Fálkinn - 23.03.1951, Qupperneq 6
I
6 FÁLKINN
Spennandi framhaldssaga. 10.
AMOK
Eftir Stefan Zweig.
um er að sjálfsögðu alveg ljóst, að
í þessum steikjandi hita er ekki með
nokkru móti hægt að leyfa að beðið
verði cftir komu hans heim, áður
en gengið er til fulls frá likinu, svo
að ekki stafi stór liætta af. Honum
kann að vísu að finnast að við höf-
um verið of bráðir á okkur, en
hann mun ekki voga að láta neitt
upp í þá átt. Við erum embættis-
menn en hann er óbreyttur kaup-
maður, þótt rikur sé. Auk þess er
þetta af okkar hálfu gert til þess að
forða honum frá ónauðsynlegri sorg,
nóg liefir hann að bera samt.“
Nú var þessi maður, sem fyrir
fáum minútum var svarnasti óvinur,
orðinn dyggasti samstarfsmaður
minn. En honum gekk svo sem ekki
sérlega gott til. Hann vissi að hann
mundi losna við mig innan skamms
fyrir fullt og allt; eftir að hann lét
undan hótun minni stöfuðu orð
hans og gerðir ekki af neinni hjálp-
semi við mig, hann var í senn að
réttlæta gerðir sínar og reyna að
fyrirbyggja að þær kæmu honum i
klípu. En það, sem nú gerðist, var
alveg óvænt: Hann þrýsti hönd mina
innilega og sagði:
„Eg vona að þér verðið brátt
jafngóður aftur.“
Hvað í fjandanum átti hann við?
Var ég veikur? Var ég vitskertur?
Eg opnaði dyrnar hæversklega fyr-
ir honum og kvaddi hann kurteis-
lega. En þá gat ég heldur ekki
meira; kraftar míriir voru alveg að
þrotum komnir. Herbergið hring-
snerist fyrir augum mínum; ég reik-
aði að rúmi hennar og hneig þar
niður aflvana, alveg eins og óður
malayinn, sem runnið hefir hið
blóðuga skeið sitt og að lokum er
skotinn eins og hundur.
Eg veit ekki, liversu lengi ég lá
á gólfinu. Eg vaknaði við einhvern
hávaða; það var einhver í herberg-
inu. Eg leit upp. Kinverski piltur-
inn stóð yfir mér; honum var auð-
sjáanlega ekki rótt.
„Hann kominn. Vill sjá hana.“
„Það má enginn koma inn, heyr-
irðu það?“
„En, „tuan“ .......?“
Hann hikaði, horfði feimnislega
á mig, reyndi árangurslaust að segja
eitthvað.
„Hver er það?“
Hann skalf eins og honum hefði
verið gefið utan undir. Hann nefndi
ekkert nafn. Undarlegt samband af
blygðun og viðkvæmni svo afarsjald-
gæft hjá innfæddum þjóni varnaði
honum máls.
„Hún átti ’ann.“
Hann þurfti ekki að tala skýrar.
Nú vissi ég, við hvern hann átti.
Á augabragði varð ég fram úr
hófi áfjáður að sjá þennan mann;
ég hafði alveg gleymt honum um
hríð. Yður kann kannske að finn-
ast það ótrúlegt, en samt er það
heilagur sannleikur, að allt frá þeim
tíma, að ég uppgötvaði ástand hennar
og iiún visaði á bug fyrirlitlegu til-
boði niínu, hafði mér alls ekki komið
þessi maður i hug. Sálarkvalirnar,
kvíðinn og óþolinmæðin, sem siðan
höfðu gagntekið mig, höfðu um leið
fyliilega svæft vitneskju mina um að
þessi maður væri til, sá maður, sem
þessi kona hafði elskað, sá maður, sem
hún af öllu hjarta hafði gefið það,
sem hún ekki vildi veita mér. í gær
myndi ég hafa hatað hann. Eg myndi
hafa getað kvalið úr lionum lífið. Nú
myndi ég ekki geta af mér borið, ef
ég fengi ekki að sjá hann af því að ég
elskaði hann, .... já, ég elskaði þann
mann, sem hún hafði elskað.
Eg þaut í ofboði fram í anddyrið.
Hann var ungur, mjög ungur, ljós-
hærður, liðsforingi, feiminn og ekki
upplitsdjarfur. Hann var fölur og
grannur, unglingslegur; reyndi þó eft-
ir mætti að sýnast hermannlegur, kald-
ur og rólegur. Hönd hans riðaði, þeg-
ar hann lyfti henni að húfunni. Eg
myndi hafa getað tekið hann i fang
mér og þrýst honum að mér, svo vel
uppfyllti hann þær kröfur, sem ég
fyrir hennar hönd mundi hafa viljað
gera til elskhuga hennar; ekki drembi-
legur, hégómlegur flaðrari fullur sjálfs
trausts, heldur viðkvæmur unglingur.
