Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 6

Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 6
6 F Á L K IN N Myndin er af fyrstu stóru heliko'pterrflugvélinnl, sem ætluð er til langferða og er meö rúmi fyrir marga farpega. Það er „Bristol 173“. Hefir vélin tvo hreyfla, 550 hestöfl hvor. Vélin ber 10-13 farþega Atómtilraunirnar í Las Vegas hafa þegar haft áhrif á kventísk- una. Ný háruppsetning, sem heit- ir „atómskýið“ er sem óðast að ryðja sér til rúms. Hér sést dama með atómský. Nota verður stál- þráð til þess að hálda „skýinu“ uppi. 1 Chaillot-höllinni í París, sem um þessar mundir er fundarstaður Sameinuðu þjóðanna, hefir verið sett upp feiknarstórt gjallarhorn af nýrri gerð. Hér sést útvarps- virki vera að koma þessum „hjálp- arkjafti“ fyrir, sem líkist hélst eyra á trölli. Á sýningunni „Meira umferðaröryggi“, sem haldin er í London um þessar mundir gefst tækifæri til að sýna hve fljótur maður er að framkvæma skipanir. Bilstjórinn i bílnum er hertoginn af Edin- borg, og hann á að sýna, hvé fljótur hann er að hemla þegar hon- um er skipað það. 1 sambandi við bílinn eru mælitæki, sem sýna hve langur tími líður frá því stöðvunaarmerki er gefið og þangað tíl bíl- stjórinn beitir hemlunum. Hjá hertoganum var tíminn 6/10 úr sek. en meðálhraðinn hjá þeim sem reynt hafa hefir orðið 7/10 úr sek. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Afgreiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. BlaSið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. — Herbertsprent. 28 HVAR ER EVA? Framhaldssaga eftir H. COURTHS-MAHLER. Og hún gleymdi öllu í kringum sig eins og maðurinn, sem stóð í dyrunuin. Hún lagði ósjálfrátt all- an þann yl og kraft, sem hún bjó yfir, í leik sinn, eins og faðir lienn- ar forðum á gistihúsinu í Sviss er hann vann hug dóttur sinnar, sem hann ekki þekkti. Leikur hennar óigaði af æskufjöri og ástarþrá. Hún skynjaði ekki að kringum hana var fólk, sem hlustaði hugfangið á leik hennar. Ib Oldentoft einn, sem stóð þarna í dyrunum eins og töfr- aður frain á sjónarmiðið af óskum Evu, var innan skynjunarhrings hennar. Og Ib heyrði hina seiðandi tóna. Sá veggur, sem hafði myndast milli hans og Evu, hrundi fyrir mætti þeirra. í augnablikinu skipti það hann engu máli, hvernig á þvi stóð, að hún var stödd í þessum sal. Fögnuður steig upp í sálu lians. „Hún er hérna!“ Þessi ofsahrifning varaði meðan Eva lék, uns hún lét fiðluna og bogann síga yfir sig þreytt. Fagnaðarlætin, sem byrjuðu und- ir eins og hún hætti, kölluðu Ib til raunveruleikans á ný. Áður en hann hafði ráðið það við sig, hvort hann ætti að vera kyrr eða fara, meðan timi væri til, kom húsbóndinn til lians og greip hönd hans. „Þér komuð rétt í tæka tíð til að hlýða á unga stúlku, sem er listamð- ur af guðs náð, kæri herra Olden- íoft,“ sagði Gunnar Brobcrg, sem ennþá hafði ekki jafnað sig eftir hrifninguna. , Um leið sá Ib, að maðurinn, sem setið liafði við flygilinn, stóð upp. Ilann þekkti hana á augabragði Það var keppinjautur hans, sem hann hafði öfundað sem mest. „Henrilc Joachim!“ hraut úr úr honuro. Gunnar 'Broberg heyrði hvað hann sagði. „Alveg rétt, það er Henrik Joa- chim. Því miður hafið þér orðið af liinum dásamlega leik hans. Eg ætl-a nú samt að kynna yður fyrir honum.