Fálkinn


Fálkinn - 23.03.1951, Blaðsíða 7

Fálkinn - 23.03.1951, Blaðsíða 7
/ FÁLKINN Skottulæknir étur makkaroni. — Achill Angelo heitir frægur skottulæknir eða undralæknir ítalskur, sem meðal annars hef- ir stundað fyrrverandi Italíu- drottningu, de Gasperi forsætis- ráðherra, Ingrid Bergman og fleira þess háttar fólk, svo að sjúklingar hans eru ekki af verri endanum. — Nú er Angelo kominn til Parísar til þess að sýna frönslcum vísindamönnum snilli sína. — Hér sést hann á gistihúsi sínu í París, hámandi í sig þjóðrétt ítala „spaghetti“ eða makkaroni. Af öðrum hnetti? — Myndin er tekin af grimu-skíðamóti í Arl- herg í Austurríki. Sldðamaður- inn felur andlitið undir hattin- um sínum en hefir mátað ann- að andlit á magann á sér. Öfunösverður.. — Hver mundi ekki vilja vera kominn í stað þessa litla páfagauks. Það verð- ur ekki annað sagt en hann hafi góðan smekk. Jólabögglar til Kóreu. — Amer- íski kvikmyndaleikarinn Tyrone Power sést hér vera að hjátpa amerískum og enskum hermönn um á flugvellinum í London til að afgreiða jólaböggla, sem eiga að fara með flugvélum til Kóreu. Til Hollywood. — Spánska teik- konan Meri Marty er 22 ára og mjög fræg í föðurlandi sínu. Hún kom nýlega til Parísar, til þess að undirskrifa samning við kvikmyndafélag í Hollywood. — Ilér sést leikkonan á múlasna í tískuverslun einni í París. Hafið gát á spellvirkjunum! — „Friðar- og frelsisnefndin í Vestur-Þýskalandi hefir efnt til áróðurs gegn njósnum um iðn- aðarfyrirtæki og spellvirkjum á þeim, og gefið út fjölda aug- lýsinga til þess að vara verka- mennina við njósnurum og spellvirkjum. — Hér er mynd af einni auglýsingunni, sem hvetur verkamenn til að vernda vinnustað sinn gegn kommún- ista spellvirkjum og vernda fjölskyldur sínar fyrir liörm- ungum og hungursneyð. tónlist. En þetta gerir indverslci píanistinn Forose Buchome frá Pakistan, sem nýlega hélt hljóm leika í París, og er fyrsti Ind- verjinn, sem það hefir gert. Hann er 20 ára og er tónskáld. gestir vita hve óþægilegt það er að fá sand milli tánna, þegar gengið er í fjörunni. Mörgæs- inni finnst þetta óþægilegt líka. Að minnsta kosti reynir herr- Sveltir við dyr ráðherrans. — Monsieur Louis Dussart er rit- ari í félagi franskra örlcumla- manna úr stríðinu. Hann hefir nú sest að við dyr endurreisn- arráðuneytisins í París og ætlar að svelta þar um tíma til þess að mótmæla því, að meðlimum í félagi hans hefir verið byggt út úr húsnæði því sem þeir höfðu. — Á myndinni sést Duss- art við dyrnar, dúðaður til þess að verjast næturkuldanum, sem hann segir að sé miklu verri en hungrið. ann á myndinni að losna við hann. „Buddie litli“. — í Cmartreaux í Frakklandi smíðaði dótturfé- lag ensku verksmiðjunnar All- card eimreið árið IMk. Þessi eimreið, sem Frakkar kalla „La petite Buddie“ getur gengið ennþá, þó að skiljanlega hafi hún verið tekin úr umferð fyrir löngu. En nú hefir liún komist af eigin ramleik til London. Ástæðan til ferðalagsins er sú, að eimreiðin á að vera á sýn- ingunni miklu, sem hefst í Lon- don í maí. — Hér sést þessi 107 ára gamla eimreið er hún kom til ensku höfuðborgarinnar. Indverskur píanisti. — Það er sjaldgæft að austurlandabúar fáist við að stunda vestræna

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.