Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1951, Blaðsíða 5

Fálkinn - 20.04.1951, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 ' . ‘ - ■ - ,v ^«; ::::"í::. Mijnd þessi sýnir, hvar slysið vilýi til. Á henni eru sýnd þau skip, . sem næst voru. í horninu mynd af Philip loftskeytamanni á Titanic. Titanic. því leyndir því hver liætta væri á ferðum til þess að ekki kæm- ist allt í uppnám. Þetta var ein af ástæðunum til þess að lífhát- arnir voru settir út nærri þvi tómir. Áreksturnn varð rétt fyrir mið nætti og að aflíðandi miðnætti sendi loftskeytamaðurinn fyrsta neyðarmerkið, að skipun Smiths kapteins. Og á miðnætti afði loftskeytamaðurinn á Cali- fornia — aðeins 20 sjómílum undan, aðeins klukkutíma sigl- ing! — tekið af sér hlustirnar og farið að sofa! Loftskeyta- maðurinn á Carpathia hafði líka heyrt neyðarmerkið, en þetta skip var 48 sjómílur frá slys- staðnum. Enginn vissi ennþá, hve lengi Titanic mundi haldast á floti, en Gai'ijathia hélt þegar á vettvang. Skijj sem lengra voru undan heyrðu líka neyðar- merkin, þau lieyrðust jafnvel til Englands og Ameríku. Á rit- stjórnarskrifstofum iblaðanna fengu menn nóg að hugsa að undirbúa aukablöð til að láta ahnenning vita að Titanic hefði skennnst á jaka, en væri á floti og héldi áfram ferðinni á eig- in vélum. Lífbátarnir á Titanic liöfðu verið settir út en farþegarnir voru ekki á því að fara í þá. Titanic virtisl svo öruggur sama staður, en lífbátarnir lélegur far- kostur, þegar þeir voru látnir síga niður á ískalda háruna. Bátaæfingar höfðu ekki verið haldnar, og áliöfnin var ekki svo ströng að liún vildi skipa fólkinu í bátana. En skipun hafði verið gefin um að setja bátana út, og þeirri skipun varð að hlýða. Ef farþegarnir vildu ekki fara í bátana varð að setja bátana úl farþegalausa. Foringj- arnir, sem báru ábyrgðina litu ekki réttum augum á ástandið, en ekkert uppnám varð um horð í skipinu. Hljómsveit skipsins, sem lék ýms lög, gerði sitt til að draga úr uppnámshættunni, en olli því jafnframt að farþegarnir lögðu alrangan skilning i flug- eldana, sem kveiktir voru til þess að kalla á hjálp. En hvorki flugeldarnir, þilfarið, sem liall- aðist meira og meira, né tilmæli skipshafnarinnar, — ekki einu sinni lífbátarnir við skipshlið- ina, gátu þokað fólkinu. Enginn skildi hve alvarlegt ástandið var. Þegar skip sekkur fær það oftast slagsíðu svo fljótt, að ekki er unnt að koma út lífbát- um nema frá annarri skipshlið- inni. En Titanic hélst á réttum kili, aðeins stefnið sökk hægt í sjóinn. Þess vegna var hægt að koma öllum lifbátunum út slysalaust. Hafið var slétt eins og spegill. Lífbátarnir komust óskaddaðir á sjóinn, en aðeins hálfhlaðnir. Ef Murdoch liefði ekki — eins og skylda hans var reynt að þoka skipinu aftur á bak frá jakanum, en látið stefnið rekast á jakann í stað- inn, hefðu fremstu og minnstu hólfin lagst saman eins og har- moníkubelgur, en þá voru lík- urnar meiri til þess að Titanic hefði haldist á floti. Ef varð- maðurinn hefði séð jakann að eins 5 sekúndum seinna, ef á- reksturinn liefði orðið sterkari, svo að farþegarnir liefðu skilið hættuna, ef annað skip liefði orðið fyrir slysinu en einmitt Titanic, sem fólk trúði að ekki gæti sokkið, ef loftskeytamaður- inn á California hefði verið tíu minútuin lengur á fótum — liver einasta af þessum „ef“ hefði getað bjargað þúsund mannslífum. Það vr ekki fyrr en glukku- tíma eftir áreksturinn, að