Þarna stóð hann fyrir framan mig,
niðurlútur, næstum sneyptur. Eg birt-
ist honum svo skyndilega, horfði svo
rannsakandi á hann, að hann fór alveg
hjá sér. Það komu kippir i andlitið og
viprur í kringum munninn; það var
sýnilegt að hann barðist við grátinn.
„Eg ætlaði ekki að ónáða“, sagði
hann. „Mig langaði bara svo mikið til
þess að sjá frú Blank einu sinni enn.“
Eg vissi naumast bvað ég gerði. Eg
lagði hönd mína á öxl liins unga
manns og fylgdi honum inn. Hann
horfði á mig; augnaráðið bar í senn
vott um undrun og þakklæti. Frá þess-
ari stundu vorum við sameiginlegir
skipbrotsmenn, þjáningarbræður. Við
urðum samferða inn að rúminu. Þarna
lá hún; sveipuð hvítu líni, aðeins höf-
uð, axlir og handleggir voru berir.
Eg fann að ekki var viðeigandi, að ég
væri nærstaddur; ég dró mig í hlé.
Skyndilega yfirbugaðist hann, eins og
ég hafði gert; hann féll á kné, liirti
ekki lengur um að dylja tilfinningar
sinar og grét beisklega.
Hvað gat ég sagt? Ekkert.
Hvað gat ég gert? Eg lyfti honum
á fætur og leiddi hann að legubekk.
Við settumst hlið við hlið; ég reyndi
að sefa liann, strauk mjúlca, ljósa hárið
hans. Hann tók hönd mína og þrýsti
hana ástúðlega. Síðan sagði hann:
„Segið mér sannleilcann, læknir. —
Hún framdi ekki sjálfsmorð, var það?
„Nei,“ svaraði ég.
„Er þá nokkurn að saka um dauða
hennar?“
„Nei,“ sagði ég enn. Annað svar
brann þó á vörum mér: „Já, Mér.
Mér. Mér.... og yður. Það er okkur
báðum að kenna. Okkur tveimur ....
og stolti liennar“.
En ég sagði þetta ekki. Endurtók
meira að segja hið gagnstæða af full-
kominni rósemi:
„Nei. Það er engum um að kenna.
Þetta voru hennar örlög.“
„Eg get ekki vel áttað mig á þessu,“
stamaði hann lágt. „Þetta er svo ótrú-
legt. Hún var á dansleiknum kvöldið
áður. Hún kinkaði kolli til mín og
brosti. Hvernig gat þetta skeð? Hvers
vegna þurfti hún að deyja svona fljótt,
svona óvænt?“
Eg sagði honum ekki sannleikann.
Bjó bara eitthvað til. Jafnvel ekki elsk-
hugi hennar mátti vita leyndarmál
hennar. Eg var hjá honum þennan
dag, þann næsta og þann þar næsta;
við töluðum stöðugt um liana af ein-
lægni og bróðurlega; hvor um sig
fann það á sér — án þess að það
væri nokkurn tíma gefið með einu
orði í skyn, að kunningsskapur okk-
ar við hina látnu konu tengdi okkur
órjúfandi böndum. Hvað eftir annað
sótti sú freisting á mig, að segja hon-
um allt af létta, en ég féll ekki fyrir
henni. Hann fékk aldrei að vita, að
hún hefði gengið með barni hans;
að hún liefði óskað eftir að ég svipti
ávöxt ástar þeirra Hfinu; að neitun
mín hefði valdið því, að hún hefði
stigið það skref, sem dró hana til
dauða. Samt töluðum við um ekkert
nema hana allan þann tíma, sem ég
faldi mig hjá lionum. Já. Eg gleymdi
að segja yður það. Þeir leituðu að
mér. Maðurinn hennar kom heim dag-
inn eftir að hún dó. Hann var tor-
trygginn; ýmsar kviksögur voru á
kreiki; hann vildi láta finna mig til
þess að ég gæfi nákvæma skýrslu um
málið. En ég gat ekki hugsað mér að
standa frammi fyrir honum, einmitt
þeim manni, sem ég vissi, að hún hafði
ekki verið hamingjusöm með, ég gat
ekki annað en falið mig, fór ekki út
úr húsi i fjóra daga. Elskhugi liennar
útvegaði mér falsað vegabréf, á næt-
urþeli fórum við um borð í skip, sem
var á leið til Singapore. Eg yfirgaf
allt, eignir mínar, bókasafn mitt, öll
visindaleg gögn, sem ég hafði unnið að
í sjö ár. Stjórnarvöldin hafa vafalaust
nú þegar strikað nafn mitt út af em-
bættismannalista sinum; ætli ég sé
ekki sagður vera „heimildarlaust fjar-
verandi?“ Mér er ómögulegt að halda
áfram að eiga heima í liúsi mínu, ekki
heldur í borginni, ekki í landinu;
hvergi nokkurs staðar i því umhverfi,
þar sem allt minnti mig á hana. Eg
flýði sem þjófur .... til að komast sem
lengst frá henni, gleyma henni.
