síðasta bréfi hms til hennar, sagðist iiann senda h;nni hringinn með næstu póstferð, svo að liún lifði nú i draumsælli tilhlökkun. Svo liðu tveir mánuðir að hún fékk ekkert bréf frá honum, en að siðustu fékk hún bréf, þar sem liann tjáði lienhi með mörgum afsökunum að þau gætu ekki orðið lijón, því foreldrar sinir aftækju það með öllu, að liann giftist eignalausri og um- komulausri stúlku. Auk þess liefðu þau verið búin að velja sér konu- efni sem þau álitu að væri sér við hæfi, og sem hann ætlaði að gil'tast i desember næstkomandi. Þetta var rothögg á Sigrúnu. ilenni liafði ekki getað til hugar komið, að til væri slík ótryggð og lítilinennska. Hún elskaði hann af innsta grunni lijarta síns og gat ekki ætlað honum slíka varmennsku. Henni leið afar illa, svo að húsmóðir hennar spurði hana um livað skeð hafði. Hún sagði henni eins og var, og að hún treysti sér ekki til að vera lengur í Reykjavík, því þetta yrði strax á allra vitorði. Húsmóðir hennar vissi að Jón, sem hafði alist upp með henni á Felli, kom stöku sinnum i húsið til að finna Sigrúnu, fyrst eftir að hún kom þangað, og'hglt að hann hefði augastað á henni, eins og líka var, en svo liætti liann alveg að koma. Hún spurði Sigrúnu að því hvort það hefði ekki verið neinn samdráttur á milli þeirra er þau voru' á Felli. Sigrún sagði lienni að svo hefði verið en er hún kom til Reykjavíkur hefði það dáið út. -— Húsmóðir hennar hvatti hana til að endurvekja kunningsskap sinn við Jón, og taka honum, hann væri efni- legur maður og mundi geta látið henni líða vel, en Sigrún vildi ekki Jieyra það, en kváðst vilja komast sem fyrst burt úr Reykjavík þang- að sem cnginn þeklvti sig. Hún sagð- ist helst vilja fara vestur á ísafjörð. Húsmóðir liennar sagðist eiga þar gamla vinkonu og sagðist skyldu skrifa Jienni og liiðja hana að út- vega lienni vist lijá góðu fólki. Eftir þrjár vikur fór Sigrún með strandferðaskipinu vestur á Isafjörð. Er liún kom þangað fór hún á fund þessarar vinkonu húsmóður sinnar sem var, og mætti þar hinum bestu móttökum. Konan sagðist þegar hafa útvegað lienni góða vist í húsi Jijá dönskum kaupmanni, sem var ekkju- maður og nokkuð við aldur. Sigrún gladdist við að heyra þessi ííðindi, og fór þegar næsta dag í vistina. Hún var vel að sér í Jiússtjórn og luisverkum. Þessi kaupmaður var Jiátt á sjötugs aldri, reglumaður mik- ill og nokkuð siðavandur. Hann áiti einn son, sem var giftur og að- stoðaði föður sinn við verslunina. Sigrúnu fórust störf sin vel ú.r Jiendi, svo að liúsbóndi liennar var Iiinn ánægðasti með liana. Þannig liðu þrjú ár og leið Sig- rúnu mjög vel í þessari vist. 1 kaupstaðnum var ungur liarna- skólakennari, sem liét Páll. Hann var liinn glæsilegasti maður og' mjög vel Játinn. Hann kynntist Sigrúnu og féllu hugir þeirra mjög saman, og myndaðist brátt vinátla milli þeirra, sem dró til þess að þau trúlofuðust. Þegar kaupmaðurinn, lnisbóndi Sigrúnar, heyrði um það, þótti hon- um stórlega miður. Hann hafði ætl- að sér að taka Sigrúnu með sér, þá um haustið, til Kaupmannahafnar í von um, að hún vildi giftast sér þar. Hann var búinn áður að láta hana skilja á sér livað hann hefði í hyggju, en hún gaf sig ekki að því, þótti liann of gamall, og sér- vitur og siðavandur. Hann hafði verið lienni sem góður íaðir, og gefið henni