Fálkinn


Fálkinn - 15.09.1950, Qupperneq 6

Fálkinn - 15.09.1950, Qupperneq 6
6 FÁLKINN STUTT FRAMHALDSSAGA. DRAUGAHIOLBÖRURHAR Nr. 3. Eftir RUDYARD KIPLING. beint í faðm lyginnar, og ég svaraði að ég mundi hafa fengið snert af sólstungu. Klukkan var nærri fimm síðdegis. Þetta var þokudagur i april og gat ekki tíundað einn ein- asta sólargeisla. Eg sá líka mistök- in ú sama augnabliki og ég hafði orðin mælt, ég reyndi að lagfæra þetta en lenti i algerðri sjálfheldu, og eins og grimm fluga fór ég svo með Kitty út undir bert loft — það var Canossaganga og vinir mínir horfðu á og brostu tvírætt. Þegar út var komið stamaði ég einhverjar afsakanir, sagðist vera veikur og hleypti svo heim í hesthúsið mitt og lét Kitty eina um að ljúka út- reiðartúrnum sinum. Undir eins og ég var kominn upp í herbergið mitt settist ég i stól og reyndi í ró og næði að gera mér grein fyrir hvernig lægi i þessu öllu saman. Það var ég sjálfur sem sat hérna, og ég Theobald Jack Pansay, vallgróinn embættismaður í ensku umboðsstjórninni, liklega hygginn maður og að minnsta kosti áreiðan- lega lieilbrigður, hafði á þvi herrans árið 1885 látið stia mér frá unnustu minni af opinberun kvenpersónu einnar, sem hafði verið dauð og grafin i átta mánuði. Allt þetta voru staðreyndir, sem ég gat ekki hvik- frá. Þegar við Kitty fórum út úr búð Hamiltons hafði ekkert verið fjær huga mér en frú Wessington eða nokkuð sem hana snerti. Ekkert gat hugsast hversdagslegra, vanalegra eða marklausara en vegurinn fram hjá Peliti-gildaskálanum, en þar hafði þetta borið að. Og i ofanálag gerðist þetta um hábjartan dag! Krökkt af fólki á veginum! Og samt sem áður hafði hér, þvert ofan í öll lög þess sem sennilegt má þykja, þvert á móti öllu náttúrunnar lög- máli, opinberast mér andlit úr ríki hinna framliðnu. Arabíski liesturinn liennar Kitty Jiafði brokkað þvert í gegnum hjól- börurnar. Þá, um leið, brast von mín um að einhver kvenmaður, nauða- líkur frú Wessington, hefði leigt lijól- börurnar og kúlíana í gömlu einkenn- isbúningunum þeirra. Hvað eftir ann- að reyndi ég að finna þessari hugmynd stað, en varð alltaf að gefast upp við það. Röddin, sem ég hafði heyrt, var alveg jafn óskiljanleg og það, sem ég hafði séð. Fyrst i stað datt mér djarft ráð í hug: að segja Kitty upp alla sög- una, grátbæna hana um að giftast mér undir eins og reyna í örmum hennar að hrinda af mér draugnum í hjól- börunum. En annars, hugsaði ég með mér — en annars sannar einmitt það, að ég sá hjólbörurnar, að þetta getur ekki verið annað en missýning. Því að setjum nú svo, að menn og konur geti gengið aftur. En ég hefi aldrei heyrt þess getið að kúlíar og hjól- börur geri það. Það næði blátt áfram engri átt! Að hugsa sér að innfæddi lýðurinn gæti gengið aftur. — Nei, fjandinn fjarri mér! Morguninn eftir sendi ég Kitty ofur- lítið bréf, skrifað í iðrunarstíl. Þar bað ég hana innilega að erfa ekki við mig hina einkennilegu framkomu mína daginn áður. Gyðja sálar minn- ar var enn í liæsta máta ónáðug, og það reyndist óhjákvæmilegt að ég gerði henni heimsókn persónulega. Með mælsku, sem var ávöxtur þanka- veltunnar um nóttina, lýsti ég því fyrir henni, livernig ég hefði allt í einu fangið ákafan hjartslátt — liann stafaði sennilega frá maganum, sem ég hafði átt í brösum við alllengi. Þessi djúphugsaða skýring hafði nokk- ur áhrif, og siðdegis sama dag fórum við Ivitty i útreiðartúr með skuggann af lyginni ú milli okkar. Hjá lienni hafði allt farið í handa- skolum þennan dag og það eina, sem liana langaði til, var að ríða í einum spretti kringum Jackofellið. Af því að ég fann að taugar minar voru ekki komnar í gott lag eftir áfallið daginn áður, dirfðist ég að bera fram hóglát mótmæli gegn þessari hugmynd og stakk þvi upp á stjörnuturnsfellinu, Jutogh, Boileau-veginum — í stuttu máli, hverju sem hún vildi, nema bara ekki kringum Jacko. Kitty varð reið og móðgaðist, og af því að ég óttaðist að valda