Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1951, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.04.1951, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 þennan heim, þá hefði hann í rauninni ekki dáið tilgangslausum dauðdaga. Þegar hún var næstum því búin að ná sér, fékk hún engan frið fyrir samvisku sinni fyrr en hún var búin að kynna sér afstöðu Johnnies hvað veðreiðarnar snerti. Að kynna sér hugarfar hans til hins, þess, sem var svo miklu alvarlegra að öllu leyti, hafði henni ekki dottið í hug eitt einasta augnablik. „Johnnie, hlustaðu nú á mig, mig langar til þess að tala alvarlega við þig um einn hlut. Eg hefi fengið sterkan grun um að þú hafir stundað veðreiðar af talsverðu kappi undan- farið. Nei, vertu ekki að hafa fyrir því að bera á móti því. Eg veit að þú hefir gert það. Jæja, elskan, ég ætlaði bara að segja þér þetta: Eg get ekki afborið það stundinni lengur.“ ,,Og hvað svo?“ svaraði Johnnie glottandi eins og maður, sem engum skuldar skýringu á neinu. „Það, sem ég vildi hagt hafa, er það, að ef þú veðjar nokkru sinni framar, þá fer ég frá þér. Eg er ákveðin í því. Og ég skal kom- ast að því ef þú veðjar.“ „Skaltu komast að því? Og hvernig?" „Látum það liggja milli hluta. Eg skal kom- ast að því. Og þú ættir að þekkja mig nógu vel til þess að vita það, að ef ég segi eitthvað þá stend ég við það. Og ef þú ekki hættir að veðja, þá fer ég. Það er allt og sumt.“ „Jæja, ástin mín, ég skil ekki hvernig í djöflinum þú hefir komist að þessu, en það er alveg dagsatt. Eg hefi veðjað einu sinni eða tvisvar upp á síðkastið,“ sagði Johnnie alvarlegur í bragði. „En ég skal sverja þér það, ef þú vilt, að ég skal aldrei veðja fram- ar meir. Aldrei! Skemmtunin er ekki þess virði. Guð minn góður, nei!“ „Ó, Johnnie, stattu við þetta,“ sagði Lina og gat ekki kæft ekkann. Hún trúði því reyndar statt og stöðugt að Johnnie myndi standa við heit sitt. Lina efaðist hreint ekki um, að Johnnie hlyti að hafa verið það þvert um geð að hafa þurft að myrða Beaky. XVII. kapituli. Stundum óskaði Lina þess, að í Upcottery væri talsvert fleira fólk á hennar eigin aldri, heldur en raun var á, allt fólkið fannst henni annað hvort vera svo miklu yngra ellegar svo miklu eldra. Linu fannst hún vera að minnsta kosti einni kynslóð yngri en sér- hver, sem var eldri en hún sjálf, því að fólk eldist svo snemma í sveitinni, og við yngra fólkið, eins og t. d. hinar mjög svo þekking- arríku dætur aðstoðarprestsins, Marjorie og Joan Boldron, var hún bókstaflega hrædd, þær voru svo miklu heimspekilegri en hún hefði nokkru sinni getað orðið sjálf. Nú fyrst að Martin Caddis var stöðugt að heiman og Janet, eins og Linu grunaði, á flótta undan Johnnie, hafði fengið fasta at- vinnu hjá verslunarfyrirtæki einu í London, þá fannst Linu hún vera ákaflega einmana. Móðir hennar, er Linu hafði stöðugt þótt mjög vænt um, hafði líka dáið fyrir tveimur árum. En Lina hafði yndi af að hugsa um heimili sitt og var í rauninni afar húsmóður- leg i sér, og því var hún eiginlega aldrei bein- línis leið á tilverunni. Þrátt fyrir þetta, þá varð hún fjarskalega glöð við dag nokkurn, um það bil þegar lið- in voru tvö ár frá því að hún sneri aftur heim til Johnnies, er hún fékk 'bréf frá Joyce. Elsku besta Lina mín! Hittirðu nokkurn tíma Isobel Sedbusk á meðan þú dvaldist hjá okkur? Eg var að frétta að hún hefði leigt sér sumarbústað þarna alveg í grennd við þig, í Maybury. Þér þætti ef til vill gaman að spjalla við hana. Láttu þér ekki bregða ef þú hefir ekki kynnst henni áður, hún er alls ekki eins ægileg og hún lítur út fyrir að vera. 1 sannleika sagt, þá er þetta besta manneskja. Alveg hispurs- laus. Og greind, en minnstu ekki á trúmál. Eg hefi skrifað henni og sagt að þú munir ef til vill heimsækja hana. Þín elskandi systir, Joyce. P. S. — Ef þú veist það ekki, er best að láta þig vita, að hún skrifar leynilögreglu- sögur. Lina hafði auðvitað vitað það. Hver ein- asta manneskja, sem á annað borð las nokk- uð, vissi að Isobel Sedbusk skrifaði leynilög- reglusögur. En hins vegar mundi hún ekki eftir að hafa hitt hana í London, og þegar hún heimsótti hana í Maybury nokkru síðar varð hún alveg viss. Enginn, sem hefði einu sinni hitt Isobel Sedbusk, myndi nokkru sinni gleyma því aft- ur. Fröken Sedbusk varð ógleymanleg. Þetta hafði verið snemma sumarið áður, og Lina, er strax hafði fellt sig vel við fröken Sedbusk, hafði mjög oft verið í hennar