Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN "pCf hafði elskað hana út af lífinu. Hvers vegna elskar maður? Er það ekki skrítið að sjá aðeins eina mánneskju í allri veröldinni, liugsa aðeins eina hugsun, eiga aðeins eina ósk í hrjósti sínu og aðeins eitt nafn á vörunum, nafn sem allt- af kemur upp aftur og aftur, sem stígur eins og vatnið í lind- inni úr djúpi sálarinnar og upp á varirnar, nafn sem maður endurtekur aftur og aftur, og sem maður man óendanlega livar sem maður er — eins og bæn. Eg ætla að segja ykkur sög- una okkar. Eg hitti hana og lifði af hliðu liennar og ástar- atlotum, í örmum liennar, af orðum liennar, svo fullkomlega hrifinn, bundinn og altekinn af öllu því sem frá henni kom, að ég vissi ekkert hvort heldur var nótt eða dagur eða hvort ég var dauður eða lifði enn á okkar gömlu jörð. Og svo dó hún. Hvernig? Eg veit það ekki, ég veit ekki nokkurn skapaðan hlut framar, en einn síðdag liafði hún lent í bullandi slag- veðri og kom gegndrepa heim. Daginn eftir var hún með hósta og er hún hafði hóstað í hér um bil viku varð hún að fara í rúmið. Eg man nú ekki lengur hvað síðan gerðist, en læknarn- ir komu, skrifuðu lyfseðla og fóru. Svo voru keypt meðul, og einhverjar konur gátu talið liana á að taka þau inn. Hend- urnar á henni voru heitar, enn- ið hrennandi og augun gljáandi og raunaleg. Hún svaraði mér „MIG OG KÚNA MÍNA.“ Parísarbúar urðu forviða nýlega er þeir sáu mann vera að brynna kú á Marsvellinum við Eiffelturninn. En við nánari at- hugun sást að kvikmyndavél var nærri. Þarna var kominn ítalski kvikmyndaeikarinn Mac- ario, og var að eika í mynd, sem á að heita „Mig og kúna mína.“ þegar ég yrti á hana, en ekki man ég hvað hún sagði. Eg liefi gleymt öllu, öllu — öllu. Hún dó, og ég man eftir veiku, mátt- lausu andvörpunum hennar. Hjúkrunarkonan sagði: „Ó!“ .. Og ég skildi, ég skildi. Eg veit ekkert meira, elcki neitt. Mig rámar í prest sem sagði: Yin- kona yðar? Mér fannst hann móðga hana. Úr því að hún var dáin hafði enginn rétt til að tala svona, og ég vísaði lionum á dyr. En svo kom annar í stað- inn. Hann var ofur vingjarnleg- ur og mildur, og ég féklc tár í augun þegar hann var að tala um hana. Eg var spurður hvern- ' GUY DE MAUPASSANT: Var það ig ég vildi haga jarðarförinni, en ég man ekkert meira af því sem sagt var við mig, þó að ég muni eftir kistunni og hamars- höggunum þegar liún var látin í hana- Æ, drottinn minn, drott- inn minn ........ Líkami hennar var brenndur. Nokkrar manneskjur komu — vinkonur hennar. Eg dró mig í hlé. daginn eftir fór ég mína leið. t gær kom ég til Parísar aft- ur, og þegár ég sá lierbergið mitt, herbergið okkar, rúmið okkar, húsgögnin okkar, allt það sem eftir var úr lífi liennar, greip sorgin mig svo höstuglega að mér lá við að kasta mér út um gluggann. Eg gat ekki af- borið að vera innan um þessa muni lengur. Eg tók hattinn minn og ætlaði að hlaupa á dyr, en þegar ég kom að hurðinni varð mér litið í spegilinn henn- ar við dyrnar. Hún hafði hengt hann þarna sjálf, svo að hún gæti alltaf séð sig, litið eftir að fötin færu vel á henni og að allt væri fallegt, neðan frá litlu skónum og upp að hattinum. Eg stóð við þennan spegil, sem svo oft hafði endurspeglað andlitsdrætti hennar, já, svo oft að þeir hlutu að hafa greypt sig þar. Mér fannst ég elska þennan spegil. Eg þuklaði á honum. Hann var kaldur. Ó, þessi endux-minning. Dimmi spegill, brennandi spegill, hræði legi spegill sem getur vakið slíkar kvalir í manninum. Ilamingjusami maður með hjart að sem gleymir öllu