Fálkinn - 03.06.1949, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
— ÞegiS þér! urraði sá þýski. Svo hélt
hann áfram á ágætri ensku:
— Bíðið þér með að spyrja þangað til
þér verðið spurður, marxista-úrþvættið
yðar!
Það gelið þér sjálfur verið, tautaði
Archer.
Oskið þér að ég verði hérna, spurði
slcöllótti Gyðingurinn.
— Já, bíðið þér við, Jacob minn góður,
svaraði Grauber. En hann leit ekki á Jabob
þótt hann talaði til lians, heldur starði liann
á Gregory.
— Jæja, þér lieitið Gregory Sallust, sagði
hann svo. — Öðru nafni von Lettow hers-
höfðingi, öðru nafni von Heintiscli liers-
höfðingi, og enn öðru nafni Jóhannes Heckt.
Það er gaman að lcynnast yður.
— Þakka yður fyrir, svaraði Gregory.
Mér hefði verið auðveldara að láta ánægju
mína í ljós ef ég væri ekki bundinn. Það
er erfitt að standa upp og hneigja sig þeg-
ar maður er bundinn á höndum og fótum.
— Eg sé enga áslæðu til að við getum
ekki leyst ykkur báða, sagði Þjóðverjinn.
Hann lagði frá sér hálfreyktan vindilinn
og tók annan nýjan á skrifborðinu. — Karl,
leysið þér böndin af löppunum á þeim en
látið hendurnar vera hundnar. Herra Sal-
lust gæti freistast til að fara að sýna listir
sínar. Hann er mjög frækinn maður og
sterkari en hann sýnist. Hættulegur er
liann líka. Við vitum livernig hann fór
með mennina okkar á húsþakinu í Ems.
— Jæja, þér vitið það? sagði Gregory
og brosti en þjónninn levsti böndin.
— Auðvitað veit ég það, svaraði Þjóð-
verjinn. — Það er starf mitt að kunna skil
á þess háttar. Það er víst fæst af því sem
þér höfðust að i Þýskalandi, sem ég veit
ekki um.
— Heppilegt fyrir yður! sagði Gregory
og þegar Karl hafði leyst böndin af fótun-
um á honum stóð hann upp, hneigði sig
hátiðlega og spurði: — Leyfist mér að
spyrja hvern ég tala við? Eg greip ekki
nafnið yðar. Var það herra Glauber?
— Grauber, leiðrétti Þjóðverjinn, Grup-
penfiihrer Grauber i Gestapo. Eg er for-
stjóri deildarinnar U.A.—1.
— Mér stendur aíveg sama um það,
sagði Gregory vingjarnlega, en þér munuð
slcilja að það eru víst margir hér í London,
sem mundi ekki líka vel að heyra það.
— Ach, þér reynið að vera fyndinn,
herra Sallust.
— Það væri ekki gaman fyrir yður ef
þér fyndust liérna.
— Hafið engar áhyggjur af mér. Eg skal
gæta mín sjálfur. Og þér skuluð ekki held-
ur halda að það séuð þið Englendingar
einir, sem getið komist inn í óvinaland án
þess að fara um landamærin á venjuleg-
an hátt.
Þér munuð vera hér á snöggri ferð til
þess að fá yður almennilega að éta?
— Ekki sem vitlausast til getið. En að-
alástæðan til komu minnar í þetta sinn er
sú, að mig langaði svo mikið til að liitta
yður.
— Hvað kemur þetta mér við? spurði Ar-
cher folcvondur.
— Þér, svaraði Grauber kuldalega, —
eruð ein af lúsunum, sem eru sníkjudýr á
ketætunum. Herra Sallust er að minnsta
kosti eins djarfur og rándýr, nema þá að
dirfskan hans sé uppgerð. Við tókum yður
af þvi að þér voruð með honum. Hafið
þér yður hægan, annars verður stungið
upp í yður.
— Má ég spyrja hvað þér hafið hugsað
yður að gera við mig? spurði Gregory.
