Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1949, Síða 6

Fálkinn - 02.12.1949, Síða 6
6 FÁLKINN LITLA SAGAN ístir og iþrittir SNÚLLA og Gúndi eru trúlofuð. Fréttin kom i Mogganutn og fólkið las hana ög sagði: — Að hugsa sér nú er hann Gúndi trúlofaður! Fólki fannsi það svo skrítið að hann Gúndi skyldi taka upp á því að trúlofast. Hann liafði aldrei sést með stúlkum. Og nú var ekki laust við að stúlkunum þarna i sveitinni findist að liann hefði tekið fram hjá þeim. Gúndi hefði nefnilega getað fengið bæði liana Kötu, Maju og Línu —- ef hann hefði viljað. Hverskonar kvendi gat þetta verið, sem hafði snúið á hann Gúnda. Hann hafði liingað til ekki hugsað um neitt nema iþróttir. En um þær vissi hann allt. Hann vissi upp á hár hvaða félag var besta knattspyrnu- félag íslands árið fyrir hann Lurk, og að besta knattspyrnufélag Reykja- víkur var betra en það sama ár, og ef einhvern langaði til að vita markatöluna í landsleiknum milli F’innlands og Belgíu 1938 þá var ekki annað en spyrja Gúnda. Því að hann hafði stálminni. Hann hafði gengið í Ingimarsskólann og nú var hann eftirlitsmaður naut- griparæktunarfélagsins í Gásasveit. Þegar knaftspyrnufélagið þar i sveit hafði fyrsta leikinn eftir trú- lofunina var óvenjulega margt af áhorfendum, þó að þetta væri eng- inn merkis leikur. Þvi að K.G. (Knattspyrnufélag Gásasveitar) var sæmilega örugt um að verða lægst i sínum flokki. Nei, fólkið kom í von um að fá að sjá þau nýtrúlofuðu. Úrslitin urðu þau að K. G. tapaði með 0:12. Þessum ósigri var tekið með stillingu, eins og öllum fyrrverandi ósigrum. Að fólk var í misjöfnu skapi á eftir stafaði alls ekki af knattspyrnukunnáttuleysi sveitar- innar. Gúndi hafði verið þarna með unnustuna og fólk sá það undireins: Þetta var kaupstaðarstúlka — stúlka úr húð, sem það kallaði. Jæja, skitl með það, fannst því. En Iiitt fannst því lítil kurteysi að hún leyfði sér að mótmæla þegar Gúndi stakk fingrunum upp i sig til að blístra og mótmæla rammvitlausum dóm- araúrskurði. — Nei, Gúndi minn, hafði hún sagt og gefið honum oln- bogaskot. — Þessi lika tildurrófa! llún hélt víst að sveitafólk hefði ekki vit á knattspyrnu. — — — Snúllu og Gúnda þótti vænt hvoru um annað enn. Þegar þau höfðu verið trúlofuð hæfilega lengi fannst þeim réttast að gifta sig. Giftingin kom i blöðunum. Fólk las þetta og sagði: — að bugsa sér þetta — nú er Gúndi giftur! Einn laugardag fór Gúndi til Iteykjavíkur til að vera á iþrótta- móti. Snúlla vildi heldur vera heima. Hún botnaði ekkert i þessum hopp- um og stökkum og köstum og kringl- um. Hún vaknaði sunnudagsmorgun- inn og uppgötvaði þá að hana vant- að Gúnda. Ilún hafði vanist þvi síðan hún giftist að liann færði henni morgunkaffið í rúmið. Gúndi var lipur hvað það snerti. í dag varð hún að hjálpa sér sjálf. -— Irrss, að liann Gúndi skykii vera svona mikið fyrir íþróttir. Varla gat það verið sérstaklega gaman að standa tímunum saman og horfa á einhverja skankalanga stráka hlaupa, kasta og hoppa. Eða — hún hnykl- aði bnúnirnar — kannske lá eitt- lrvað a'nnað á bak við þessa Reykja- vikurferð? Gúndi hafði verið svo skrítinn • áður en hann fór. Það lá við að liann gleymdi að kyssa hana áður en liann fór.------— Það hrærðist margt í höfðinu und ir ljósu lokkunum hennar jregar hún loksins skreiddist út rúminu til að fá sér eittlivað í gogginn. í rauninni þekkti hún næsta lítið þennan mann, sem hún hafði gifst. Tortrygginni konu gelur dottið margt i hug. Og nú fór hún i rannsóknarferð. Hún kannaði ítarlega koffort og kassa og lenti loks í skattholinu. Þar fann hún bréf í skúffu. Það virtist mein- laust fyrst í stað. En nú glennti hún upp augun og las: „Eg heyri að l>ú sért giftur, en þú verður samt að reyna að koma suður á sunnudaginn. Finnsku stúlk- urnar, sem voru hérna í hittiðfyrr.a eru hérna núna líka. Eg sendi þér mynd af þeirri, sem þú varst hrifn- astur af“. Snúlla fann hvernig lijartað engd- ist af kvölum í brjósti liennar. Hann var þá með öðru kvenfólki! Hún v'arð að