nýrri misklíð, lét ég undan síga, og við riðum veginn til Chota Simla. Við létum hestana lötra fetið lengst af lciðinni, og þegar við vorum komin milu vegar fram lijá klaustrinu, létum við valhoppa, þar sem vegur- inn var jafnsléttur við Sanjowlie- stífluna. Hestarnir flugu bókstaflega áfram og hjarta mitt sló fastar, þvi nær sem við komurn hálsinum. Ég hafði ekki um annað liugsað en frú Wessington allan daginn, og hver ein- asti þumlungur af Jackoveginum var stráður endurminningum um liðnar ferðir okkar og viðræður. Steinarnir í vegbrúnunum höfðu sögur að segja, furutopparnir yfir höfðunum á okk- ur sungu hátt um endurminningarnar, allir lækir og sitrur glottu og voru að þvaðra um þessa rækals sögu, og í eyrum mínum pípti golan mig niður fyrir hið ósæmilega framferði mitt. Og ofan á allt þetta bættist svo að allt í einu sá ég „skelfinguna" standa og bíða eftir mér á miðri gangbraut- inni, sem oftast er kölluð „Kvenna- mílan“. Engar aðrar hjólbörur svo langt sem augað eygði — aðeins fjórir brúnskjóttu kúlíarnir, gulu hjólbör- urnar og glólokkaliöfuðið i þeim — allt nákvæmlega eins og ég hafði séð það þarna fyrir hálfum níunda mán- uði! í svipinn fannst mér Iíitty hljóta að sjá alveg það sama og ég — við voruni nefnilega svo merkilega lík í öllu öðru. En næstu orðin, sem hún sagði, sýndu að mér skjátlaðist: — „Hvergi nokkur sál að sjá! Komdu, Jack, við skulum riða samsíða alveg niður að stíflunni!" Litli Arabinn hennar flaug eins og elding, hestur- inn minn var ívið aftar og svona þeystum við áfram undir klettunum. Eftir hálfa minútu vorum við komin að hjólbörunum. Þær stóðu á miðjum veginum. Ég lét hestinn minn dragast aftur úr og nú þeysti Arabinn í annað sinn gegnum hjólbörurnar. Og minn hestur fór á eftir. „Jack, elskan mín! Jack, góði fyrir- gefðu mér,“ heyrðist sagt með kvein- stöfum. Og svo kom rétt á eftir: — „Þetta er allt saman misskilningur. Hræðilegur misskilnirigur!“ Ég keyrði hestinn sporum eins og ég væri vitlaus maður. Þegar ég leit við í hnakknum sá ég að brúnskjóttu búningarnir stóðu þarna enn undir gráum klettunum og biðu — biðu þol- inmóðir — og golan feykti til mín bergmálinu af orðunum, sem ég hafði nýlega heyrt. Kitty gaf mér duglega á baukinn fyrir hvað ég væri þegj- andalegur á seinni spöl leiðarinnar. Til þess síðasta liafði ég treyst for- sjóninni og talað um alla heima og geima. En þó að líf mitt hefði legið við þá gat ég ekki stunið upp nokkru orði núna, þannig að það hljómaði eðlilega og þess vegna hafði ég vit á að halda mér saman. Ég átti að fara i miðdegisverð til Mannerings og varð að flýta mér heim og hafa fataskipti. A leiðinni sá ég tvo menn vera að tala saman í rökkr- inu. — „Skrambi er þetta skrítið,“ sagði annar, „að ekki skuli sjást urm- ull eftir af henni. Eins og þér vitið var konan mín stórlirifin af mann- cskjunni (sjálfur gat ég aldrei upp- götvað neitt um hana), og vildi að ég kæmist yfir gömlu hjólbörurnar henn- ar og kúliana, ef hægt væri að fá það fyrir góð orð og betaling. Frenmr óhollt uppátæki, finnst yður ekki? En ég verð víst að gera eins og mensahib vill, annað tjóar ekki. Og hugsið þér yður, nú segir náunginn, sem hún leigði þetta af, að allir fjórir kúlíarnir — þeir voru bræður, grey- skammar-angarnir — hafi dáið úr kóleru á leiðinni til Hardwar og að hann liafi sjálfur hoggið hjólbörurn- ar í smátt. Hann sagðist aldrei nota hjólbörur eftir dauðan mann. Það er sagt að ógæfa stafaði af því. Það er skritið. Svei mér ef ég get hugsað mér að frú Wessington geti bakað riokkrum ógæfu nema sjálfri sér!