Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 13

Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 1. Dauðinn fljúgandi Eftir W. Hope Hodgson. Hér fara á eftir nokkrar frásagnir um ævintýri vinar míns Carnackis, sem ég hefi skráð því sem næst orðrétt eins og hann sagði sjálfur frá þeim í vinahóp. En Carnacki hafði gert það að sérgrein sinni, að kryfja til mergjar þá tegund glæpamála, er menn voru á báðum áttum um það hvort þeir verkn- aði, sem framdir höfðu verið, bæri að telja til „dularfullra fyrirbrigða“ eða að þeir hefðu blátt áfram verið undirbúnir og framkvæmdir af dæmafárri kænsku, og þannig, að líklegt gæti talist, að dularfull öfl hefðu verið að verki. Eins og frásögnin ber með sér, voru viðfangsefni Carnackis margvísleg og oft komst hann í hann krappann. En þar sem það kcmur alloft fyrir í þessum frá- sögnum, að Carnacki vitnar í hið svonefnda „Sigsand-handrit“, og færir sér í nyt ýmis forn ráð, sem þar er að finna um það, hvernig menn eigi að bregð- ast við í ýmsum tilfellum í viðureign við „dularfull öfl,“ þá er það ef til vill aðeins bending um það, að vinur minn hafi að einhverju eða ýmsu leyti verið kominn lengra áleiðis en vísindin, í rannsóknum sínum á dularfullum fyrir- brigðum. — Nú gef ég Carnacki orðið: FYRSTA SAGA CARNACKIS: Eg var nýkominn heim frá Suður- Kent. Eg hafði verið að heimsækja Sir Alfred Jarnock í Burtontree. í höll lians hafði fyrir skömmu gerst mjög svo furðulegt atvik, og þess vegna símaði elsti sonur lians, Georg að nafni, og bað mig að koma þangað og freista að komast fyrir „galdurinn" í þessu dularfulla fyrirbrigði. Þegar þangað kom, var mér strax sagt, að þarna myndi „ættarfylgjan“ hafa verið að verki. Nú er það orðið svo um ættardrauga eða ættarfylgjur, að menn eru yfir- leitt hættir að tala um þær i alvöru. Og svo er það næstum því broslegt að láta sér detta i hug að gamalt og skikkanlegt „húsgagn" gerðist allt i einu blóðþyrst og hættulegt lífi og limum heimilisfólks og gesta. En nú hafði þetta gerst, því að minnstu hafði munað, að forn og einkennilegur rýt- ingur yrði gamla hallarbrytanum að bana. Það er með öðrum orðum gamall rýtingur, sem i þessu tilfelli gerir usla og er „ættarfylgja“ Jarnocks-ættarinn- ar. Um það er að minnsta kosti til margra kynslóða gömul munnmæla- saga, að þessi rýtingur grandi hverj- um þeim óvini ættarinnar, sem vogi sér inn í kapellu hallarinnar eftir sól- setur. En að sjálfsögðu hefir þessari sögu verið trúað í hófi, eða með öðr- um orðum á borð við hverja aðra venjulega munnmæla- og draugasögu. En með morðtilrauninni á hinum gamla hallarbryta þótti mönnum sem tekinn væri af allur efi um það, að einhver fótur væri að minnsta kosti fyrir sögunni. Þáð var sem sé stað- reynd, að rýtingurinn hafði farið á hol i likama mannsins. Hann hafði verið dreginn út úr sárinu í votta við- urvist, og greinilegri sönnun fyrir morðtilraun er ekki hægt að fá. Sú var helst skoðun manna þar á staðn- um, að annað hvort væri vopn þetta búið einhverjum dulrænum mætti, eða að tilræðið hefði verið framið af ó- sýnilegri veru, sem hlyti þá að vera „óvættur“, ef dæma skyldi eftir verkn- aðinum. Eg tók mér fyrst fyrir hendur, að spyrja þá í þaula, sem kunnugastir voru málavöxtum, og