Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1951, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.04.1951, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Barnadagurinn þrítugur Fyrir þrjátíu árum bar sumardag- inn fyrsta upp á 21. apríl. Sá dagur hefir orðið merkisdagur í sögu barna vinahreyfingarinnar í Reykjavik þvi að síðan hefir sumardagurinn fyrsti jafnan verið dagur barnanna í Reykjavik og lielgaður starfseminni fyrir hag þeirra og heill. Á Þorláksmessu 1920 voru fyrst seld merki til ágóða fyrir barna- vinastarfsemina. Sá dagur var ckki hentugur til mcrkjasölu, enda var strax á næsta vóri afráðið að gera sumardaginn fyrsta að barnadegi, og frá því liefir ekki verið vikið síðan. Það voru konur í Reykjavík sem áttu frumkvæðið að þessu þarfa fyrirtæki og koma þar einkuum við sögu Iíristin Símonarson, Hólmfríð- ur Árnadóttir, Aðalbjörg Sigurðar- dóttir, Steinunn Bjartmarsdótti.r, Laufey Vilhjálmsdóttir, Steinunn H. Bjarnason og Sigriður Björnsdóttir. Fyrstu árin var eingöngu starfað að fjársöfnun, til þess að skapa grundvöll fyrir framkvæmdum sam- kvæmt markmiðinu. Og 11. april 1924 er svo „Barnavinafélagið Sum- argjöf“ stofnað, og endanlega geng- ið frá samþykktum þess 22. apríl og stjórn kosin. f lienni sátu Stein; grimur Arason, sem var formaður, frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú Steinunn Bjartmarsdóttir, sira Magn- ús Helgason skólastjóri og Steindór Björnsson frá iGröf. En stofnendur „Sumargjafar“ töldust alls 79. Fjársöfnunin á sumardaginn fyrsta var aðaltekjustofn barnavinastarf- seminnar. Þá voru seld merki, blöð og rit og skemmtanir haldnar. Reykjavik hefir vaxið mikið síð- astliðin 30 ár, en þó er vöxtur dag- skrárinnar á sumardaginn fyrsta margfalt meiri. Fyrsta barnadaginn, 21. apríl 1921, var dagskráin í aðal- dráttum þessi: Skrúðganga barna úr barnaskólaportinu að Austurvelli og ræða af svölum Alþingishússins. Skemmtun i Nýja Bió og Iðnó og barnadansleikur i Templarahúsinu. — í ár er svo komið, að skemmtan- Tjarnarborg. ir til ágóða fyrir barnadaginn eru haldnar á 17 stöðum í bænum og 300 sjálfboðaliðar starfa ókeypis að framkvæmd hans. Um vaxandi á- rangur starfsins á sumardaginn fyrsta geta töluur borið skýran vott, þó að visu hafi verðgildi krónunnar hrak- að. Árin 1934—’39 fór fjársöfnunin á sumardaginn fyrsta smáhækkandi úr 8.700 krönum upp i 13.260. En árið 1940 nemur hún 18.050 kr. og 1941 nær 41.000 kr. Siðan hefir á- rangur fjársöfnunarinnar farið sí- batnandi með hverju ári og varð síðasta ár yfir 167 þúsund krónur. -----Starfsemi Sumargjafar hófst með því að dagheimili var haft í Kennaraskólanum árin 1924—’26 fyrir 34 börn fyrsta árið og 50 börn tvö þau siðari. Næstu fjögur árin liafði Sumargjöf ekkert dagheimili en einbeitti sér að því að eignast sin eigin húsakýnni i Grænuborg við Laufárveg. Það var fyrsta „borg- in“ sem félagið eignaðist, en nú eru þær orðnar sjö. Grænaborg var opn- uð til afnota vorið 1931 og hefir jafnan verið þar dagheimili siðan, en 1935 var jafnframt leigt hús- næði í Stýrimannaskólanum gamla fyrir dagheimili og árið eftir eign- aðist félagið Vesturborg og rak nú dagheimili í báðum „borgunum“ og auk þess vistarheimili í Vestur- borg næstu ár og bætti við sig dag- heimilum í Málleysingjaskólanum og á Amtmannsstíg 1941, auk þess sem það hafði leikskóla á Amtmannsstíg. Það árið voru um 400 börn á veg- um félagsins. Árið eftir eignaðist félagið nýtt og gott hús við Tjarnar- götu, og var það nefnt Tjarnarborg og nú bættist vöggustofustarfsemin við þær greinar, sem áður voru. Og 1943 kom Suðurborg til sögunn- ar; þar var bæði daglieimili, leik- skóli og vistheimili. Siðan má heita að félagið liafi fært úr kviarnar á hverju ári, en