Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1951, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.04.1951, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN „ÞAÐ var blátt áfram fljótandi höll!“ Þetta er aðeins eitt af þeim margendurteknu orðatil- tækjum, sem notuð voru um ,.Titanic“. Barátta útgerðarfé- laganna um að draga farþegana til sín var i fullum gangi, þó að þau liefðu fyrir löngu komið sér saman um að hafa sömu fargjöldin. Og úr því að þau gátu ekki lækkað fargjöldin varð að taka upp á einhverju öðru. Sum eimsltipafélögin lokk- uðu með hraðanum, með „bláa bandinu“. Önnur flögguðu með því að skipin þeirra kæmu á- vallt stundvíslega í höfn. farþegi frá New York gat öruggur á- kveðið stefnumót við skiptavini í London. Hann kom á tiltekinn stað á tiltekinni stundu aðeins klukkuíma eftir komu skipsins. Öll eimskipafélögin mikluð- ust af íburði og þægindum: marmarasölum og gullnum súlnagöngum, þjónum á liverju Mesta strái og lygilega löngum mat- seðlum. Úti á miðju Atlantshafi gat farþeginn etið miklu girni- legri máltíðir en þær sem fram- reiddar voru á horðum zarsins í St. Pétursborg. Titanic var alls ekki hrað- skreiðasta skip veraldar, White Star Line lagðist ekki svo lágt að keppa um hraða — en skip- ið var stærsta skip heimsins. Það var um 45.000 lestir, tvöfalt stærra en stærsta herskip heims ins var 1 þá daga, og þetta studdi fullyrðingar blaðamanna um, að skipið væri líka öruggasta skip veraldar. Það var með tvöföld- um botni og fimmtán vatnsþétt- ir veggir voru þvert yfir skipið. Þó að einn af þessum veggjum bilaði gat skijjið haldið sér á floti fyrir því. Og þó að tvö rúm- in milli veggjanna fylltust af sjó þá flaut skipið fyrir því. En óhugsandi þótti að meiri lelci gæti komið að skipinu, enda var það í umsjá besu skip- stjórnarmanna White Starlín- unnar. Blaðamenn og auglýsinga- snillingar lögðu sig i frainkróka að syngja skipinu lof og kom- ust að þessari niðurstöðu: Tit- anic var „skipið sem gat ekki sokkið“, og í auglýsingaráróðrin um fyrir fyrstu ferð skipsins, var alls ekki minnst mikið á þægindi þess og íburð. Og meira — C. S. Forester sem samið kefir ýmsar sögur af lífinu á sjónum lýsir í eftirfarandi grein Titanicslysinu milda frá öðru sjónarmiði en aðrir hafa gert. Hann leggur áherslu á, að enginn hafi viljað trúa því að skipið gæti sokkið, enda hafði jafnan verið lalað um Titanic sem „skipið, sem ekki getur sokkið". — En eftir slysið bilaði trú fólks á öryggi samgöngutækja. að segja var ekki lögð sérstök áhersla á stundvisi White Star- línunnar. f staðinn var lögð á- hersla á að Titanic væri stærsta skip lieimsins og það sem meira væri um vert að skipið gat ekki sokkið. Og þótt slys bæri að höndum þá hafði skipið „þráð- lausan síma“ um borð, þetta undraverða nýja tæki. Það er ekki unnt að segja að live miklu leyti margt efnað og báttsett fólk varð fyrir áhrif- um af þessum áróðri, er það af- réð að fara með Titanic, er skipið lagði í fyrstu ferð sína, 10. apríl 1912. staðráðinn í þvi að koma ekki óorði á félagið fyrir óstundvísi. Kapteinninn fór meira að segja að bátta, þó að það sé mjög sjaldgæft að höfuðsmaður á At- lantshafi sé svo rólegur að fela öðrum ábyi’gðina, þegar eitt- hvað er viðsjárvert. Það er ekki óliugsandi að Smith kapteinn hafi orðið fyrir áhrifum af öllu hjalinu um „skipið, sem ekki gat sokkið.