Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1949, Qupperneq 4

Fálkinn - 03.06.1949, Qupperneq 4
4 FÁLKINN LAXINN ER VÍÐFÖRULL Ennþá er margt á huldu viðvíkjandi göngu lax- ins. Hér segir Sven Sömme, fiskifræðingur, frá nýjustu rannsóknum, sem gerðar hafa verið á laxgöngum við Noreg. TNAGANA eftir 17. maí s.l. vor sat Leiv Rosseland, ráðu- nautur, á kassa á eyri í Sand- víkuránni, 15 km. frá Osló. Og á öðrum stærri kassa fyrir framan sig hafði liann ýms á- höld, gipsmót og stóra blikk- skjólu, og minnisbók. Úr skjól- unni rann vatn um gúmmíslöngu gegnum gipsmótið. í ánni hjá honum stóð kassi, með sigti í báðum endum, og nokkur liundr uð smálaxar á stærð við smá- síld voru á iði i kassanum. Og á einum kassanum enn sat að- stoðarmaður Rosselands. Stundum var Rosseland að beygja sig. Hann þreifaði á ung- löxunum og tók upp einn í einu og stakk lionum inn í gipsmótið með hausinn. Það var aðeins hausinn, sem hvarf inn í gipsið, en húkurinn sást. Nú var silfurþræði stungið gegnum hrygglengjuna á lax- inum, rétt fyrir framan bak- uggann og á lykkju á þræðin- um Iiékk ofurlítill celluloid- hólkur, gulur með fjólubláum endum. Gegnum þynnuna var hægt að lesa orðin: „Skerið endann af, bréf liggur innan í.“ Bréfið í hólknum ldjóðaði svona: Sendið þetta bréf til Zoo- logisk Museum í Oslo, með sem ítarlegustum upplýsing- um um lwar og hvenær lax- inn er veiddur og með livaða veiðarfæri, nafn og heimilis- fcmg veiðimannsins, þyngd og lengd (frá nefbroddi til sporðsýlingar) fisksins, og leggið með 30 hreistur, tekin milli balcugganna og liliðar- manarinnar. Verðlaun greidd. — Þetla bréf var bæði á norsku og ensku. Frá liinni ófullkomnu rann- sóknastöð Rosselands við Sand- víkurá synti unglaxinn svo fjörlega úl í veröldina, með þetta sendibréf á bakinu. Neð- ansj ávarpós tur. Beint fyrir framan Rosseland var girðing úr vírneti þvert yfir ána. Á henni voru tvö op inn i laxagildrurnar. Þar voru laxa- börnin tekin. Þau komu í slór- um torfum á leið til sjávar, eft- ir að hafa dvalist 2-3—4 bernsku- ár sín í Sandvíkuránni. Kann- ske voru einhver þeirra úr klak- stöð Albert Olsens upp með ánni. Ilann er að minnsta kosti natinn við börnin sín og vill hafa þau vel þroskuð þegar þau leggja út á lífsbrautina. Hann sal löngum á kassanum við hliðina á Rosseland og hjálpaði honum að merkja. Alþjóðleg samvinna. Þessar laxamerkingar eru lið- ur í víðtæku samstarfi margra þjóða. Áður en merkingarnar liófust voru lialdnir fundir um málið í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, innan Alþjóða haf- rannsóknarráðsins, en forseti þess er Jolian Hjort prófessor. Af norskri hálfu kom fram til- laga um alþjóða laxmerkingar, og var lnin samþykkt af 11 þjóð- um og' liklega hætist Kanada við í hópinn. Hins vegar er svo lílið af lax eftir í ám Bandaríkj- anna er falla i Atlantshaf, að Bandaríkin þóttust ekki geta tekið þáll i þessu. Alþjóða hafrannsóknaráðið hefir líka fleira á prjónunum. Þessar rannsóknir eru ekki ein- göngu gerðar vegna rannsókn- anna einna, lieldur hafa þær hagnýta ])ýðingu og geta gefið bendingar um hvernig auka skuli laxgöngurnar i ánum. I lífi laxins eru margar gátur og viðfangsefni, sem liér skal drepið lílið eitl á. 'Hrygning ok klak. Á sumrin keuiur laxinn af ó- kunnum slóðum úti í hafi upp að ströndinni og leitar upp i árnar til að lirygna. Þegar kem- ur fram i október byrjar hrygn- ingin og laxinn grefur hrognin ofan í grópir, sem hann gerir i árbotninn, og mokar síðan sandi og aur yfir. Að vorinu ldekjast hrognin út og laxseiðin grafa sig upp úr sandinum þeg- ar þau eru um þumlungs löng og fara að éta ýmiss konar smá- dýr í ánni. En víða er laxinn veiddur á haustin og hrognin frjóvguð og sett í kassa, sem komið er fyrir í klakhúsum og vatn látið renna um sí og æ. En þegar hrognin eru klakin að vorinu er seiðunum að jafn- aði sleppt í ána og þau látin sjá um sig sjálf. Amerískar rannsóknir síðari ára virðast henda í þá átt, að klak amerískra laxtegunda svari tæplega kostnaði. Þess vegna liafa Ameríkumenn lagt niður margar hinan stærri klakstöðva sinna og reka aðeins ldak þar, sem þeir geta alið upp seiðin i tjörnum og uppistöðum þangað til þau eru orðin á við manns- fingur á lengd og sæmilega sjálf- bjarga. Því að laxaseiðin eiga marga óvini í ánum, sem granda þeim í bcrnskunni. Eigi vitum vér hvorl það eigi við um norskan lax i norskum ám, að klakið svari eigi kosln- aði. Það er ekki hægt að kom- asl að einhlitri niðurstöðu um þetta nema með því að hafa full umráð yfir ákveðinni laxá árum saman. Þess vegna hafa norsku rannsóknirnar heinst að mörgum ám, sem klak liefir verið stundað við lengi, og þar sem menn þykjast liafa reynt að það hafi gert gagn. Laxaseiðin vaxa seinl í ánum. Þegar þau eru orðin 3—4 ára eru þau aðeins 12—19 cm. á lengd. Mörg þeirra lenda í gin- inu á óvinunum, sérstaklega á fyrsta árinu, og þegar þau eru orðin svo stór að þau geti liang- ið á öngli verða strákar oft til að tortíma þeim. Þeim finnst gaman að sjá seiðin sprikla á önglinum. Liturinn á þeim er oft skræpóttur og erfitt að þekkja þau frá urriða. Til hafs! En svo lýkur dvölinni í ánni. Ungi laxinn leitar til hafs. Þá breytir liann lil og verður silf- urgljáandi, hlettirnir og skræp- urnar hverfa, og laxinn fer til sjávar — venjulega i vatna- vöxtunum á vorin. Hvert fer hann? Og hve marg-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.