“ Ib fylgdi honum nauðugur. Hon- um fannst sér vera ómögulegt að heilsa þessum tónlistarmanni alúð- lega, þó að hann væri frægur. Hann tók líka eftir því, að Eva losaði sig úr liópi aðdáenda sinna og fór út úr salnum. Hún hafði ekki fyllilega áttað sig á hinu breytta viðhorfi, sem varð við komu Ibs, og hún þurfti nauðsynlega að fá að vera ein með liugsanir sínar stundarkorn. Hún smeygði sér inn í hliðarherbergi og settist í hornsófa, sem ekki sást úr salnum. Ib hneigði sig fyrir fiðlu- snillingnum, en gætti þess að lineigja sig ekki of djúpt né brosa um of. Henrik Malte horfði um stund með miklum áhuga á hið svipmikla and- lit hins unga manns. Hann sá, að hann skar sig úr fjöldanum. En hann heyrði ekki nafn hans fyrir hávað- anum i kringum þá, þegar hann var kynntur fyrir honum, og hann hafði aðeins séð lionum bregða fyrir á gistihúsinu í Sviss, svo að Iiann kannaðist ekki við hann aftur. Sið- an varð hann að snúa sér að öðr- um, og fundir þeirra Ibs Oldentoft urðu þvi ekki langir. Ib heilsaði sem snöggvast mági sínum og systur og öðrum viðstödd- um, en síðan notaði hann tækifærið til að laumast burt inn i hliðarher- bergið, sem Eva hafði farið inn í. Hann leit órólegur í kringum sig í herberginu og loksins kom hann auga ó sæbláan kjól Evu. Hún sat úti i horni, að nokkru leyti á bak , íð fortjald. í geðshræringunni gekk liann í áttina til hennar og starði á hana með leiftrandi augum. „Ungfrú Malte!“ Hún lyfti höfði og horfði framan í hann. Hún roðnaði og fölnaði á vixl og neri hendurnar. „Já, herra Oldentoft. Yður skjátl- ast ekki. Eg er Eva litla Malte, sem þér björguðuð frá sulti einu sinni.“ „Eva Malte, sein var svo hugdjörf i neyð sinni og mótlæti! Hvers vegna lét ég yður fara það kvöld? Eg hefi leitað mikið að yður síðan! Eg liefði svo gjarnan viljað hjálpa yður. En þér afmáðuð öll spor, sem hefðu getað leitt mig á slóð yðar. Og þegar frú Möller skrifaði mér og sagði, hvar yður væri að finna og ég yrði að ltoma til Ziirich hið bráðasta, var það of seint. Þeg- ar ég sat í anddyri gstihússins, sá ég yður koma með þessum Argen- tínumanni niður stigann og siðar só ég ykkur saman í borðsalnum. í bæði skiptin virtist mér þið vera svo hamingjusöm, að ég þyrfti elcki að gera mér neinar vonir framar. Eva — hvernig gátuð þér bakað mér slika óhamingju? Eg — — já, og hvernig stendur ó því, að þér komið i þetta samkvæmi með þess- um manni í kvöld?“ Eva hafði hlustað á hina vaxandi örvílnun lians. Hvernig þorði liann að tala þannig við hana — hann, sem var í þokkabót annarri gefinn? Hún stóð skyndilega á fætur og sagði með ákveðinni röddu: „Þér vitið sennilega ekki, livað þér eruð að segja.“ Hún gekk á undan honum inn i salinn og hann fylgdi henni vilja- laus. Hún leit ekki uin öxl, fyrr en þau voru komin að hlið föður henn- ar. „Má ég kynna þig fyrir Oldentoft verkfræðingi? Þetta er faðir minn, hcrra Oldentoft, Henrik Joachim Malte, þekktur undir nafninu Hen- rik Joacliim.“ Ib vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og var eins og illa gerður lilutur, þegar liann starði furðuaug- um framan í Henrik Malte. Aldrei fyrr liafði honum liðið svo einkenni- lega. En allt í einu leiftraði ljós skilningsins fyrir hugjónum hans. Og fyrsta tilfinningin var takmarka- laus og innileg gleði yfir þvi, að grunur lians hafði verið rangur. En strax á eftir kom samviskubit. Ilann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.