Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 5

Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 I Ndrion Dovies - Madame Pompadour tuttugustu aldarinnar. Hearst og Marion Davies. Kvikmyndastjarnan Marion Davies var frilla blaðakóngsins Williams R. Hearst, og dvaldist löngum í ævintýrahöll hans, San Simeon, en þar hafði Hearst jafnan hirð leikara og annarra listamanna og stjórnmálamanna um sig. Einn af gestunum þar, Paal Rocky — þeir Leiv bróðir hans og hann eru frægir úr kvikmyndum, undir nafinu „Rocky Twins“ — hefir skrifað eftirfarandi grein um Marion, Hearst og lífið í höll blaðakóngsins.--- Greinin kemur í fjórum tölublöðum Fálkans. Hún er bæði mjög fróðleg og skemmtileg. Látið ekki undir höfuð leggjast að fylgjast með frá byrjun. ^ÍÐUSTU 20 árin hefi ég oft verið beðinn að skrifa í blöðin um einka- líf W. R. Hearst. Við Leiv bróðir minn höfðum oft verið gestir hans i San Simeon. Samanlegt höfðum við dvalist þar nær þrjá mánuði í ríki blaða- kóngsins mikla. Margar slúðursögur höfðum við heyrt um Hearst og Marion Davies — hvert mannsbarn í Ameríku kunni sögur um hann, þó að einka- líf hans færi jafn dult og Stalíns. En voru þær sannar? — Þýðingu Hearst í opinberu þjóðlifi læt ég mér færari mönnum eftir að skrifa um, — en það eitt er vist, að um eitt skeið var hann voidugri en sjálfur Banda- ríkjaforsetinn. Og sjö hallir átti hann og var ríkari en Kubla ICahn. W. R. Hearst var af ríku fólki kom- inn, en það voru dagblöðin og viku- og mánaðarritin, er hann keypti smátt og smútt, sem gerðu hann að auðkýf- ingi. Hearstblöðin voru kölluð „gula pressan,“ en fólk keypti þau og las þau. Hann hafði fundið aðferðina til að hitta naglann á höfuðið hjá lesand- anum. — Þjóðrækni: „The Star Spangled Banner“, — trúmál: ávallt ritningargrein á fremstu síðu, — og síðast en ekki síst: gífurtíðindi og * hneykslisfréttir. Ef ekki féll til sóða- legt morð eða kynferðisglæpur þá bjó hann þetta blátt úfam til — með mynd- um og feitum, rauðum fyrirsögnum. I gulu pressunni hans var skrifað um allt og alla, nema sjálfan hann. Það var bannað að tala opinberlega um Hearst. Eg hefi aldrei svarað spurn- ingum um San Simeon, — ég hefi blátt áfram ekki þorað það. Enginn sem þekkti W. R. (eins og hann var lotn- ingarfyllst nefndur af þeim innvígðu) þorði það. Sá sem ekki var fús til að fórna nætursvefninum og tilverumögu- leikum sinum í Bandaríkjunum hélt kjafti um Hearst. Hann þoldi ekki að minnst væri á einkalíf hans. Að tala um Hearst var líkt og að tala um Hitler í Þýzlcalandi árin fyrir strið — maður varð að tala lágt og var- lega, eins og dauðveik manneskja lægri í næsta herbergi. Ótal sinnum hefi ég heyrt kunnuga segja: „Bíddu þangað til Hearst hrekkur upp af, þá skal ég skrifa bók um San Simeon eða um madame Pompadour Bandaríkj- anna. Marion Davies, hina opinberu frillu. En bíddu þangað til sá gamli er hrokkinn upp af.“ Bróðir minn lét „Paris Soir“ ein- hvern tím'a hafa eitthvað ofur mein- laust, eftir sér um San Simeon. Þrem dögum síðar fengum við báðir upp- sagnarbréf frá kvikmyndafélaginu Metro Goldwyn-Mayer. (Hearst var hluthafi þar og rak auk þess sitt eigið kvikmyndafélag „Cosmopolitan Film“, sem var angi af Metro). Við vorum heldur aldrei boðnir til Hearst eftir þessa munnræpu til „Paris Soir“. Nú liggur „the chief“ í þykkri kop- arkistu, og ég er viss um að bráðum kemur flóð af sögum um Hearst og Marion, i greinum, smásögum og heil- um bókum. Það verða fyrsta flokks gífurtíðindi. Það kann að þykja ljótt að leggjast á náinn, - óviðeigandi af