En það tókst ekki. Eg kom um
borð eftir miðnætti, vinur minn var
i fylgd með mér; þá sáum við stóra
aflanga, koparslegna kistu vera látna
um borð. Það var líkkista, líkkista,
sem hún var í. Nú elti hún mig, eins
og ég hafði elt hana úr fjöllunum allt
til borgarinnar við ströndina. Eg mátti
ekki láta mig sjást, ekki láta nokkurn
mann verða varan við mig, því maður
hennar var þarna líka. Hann var á
leið til Englands. Kannske hann ætli
að láta opna lcistuna, þegar þangað
kemur? Láta fara þar fram líkskoðun,
til þess að komast að .... Hvað sem
því leið, nú var hún undir hans vernd-
arvæng, hann hafði hrifsað hana frá
okkur, nú tilheyrði hún honum, ekki
okkur. Nú tók málið aðra stefnu, nú
var að duga eða drep'ast. 1 Singapore
fór líkkistan yfir í þetta þýska póst-
skip, liann á eftir, og ég á eftir þeim
báðum. Eg vaki enn yfir henni, það
mun ég gera þar til yfir lýkur. Til
síðasta blóðdropa skal ég verja hana
fyrir þeim manni, sem hún flúði út i
dauðann. Hann skal aldrei fá að vita
neitt. Aldrei að eilífu. Eg á leyndar-
mál hennar, ekki nokkur maður annar
undir sólinni.
Skiljið þér nú? Getið þér nú ekki
skilið hvers vegna ég forðast um-
gengni við aðra farþega á skipinu,
hvers vegna ég get ekki þolað í þeim
þvaðrið og hláturinn, hvers vegna
ég get ekki horft á þau daðrandi og
duflandi, — vitandi að langt niðri í
lestinni, innan um tepoka og kornsekki
liggur lík hennar. Eg kemst eklci að
því, lestaropið er vitanlega harðlokað,
en daga og nætur, í vöku og svefni,
gegnum fótatak farþeganna á þilfar-
inu og hljómlistina frá danssalnum,
finn ég til nærveru þess, veit ég af
því, ég get ekki með nokkru móti
gleymt því eitt augnablik. Þetta er
kjánalegt af mér, það veit ég vel. í
hafinu, i jörðu og á eru líkamir manna
og dýra livarvetna rotnandi, það hefir
valdið mér heilabrotum, slíkt á sér
heldur ekki stað nú, það er bara þessi
eini líkami, sem ég er að hugsa um,
og liann altekur huga minn. Eg veit
alveg, hvers hún væntir af mér. Enn
þá hefi ég verk að vinna. Leyndarmáli
hennar er enn ekki borgið, það er ekki
í öruggri höfn fyrr en ég hef uppfyllt
þann eið, sem ég sór henni á dauða-
stund hennar."
Aftan frá skipinu heyrðist manna-
mál og hávaði, niður frá sjóslöngum,
hviss fró kústum, sjómennirnir voru
komnir til vinnu og farnir að þrífa
skipið. Strax og hann var þess var,
stökk hann á fætur.
„Nú verð ég að fara,“ sagði hann.
Það var hörmungarsjón að sjá hann.
Hann var flóttalegur, úttaugaður,
augnahvarmarnir rauðir og þrútnir
af ofdryklcju og gráti. Hann var allt
í einu fálátur. Hann iðraði þess sýni-
lega, hve hann hafði verið opinskár
við mig. Hann skammaðist sín fyrir
að hafa jafn undandráttarlaust sýnt
mér inn í hugskot sitt og opnað fyrir
mér leyndustu afkima þess. Eg sagði
eins vingjarnlega eins og ég gat:
„Eg mætti kannske heimsækja yður
í klefann yðar seinna í dag, er það
ekki?“
Það brá fyrir brosi, hæðnislegu,
kuldalegu, ruddalegu brosi, hann liik-
aði, síðan sagði hann með talsverðri
álierslu:
„Hah .... Já, .... það er ennþá
þessi uppáhalds lifsregla yðar um
skylduna til að hjálpa“. Með henni
tókst yður fyrir skömmu, þegar illa
stóð á fyrir mér, að losa um málbeinið
á mér. Eg er yður þakklátur fyrir um-
hyggju yðar, en ég kýs að vera einn.
Þér skuluð ekki halda að mér líði neitt
betur þótt ég hafi sýnt yður inn í
leyndustu hugskot min. Líf mitt hefir
verið lagt i rústir, enginn megnar að
gefa mér trú á það á ný. Eg er alls-
laus, jafnvel eftirlaunin mín eru nú
glötuð, heim .. heim til Þýskalands
kem ég eins og ölmusumaður, sveita-
limur, eins og hundur, sem læðist á
eftir líkkistu húsbónda sins án þess
að nokkur veiti því eftirtekt. Enginn
kemst hjá afleiðingum þess að verða
„amok“. Það gleður mig, að þér bjóð-
ist til þess að heimsækja mig, þess
gerist samt ekki þörf, því að ég hefi
nóg af kunningjum til þess að taka
Niðurlag i nœæsta blaði.