Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1950, Blaðsíða 1

Fálkinn - 10.03.1950, Blaðsíða 1
STRANDIÐVIÐ RfiTKJANES Iíelsta umræðuefnið hér á landi síðustu viku hefir verið hin hörmulegu afdrif olíuflutningaskipsins Clam, sem strandaði við Reykjanes þriðjudagsmorguninn 28. febrúar s.l. með þeim afleiðingum að 27 menn af 50 manna áhöfn létu lífið. — Er þetta eitt vofveiflegasta sjóstys, sem orðið hefir við strendur Islands um langa hríð. Björgunarsveit Slysavarnafélagsins Þorbjörn í Grindavík tókst að bjarga 19 mönnum af áhöfriinni, en h skolaði á land lifandi og var bjargað úr flæðarmálinu. ■— Mynd þessi er af Clam í brimrótinu. Skipið er aðeins 30—'rO metra frá landi, en hafði þá þokast nær og nær klettaströnd- inni frá því að það tók fyrst niðri um 60—70 metra frá landi. Til hægri á myndinni sést kletturinn, þar sem björgunars'veit- in hafðist við meðan á björgun stóð. Kletturinn var háll af bleytu, því að brimlöðrið svall á klettinum í sífellu, meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Á myndinni virðist skipskrokkurinn alheill, en nú mun hann vera farinn að gefa sig. — (Sjá grein um strandið á bls. 2 og 15).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.