Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1949, Blaðsíða 10

Fálkinn - 03.06.1949, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VMR/W U/KNMRHIR 4ftf,f,f,f>f,f,f>f,f,',f,',',',f,',',f,','S,',',f,'S,',',f,',',f>f,f,f>',f,fs+f,f,',f+f>f,f^fsf±'>fX>-o.f' Sniðugir apar. Fyrrum héldu menn að mannfólk- ið væru einustu verur í heimi seni kynnu að versla. Nú hefir komið upp að apar geta líka verslað. ■•— Það byrjaði með því að api, sem hét Trader, fór að borga fyrir mat- inn sinn með smásteinum, og bann varð fokreiður þegar bann þóttist ekki fá nógan mat fyrir steinvöl- urnar sem bann kom með. Siðan var hann látinn fá spilapeninga með ýmiss konar lit og Jögun. Rauð mynt þýddi appelsinu, blá jarðhnotu, hvít sneið af banana og græn brauð- sneið. Trader notaði mest af livítu peningunum, því að ekkert þótti honum eins gott og bananar. Grænu peningana lagði hann aðeins fram þegar hann var saddur og verslaði aðeins að gamni sínu. Á Yale-háskólanum hafa verið gerðar margvislegar tilraunir við- víkjandi gáfnafari apa. Maður sem heitir dr. Wolfe kenndi sex chim- pönsum að nota sjálfsala. Ef spila- peningur var látinn i sjálfsalann kom appelsína niður, en ef kopar- peningar voru látnir í liann kom ekki neitt. Það Jeið ekki á löngu þangað til aparnir hættu að sctja koparhlunka i sjálfsalann. Þrír smáapar sem hétu Alfa, Bula og Bima voru slæmir með að stela peningum liver frá öðrum. Og nú reyndi dr. Wolfe hvort ekki væri liægt að kenna öpunum að vinna fyrir peningum. Hann bjó tii eins konar „vinnuvél“. Til að fá spila- peninga urðti aparnir að lyfta álta kílóa þunga með því að snúa sveif. Þetta voru þeir fljótir að læra. Aparnir voru sumir eyðslusamir en aðrir sparsamir, alveg eins og gerist um fólk. Gamall api, sem Velt hét var skelfing sóunarsamur. Þegar liann hafði unnið af kappi til að eignast spilapeningana hljóp liann undir eins í sjálfsalann og not- aði hvern skilding. Hins vegar gat .Bimba geymt aurana sina til næsta dags. Hún og annar api, sem liél Moos voru fíkin i að vinna sér inn peninga. En þegar þau höfðu eign- ast stóra fúlgu urðu þau löt og gerðu ekkert um tíma. Dr. Wolfe kenndi öpunum, að ef þeir óttu gulan jiening þá gótu þeir fengið að hoppa á öxlunum á hon- um. En það kærðu Jieir sig ekkerl um, þótt einkennilegt mætti virðasl. Tvær gátur með tölum. Littu á þessa mynd. í hvern litla hringinn á að skrifa tölurnar frá 1 til 8. En það á að velja þær þann- ig, að suman af þremur tölunum i hvérri beinni línu verði alltaf 15. A Þessi er erfiðari: Kona átti dýr- mætan kross, alsettan demöntum. Hún þarf að láta gera við hann hjá gullsmiðnum, en til vonar og vara telur hun dcmantana fyrst. Þegar hún telur frá A lil B (sjá mynd e) fær hún töluna 9, og söinu tölu fær hún líka þegar hún telur frá B til G eða B lil D. Eftir viðgerðina fær hún krossinn aftur. Hún telur perl- urnar á sama hátt og fyrr og íær alltaf 9. En samt hefir gullsmiðurinn haldið cftir tveimur demöntum. Hvernig fór hann að leika á konuna? RAðningarnar eru á þls. 14. SINN ER SIÐUR . . . . „1 Svíþjóð er ekki siður að klappa eftir ræður, sem haldnar eru yfir borðum, heldur segja menn „skál“, og það er ekki auðvelt að klappa með glas í hendinni,“ segir Haynes Thompson fréttaritari United Press, sem undanfarið hefir verið í Norð- urlandaheimsókn með 14 öðrum blaðamönnum að vestan. „Þegar glasið er sett á borðið aftur hefir ræðumaðurinn sest fyrir löngu og er gleymdnr, og þá væri flónslegt áð fara að klappa.“ „Trjávinnslu- iðnaðurin er á liáu stigi í Svíþjóð. Þegar maður les dagblaðið getur maður ekki annað en hugsað til jiess að ef trjóviðurinn sem fór i þetta blað hefði farið í aðra vél þá hefði getað orðið brennivín úr hon- um. Það er enginn munur á styrk- leika sænsks og dansks brennivins, en Svíar búa það til úr timbri en Danir úr kartöflum, var mér sagl i Kaupmannahöfn. Danir segja að i Danmörku lifi menn til að éta, en Svíar éta iil að lifa — og í Noregi drekka menn til að éta. Eg veit ekki hvort það er satt. f Dan- mörku er lika sagt að mcnn hlæi að fyridni undireins og hún er sögð, Norðmennirnir lilæi ekki fyrr en þeir koma hei'm, en Sviarnir hlæi ulls ekki. Það kann að vera að fyndnin sem ég lét út úr mér hafi ekki verið nógu skemmtileg. Dani, sem hafði verið í Sovjetsamveldinu sagði mér að rússneskan væri ekk- ert mál heldur málhelti. Það er lík- legt að menn hlæi ekki að þessari fyndni ef þeir búa jafn nærri Rúss- um og Sviar gera.“ Skrítlurnar voru of margar. Skrítlur —- Við verðum að reyna að bjarga henni um borð sem fljótasl! Illnr bifur. — Eg segi guð-laun fgrir matinn, — en viðvikjandi þessari tryggingu, sem þér voruö að tala um er það að segja, að ég er sjálfur umboðs- maður fyrir tryggihgarfélag. IIÆTTULEGT FYRIR NYLON. Það er bætta á að borgin Jack- sonsville i Bandaríkjunum verði kvenmannslaus áður en lýkur. Það hefir sem sé komið á daginn, að nylonsokkar grotna niður þar og verða að fúatrafi á örstuttum tima. Fyrst i stað fékkst engin ráðning á þessu, en vitanlega var hafin vís- indaleg rannsókn i málinu. Reynd- ist þá svo að loftið i Jacksonville inniheldur efni, sem valda því, að nylon breytist i brennisteinssýru. - Hæ, mamma - eftir tuttugu ár lilæjnm við að þessu! » FÁ1KINN« ó erindi til allra COLA VByKKUR

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.