“ Hafi skipstjórinn verið róleg- ur og öruggur þá voru farþeg- arnir það í enn ríkara mæli. Himinninn var alstirndur, liafið spegilslélt, engir vælandi lúðr- lieyrðist aðeins einn dynur í annarri skipshliðinni, og skipið hallaðistt varla þó að það rækist á ísfjallið. En einmitt það að áreksturinn varð á hlið skipsins undir sjó og að Titanic tólc bak- skrið, olli því að ísinn rauf skip ið eftir endilöngu. Þar kom gín- andi sár, yfir hundrað metra langt. Af hinum sextán vatns- heldu hólfum voru sex opin fyrir sjónum, og sama máli gegndi um vélarýmið og kynd- ararúmið. I auglýsingunum var sagt að Titanic gæti flotið þó að tvö hólfin yrðu lek! Á sama augnabliki og yfir- mennirnir fengu að vita um á- reksturinn, skildi kapteinninn og hinir foringjarnir að slysið var alvarlegt. Skipið — sem ekki gat sokkið — mundi vafalaust sökkva. Það eina sem þeir vissu ekki gjörla um var, hve lengi það mundi haldast á floti — nokkrar mínútur eða nokkra klukkulima. sjóslys allra tíma Á farþegalista I. farrýmis voru meðal nafnanna John Jacob Astor, Charles M. Hays, Benja- min Guggenheim, John B. Thay er, Isidor Strauss, Duff Gordon og Rothers — lávarðar og millj- ónamenn á víxl, frægir blaða- menn og rithöfundar, svo sem William Stead, leikarar og leik- hússtjórar, úrvalslið hamingju- sams fólks sem lifði sólarmegin í tilverunni. Hins vegar eru nöfn 700 útflytjenda á III. far- rými fallin í gleymsku .... Skipið fór frá Southampton á miðvikudegi og átti samkvæmt áætluninni að koma til New York næsta miðvikudag. Sunnu dagsmorguninn var það farið að nálgast New Foundlands- banka, og allan daginn bárust því skeyti um að hafísjakar væru nærri. Skeytin vou afhent stýrimönnunum, sem báru sam- an ráð sín. Varðmaðurinn í mastrinu var beðinn um að hafa nánar gætur á öllu og það var reiknað út hvenær skipið mundi verða í miðju ísrekinu. En þeg- ar skyggja tók vottaði ekki enn fyrir þokunni, sem venjulega fylgir ísnum. Þótt bitur kuldi væri var veður heiðskírt og sjórinn var spegilsléttur. Titanic sigldi með 22 hnúta ferð. Var ekki hægt að draga úr hraðanum nema samkvæmt skipun kapteinsins, og hann var ar til að minna á hætturnar, sem þokum eru samfara. JJafn- ar, taktfastar lireyfingar skips- ins báru með sér að skipið færi fulla ferð. Eftir rólegan sunnu- dag fóru flestir farþegarnir í háttinn fyrir miðnætti. En 22 hnúta ferð var allt of mikið þar sem ísjaka er von, jafn vel þó að veðrið væri heiðskírt. Allir vita hversu háttar um haf- ísjaka: aðeins tíundi hluti sést yfir bafsborði, níu tíundu hlut- ar eru neðansjávar. Þessir níu tíundu falla ekki lóðrétt niður frá sjávarborðinu en breiðast út til allra hliða og teygja ang- ana út móti djörfum skipum undir sjávarborðinu, þar sein skipið er viðkvæmast. Jakinn mikli, sem varðmaðurinn á Tit- anic kom auga á, virtist vera miklu lengra undan en hann í raun réttri var. Árekstur Titan- ics á jakann var á nærri því sama augnabliki og varðmaður- inn gerði aðvart. Hætlumerkið — þrjú högg á klukku, „torfæra beint framund- an“ — lieyrðist úr tunnunni, og Murdoch, I. stýrimaður, gegndi því nær samstundis. Samkvæmt skipun hans var stýrið lagt þvers, og Murdoch liljóp sjálfur að vélsímanum og setti á fulla ferð aftur á bak. Þegar Titanic tók bakslcriðið rakst jakinn neð ansjávar í skipsbotninn. Það Það tók ekki langan tíma að sjá hvernig komið var og að taka ákvarðanir. Áreksturinn liafði orðið rétt fyrir miðnæti. Áður en hálftími var liðinn var farið að vekja farþegana. Þeim var ráðlegt að klæða sig og fara upp á þilfar. Allt fór rólega fram, engin skildi livílík alvara var á ferðunm. Hávaðinn við á- reksturinn hafði ekki verið mik- ill. Skipið seig óðum, en slag- síðulaust að lxeila mátti. Stefn- ið seig mest, en á svo stóru skipi gætti liallans á þilfarinu ekki svo mikið. Jafnvel fólk sem vant var sjóferðum tók ekki eftir neinu grunsamlegu. Mannkynið hafði kennt ör- yggis i allmörg ár. Fólk sem hafði efni á að ferðast á I. far- rými á Titanjc lifði áhyggju- lausu og þægilegu lífi. I liugar- heimi farþeganna skeðu aldrei slys. Að fara í morgunkjól, setja á sig björgunarbeli og fara upp á þilfar klukkan eitt um nótt í nísfingskulda, þótti of langt gengið í björgunaræfingum. Þeir voru ekki margir, farþeg- arnir, sem léðu skýringum þjón- ustufólksins eyra. Farþegarnir á III. farrými voru sefjaðir á annan hátt. For- ingjarnir vissu að útflytjendur eru fljótir að hræðast og skorti þann sjálfsaga, sem farþegarnir á I. farrými höfðu. Þeir voru

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.