manni, er not- ið hefir gestrisni viðkomandi manns i lifanda lífi. En sannleikurinn er sá, þótt lygilegt sé, að maður var aldrei boðinn til San Simeon, heldur var maður boðaður þangað — skipað að koma. Sá sem var samningsbundinn sem leikari í Hollywood var skyldur til að hlýða boði Williams kóngs. Og nú skríð ég út úr kuðungnum, eins og margir aðrir — almenningur á heimtingu á að fá að vita eitthvað um þetta mál — um hinn sjálfkrýnda harðstjóra og frillu hans. Þetta hefir gerst í okkar tið, verður máske birt i veraldarsögunni síðar, jafn ótrúlegt og það er. Mín vitneskja er frá fyrstu hendi, og ég leysi frá skjóðunni. Marion og jólaboðið. Þetta byrjaði rétt fyrir jólin 1931. Við tviburarnir höfðum setið i Holly- wood með feitan samning í þrjá mán- uði og ekki fengið nokkurn skapaðan hlut að gera — nema að taka á móti laununum, en það getur líka verið þreytandi til lengdar. Við vorum van- ir vinnu og striti og leiddist iðjuleysið. Þess vegna urðum við glaðir er við fréttum að við hefðum fengið tvö lilutverk í Marions Davies-mynd, sem átti að fara að taka. Sama daginn sím- aði miss Williams, aðal einkaritari Marion Davies — mikið er allt hjá henni: hún hefir fjóra einkaritara — og bauð okkur í jólaboð til miss Davies. Við höfum aðeins einn einkaritara, við Leiv, og það er fátæklegt i Holly- wood. Þessi eini ritari okkar — sem reyndar var svo frekur að hann gæti klippt hár út úr nösinni á páfanum, til þess að geyma til minja — svaraði í símann og sagði hægt: — Það er þvi miður ómögulegt. Leiv og Paal hafa boðið miss Carole Lombard og miss Tallulah Bankhead og ýmsum fleiri.“ „Þið eruð býsna miklir grænjaxlar .... Hér afþakkar enginn þegar miss Davies býður heim. Þið getið tekið þessa þarna Lombard með ykkur. En miss Bankhead er á svarta listanum núna, og hinir boðsgestirnir geta set- ið heima og étið upp jólagrísinn og kalkúnann. Það er klukkan átta — og hvítt hálsbindi. „Kling-klang.“ Jú, víst vorum við grænjaxlar. Sæ- grænir og gulgrænir. Miss Williams, sem venjulega var kölluð Bill, var fremur köntótt og líkust „Lottuforingja", afar myndug, og hræðilega stutt í spuna. Talið í sem stytstu piáli, timinn er peningar — já víst var það svo. Minnst tíu og hálfan dollara mínútan! Hálfi dollar- inn mun hafa verið fyrir öli handa veslings manninum, sem var giftur henni! Skömmu siðar var símað frá „Public Relations" skrifstofu Metro Goldwyns. Það er svona í Hollywood, að ef sim- inn fer að hringja á annað borð þá heldur hann áfram. Þess á milli þeg- ir hann mánuð eftir mánuð og maður verður að borga sjö dollara á mánuði samt. Þessi eini einkaritari okkar, sem lcit út eins og hann væri frá Siam þóttt hann væri ættaður frá Lilleström, en var stórstreymi af öfgum (Sonja Henie erfði liana eftir sjö ár) var nú látinn vita það með allri kurteisi, að það væri blátt áfram skykla okkar að koma hvenær sem Marion Davies byði okkur í samkvæmi. En mig skal nú aldrei iðra þess að ég fór í þetta jólaboð. Það varð eins- konar forsmekkur að öllu því ævin- týralega og ótrúlega, öllu gyllta skurn- inu á rotnu hnotinni, sem við bróðir minn fengum siðar að sjá og reyna. Við vorum grænjaxlar, en auðvit- að vissum við, eins og flestir sem koniu nærri kvikmyndum að Marion var frilla W. R. (Þó að undarlegt megi virðast reyndi Hearst aldrei að fá skilnað við konu sína, Millicent Wil- son, þótt hann lifði með og elskaði Marion Davies í 32 ár. Millicent Will- son byrjaði sem statisti i Ziegfield Follies eins og Marion. En aldrei hafði mig dreymt um að það væri ger- legt að lifa svona