marga dýrindis muni. Þegar sá kvittur barst út um kaup- staðinn, að kaupmaðurinn hefði ætl- að að fara með Sigrúnu með sér til Hafnar og giftast lienni þar, var búin til úr því slúðursaga þess efnis, að Sigrún væri þunguð af hans völdum, og að liann ætlaði að koma henni burtu svo sem minnst bæri á. Þessi saga barst til eyrna kær- astans hennar, sem eins og svo margir aðrir í kaupstaðnum trúði því. Honum gramdist þetta mjög og fór til hennar og krafðist að fá að vita hvort nokkuð væri til í því, að kaupmaðurinn hefði boðið henni að fara til Hafnar með sér, til þess að giftast henni þar. Hún sagði honum að það væri satt, en að hún hefði þverneitað því tilboði. Þá sagði liann henni frá þeim orðróm sem gengi milli fólks i kaupstaðnum, að hún væri þunguð af hans völdurn. Hún varð alveg frá sér af harmi og undrun að hcyra slíkt, og sór sig um að slíkt væri með öllu lielber lygi; en kærastinn hennar var í efa um hvort hún væri að segja sér sannleikann i þessu máli, og sagði henni upp. Hún tók þetta allt svo nærri sér að hún veiktist og lá lengi á sjúkra- liúsi, nær dauða en lífi. Þegar henni fór það mikið að skána, að hún var orðin ferðafær, afréð hun að fara aftur til liúsmóður sinnar í Reykjavik, sem liún var hjá áður en hún fór til ísafiarðar. Nú var hún breytt. Andlitið fölt og innfallið, spékopparnir horfnir úr kinnunum en þjáningar og reynslusvipur kominn í staðinn á hið fríða andlit hennar. í hinu fagra og þykka Ijósjarpa hári liennar sá- ust nú mörg ljósgrá liár, og liin létta og unaðsiega glaðværð var horfin. Þegar luin kom til Reykjavíkur tók gamla húsmóðir hennar opnum örmum á móti henni, en henni brá mjög að sjá hversu breytt hún var orðin. Sigrún sagði henni allt eins og var um veru sína á ísafirði og lívað liafði komið fyrir sig þar. „Hvað liyggstu að gera, Rúna mín?“ spurði húsmóðir liennar. „Nú er Jón farinn til Ameríku. Hann varð alveg miður sí af sorg og von- brigðum, þegar þú fórst vestur á ísafjörð, svo að hann sagðisl ekki festa yndi framar á íslandi.“ „Hann hafði undan engu að klaga,“ sagði Sigrún. „Við vorum aldrei trúlofuð, en ég vissi að hann elskaði mig.“ „Jæja, Rúna mín, þú verður hérna hjá mér, það sem eftir er vetrarins, það getur skeð að eitthvað rætist fram úr fyrir þér með vörinu.“ Sigrún var nú allt önnur en áður, nú var liún alvörugefin, hið blíða aðlaðandi bros var nú horfið af hinu fríða andliti hennar, látbragð- ið kaldara og æskufjörið og létt- leikinn liorfinn úr öllum lireyfing- um hennar; liún var nú fáskiptin og hélt sig mjög einmana. Veturinn leið og það var komið fram í maimánuð, þá fékk hús- móðir hennar bréf frá Ameriku. Þessi kona, húsmóðir Sigrúnar, átti bróður í lítilli borg á Vancouver eyjunni í British Cohunbia. Hann hafði farið á unga aldri til Am- eríku, og var nú orðinn aldraður inaður. Hann hafði gifst vestra, en var nú orðinn ekkjumaður. Hann var hið mesta göfugmenni. Nú er hann var orðinn einn, því að börn hans voru gift og farin frá honum, þá kom honum til hugar að fá sér ráðskonu frá íslandi, því að þrátt fyr ir langa veru í Ameríku var hann rammislenskur í hugsun og háttum, og unni alls hugar öllu íslensku. Bréfið var frá þessum manni, se.m hét Gísli. í bréfinú, biður hann systur sína að útvega sér ráðskonu. sem sé vön hreinlæti og góðri um- gengi. Hann segir og, „ef að sú Frh. í nvesta blnði. SANDUR. Frh. af bls 6. Læknirinn skoðaði hann, spurði nokkurra spurninga og sneri sér að Williams. „Að drengurinn lifir er eingöngu því að þakka að Yates kom hingað svona sncnima." Svo fór hann með Yates afsíðis. Þeir töluðu saman í liljöði, en að endingu lieyrði ég Yates segja: „Hverju máli skiptir einn eða tveir mánuðir, læknir. Gamalt, útbrunn- ið líf — og hins vegar unglingur sem á framtiðina fyrir sér.