Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1949, Side 5

Fálkinn - 02.12.1949, Side 5
F ÁLKINN 5 i'lestra frumþjóða og livernig þau breytast og þróast allt fram á daga Ásatrúar og Biblíunnar. ,,Austurlönd“ er yfir helmingi stærri bók en hin fyrrnefnda, á 5. liundrað blaSsíður og yfir 50 sér- prentaðar myndir að auki, og enn- fremur uppdrættir af söguslóðun- um. Hér er saga menningarþjóða Asíu rakin framan úr forneskju og allt fram á vora daga. Kinverjum er lielgaður fyrsti þátturinn og þar fá lúnir 2500 ára gömlu spekingar Laó-tse og Kung-fu-tse hvor sín eft- irmælin, skýr og greinargóð, með sýnishornum af stíl þeirra og kjarn- anum úr kenningum þeirra. Þar er getið margra fleiri spekinga hinnar gulu stórþjóðar og skýrt frá lielstu menningarskeiðum sem hún liefir lifað, allt fram á þessa öld. Næst víkur sögunni svo að Ind- verjum, sem í ýmsu eru taldir menn- ingarfeður Evrópuþjóða. Þessi þátt- ur er að mestu leyti trúbragða- og heimspekisaga hinna ýmsu þjóð- flokka, sem i Indlandi hafa lifað, allt frá Vedabókunum frægu tii Búddatrúar, sem enn er sá átrún- aður sem flestar sálir í veröldinni játa. Menningarsaga Indlands nær hér fram yfir dauða Gandhis, eða fram til þess að Indlandi var skipt í tvö sjálfstæð ríki. Þá segir frá jjjóðum þeim er hyggðu löndin meðfram fljótunum Evfrat og Tigris, þar sein áður var frjósamt en nú víða auðn ein, en það voru fyrst Súmerar og Akk- adar en síðar Babyloniumenn og Assyríumenn. Þeir koma mjög við sögu i Gamlatestamentinu, en óglögg er sú saga víða. Hins vegar hafa nienn fengið miklar upplýsingar um þjóðir þessar af fornmenjunum, sem grafnar hafa verið úr jörðu siðustu áratugi úr rústum hinna fornu stór- borga í Mesopotamíu, sem lögðust i eyði nokkrum öldum áður en nú- verandi tímatal hófst. Næsti þáttur er af Medíumönnum og Persum, sem voru öndvegisþjóð- ir Vestur-Asiu hálfa sjöttu öld fyrir Krisls burð og liálfa þriðju öld eft- ir, uns Arabar komu úr suðvestri og Tartarar (Tyrkir) úr norð-austri og yfirbuguðu þá. En sagan er rak- in lengra til baka en ofannefnt ár- tal segir, því að í þættinum er sögð forsaga þessara þjóða og ítarlega gerð grein fyrir Zaraþústra, læri- föður þjóðarinnar, sem liafði áhrif langt iit fyrir mörk hins forna rikis Persa. -— Næst segir frá ýmsum hinna smærri þjóða Vestur-Asíu, þar á meðal Armeningum, Sýrlend- ingum, Aröbum og Fönikiumönnum. Og svo hefst þáttur Egypta, þeirr- ar þjóðar, sem ef til vill hefir sett mestan svip á heiinsmenninguna næst Grikkjum og Rómverjum. Sögu þeirra rekur höf. frá eldri steinöld (um 18.000 árum f. Kr.) um yngri steinöld og eiröld, eða yfir 13.000 ár, en þá fer sagan að skýrast og hinar frægu konungaættir koma til sögunnar, um 3500 árum f.. Kr. Fjög- ur lnindruð árum síðar fara kon- ungarnir að byggja pýramídana, frægustu mannvirki fornsögunnar, en uni 1350 arum f. Kr. er uppi sá konungur Egypta, sem oftast hefir verið minnst á i heiminum siðustu 30 árin, síðan gröf hans með hinum glæsilegu fornmenjum fannst í Luxor, nfl. Tuteninhamon. — Saga Egypta er hins vegar ekki rakin lengra fram en til ársins 30 f. Kr. er hið fornfræga menningarriki verður rómverskt skattland. Þátturinn af Gyðingum rekur lest- ina i þessu bindi um Austurlönd. Saga þeirra sem íbúa Kanaanslands eða Palestinu hefst eiginlega nálægt 1200 árum f. Kr. en verður þó rakin þúsund ár lengra aftur í tímann til austlægari slóða, nfl. til Abrahams gamla, sem átti lieima i Úr i Kaldeu (eða