“ Ég hló kuldalega, þegar ég heyrði síðustu orðin. Svo að það voru þá til hjólbörnr, sem gengu aftur! Og það var svo að sjá, sem vinnufólkshald tíðkaðist líka í öðru lífi! Hvað skyldi það fá í tímakaup þar? Og á livaða tíma mundi frú Wessington nota það? — Hvert skyldu þau annars hafa farið núna? Sem sýnilegt svar upp á síðustu spurninguna grilli ég í myrkrinu í draugareiðina, sem stendur þarna og teppir veginn fyrir mér. Draugar fara hratt yfir og virðast gcta stytt sér leið og komist þar sem venjulegir kúlíar komast ekki. Ég fór að hlæja, en stillti mig fljótlega, því að ég var hræddur um að ég væri að verða vit- laus. Ég hlýt að hafa verið orðinn það að vissu leyti, því að ég man að ég stöðvaði liestinn minn lijá hjól- börunum og bauð frú Wessington kurteislega gott kvöld. Því sem hún svaraði þekkti ég betur en vel. Ég hlustaði á hana þangað til liún hafði þulið romsuna og sagði svo að þetta hefði ég nú heyrt áður, en nú væri gaman að heyra hvað liún hefði fleira að segja. Einhver illgjarn djöfull, sem var sterkari en ég sjálfur hlýtur að hafa hlaupið í mig þetta kvöld, því að mig rámar i að ég hafi staldrað þarna lengi og talað um alls konar smánmni. „Auðvitað blindfullur — eða brjál- aður, kvikindisgreyið. Max, reyndu að koma lionum heim!“ Þetta var auðheyrilega ekki rödd frú Wessington! Mennirnir tveir höfðu heyrt til mín þarna sem ég stóð, og var að tala við loftið, og sneru nú við og komu til þess að athuga hvað að mér gengi. Báðir voru þeir mjög vingjarnlegir og fullir samúðar, og af orðum þeirra mátti skilja, að þeir héldu að ég væri augafullur. Ég þakk- aði þeim fyrir hugulsemina, brokkaði heim, hafði fataskiiati og kom tíu mín- útum of seint til Mannerings. Ég af- sakaði mig með dimmunni, fékk á- minningu hjá Kitty fyrir slóðaskap- inn og settist svo hjá hinu fólkinu. Samtalið var fjörugt og í skjóli þess reyndi ég að tala gælumál við unn- ustuna, en tók nú eftir að lítill, rauð- skeggjaður maður, sem sat við hinn borðsendann, var að segja ítarlega sögu af einhverjum ókunnum geð- veiklingi, sem hann hefði hitt þá um kvöldið. Hann þurfti ekki að segja nema ör- fá orð til þess að ég gengi úr skugga um að þetta, sem liann var að segja frá, var atvikið, sem gerst hafði fyrir hálftíma. I miðri sögunni leit hann kring um sig, eins og kunnáttusamir sögumenn gera þegar. þeir ætlast til að vekja aðdáun. Þá kom hann auga á mig — og þá steinþagnaði hann. Nú varð vandræðaleg þögn, og svo nmldraði sá rauðskeggjaði eithvað um að hann hefði „gleymt niðurlaginu". Og nú glataði hann þvi áliti, sem af- burða sögumaður, sem hann hafði afl- að sér með mikilli fyrirhöfn undan- farin suniur. En ég blessaði hann í huganum og tók aftur til óspilltra málanna við laxinn. 1 í fyllingu tímans var þessu mið- degisboði loksins lokið, og það var í hreinskilinni örvæntingu, sem ég j sleit mig frá Kitty. Því að ég var jafn viss um og ég var til, að „þetta þarna“ nmndi sitja fyrir mér þegar ég kæmi út. Rauðskeggjaði maðurinn, sem um kvöldið hafði verið kynntur fyrir mér og hét Heatherlegh og var læknir í Simla, stakk upp á að við skyldum verða samferða, því að við ættum samleið. Ég tók því boði og var þakk- - látur fyrir. Hugboð mitt reyndist rétt. Þarna stóð draugareiðin á miðjum vegin- um, og hafði meira að segja leyft sér þá gamansemi að kveikja á ljósker- unum á hjólbörunum af því að dimmt var orðið. Sá rauðskeggjaði fór undir eins að minnast á samfundi sína og mína um kvöldið, og hann gerði það á þann hátt að ég fann að honum liafði ekki horfið þetta úr hug síðan. „Heyrið þér, herra Pansay, liver fjárinn gekk að yður þarna i kvöld úti á Elyseumvegi?“ Spurningin kom svo flatt upp á mig að ég svaraði án þess að lmgsa mig um hverju ég ætti að svara. „Þetta!“ sagði ég bara og benti á „þetta þarna.“ „Þetta? Það getur ekki verið um annað að ræða en brennivínsæði eða skynvillu. En þér eruð alls enginn brennivínsmaður. Ég sá það yfir borð- um áðan. Þess vegna getur það ekki liafa verið delirium. Ég fullvissa yður um að það er alls ekkert þarna, sem þér eruð að benda, þó að svitinn bogi af yður og þér titrið eins og fælinn hestur. Þess vegna lilýtur þetta að vera skynvilla. Og ég ætti að hafa vit á slíku. Komið þér heim með mér. Ég á heima á Neðravegi.“

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.