“ Hann fékk hóstakast og varð að setjast. Þegar við liéldum heimleiðis, öll saman, spurði mamma Yates hvort hann vildi ekki gista hjá okkur, en hann svaraði: „Eg þakka gott boð, en ætla nú samt beint heim. Eg hugsa að það standist á endum.“ Þeir liéldu áfram í myrkrinu, lækn- irinn og liann. „Yates er fárveikur,“ sagði mainma. Hann dó klukkutíma eftir að hann kom heim til sín. Læknirinn liafði orðið hjá honum. Hann var grafinn i sandhólnum og steinn settur á gröfina. En sand- urinn cr á sífelldu iði og í fyrra haust þegar ég var þarna að líta eftir steininum, sá jég hann hvergi. Sandur tímans hafði grafið hann. SUMARGJÖF. Framhald af bls. 3. lögð niður. Dagheimili hefir Sumar- gjöf starfrækt í 21 ár. Leikskóli hefir verið hafður í 9 ár, fyrst á Amtmahnsstígnum, en síða-n í Tjarnarborg og Suðurborg og á síðasta ári i Stýrimannaskól- anum, i Grænuborg og Málleysingja- skólanum. - Vistarheimili hafa verið slarfrækt um 11 ára skeið, frá 1938 i Vestur- borg og síðan 1943 í Suðurborg. Vöggustofa hefir verið starfrækt i 8 ár, Jengst af í Suðurborg. Barna fjöldi á öUiun heimilunum árið 1948 var 712 og dvalardagar 72.442 (2000 árið 1924). Eins og kunnugt er hefir Sumar- gjöf haft talsverða útgáfustarfsemi með Iiöndum. Eru það aðallega rit um uppeldisfræði og barnasögur. Af forvígismönnum félagsins, hvata mönnum að stofnun þess og forstöðu konum mætti nefna marga, en hér er þó ekki rúm til þess, þótt þetta fólk eigi það vissulega skilið, að því sé þakkað fyrir störf sin. Skylt er þó, að minnast á það, að Bandalag kvenna og kennarastéttin íslenska hafa fyrst og fremst lyft hinu þunga Grcttistaki, sem byrjunarörðugleik- arnir að stofnun og starfsemi Sum- argjafar var. Af þeim, sem lengst hafa setið i stjórn Sumargjafar má nefna: Stein- grím Arason (form. í 15 ár), ísak Jónsson (form. í 10 ár, 20 ár i stjórn), Arngrím Kristjánsson (21 ár), Árna Sigurðsson (15 ár), Ragn- hildi Pétursdóttur (11 ár) Aðal- björgu Sigurðardóttur (10 ár),Bjarn dísi Bjarnadóttur (10 ár), Helga Elíasson (6 ár), Guðjón Guðjóns- son (G ár) og Sigurbjörn Þorkels- son (G ár). Fyrstu stjórn Sumargjafar ‘skip- uðu þessi: Steingrímur Arason (form.), Aðalbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Bjartmarsd., Magnús Helga- son og Steindór Björnsson. — Núv. stjórn cr þannig skipuð: Isak Jóns- son (form.), Arngrimur Kristjáns- son, Jónas Jósteinsson, Árni Sig- urðsson, Arnheiður Jónsdótir og Helgi Eliasson. Framkvæmdastjóri félagsins er Bogi Sigurðsson. Forstöðukona uppeldisskóla Sum- argjafar, sem starfræklur liefir ver- ið frá . haustinu 1940, er Valborg Sigurðardóttir. — Aðalforstöðukona Suðurbofgar er Áslaug Sigurðar- dóttir, aðalforstöðukona Tjarnar- borgar Þórhildur Ólafsdóttir og að- alforstöðukona Vesturborgar Ingi- I>jörg Jónsdóttir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.