Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1949, Blaðsíða 10

Fálkinn - 02.12.1949, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VNGSVtf LES&HbURHIR Púðurlaust byssuskot. Þið takið innstu örkina úr gam- alli stílabók og brjótið hornið (1). Leggið svo örkina saman, eins og hún var í bókinni (2) brjótið hana (3, sjá punktalínuna á 2) og brjótið svo báða opnu „vasana“, sem merktir eru með x á myndinni, niður. (mynd 4). Leggið svo blaðið saman aftur (5). Þegar báðir vasarnir eru komnir á sinn stað er vopnið „hlaðið“. Þið haldið í endann á því (ö) og sveiflið þvi snöggt niður og þá opnast vasarn- ir með háum livelli. — En vitið þið annars hversvegna vorið er að „skjóta inn“ nýárið? — Nú á dögum gerir fólk þetta sér til gamans, og vegna þess að flugeldar eru fallegir. En í gamla daga gerði fólk þetta í fullri alvöru, til þess að reka á burt illa anda. Því að andarn- ir voru lafhrœddir við allan hávaða, sem líktist þrumum. En fólk hafði nú óvíða púðurkerlingar eða skot í þá daga, og þessvegna gerði það hávaða með því að henda brotnu og sprungnu leirtaui í hurðina. Með þessu sló það tvær flugur i einu höggi, það þó'tti nefnilega óheillaboði að hafa sprung- ið leirtau með sér inn í nýja árið. Puti úr 11 perlum og einum hnapp. Myndin sýnir hve auðvelt er að búa þennan iitla mann til — ef mað- ur bara hefir perlurnar. En ef þið leitið vel í saumakassanum éða rusla kistunni hennar mömmu ykkar þá er ekki ómögulegt að þið finnið eitthvað sem hæfir. Þræðirnir eru fjórir og byrja í fótunum og höndunum og enda i linappnum, sem er höfuðfat putans. Vitið þið að janúar heitir eftir rómverska goðinu Janusi? Og Janus hafði tvö andlit, eins og þið sjáið hérna á myndinni, sem tekin er eftir gömlum rómversk- um peningi. Honum veitti ekki af að geta séð í allar áttir, því að hann átti að verja inngang hússins fyrir óvinum. — En hann á líka að verja óvinum inngöngu i nýja árið og þess- vegna var fyrsti mánuðúr skírður eftir honum. Þegar málarar gabba hver annan. Tveir grískir málarar, sem uppi voru í fornöld veðjuðu einu sinni um hvor þeirra gæti málað mynd, sem væri meira „lifandi". Annar málaði nokkur vínber. Þau urðu svo náttúr- leg að fuglarnir komu fljúgandi til að kroppa í þau. „Gott,“ sagði hinn málarinn, „en nú skaitu sjá myndina mina.“ — Já, flýttu þér að taka for- hengið frá henni,“ sagði sá fyrri. „Það get ég ekki,“ sagði Iiinn, því að forhengið var málað á myndina. Þá sagði sá fyrri: „Þú hefir unnið. Eg gát gabbað fuglana — en þú hefir gabbað mikinn listamann." Löngu seinna — það var á mið- öldum — gabbaði þýski málarinn Al- breclit Diirer málarann Michel Angelo með svipuðu móti. Diirer kom einu sinni til Róm og fór á vinnustofu Michel Angelo. Án þess að segja til nafns síns fékk hann stöðu sem að- stoðarmaður hjá Micliei Angelo, sem þá var að mála mynd af því er engl- arnir vitjuðu Maríu meyjar. Einu sinni er Angelo var fjarri málaði Diirer flugu á kinn Maríu. Þegar Angelo kom aftur ætlaði hann að stugga flug- unni hurt, en undir eins og hann sá að flugan var máluð sagði hann: „Þetta getur enginn hafa gert annar en Albrecht Dúrer.“ Undramáttur tónlistarinnar. Skrítlur Maðurinn sem hnýsist í blöð ann- ara. — Ó, J>að yndislegasta sem ég veit er að gera góðverk svo engin viti, og svo að láta það komast upp af tilviljun. Ungfrú Randvers varð hissa er gjaldkerinn í bankanum, sem hún skipti við, símaði til hennar og sagði: — Því miður verð ég að tilkynna yður, að þér hafið tekið út 80 krón- um meira, en þér áttuð inni hjá okkur í febrúar. — Hve mikið átti ég innistandandi 1. janúar? spurði hún. — Þgkir þér verra að segja kon- nnni þarna að hún eigi að halda sig á gangstéttinni •— ég þori það ekki — þvt að hún var kennari minn þegar ég var í barnaskólanum. - 2400 krónup, svaraði gjaldker- inn. — Og hve mikið 1. desember? — Rúmar 4000 krónur. — Hvers vegna símið þér þá til mín í febrúar. Símaði ég til yðar í janúar eða desember?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.