opinberlega i synd- inni. Suðræna myrkrið breiðist eins og blýgrá, rök voð yfir Ocean Front í Santa Monica. Hallir filmstjarnanna undir Pacific Palisades blasa við hvít- ar eins og kalkfjöll í flaumljósadýrð- inni. Þegar sólarinnar hættir að njóta við verður sniðið á þeim enn ferlegra. Það er dollarinn sem liér ræður, ekki góður smekkur. — Húseign Marion Davies er það voldugasta og dýrasta, sem undraland kvikmyndanna hefir að bjóða. Aðalbyggingin, áttatíu stofur í landnemastíl, ætti heima i sögunni „Á liverfanda hveli“, en sómir sér illa þarna við baðfjöruna. Þetta hús er kallað „fjöruhús Marion“, því að hún átti aðra álika höll í Beverley Hills, en þar var hún nærri því aldrei. — Fjöruhúsið var virt á 9 milljón doll- ara árið 1935. Aðra höll minni (24 Stcerst, lengst, hœst í heimi Borg: London með 8.349.940 íbúa 1950. — New York er næst stærst, með 7.841.610 íbúa. Bókasafn: í Leningrad. 4.800.000 bækur og 350.000 ritlingar. Brú: Yfir Salt Lake i Utali, 49,3 km. Mesta haf milli stöpla er á Gold- en Gatebrú við San Francisco, 1280 m. Bygging: The Pentagon i Washing- ton, aðsetur hermálastjórnarinnar er stærsta liús heimsins að rúmmáli. En hæsta byggingin er Empire State Building, við 5. Avenue og 34. Street í New York. Hún er 85 hæðir og 319 metra há frá götu. Dýr: Bláhvalurinn eða steypireyður- in getur orðið yfir 50 metra langur og 160.000 kíló á þyngd, og er stærsta dýr sem nokkurn tíma hefir lifað á jörðinni. Fillinn er stærsta landdýrið. Hann verður 4—5 metra hár og um 4 þúsund kiló á þyngd. Fljót: Mississippi er lengst 7243,7 knv Amason vatnsmest og fleytir 120.000 rúmmetrum af vatni á sekúndu. Fjall: Mount Everest er 8.882 m. á hæð. Flugvél: „Herkúles“ sem Howard Huglies lét smíða, er 100 metra breið 60 metra löng og vegur 212 lestir og rúmar 700 hermenn. En hún reyn- ist illa. Sprengjuflugvélin B-36, breidd 70 m., lengd 50 m. Vegur 136 lestir fullhlaðin. Bristol „Brabazon 1“ er 70 m. breið og 54 nt. löng og vegur 113 lestir. Foss: Angel-fossinn í Venezuela er um 1500 metra hár, þar af 1000 metrar i einu falli. Vatnsmesti fossinn er Guayra á landamærum Brasilíu og Paraguay, hann fleytir 13.300 ten.m. á sekúndu. Knattspyrnuvöllur: Hampden Park völlur Queens Park í Glasgow rúmar 150.000 áhorfendur. Haf: Kyrráhafið er 184 milljón fer- kiliómetra að flatarmáli og rúmstærð er 723,7 milljón rúmkílómetrar. Mesta dýpt er við Emden-djúp við Filipps- eyjar 10.500 metrar. Stöðuvatn: Kaspíahaf er 438.000 fer- kílómetrar, Baikalvatn er dýpst 1523 m. Dauðahaf er 394 m. undir sjávar- borði. Járnbrautarstöð: New York Central með 67 stéttir, i tveim hæðum. Skipaskurður: Suez-skurðurinn er 165,8 km. langur. Hann var opnaður til umferðar 17. nóvember 18Q9. Sjónauki: Stjörnukíkirinn á Palom- ar i Kaliforníu er spegilkikir og hol- spegillinn er 8 metrar í þvermál og vegur 14 lestir. Minnismerki: Washington-varðinn i Washington D. C. er 176 metra hár. Hann er úr steinsteypu. Úrkoma: Mesta dagsúrkoma var mæld í Baqui við Luzon á Filipps- eyjum 1168 mm., 14.—15. júli 1911. Mesta vikuúrkoma 3800 mm. í Chera- punji, Indlandi í ágúst 1841. Mesta mánaðarúkoma 6621 mm í ágúst 1841 á sama stað. Mesta ársúrkoma 10.870 mm. sama ár á sama stað. Frh. á bln. Í4. herbergi) átti hún líka, og þar bjó Marlene Dietrich í morg ár, og svo „lítið liús“ með 16 herbergjum, auk bústaða fyrir vinnufólkið, bílskúra, sundhalla úr marmara, tennisvalla og garða í kring. Næsti kafli heitir Jól hjá Mari- on Davies. - Kaupið næsta blað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.