félags- skap. Johnnie féll einnig vel við hana. Fröken Sedbusk, er gumaði af að vega um 2 hundruð pund og var umfangsmikil að sama skapi, var manneskja, er mjög auðvelt var að kynnast. Hún hafði tilhneigingu til þess að tala helst til um of mikið um sjálfa sig og verksvið sitt, og hafði gaman af að sýna þekkingu sina á helztu viðfangsefnum sínum, svo sem blóði og rigor mortis, en hún var skemmtileg og hafði mörg önnur áhugamál. Áður en sex vikur voru liðnar var hún farin að kalla Johnnie „gamli vinur“ og farin að ávíta Linu fyrir að reyna ekki að skrifa leynilögreglusögur. „Það geta allir,“ staðfesti hún. „Það þarf aðeins að leggja mikla vinnu í það. Það er samt sem áður heppilegt fyrir okkur að fleiri skuli ekki vita þetta. Markaðurinn er nógu yfirfullur samft Forleggjarinn minn sagði mér.......“ Næsta sumar leigði fröken Sedbusk sér sama sumarbústaðinn aftur. Lina varð for- viða yfir því hve vænt lienni þótti um það. Innan tveggja daga frá komu hennar birt- ist fröken Sedbusk í eigin persónu og heimt- aði te. Hún hafði gengið þessar fjórar mílur frá Maybury og var staðráðin í að fara gang- andi heim til sín aftur. Konurnar heilsuðust með því að leggja vangana hvor að annarri. „Jæja, hvernig hefirðu það, Lina? Hraust?“ „Eg er glöð yfir að hitta þig aftur, Isobel. Eg hefi saknað þín.“ „Er það? Gott. Mér þykir vænt um fólk, sem saknar mín.“ „Eg skal segja Ethel að koma strax með teið. Eigum við að drekka það úti í garðin- um? Það er svo yndislegt veður.“ „Hvar, sem þú vilt,“ samsinnti fröken Sed- busk. „Það, sem ég hefi mestan áhuga á er teið sjálft. Jæja, hvernig hefir Johnnie það?“ „Johnnie hefir það ágætt. Hann er ein- hvers staðar úti í garðinum. Hann er í óða önn að hugsa um blómin.“ „Jæja, ég býst við að það verði hlutskipti okkar allra, áður en lýkur,“ svaraði fröken Sedbusk. Hvernig gengur það með nýju bókina, Iso- bel ? Eg geri ráð fyrir að þú sért hálfnuð með hana eins og venjulega." „Ekki enn. Eg hefi trassað hana þangað til ég kæmi hingað. Mig vantar alveg nýja hug- mynd. „So-o? Þú sem alltaf ert svo hugmyndarík." „Mig vantar nýja morðaðferð. Þú getur ekki ímyndað þér hve erfitt það er að láta sér detta nýjar morðaðferðir í hug. Allar að- ferðirnar hafa þegar verið notaðar.“ Þetta var uppáhalds umkvörtunarefni fröken Sed- busk: erfiðleikarnir á að láta sér detta nýja morðaðferð í hug. Eitthvað kom Linu til þess að segja alveg ó- sjálfrátt: „Hvernig væri að láta þrjótinn mana fórn- arlambið til þess að drekka fulla könnu af óblönduðu whisky, að því tilskildu að þrjót- urinn viti að það muni hafa bráðan bana í för með sér, en hinn ekki?“ „Hefir verið gert,“ svaraði fröken Sedbusk blátt áfram. „Einmitt það?“ „Meira að segja í raunveruleikanum." Lina hrökk við. „Er það?“ „Palmer gerði út af við eitt fórnardýr sitt á þann hátt. Abbey.“ Fröken Sedbusk þekkti nöfn allra sögu- legra morðingja og. fórnardýra þeirra. Hún hafði í raun og veru mikinn áhuga fyrir morðum auk þess, sem hún gerði þau að at- vinnu sinni — á pappírnum. „Einmitt það?“ Lina reyndi að dylja á- huga sinn á umræðunum, en hjarta hennar var tekið að slá nokkuð ört. „Var hann — hengdur?" „Að lokum.“ „Ekki fyrir það?“ „Sei-sei, nei. Hann myrti að minnsta kosti tylft manna eftir að hann myrti Abby.“ „Á sama hátt?“ „Nei, hann sneri sér seinna að bráðdrep- andi eitri. Linu tókst að reka upp afár óþvingaðan hlátur. „Og ég, sem hélt að ég hefði komið auga á sérlega frumlega aðferð. En þegar allt kemur til alls,“ bætti hún mjög kæru- leysislega við, „þá býst ég reyndar ekki við að það yrði talið morð, heldurðu það? Eg á við, að það sé ekki raunverulegt morð, eins og til dæmis þegar manni er byrlað eitur, eða maður er skotinn, eða því um líkt.“ Þetta var spurning sem Linu hafði langað til að varpa fram í rösk tvö ár. Hennar eigið svar við þessari spurningu var nú orðið ákaf- lega greinilegt, en hana hafði alltaf langað til þess að heyra skoðun einhver annars á þessu máli. „Þetta er dálítið erfitt úrlausnar." Frök- en Sedbusk var komin í rökræðuskap. „Nei, ég hefi tilhneigingu til þess að hallast að þeirri skoðun að það yrði ekki talið morð frá lög- fræðilegu sjónarmiði. Lögin skilgreina morð þannig, að það sé „að drepa af ásettu ráði.“ I þessu tilfelli væri samt sem áður um ásetn- inginn að ræða. Og ef hann vísvitandi eggj- aði mann á að gera eitthvað, sem hefði dauð- ann í för með sér.........

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.