satt að segja varð niðurstaða þessarar yfirheyrslu mér bæði undrunar- og gleðiefni. Að lokinni yfirheyrslunni var ég sem sé sannfærður um, að hér væri raunveru- lega um að ræða verknað yfirnáttúru- legra afla. Staðreyndirnar voru þessar: Næst- liðinn sunnudag hafði farið frain kvöldguðsþjónusta í hallar-bænhúsinu eins og venja var til, fyrir húsbænd- ur og þjónustufólk, og að lokinni þeirri guðræknisstund höfðu þeir Sir Alfred, Georg sonur lians og sóknar- presturinn staldrað við stundarkorn og ræðst við fram við bænhúsdyrnar, á meðan þeir biðu eftir Ballett, hall- arbrytanum, sem var að slökkva kerta- ljósin á altarisstjökunum. Allt i einu mundi presturinn eftir þvi, að fyrr um daginn hafði hann skilið helgi- siðabókina sína eftir á altarisborðinu og kallaði hann þvi til Belletts og bað hann að sækja hana áður en liann slökkti Ijósin í kórnum. Eg vil vekja athygli ykkar sérstak- lega á þessu atriði vegna þess, að þessi tilmæli prestsins urðu til þess, að nú urðu þrír sjónarvottar að hin- um dularfulla atburði, sem gerðist. Því að um leið og presturinn vék sér við, til þess að yrða á Bellett, varð báðum hinuin mönnunum það ósjálf- rátt, að lita í sömu áttina, og atburð- urinn gerðist svo einmitt í sömu svip- an. Þarna fyrir augunum á þeim, í glampandi birtu af altarisljósunum, var gamla manninum varpað til jarð- ar, — og rýtingurinn dularfulli stóð á kafi í brjósti hans. Þannig hljóðaði skýrsla sú, sem Georg Jarnock gaf mér fyrir hönd þeirra feðga. En gamli maðurinn var sagður svo af sér genginn út af þess- um atburði, að sonur hans bað mig hlífa honum. Þessu næst fór ég á fund sóknar- prestsins. Frásögn hans var skýr og lofandi, enda var það auðfundið, að honum fannst, sem þessi atburður væri einhver merkasti viðburður sinn- ar ævi. Hann lýsti því fyrir mér, ná- kvæmlega, að Bellett hafði gengið npp í kórinn og að hann hefði verið að gangá upp að altarinu þegar atlagan var gerð að honum „úr lausu lofti“, — eins og presturinn komst að orði, — með slíku heljarafli, að gamli mað- urinn hafði kastast aftur á bak út úr kórnum og fram i ganginn á milli kirkjubekkjanna. Prestur komst allur í uppnám á meðan hann var að lýsa þessu fyrir mér, sem hann hafði verið sjónar- vottur að, og honum fannst vera á algerðri mótsögn við allt það, sem hann hafði trúað á til þessa. Seinast heimsótti ég Bellet, en hann var að sjálfsögðu illa haldinn og mjög máttfarinn. Frásögn hans bar í öllum aðalatriðum saman við skýrslur liinna tveggja, sem ég var nú búinn að yfir- lieyra. Læknisrannsókn hafði leitt í ljós, að vopnið hafði farið á hol litið eitt fyrir ofan hjartað, strokist neðan við viðbeinið og brotið það. Svo mik- ið afl hafði fylgt laginu, að oddurinn á rýtingnum hafði farið út í gegnum vinstra herðablaðið. Það útheimtir meira en mannlegan mátt til þess að greiða slíkt lag. Bellet var erfitt um að tala, svo að ég hirti ekki um að spyrja hann frek- ar. Fyrir mér vakti það eitt, að fá það staðfest sem best, að ekki hefði verið nein sýnileg mannvera þarna ná- lægt, þegar rýtingnum var lagt til gamla mannsins, og þá staðreynd höfðu nú staðfest þrir ábýggilegir og óvilhallir menn, auk mannsins, sem fyrir tilræðinu hafði orðið. Nii var næst að athuga