Það skiptir minnstu hvað gert verð-
ur við yður. En það er samtalið við yður,
sem skiptir mestu, og ég hefi gert mér
ferð sunnan úr Þýskalandi til að fá það.
Eg er kominn til að fá upplýsingar hjá
yður um samsæri gegn stjórn þriðja
þýslca ríkisins. Við vitum báðir að þetta
samsæri hefir verið ákveðið.
— Hversvegna spyrjið þér mig úr því
þér vitið um það?
— Eg veit ýmislegt en mig langar til að
vita meira.
— Það segi ég yður. Það virðist vera ein-
staklega eftirtektarvert. En þetta er í fyrsta
skipti sem ég heyri það nefnt á nafn.
— Þér ljúgið því, sagði Grauber. Þér
fóruð til. Þýskalands til þess að ná sam-
bandi við marxistarotturnar og aðra svika-
hrappa. Hjá Reinhardt og Wachmiiller
hafa fundist plögg, sem sýna að þeir voru
háðir með í samsærinu. Vitanlega var eng-
in leið til þess að það gæti tekist. Rotturn-
ar þora aldrei að skríða fram úr liolunum.
En þær eru smitandi og þess vegna verður
að útrýma þeim.
Gregory létti. Hann sá nú að engin plögg
viðvikjandi samsærinu höfðu fundist hjá
Rheinhardt eða Wachmuller. Gestapo liélt
enn, að það væru kommúnistar, sem géngj-
ust fyrir samsærinu.
— Eg veit náttúrulega eins og allir aðr-
ir að mjög mikill liluti þýsku þjóðarinnar
liatar nasista, sagði Gregory. Leyniútvarpið
þýska sýnir það. Og þegar ég var i Þýska-
landi skildi ég auðvitað að mikill andróður
er undir niðri gegn stjórninni. En það var
allt í molum. Eg sá engin merki þess að
um skipulegt samsæri væri að ræða.
— Þér viljið ekki segja mér frá. Það var
flónska af yður. Því miður hefi ég ekki
þessi góðu tæki, sem við höfum í Dachau
og víðar.
Grauber tók málhvíld sem snöggvast.
Svo létti yfir honum og hann liélt áfram:
— En þótt ég hafi ekki þau tæki, herra Sal-
lust, þá skal ég lofa yður því að þér skul-
uð æpa og biðja um vægð, þó að þér séuð
hraustmenni. Eg þarf ekki annað en strjúka
um augun á yður með glóðinni á þessum
ágæta vindli.
XIX. Kap. Miskunnarlausir menn.
Gregory fann svitann koma út á sér.
Enginn vissi livar hann var. Hann liafði
enga von um hjálp. Algerlega á valdi Þjóð-
verjans.
Hann gægðist fyrst varlega til Rosen-
baums og síðan til Karls. Hann sá ekki vel
andlitið á gamla, lotna Gyðingnum, en
hann virtist bera afarmikla virðingu fyrir
Grauber. Gregory gat ekki vænst neinnar
hjálpar frá jjessum tveimur þjónum hans.
Og þótt liann hrópaði á hjálp þá mundi
enginn utan liússins heyra til hans.
Hann braut heilann um, hvernig hann
ætti að sleppa. En hendur lians voru bundn
ar á bak aftur. Hann gat ekki einu sinni
ýtt við hurðarhún. Fyrir öllum gluggum
voru þykk tjöld. Og óvíst að nolckur gluggi
væri opinn. Vonlaust að reyna að henda
sér út í garðinn.
Mótstöðuafl mannsins er takmörkum háð.
Gregory vissi að liann var hraustmenni í
meira en meðallagi, en hann vissi líka að
ef liann fengi glóandi vindil á sjáaldrið
mundi hann æpa og kveina eins og harn.
Hann var viss um að slík kvöl mundi pína
hann til að segja allt sem hann vissi.
Grauber virtist hafa lesið liugsanir lians.
— So! Þér eruð fús til að segja frá?
HEIMASÆTAN Á RAUÐAMEL.
