Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1949, Blaðsíða 12

Fálkinn - 03.06.1949, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ÚT í OPINN forvitnari út af öðru, sem hann hafði séð í vagninum. t>að voru fimm menn inni, auk Archers og hans sjálfs. Einn virtist vera Indverji, annar var áreiðanlega Malayi, hinir senni- lega Evrópumenn. Vagnhurðinni var skellt, hann heyrði einhvern á hlaupum fyrir ut- an og eftir augnablik ók hifreiðin af stað. Gregory lá við köfnun út af klútnum í munninum og það fyrsta sem hann iiugs- aði um var að reyna að tosna við hann. Hendur hans voru bundnar en hann mundi að Archer hafði verið með skeifumyndaða slifsisnælu. Hann mjakaði sér til svo að höfuðið komst hærra. Þreifaði fyrir sér með vörunum þangað til hann fann næl- una og gat fest vasaklútnum á henni. Nál- in var föst og Gregory mjakaði nú höfð- inu frá svo að klúturinn losnaði. Hann þagði samt á eftir. Best að hafa stjórn á forvitninni og þegja þangað til einhver tal- aði til lians. Vörubillinn ók lengi. Gregory hafði ekki hugmynd um i hvaða átt farið var þegar hann heyrði einn af mönnunum segja: — Eg vona að Bill gleymi ekki að hleypa okkur út við Euston. — Óttast eldci um það. Við eigum langt þangað ennþá, var svarað. Gregory réð af þessu að þeir væru komn- ir yfir Thames og væru á norðurleið. Eft- ir fimm minútur voru þeir auðsjáanlega komnif til Euston. Vagninn nam staðar og tveir menn fóru út. Bifreiðin hélt svo áfram. Þeir óku upp í móti og Gregory gat sér til að þeir héldu áfram norður, til Highgate eða Hampstead. Tuttugu mínútum siðar hægði bifreiðin á sér, beygði til hægri inn á malarveg og stansaði. Dyrnar voru o])naðar og Gregory var dreginn út. Þeir studdu hann svo að hann gæti staðið uppréttur. í skimunni sá hann að þeir voru staddir við dyr á stóru húsi. Bílstjórinn hjálpaði við að bera þá Gre- gory og Archer inn í húsið. Þeir komu inn í upplýstan forsal og nú gat Gregory fvrst virt mennina fyrir sér. Foringi bófanna var feitur og rauðbærð- ur. Það mátti heyra á mæli lians að hann var íri, sem hafði verið lengi í London. Bílstjórinn var með hogið nef og hrokkið hár. Sennilega austurlenskur Gyðingur. Sá þriðji var með skolleitt hár, ljósar augna- brúnir og blá augu. Hann var svipaður norskum sjómanni. Og á Indverjanum og Malayanum var auðséð, að þeir voru svo- kallaðar dokku-rottur, og höfðu verið not- aðir til að gera árásina. Gregory gat ekki skilið hvað þessir menn vildu honum. En orðin sem hann hafði heyrt er vasaljósið féll á andlitið á honum DAUÐANN urðu ekki misskilin. Það var ekki af mis- skilningi, sem hann hafði lent í þessari ökuferð. Það hafði ekki verið stungið upp í Ar- eher og hann stundi mikið. Hann virtist ekki vera særður, en hafði verið laminn í rot og var nú að jafna sig. Gegory braut heilann um liver hefði senl þessar dokku- rottur til að stela sér og honum. Og hvers vegna höfðu þeir verið fluttir í þetta stóra hús, sem hann þóttisl nokkurn veginn viss um að væri í Hampstead? Tíminn mundi leiða það í ljós. Það eina sem hann gat gert var að bíða átekta. Hár náungi og hökulangur, kinnbeina- mikill og með aflurkembt og gisið svart hár, kom inn úr dyrunum frá ganginum, gekk um þveran forsalinn og að rauðvið- arhurð til hægri. Hann benti mönnunum að koma til sín. írinn fór á undan. Hinir studdu Gregorv og Archer á milli sín. Mað- urinn sem hafði bent þeim var auðsjáan- lega þjónn í húsinu. Þeir fóru nú inn í skrautlegan, mjög loftháan sal. FuIIir bókaskápar voru með fram báðum langveggjunum. Við innri gaflinn var stigi upp á dálitlar svalir en fyrir neðan stigann stórt skrifborð, sérega vandað. Þar sat maður. Hann var litill, visinn og sköllóttur, með afarstórt nef. Prúðb-úinn var hann. Þegar hann leit við svo að nefið sást á hlið leyndi það sér ekki að hann var Gyðingur. Gregory