því sem það liefir rúmað, öllu sem hef- ir farið gegnum það, öllu sem hefir speglast því i eða hefir endurspeglast í alúð og ást. -— Ilve ég þjáist! EG fór, án þess að vita það, án þess að vilja það, út i kirkju- garðinn. Eg fann lága gröfina hennar, hvítan marmarakross og á honum stóð: Hún elskaði, var elskuð og dó. Þarna liggur hún niðri, orð- in að duftí. Hræðilegt. Eg lagð- ist með ennið niður að mold- inni og grét lengi, lengi. Þegar ég tók eftir að farið var að dimma, greip mig merkileg, vit- firringsleg ósk, ósk örvæntandi elskliuga. Mig langaði til að dvtljast síðustu nóttina grátandi á gröf liennar. En líklega mundi einhver koma auga á mig og reka mig út. Hvað átti ég að gera? Mér datt gott ráð í hug, stóð upp og fór að ganga um í þessari horg dauðans, milli graf- anna. Eg gekk og gekk. Hve lítill þessi hær er, í samanburði við hinn, sem við lifum í. Og þó eru liinir lifandi ekki jafn fjölmennir og þeir dauðu. Við þurfum há hús, breiðar götur og mikið rúm handa fjórum kyn- slóðum, sem sjá dagsins ljós á sama tímaskeiði, sem drekka vatn lindarinnar og vín þrúg- unnar og eta uppskeru akurs- ins ...... Þegar ég var kominn lengst inn í kirkjugarðinn tók ég allt í einu eftir því, að þarna var ég staddur i elsta liluta lians, þar sem jafnvel krossarnir voru grotnaðir niður, en þar sem kannske nýir líkamar verða jarðsettir á morgun. Þarna er mikið af villirósum og sterk- um dökkum kyprusvið, sorgar- búinn inndæll garður, sem hefir fengið næringu frá líkum fram- liðinna. Eg var aleinn. Aleinn. Eg íaldi mig undir tré, sem bar þykkni af laufi, — ég var hul- inn bak við þykkar greinarnar. Þegar dimmt var orðið fór ég úr felustaðnum mínum og fór að ganga í liægðum mínum um jörðina, sem var mettuð líkum dauðra manna. Eg gekk lengi um þarna, en gat livergi fundið gröfina hennar. Eg þreifaði fyr- ir mér eins og blindur maður, þuklaði á steinunum, krossun- um, járngrindunum, málmgreyp ingunni og visnum hlómunum á krönsunum. Eg las nöfnin með því að fara fingrunum um stafina á legsteinunum. Ó, hví- lík nótt! Eg gat ekki fundið hana. Það varð tunglsljós. Ó, livílík nótt. Eg var liræddur, skelfing liræddur, er ég gekk mjóa stíg- ana milli grafanna. Grafanna. Ekkert nema grafir. Til hægri, til vinstri, framundan mér, bak við mig, alls staðar grafir. Eg settist á eina þeirra, því að ég gat ekki lialdið áfram lengur. Ilnén skulfu undir mér og ég lieyrði að lijarta mitt sló. Eg lieyrði annað líka. Hvað gat það verið? Ruglingslegt ókunn- ugt hljóð. Kom þetta hljóð inn- an úr mér? Eða var það í sjálfri nóttinni? Eða niðri i hinni dul- arfullu mold, sem var gagn- sýrð af mannslíkum? Allt í einu fannst mér eins og marmarasteinninn sem ég sat á hreyfðist. Hann hreyfðist heinlinis eins og hann ætlaði að standa upp. Eg tók viðbragð og flutti mig á gröfina hinu meg- lega að steinninn sem ég hafði in, og ég sá •— já, ég sá greini- setið á, reisti sig npp á rönd. Svo birtist sá látni. Beina grind, sem setti upp kryppuna til þess að lyfta steininum. Á krossinum las ég: Hér lwílir Jacques Olivant, dáinn 51 árs gamall. Hann elsk- aði [jölskyldu sína, var góður og heiðarlegur í öllu dagfari, og trúði í dauðanum á frelsara FLJÚGANDI HESTUR. Flugvélin er þarfaþing jjjrir hestaeigendur, sem láta hesta sína keppa á veðreiðum víðs- vegar um heim. Hér sést einn af ensku hestunum, sem keppti í veðreiðunum „Prix de VArc“ á Longchamps við París, vera að koma úr flugvélinni, sem fór með hann til Parísar. drauinur?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.