far- þegunum skildist hvílík alvara var á ferðum, og þá var Titanic sokkið svo djúpt, að jafnvel landkrahbar tóku eftir því. Sjórinn hélt áfram að fossa inn i vélarúmið og brátt kom að þvi að enginn eimur var eft- á kötlunum og þá ekki heldur rafstraumur til loftskeytastöðv- ar eða Ijósa. Nú var enginn vandi lengur að fá fólk til að fara í bátana, en það raunverulega var, að bátarnir sem höfðu yfir- gefið skipið höfðu auð rúm svo hundruðum skipti. Þó hefði ekki undir neinum kringumstæðum verið rúm fyrir alla í bátun- um. Foringjarnir neyddust til að segja: „Konur og börn fyrst!“ Og nú sást verulegur agi og stilling. Eiginmenn fylgdu kon- um sínum að bátunum og sneru svo sjálfir frá til að bíða dauða síns. Hugulsamir eiginmenn sáu um, að konur þeirra væru nógu vel klæddar. Sem snöggvast varð uppnám meðal farþega- anna á II. farrými, en það hjaðn aði fljótt aftur. Póstmennirnir fleygðu póstpokunum upp á þil- farið í von um að þeim yrði bjargað. Hljómsveitin lék í sí- fellu, og loftskeytamaðurinn hélt áfram að senda neyðar- merki. Ef California hefði heyrt þau, þó ekki hefði verið fyrr en nú, hefðu mörg mannlíf bjargast. Astor ofursli kom konu sinni fyrir í lífbát og hlúði að henni og kvaddi hana rólega. og gerði að gamni sínu. Kynd- arar og kolamokarar — hinar nafnlausu lietjur — voru á sín- um stað og héldu eimnum við vegna ljósanna og loftskeyt- anna, þó að þeir horfðust í augu við dauðann. Það var líkast og tíminn liefði staðið kyrr fyrsta klukkutim- ann, en nú æddi hann áfram. Skuturinn á Titanic stóð nú all- ur upp úr sjó en stefnið var solckið svo djúpt að sjórinn náði upp á bátaþilfarið. Fólk færði sig aftur á til þess að fá að lifa nokkrar sekúndur enn. Þeir af foringjunum sem voru enn um borð unnu að þvi að losa allt á þilfarinu, sem flotið gat, svo að það gæti bjargað þeim, sem lilupu i sjóinn. Og all í einu stóð skipið lóðrétt upp á endann, „svo að ómögulegt var að ná fótfestu á'þilfarinu. Reykháfar og ýmislegt fleira hrotnaði frá og hrundi í sjóinn með miklum skruðningi. Nú komst sjórinn að rafmagsvél- inni og allt .varð dimmt, og loft- skeytamennirnir losnuðu við varðskylduna. I tvær eða þrjár mínútur var hið særða skip of- ansjávar. Svo fór það í kaf og yfir lognkyrrt hafið liljómaði óp, sem enginn getur gleymt, þeirra sem eftir lifðu. Yfir tvö þúsund manneskjur soguðust niður í ískaldan sjóinn. Dauða- stríð þeirra flestra varð stutt. Fáeinir, kannske fjörutíu— fimmtíu náðust upp í lífbátana lifandi, og fleiri héldu sér uppi á reköldum uns þeim var bjarg- að. Ilálfur þriðji tími var liðinn síðan Titanic rakst á jakann. Fáeinum mínútum efir að skip- ið var sokkið kom vai’ðmaður- inn á Carpatliia auga á ljós í einum bátnum. En í myrkri, með hafis allt í kring og sjó- inn alþakin lífbátum og rekaldi varð Carpathia að fara varlega, og enn leið hálfur annr timi þangað til búið var að bjarga fólkinu úr fyrsta lífbátnum. Skömmu síðar fór að birta af degi og Carpatliia gat athafnað sig betur. Og í dögun fengu hæði þeir sem lifðu af og hinir sem björguðu þeim að sjá hinn feiknastóra jaka, sem höggun- arlaus og þverúðugur hafði vald ið slysinu. Loftskeytamaðurinn á Car- pathia fór nú að senda nöfn þeirra, sem bjargast höfðu, en loftskeytin voru þá á bernsku- stigi, og tilkynningarnar afbök- uðust i meðförunum. Svo að tilgáturnar léku lausum hala. Frh. A bls. Í4.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.