leiksviðið, þar sem harmleikurinn hafði gerst. Bænhúsið er ferhyrnt og ekki stórt. Hlaðið úr höggnum steini og mun vera byggt í byrjun fimmtándu aldar. Á þvi eru aðeins einar inngöngudyr, og er að þeim komið úr gangi, sem ligg- ur rakleitt frain í forsal hallarinnar. Að hurðinni er aðeins einn lykill til og er hann jafnan í vörslum Sir Alfred sjálfs. Kórinn er skrautlaus að und- anskildum tveim stórum arma-stjök- um og tveim vopnaskreytingum, sinni ó hvorum hliðarvegg í kórnum. Um- hverfis altarið eru útskornar grátur. í grátunum eða handriðinu er lítið tolið, og opnast hurðin i því inn að altarisborðinu. Það er úr svörtum marmara, og uppi yfir því hangir rýt- ingurinn illræmdi. „Hefnarinn“ er hann nefndur, — og ég athugaði liann vandlega. Blaðið var tvíeggjað, tíu þumlunga langt, tveggja þumlunga breitt upp við lijölt- un, en mjókkaði fram og er oddurinn hvass. Á blaðið er letrað munkaletur. og stendur þar: „Eg vaki og hitti.“ Málmskeiðarnar, sem negldar eru i vegginn, eru einnig harla merkilegar. Þær eru krossmyndaðar og er þver- stykkið ofarlega. Þegar rýtingnum er stungið ofan i þær, stendur aðeins örlitið af skeftinu upp úr þeim, og verður þá varla greint frá skeiðunum. Á þessar skeiðar er grafin mynd af hinum krossfesta Kristi og undir er letrað á latinu: „Mín er hefndin, segir Drottinn. Eg mun endurgjalda allt.“ Harla óviðeigandi og óhugnanleg ó- letrun á krossmynd. En allt bendir þetta til þess, að svo hafi verið til ætlast, með ráðnum hug, að svo liti út, sem hér væri ekki um að ræða annað en venjulegan kross. Eg rannsakaði nú bæntoúsið sem vandlegast, og hafði með mér hamar og stækkunargler, til þess að prófa gólf og veggi. Seinast lét ég útvega mér stiga og rannsakaði lofthvelfing- una gaumgæfilega. Að þessu var ég i þrjá daga og að rannsókninni lok- inni var ég sannfærður um það, að ekki væri til í bænhúsinu neitt það fylgsni, þar sem nokkur lifandi maður gæti dulist, og að ekki væri heldur til neinn út- eða inngangur annar en dyrnar, sem ég hefi áður nefnt, sem Sir Alfred einn hafði lykil að. Eg liefi rannsakað bænahúsið í dagsbirtu, en bar nú fram við Sir- Alfred þá mjög svo eðlilegu og sann- gjörnu tillögu, að ég hefðist þar við næturlangt, til þess að „hafa gætur á“ rýtingnum. En liinn gamli og tauga- veiklaði lieiðursmaður var með öllu ófáanlegur til að veita jáyrði sitt til þess. Hann kvaðst, fyrir sitt leyti, ekki vera í nokkrum vafa um það, að ill og yfirnáttúruleg öfl lékju lausum liala í bænhúsinu að næturlagi. Hann aflæsti sjálfur með eigin hendi hinni þungu hurð á hverju kvöldi, til þess að fyrirbyggja það, að þangað færi nokkur maður inn, sem þá gæti orðið fyrir barðinu á þessurn ógnarvætt- um. Og þar sem þetta óhappaatvik hafði nú gerst, var hann því ófúsari til þess að leyfa mér eða nokkrum öðr- um aðgang að bænhúsinu að nóttu til. Eg þóttist skilja, að Sir Alfred væri fullkomin alvara, og það myndi verða hans bani, ef aftur hlytust óhöpp af völdum „ættarfylgjunnar,“ vegna þess að hann veitti mér umbeðið leyfi. Eg hætti því við að leita frekar á hann um þetta. Mér kom þessi öldungur svo fyrir sjónir, að hann væri maður frá- Frh. á bls. Í4. Adomson í góðum félagsskap.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.