Fálkinn - 03.06.1949, Qupperneq 14
14
FÁLKINN
SPURNINGAR OG SVÖR.
Frh. af bls. 11.
— 3 dagar þurrir til enda. Enginn
blettur slægur í túni í júnílok."
1915.....„Sultarsnapir fyrir kýr
á túni í maílok .... Sumir settu
kartöflur á klaka 27.“
1916. Maílok: „Tún orðin græn að
mestu, en kúaliagi eklti teljandi.
FÍéstir settu í garða siðustu vikuna.
— Snjór, harðindi og lamhadauði á
N.- og A.-landi.“
1917. April aths.:„Nærri sifelldur
kuldi og hrak í þ. mán.......Rauk
upp með stórviðri á norðan ld. 8
á laugardagskvöldið fyrir páska. •—
Látlaus stórlirið á N.landi, og rok
hér. — Nokkurt manntjón varð á
landi, en furðulitið á sjó. -— Vetrar-
daginn siðasta (18.) var myrkur
bylur síðdegis, en gott veður sumar-
daginn fyrsta. — Sumarbliða byrj-
aði 18. maí. Júní var kaldur („hrím-
aði glugga á Kolviðarlióli á Jóns-
messunótt“). Mikið sett af kartöfl-
um um miðjan júní. Fyrst um mán-
aðarmótin góður kúahagi i sveitum.
í Reykjavík þá aðeins slegnir bestu
blettir.
1920. Snjóveturinn mesti á þess-
ari öld. 2. dag páska, 5. apríl, gerði
norðanveður óslitið i viku, með
-j- að 8°, þó lygn á köílum en frost
um morgna og nætur mán. út. Svo
og í mai öðru hvoru til 24. Þá byrj-
uðu tún að grænka, nema kalblettir.
í maílok klaki enn í kálgörðum og
flestir ópældir. — Á V. og N.landi
voru byljir og harðindi fram í miðj-
an mán. — Lífið treint í fénaði
með fóðurbæti.
Hér á eftir koma góðu vorin, og
er liér hlaupið yfir þau, eins og
öll slík áður i þessari slitróttu
grein. Hún er aðeins svar við harð-
inda fyrirspurnum, í mínu minni,
eins og upphafið sýnir.
V. G.
RÁÐNING á þraut blaðs. 10.
Vandinn er ekki annar en að
skrifa lægstu töluna á móti þeirri
hæsu, þá næstlægstu á móti þeirri
næsthæstu. Sjá mynd d.
HEIMASÆTAN Á RAUÐAMEL.
Frh. af bls. 13.
verkefni hafi ekki orðið stúlkunni
svo ógeðfellt sem ætla mætti, og
piltinum hafi geðjast vel að stúlk-
unni og vinnubrögðum hennar, svo
og, að þeim liafi geðjast vel hvort
að öðru, því að með þeim tókust
ástir eigi litlar, sem leiddi til hjú-
skapar þeirra á milli síðar meira.
Tæplega mun þurfa að draga það
í efa, að þessum unglingum hafi
verið það báðum ljóst, að ekki nmndi
verða litið svo á, að jafnræði væri
milli þeirra, og þar af leiðandi mætti
vænta fullkominnar andstöðu af
hálfu foreldra Margrétar, enda varð
líka sú raunin á. Hvort sem sá tími
varð langur eða skammur, sem
þeim tókst að dylja leyndarmál sitt
fyrir öðrum, þá fór þar sem jafnan,
að hann tók enda áður en varði og
sennilega öllu fyrr en þau höfðu
kosið, því „frestur er á illu bestur“,
eins og máltækið segir. Og þegar svo
var komið, liófst andróðurinn. Ekki
þarf um það að spyrja, að Árni fór
i burt af heimiinu, og átti ekki
afturkvæmt þangað að sinni, en elcki
er kunnugt með hvaða hætti það
varð. Hann fór vestur til foreldra
sinna. Sagt er, að mjög liafi verið
reynt að telja Margréti liughvarf í
þessu máli, ekki aðeins af foreldr-
um hennar og ættingjum, heldur
voru lika til þess fengnir ýmsir
málsmetandi menn, bæði innan og
utan sveitar. En allt kom fyrir ekki.