og Archer voru settir hvor á sinn stól. írinn gekk að skrifborðinu og fór að segja frá. Þetta gekk bærilega. Við eltum hann að húsi Archers og þaðan að húsi í Bermonds- ey. Hann var þar í nálægt hálftíma. Þeir komust í hár saman, því að við heyrðum að allt komst í uppnám uppi á loftinu, skiljið þér. Svo komu þeir með hann. Hann hékk á öxlinni á einum þeirra eins og höggvinn hani og það var víst ætlunin að lienda honum í ána. Þeir voru tveir með hann fyrir utan ]>ennan Archer, og ég skal segja yður að það kom á þá. Við létum hina liggja, en tókum þessar tvær skræfur þarna, sem þér vilduð ná í. Það gekk ljóm- andi vel. Gyðingurinn kinkaði kolli. — Þið eruð vissir um að lögreglan liafi ekki haft nasa- sjón af ykkur? — Sussu nei. Það er öldungis víst. Ekki þarf að óltast það. Gyðingurinn tók umslag úr skúffu og rétti íranum. — Gex-ið þér svo vel. Ilérna er þóknunin sem okkur kom saman um. íiánn opnaði umslagið með óhreinum þumalfingri, tók seðlana og taldi þá. Svo brosti hann og lyfti fingri upp að húfu- derinu. — Það er í lagi. Ef þið þurfið mann aftur i svona erindi þá vitið þér livar mig cr að hitta, herra Rosenbaum. — Þökk fvrir. Þér getið farið með nxenn- ina yðar. Þegax- þeir voru horfnir settist Gyðingur- inn við skrifhorðið án þess að skipta sér af Gregory eða Arclier. Gregory heýrði að útidyrunum var skellt, svo konx aftur- kembdi þjónninn inn. Gyðingurinn horfði á hann. — Viljið þér l'ara upp og tilkynna að þeir séu háðir komnir. Þjónninn var fram úr hófi horaður og svipaði mest lil tniboða. En á dinglandi handleggjununx, sem voru svipaðir og á apa, mátti sjá að liann var eigi að síður vel að manni. Hann fór upp stigann upp ó svalirnar. (jregory var að velta fyrir sér hver það væri, sem nú átti að koma til sögunnar. Hver stal tveimúr nxönnum með jafn ólík áhugamál sem hann og Areher? Gregory leit lil Archers. Augun voru op- in. Hann lá út á lilið í hægindastólnum með hendurnar bakbundnar. Lyfti höfð- inu og skimaði kringum sig. Þegar hann sá Gregory gapti hann af undrun. Hann hafði vísl haldið að Gregory hefði undir- búið þessa árás. Og þegar hann sá liann þarna í böndum botnaði hann ekkert i neinu. Gregox-y létti svo við að Iiafa komist hjá að vera drekkt eins og kettlingi og setti nú ekkert fyrir sig Iivað koma skyldi. 1 gamni rétli hann úl úr sér tunguna til Archers. Hann iðraði þess áður en klukkutími var liðinn. Archer tevgði úr sér. Starði á Gyðing- inn, sem var að skrifa. Svo öskraði hann: -— Hvern andskotann meinið þér með þessu? — Hafið yður hægan! sagði Gyðingui’- inn ergilegur. - Þér fáið að vita það bráð- um. Yður þýðir ekkert að byrsta yður. í sama hili heyrðu fangarnir fótatak uppi á svölunum. Nýr maður var kominn á sjónarsviðið. Þetta var feitur maður á fimmtugsaldri með uppgi’eitt liár. Hann gekk létt og læddist eins og köttur, þótt feitur væri. Andlitið var breitt, áugun litil og nástæð og nefið mjótt. Hann kom hljóð- lega niður stigann og mjói þjónninn ó eftir honum; revkti vindil og stai’ði á fangana. Rosenhaum hafði staðið upp undir eins og hann heyrði fótatakið. Hann stóð við skrif- horðið álútur með spenntar greipar og beið. — Jæja, Rosenbaum, þér náðuð í þá, sagði só nýkonxni á þýsku. Röddin var há og mjúk. Das ist gut, mein kleiner Jacob, selir gut. Drýgindalegur gekk sá digri að að skrifborðinu og seltist. — Jawolit, Ilerr Grauber. Gyðingurinn brosli smeðjulega. Og nú tíundaði hann nákvæmlega það sem Irinn hafði sagt. Gregorj’ skildi hetur hvað á spýtunni hékk. Þótt sá <ligri hefði ekki talað þýsku við Gyðinginn, mundi Gregory hafa séð hverrar ])jóðar hann var, hæði á hái’greiðsl unni og höfuðlaginu. Ilvern andskotann meinið ])ið með því að flytja mig hingað? öskraði Archer aftur. Leysið nxig og sleppið nxér umsvifa- laust!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.