Framhald af bls. 3.
Margréti, fædila á Syðri-Rauðamel
um 1790 (10 ára 1801). Magnús virð-
ist hafa verið allgóður bóndi, eftir
hjúahaldi hans að dæma, enda er
jör'ðin SySri-RauSimeiur ekki vel viS
hæfi einyrkja bónda.
Oddleifur hefir flust frá Ytri-
RauSamel annaðhvort árið 1804 eða
1805 og þá iíkega á höfuðbólið
Sauðafell í Dölum. Þar dó iiann 29.
september 1817. Oddhildur bjó þar
skamma lirið eftir lát bónda sins, og
hafði að fyrirvinnu Sigurð son sinn
Oddleifsson. Sigurður fékk fyrir
konu Kristínu Sigurðardóttur og bjó
á Erpsstöðum i Sauðafellssókn 1823.
Oddhildur Jónsdóttir andaðist 1.
október 1821, að Skörðum i Miðdöi-
um. Þá bjó þar séra Daníel Jónsson
prestur í Miðdalaþingum 1816-1842.
Eftir Oddieif Þorleifsson liafa bú-
ið á Ytri-Rauðamel gömul hjón,.Jón
Jónsson og Kristín Pétursdóttir.
Hefir Magnús Þorleifsson frá Syðri-
Rauðamel, gerst þar sambýlismað-
ur þeirra, að minnsta kosti ekki
siðar en 1810, og þar bjó hann síð-
an til æviloka. Magnús hefir orðið
sjálfseignarbóndi á Ytri-Rauðamel.
En hvort þar hefir vcrið um að
ræða erfðir, venjuleg kaup eða
hvorttveggja er ekki kunnugt. Þessi
jarSaskipti Magnúsar benda í fyrsta
lagi til tryggðar við föðurleifð sina,
og í annan stað til þess, að hann
hafi ekki verið lítill fyrir sér sem
bóndi, því að Ytri-Rauðimelur en
ennþá meiri jörð en sá syðri, bæði
að landrými og landkostum, enda
tvímælalaust i fremstu röð grasbýla
á þessum slöðum, og þó víðar væri
leitað. Það var líka sagt, að Magnús
bafi verið efnaður og mikilsmetinn
maður, og að bóndadóttirin, Mar-
grét, liafi verið talin hinn efnileg-
asti kvenkostur vegna mannkosta
sinna, og ekki dró það úr, að hún
var einbirni og því mestar likur til
þess að hún mundi taka við jörð og
búi af foreldrum sinum.
Á þessum tíma bjuggu í Beruvík
undir jökli lijónin Jón Nikulásson
(f. um 1745) og Guðrún Jónsdóttir
(f. um 1750). Við manntalið 1801
hafa verið hjá þeim i Beruvík þessi
börn þeirra: Helga 18 ára, Guðrún
17 ára, Árni 11 ára, og Sæmundur
10 ára. Er helst svo að sjá, að þetta
liafi verið heldur fátæk fjölskylda
og fara ekki sögur af henni hér
nema Árna.
Nú bar svo við, að Magnús bóndi
á Ytri-Rauðamel þurfti að ráða til
sín léttadreng eða smala, og þess-
háttar pilta fengu sveitabændur tíð-
um frá veiðistöðvum og sjávarbænd-
um undir jökli, og í þessu tilfelli
varð Árni Jónsson i Beruvík fyrir
valinu. Ekki hermir sagan hversu
lengi Árni sinnti þjónustu á Rauða-
mel, né hvaða ár það var. En ung-
ur hefir hann verið þá og á sama
aldri og Margrét bóndadóttir. Hitt
var aftur á móti í frásögur fært, að
hann þótti ekki sem þrifalegastur,
einkum í höfðinu er hann kom i
vistina, og af einhverjum ástæðum
féil það i hlut Margrétar bóndadótt-
ur að vinna þar að til úrbóta og
þrifnaðar. Svo er að sjá, að þetta
Frh. d bls. U.