of langt mál yrði að rekja það nál hér. Siðasta árið, í fyrra, voru „borgirnar“ orðnar sjö og starfs- deildir 13, nfl. 3 dagheimili, 7 leik- skólar og 3 vistheimili, og börnin að meðaltali 480 á dag, miðað vil allt árið, en 64 stúlkur störfuðu við heimilin öll. Dvalardagafjöldi barn- anna varð samtals yfir 80 þúsund og er það miklu meira en nokkurn tíma áður. Þess má geta, að síðustu árin hefir verið starfræktur skóli til að kenna ungum stúlkum starf og stjórn barnaheimila. Er hann í Steinalilið. — Tveir nýir leikskólar hafa verið settir á stofn, og heita þeir Drafnarborg og Barónsborg, og lét bærinn byggja þá. Þeir eru með fullkomnu nýtisku sniði. Yfir- leitt liefir það greitt afarmikið fyrir starfsemi félagsins, að yfirvöld bæj- arins hafa sýnt góðan skilning á til- ganginum og verið rausnarleg í framlögum. Ríkið hefir einnig stutt starfsemina verulega hin siðari ár. Tvær fyrrnefndar „borgir“ eru þó ekki eign Sumargjafar en félagið fær þær til afnota leigulaust, gegn því að annast viðhald þeirra. . Félagið liefir frá öndverðu átt tvær góðar stoðir sem skorið hafa úr um, að það geti starfað af jafn- miklum dugnaði og raun ber vitni. Önnur er sú, að bæjarbúar hafa jafn an sýnt því velvild og verið fúsir til að styrkja slarfsemi þess með fjárframlögum eða ókeypis vinnu. Með þvi hafa þeir sýnt að þeir kunna að mcta að starfa að þvi, sem hverri þjóð er nauðsynlegast af öllu: að ala upp hraust og heilhrigð hörn. Hin stoðin er sú að valist liafa til framkvæmda i félaginu áhugasamir og ósérhlífnir menn og konur, sem aldrei liafa þreyst á að vinna fyrir málefnið. Steingrímur Arason var formaður félagsins fyrstu 15 árin, en eftir hann tók við ísak Jónsson, sem enn cr formaður félagsins og aðal drif- fjöður. Sjálfur lætur hann lítið yfir því mikla starfi, sem allir vita að hann hefir unnið fyrir félagið, en þakkar árangur því, að Sumargjöf eigi svo marga góða vini, að það sé vandalaust að fá allt gott fólk i „þegnskylduvinnu“ á sumardaginn fyrsta, þegar fjársöfnun fer fram. Nefnir hann þar ekki síst alla þá, sem starfa á skemmtunum félagsins á sumardaginn fyrsta fyrir ekki neitt, eða ljá húsnæði ókeypis. Bláa stjarnan: „Hittl Bristol“ Síðastliðið sunnudagskvöld „hljóp ný revýa af stokkunum“ hjá Bláu stjörnunni. Hún liefir hlotið nafnið ,,Hótel BristoV' og verður vafalaust vinsæl meðal bæjarbúa næstu mán- uði. Kvöldskemmtun þessi er að ýmsu leyti með öðru sniði en áður, meiri samfella i skemmtiatriðunum og hent meira gaman að dægurmálunum en oft áður. Revýan er i tveimur aðalþáttum og tveimur aukaþátum. Ilún gerist aðallega á Hótel Bristol, en hótel- stjórann þar leikur Alfred Andrés- son og yfirþjóninn Har. Á. Sig- urðsson. Margt ber til tíðinda á hótcli þessu og þar endurspeglast þjóðfélagsmeinin og umtalaðir at- burðir dægurlífsins í ýktri mynd, og vekur þetta hina mcstu kátinu áhorfenda. Meðal gesta, scm að garði ber cru þcir Húnbogi útgerðarmaður, sem gefur starfsfólkinu klósettrúllur i þóknun og Jón Jónsson bóndi, sem er kominn til þess að sitja búnaðar- þing og skoða borgarlifið. Þangað kemur „lieilög Jólianna“, söng- og dansmeyjar, húsvilltir innbrotsþjófar o. fl„ sem ógerningur væri að telja upp. Söng og dans er þannig fléttað inn á milli brandaranna, og gerir það þægilega tilbreytni. Þeir Alfred og Haraldur eru að jafnaði á sviðinu, og þá fer vart hjá þvi, að menn skemmti sér kon- unglega. Brynjólfur Jóhannesson gerir kvöldið minnisstætt sem Hún- bogi útgerðarmaður. Syngur hann ásamt rallfélögum sínum afbragðs góðar gamanvísur undir hinu þekkta dægurlagi „Bibbidi boddidi boo.“ Loftur Magnússon á sérstakt hól skilið fyrir meðferð sina á hlutverki Frh. á bls. ík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.