Margrét var alveg ósveigjanleg og liélt
tryggð sinni við Árna hvað sem
hver sagði. Á meðal þeirra sem voru
kvaddir til að tala um fyrir Mar-
gréti var Sigurður Daðason skáld,
bóndi og hreppstjóri á Haukabrekku
á Skógarströnd, maður vitur og vel
látinn. Og það varð til þess, að að-
alþættir þessa ævintýris hafa geymst
i minni manna fram á þennan dag,
svo sem síðar verður sagt.
Það er ekki kunnugt hversu lengi
liefir staðið í þófi um þetta mál
milli Margrétar og foreldra hennar,
né heldur hversu hörð átökin voru.
Þó má ætla að deilan hafi verið
ailalvarleg sé það rétt sem liermt
hefir verið, að málalokin hafi orðið
Jjau, að Margrét strauk að heiman
og fór fótgangandi vestur í Beruvík
til kærasta sins. Er sagt, að þetta
hafi liún gert um vetur, sniðgengið
alla byggð og haldið sig á fjöllum
alla leið. Hætt er við því að eitt-
Iivað kunni að vera orðum aukið
um þetta, því að þessi leið er löng og
allt annað en árennileg að vetrarlagi
fyrir fylgdarlausa konu. Hitt er aft-
ur á móti sennilegt, að hún hafi
lialdið sig svo fjærri bæjum á leið-
inni, sem unnt var, og hvergi kom-
ið eða gert vart við sig, af ótta við
eftirför og að til hennar fréttist.
Eigi að siður er ekki fyrir það
synjandi, að sagan sé sönn, og að
stúlkan iiafi farið fjallasýn alla leið,
því vegir ástarinnar cru ekki ávallt
útreiknanlegir eða hinir trúlegustu.
En hvernig sem þessu ferðalagi stúlk
unnar hefir verið háttað, þá er hitt
víst, að hún fór vestur, giftist Árna
og bjó með honum i Einarslóni. En
hvaða ár það var, sem þau voru
gefin saman, er ekki kunnugt, því
kirkjubækur Breiðuvíkurþinga, frain
að 1830, eru sagðar glataðar. Hafa
þar jafnframt glatast heimildir um
liað, hverjir voru vígsluvottar þeirra.
En það kemur fram í sóknarmann-
tali Rauðamelssóknar 1817, að Magn-
ús, elsta barn þeirra Árna og Mar-
grétar, hefir fæðst í Einarslóni 1814.
Margrét er ófarin úr föðurhúsum
1811, samkvæmt sóknarmanntali, og
eftir Jiví að dæma hlýtur hún að
hafa farið vestur og gifst Árna ein-
hvern tíma á árunum 1812—1814.
Það er haft fyrir satt, að Margrét
hafi vaxið í almenningsálitinu fyrir
manndóm sinn og staðfestu í þessu
máli, ekki hvað síst fyrir dugnað-
inn, sem kom fram lijá henni þegar
hún dreif sig að heiman á eigin
spýtur, til þess að geta staðið við
heitorð sitt við Árna.
Þau Árni og Margrét hafa verið
skamma hríð fyrir vestan, eða ekki
lengur en til 1816. Sést það á því,
að samkv. áðurnefndu sóknarmann-
taliRauðamelssóknar,eru þau liá kom
in að Rauðamel, í sambýli við Magn-
ús og Sólrúnu, og hafa þá eignast
annan son, Þórarin, sem orðinn er
ársgamall, og talin fæddur á Ytri-
Rauðamel.