finna ráð til að halda hon- um frá iþróttavellinum! — — — Snúllu og Gúnda þykir vænt hvort um annað enn. Þau hafa eignast harn — strák. Það fannst Súllu vél ráðið. En þegar fólkið frélti þetta sagði það. — Auminginn, nú er hann Gúndi búinn að eignast krakka. Hann sést aldrei á íþróttavelli. Hann hefir ekki eins vel efni á þvi og áður. En stundum þegar hann lítur á gamla skattholið minnist hann þess, að einu sinni missti hann með dularfullu móti mynd, sem hann átti þar. Mynd af frábærri iþrótta- konu — finnskri. IJR MJÍLi 5. Þegar Gunnar og Hallgerður liöfðu verið gift nokkurn tíma fóru þau í heimboð til Njáls og Berg- þóru á Bergþórshvoli. í þeirri veislu urðu þær Bergþóra og Hallgerður hatursmenn ævilangt. Bergþóra vildi láta Hallgerði vikja úr sæti fyrir tengdadóttur sinni og þvi reiddist Hallgerður og sagði að þau hæfðu hvort öðru Njáll og Berg- þóra, því að hún liefði kartnögl á hverjum fingri, en honum yxi ekki skegg. „Satt er það,“ svaraði Berg- þóra, „en ekki var Þorvaldur maður þinn skegglaus og þó réðstu honum bana.“ Þá sagði Hallgerður við Gunnar, að til lítils væri að eiga vaskasta mann á íslandi, ef hann hefndi eigi þessara orða.“ En Gunnar sagði að það væri sæmra að hún stældi við heimamenn sína, og svo fóru þau bæði úr veislunni. (i. Næst þegar Gunnar reið íil þings, en það gerði hann á hverju sumri, eins og aðrir heldri bændur, bað hann Hallgerði að vera liæga meðan hann væri i burtu, og gera eigi neitt á hlut vina sinna. „Tröll liafi þina vini!“ sagði hún. Og nokkrum dögum síðar lét hún Kol verkstjóra sinn drepa vinnumann frá Bergþóru, er hann var að höggva skóg í Rauðuskriðum, sem nú heita Stóri Dímon. Þegar þetta fréttist til Þingvalla á Alþingi fór Gunnar til Njáls og hað hann afsökunar á víg- inu og greiddi honum bætur fyrir manninn. En næsta ár uin þingtím- ann lét Bergþóra drepa Kol verk- stjóra, og héldu þær áfram hús- freyjurnar að drepa menn hvor fyr- ir annari í næstu ár. En Njáll og Gunnar voru jafngóðir vinir fyrir þvi. KETTIR í MYRKRI. Undir Grand Central brautarstöð- inni í New York eru 12 kettir, sem aldrei hafa séð dagsbirtuna. Véla- maður á stöðinni hugsar um þá. Fyrsti kötturinn kom þarna fyrir 20 árum og hefir sami maðurinn haldið „hjörðinni“ við síðan. — Nú hefir hann 12 ketti og 4 ketlinga. Að eins einn þeirra hefir séð svolítið af veröldinni, og það hefir gert hann grimman og illan. Hann var tvo mánuði í dagsbirtunni og þegar hann kom aftur hafði hann breyst mjög lil liins verra. Hinir kettirnir eru sauð-meinlausir. ENGIN TRYGGING Herra Frímann og frú hans voru dregin fyrir lög og dóm fyrir það að reyna að setja 8 mánaða gamlan son sinn sem tryggingu fyrir 25 dollara láni. 7. Einu sinni komu kjaftakerling- ar að Hlíðarenda og höfðu nýlega verið á Bergþórshvoli. Hallgerður sat í dyngjunni sinni og spurði frétta. „Hvað gerði Njáll ?“ sagði hún. „Hann stritaðist við að sitja,“ svöruðu þær. „Og hvað gerðu synir Njáls?“ — „Skarphéðinn hvatti öxi, Grímur skefti spjót og Helgi hnoð- aði hjalt á sverð.“ — — „Til stór- ræða nakkvarra munu þeir ætla,“ svaraði Hallgerður. Kerlingar sögðu Lika, að einn húskarlinn hefði verið að aka inykju á túnið. „Hann ætti heldur að aka skít á skeggstæðið á sér,“ sagði Hallgerður. „Framvegis skulum við kalla hann karl liinn skegglausa, en syni hans taðskeggl- inga.“ 8. Hallgerður fékk svo mann sem Sigmundur hét til að yrkja níðvis- ur um Njál og syni lians. En Gunn- ar hafði staðið fyrir utan dyrnar og lieyrt hvað fram fór. Iiann varð æfareiður og bannaði öllum að hafa orð Hallgerðar og niðvísur eftir við nokkurn mann. En kjaftakerlingarn- ar flýttu sér eins og þær gátu að Bergþórshvoli og sögðu Bergþóru frá. — Þegar sest var að borðum sagði Bergþóra við syni sína: „Gjaf- ir eru yður gefnar!“ Og svo sagði hún þeim orð Hallgerðar og níð Sig- mundar. Og verðið þér litlir af, ef þér launið engu.“ Þeir sögðu fátt, en auðséð var, að þeir voru reiðir. Framh. i nœsta blaöi.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.