Súmaríu). Og menjar um menn sem taldir eru til líks kynstofns, hafa einriig fundist í jarðlögum, sem talin eru yfir 40.000 ára gömul. — Það eru einkum trúarbrögðin, uppruni Gamlatestamentisins og helstu atburðir i lifi Gyðingaþjóð- arinnar, sem liöfundur segir frá i þessum þætti: hann er einskonar „bibliusaga“ (eða öllu heldur Gamla testamentis) skrifuð frú sjónarlióli fjölvísindamannsins en ekki guð- fræðingsins, óliáð öllum átrúnaði og öllu lögmáli nema sannleikans. Þessari sögu Gyðinga í landinu helga lýkur árið 70 e. Kr. er Jerú- salem var lögð i eyði og Gyðingar voru seldir mansali og liraktir út um öll ríki veraldar og tóku að lifa lífi „Gyðingsins gangandi.“ —-------Framan við hvern þátt er skrá um tímatal helstu atburða í lífi hverrar þjóðar. Gerir það bók- ina stórum auðlesnari og léttir les- undanum yfirlit á því livað gerist í einu landinu meðan þetta er að gerast í hinu, og hvaða atburðir taka við af þessuin eða hinum Yfirleitt er það einn höfuðkost- ur þessa rits hvað það er ljóst og skipulegt, og þessvegna auðlesið. Og svo er efnið svo skemmtilega fram- borið. í menningarsögu mannkyns- ins frá fyrstu tímum er vitan- lega margt til þess fallið að vekja furðu. En það v'ekur ekki lirifning nema það birtist í aðlaðandi bún- ingi og fyrir því hefir höfundurinn séð. Það er nú svo, að þó að mikið sé gefið út af bókum hér á landi, þá eru skörðin mörg, sem þarf að fylla, til þess að íslenskur lesandi geti átt kost fræðslu á sinni eigin tungu „um allt, sem er hugsað á jörðu“ og um þróun lífsins á jörð- unni. Það er verkefni heimspekings- ins að fræðast um undirstöður alls þessa og sýna fólki dyrnar að sem flestum greinum þekkingarinnar. Það hefir höfundi tekist svo vel, að ég hika ekki við að segja, að ég hefi liaft meira gagn af bókuin Ágústs H. Bjarnasonar um „Sögu manns- andans“ er ég las þær á sínum tíma, en ég hefi síðar haft af flestu þvi, sem ég hefi lesið á öðrum tungum um svipað efni. Og það sem létti mér stórum lesturinn forðum var m. a. það, hve auðskilin og þjál flest nýyrði höfundarins voru á hugtökum ýmsum, sem eigi höfðu áður átt íslenskt heiti. Eg vildi óska að sem flest heim- ili eignuðust þessar bækur, bæði til að prýða bókaskápinn sinn, en þó fyrst og fremst til að víkka sjón- deildarhringinn og veita sér ánægju- stundir. Sk. Sk. Heim úr fýluferð. — Shirley May France, amerísk skóla- stúlka, 17 ára, hefir margsinnis reynt að synda yfir Ermarsiind i sumar en aldrei tekist það, og nú er hún komin aftur heim til sín. Þrátt fyrir vonbrigðin hefir hún ekki látið hugfatlast eða misst móðinn, ef marka má svipinn á henni á þessari mynd, sem tekin var á flugvellinum í London þegar liún var að fara vestur. OOOOO MEÐ ÞEIM RÍKUSTU. Victor Emanuel ítaliukonungur, sem dó í Alexandríu 1947, er talinn hafa verið með ríkustu konungum Evrópu. Eignir lians í Englandi voru 1.532.287 sterlingspund, en fyrir styrjöldina kvað hann liafa átt yfir 2 milljón pund i Englandi. FRJÁLSLYNDl í HOLLANDI. Það hefir verið ákveðið, að frá 1. janúar 1950 skuli öllum giftum konum í ríkisins þjónustu i Hollandi sagt upp starfi. Hollenska stjórnin segir, að konan eigi að starfa á heimilinu. Svona er það þá að liafa meykóng yfir sér! Giskað er á, að hið frœga musteri Salómons hafi litið út líkt og þessi mgnd sýnir. Mgndin er, eins og allar hinar, sem hér fglgja, úr bók- inni „Austurlönd“. Musterið var reist um 950 f. Kr.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.