Sambúð Árna og tengdaforeldra
hans hefir orðið stutt. Hann hefir
farið frá Rauðamel ekki siðar en
1819 að Söðulholti i sama hreppi,
og búið þar í eitl eða tvö ár. Ekki
hefir hann lialdið lijú þau árin er
hann bjó á Rauðamel og Söðulsholti,
og má af því draga liá ályktun, að
liann hafi Jiá verið efnasmár. Frá
Söðulholti fluttist Árni vorið 1820
að Gerðubergi i Eyjahreppi, sem
er næsti bær við Ylri-Rauðamel, og
þar bjó hann síðan fram yfir 1830.
Virðist hann hafa verið heldnr fá-
tækur allan Jiann tima, enda hlóðst
á hann mikil ómegð á þeim árum.
Magnús Þorleifsson á Ytri-Rauða-
mel andaðist 19. maí 1818. Og Jiað
er eftirtektarvert, að einmitt um það
leyti, eða rélt á eftir, flytur Árni
þaðan. Mætti það þó virðast full-
komlega eðlileg ráðstöfun, að einka-
dóttirin og íengdasonurinn hefðu Jiá
verið látin taka við jörðinni, þar
sem ekkjan hætti að búa. En þessu
hefir ekki verið Jiannig háttað. Jörð-
'n hefir verið leigð vandalausum
manni, að því er virðist, Jóni Bjarna
syni, 47 ára og talinn fæddur i
Hörgsholti, kona hans hét Guðrún
Guðmundsdóttir, 51 árs, talin fædd
á Fossi í Staðarsveit. Má ætla að þau
lijón liafi verið efnuð eftir fólkshaldi
þeirra að dæma, þvi er þau kornu
að Rauðamel voru hjá þeim þrjár
dætur þeirra uppkomnar og fjögur
vinnulijú.
Sólrún var kyrr á Rauðamel eigi
að siður, sem húskona, og hafði lijá
sér dótturson sinn Magnús. Hefir
hann sjálfsagt verið látinn lieita í
höfuðið á afa sínum, og því hafi
Sigrún látið hann njóta nafnsins á
þennan hátt. Sólrún andaðist á Ytri-
Rauðamel þann 13. des. 1831 og úr
þvi leið ekki á löngu þar til Árni
félck jörðina.
Af framansögðu mætti vel draga
Jiá ályktun, að Sólrún hafi aldrei
sætt sig við tengdasoninn, og Jiar
af leiðandi ekki óskað Jiess, eða
viljað þola, að hann yrði liúshóndi
á Rauðamel meðan liún lifði, og liafi
svo verið, þá verður Jiað ekki lield-
ur sennilegt, að gróið hafi um heilt
á milli inæðgnanna út af áðursögð-
um hjúskaparmálum dótturinnar. En
þrátt fyrir ágreininginn sem kann
að liafa verið á milli Jieirra, Jiá
hefir varla farið hjá Jivi, að samband
þeirra á milli hafi verið til muna,
Jiar sem þær voru í næsta nágrenni
hvor. við aðra, i áratugi eða lengur.
Og kirkjubók safnaðarins her Jiað
með sér að Sólrún hafi oft verið
vottur að skírn dótturbarna sinna.
Árni og Margrét fluttust að Ytri-
Rauðamel árið 1833, og getur tæp-
lega leikið nokkur vafi á þvi, að
Margrét liafi fengið jörðing að erfð-
um eftir móður sína og auk þess
sennilega allmikið lausafé, svo mik-
ið er víst, að í manntalinu 1835 er
Árni talinn sjálfseignarbpndi á
Rauðamel, og upp frá Jiessu virðist
alveg hafa skipt um efnahag lians
til liins betra. Eftir hjúahaldi hans
að dæma er fram í sótti, má ætla,
að hann liafi búið stórbúi að hætti
þeirra tima. Eru lika sagnir um, að
hann hafi verið ríkur maður og
notið mannvirðinga í sveit sinni.
Þarf ekki lieldur Jiar um að yillast,
því að liann hefir verið hreppstjóri
i Eyjahreppi tugi ára. Það verð-
ur Jivi ekki sagt, að Margrét hafi
rennt mjög blint í sjóinn um að
nokkuð mundi i piltinn sjjunnið, er
hún valdi sér hann að mannsefni,
lsrátt fyrir umkomuleysi hans og
vanhirðu. En lnin sýnist líka hafa
veitt honum ekki lítið brautargengi,
að öllu samanlögðu.
Árna er svo lýst, að liann hafi
verið heldur lágur vexti en saman-
rekinn, og liið mesta karlmenni,
talsvert var hann ölkær, og þótti
ekki spakur við vin. Lenti hann J)á
stundum í illdeilum við menn, og
var til þess tekið, hvað liann var
snarráður og liarðskeyttur, einkum
var J)að i frásögur fært, hvað liann
var leikinn i því að slá með skall-
anum. Renndi hann sér ])á á mót-
stöðumenn sina eins og hrútur. Mun
Árni liafa liaft nokkurt gaman af
Jiess konar leikjum, ef sú saga um
hann er sönn, að þegar hann eitt
sinn var staddur í haustréttum, þá
orðinn gamall og blindur, ])á heyrði
liann álengdar að menn voru orðn-
ir háværir og áttust við. Á Árni þá
að liafa sagt: „Leiðið mig þangað
sem slarkið er.“ Og var það gert.
Sló liann þá iil og varð maður fyrir.
Einhver varð til að átelja tilræðið,
sem varð að ósekju, en Árni lét J)að
ekki á sig fá, heldur sj)drði: „Kom
blóð?“ og er svarað var játandi taut-
aði karlinn: „Þá dey ég ánægður."
Árni missti konu sína á Rauðaniel.
Hún dó þann 28. maí 1866. Og næsta
ár fluttist Árni, með Þorgilsi syni
sínum, að Hausthúsum í Eyjahreppi
og J)ar andaðist hann 2. iúlí 1882,
92 ára gamali. Löngu áður en hann
fór frá Rauðainel, liafði hann fengið
jörðina í liendur sonum sinum, og
bjuggu þeir þar eftir hann.
Það var eitt sumar er Árni var
orðinn roskinn maður, að liann tók
sér ferð á hendur ríðandi inn á
Skógarströnd. Fór hann sem leið
liggur inn svonefndar Flatir og ligg-
ur sú ’leið niður í Litlalaugardal-
inn norðan fjalla. Er hann kom nið-
ur i dalinn, varð þar á vegi hans
unglingsdrengur i hjásetu. Árni var
nokkuð ölvaður og fór geist, svo að
pilturinn varð hálfsmeykur við Jienn
an ókunna og yfirlætislega mann.
Árni sjiurði j)iltinn um nafn og ætt-
erni og kvaðst hann heita Hallvarð-
ur og vera sonur Sigurðar Sigurð-
sonar bónda í Litlalaugardal, Árni
kannaðist J)á við, að Hallvarður var
sonarsonur Sigurðar Daðasonar
skálds, sem fyrr getur, og átti
meðal annarra að hafa áhrif á Mar-
gréti bóndadóttur í hjúskajparmál-
unum. Þessi fundur Jieirra Árna og
Hallvarðar varð til Jiess, að Árni
sagði hinum aðaldrættina i ástar-
ævintýri sínu og Margrétar, og þar
með, að Sigurður Daðason liafði
orðið sá, sem niest varð ágengt í
því að telja .Margréti hughvarf, J)ó
J)að reyndar kæmi elcki að lialdi.
Hallvarður, sá sem hér er nefndur,
varð siðar kunnur bóndi í Litla-
laugardal og á Ósi á Skógarströnd.
Valgcrður dóttir Hallvarðar, fædd
3./1. 1878, fyrrum húsfreyja að Ósi
á Skógarströnd, nú til heimilis í
Rcykjavík, heyrði föður sinn segja
frá þessu, og J)annig hefir sagan af
heimasætunni á Rauðamel og ástar-
ævintýri hennar geyrnst fram á
Jiennan dag.