Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 10

Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Tun.gLsskin.sey j an Spennandi unglingasagra með myndum. WIT£» ÞER . . .? að eina Stradivaríusfiðlan, sem enn er til í upprunalegri mynd kostar yfir l*/2 milljón krónur? Á flestum þessum fiðlum hefir „háls- inn“ verið lengdur að mun, en um eina vita menn enn, sem er með gamla „stutta hálsinum". Fyrir stríð var hún eign manns í Vínarborg, en á stríðs- árunum var henni komið undan til Sviss, en þaðan komst hún til Banda- ríkjanna. — Hér sést eigandinn með dýrgripinn. að I'innar neyta meiri mjólk- ur en nokkur önnur þjóð? Meðalneysla mjólkur á hvern íbúa Finnlands er 254 lítrar á ári, en næst kemur Svíþjóð með 234 lítra, ísland með 225, Kanada með 215 og Noregur með 213 lítra. Danir eru miklu neðar, þótt þeir séu mikil mjólk urframleiðsiuþjóð. Þar er mjólkur- neyslan 170 iítrar á mann á ári. í Japan er mjólkurneyslan aðeins 2 ■— tveir — litrar á mann á ári. hvaöa spenclýr stekkur hæst? Svarið mun þykja kynlegt. Það er hvalurinn, sem stekkur hæst allra spendýra. Þessar stóru og þung- lamalegulegu skepnur geta stokkið átta metra yfir öldurnar. Tígrisdýr- ið stekkur aðeins hálfa þá hæð og hundurinn þrjá metra og hestar rúma tvo metra á hæðina. Hins vegar er kengúruin meistari í lang- stökki og stekkur rúma 10 metra. í klettinum sáu þeir hvar járn- nagli hafði verið rekinn og þar liafði blys verið fest í eins konar klemmu. „Hér eru menjar eftir menn, sem hafa farið um þessi göng,“ sagði Norton. „Eg ætla að reyna hvort hægt er að kveikja á blysinu. Það eru leifar af biki í þvi — þá spör- um við vasaljósið á mcðan.“ Það kom á daginn að ágætt Ijós varð á þessu gamla blysi. Þarna var alis ekki þungt loft inni, svo að einhvers staðar hlutu að vera rif- ur í berginu, þannig að loftið end- nrnýjaðist. Þeir héldu áfram og skimuðu í kringum sig, en hvað eftir annað skrikaði Bill fótur, svo að hann hefði dottið ef Joe hefði ekki jafn- an verið reiðubúinn til að gripa í hann. „Hvað er nú þetta?" sagði Norton og færði sig varlega nær. Það kom á daginn að þarna liöfðu verið nokkrar fjalir yfir sprungu í gólfinu, sem ómögulegt var að komast yfir án þeirra. „Þarna er með öðrum orðum gildra,“ sagði Norton skipstjóri. „Við verðum að fara varlega, því að kannske eru þær fleiri af sama tagi.‘“ „En hvernig eigum við að kom- ast yfir?“ spurði Joe. Norton lýsti með blysinu. „Er ykkur svimagjarnt, eða gctið þið gengið þessa mjóu brún þarna?“ spurði hann og benti á örmjóan stall meðfram hellisveggnum. Skipstjórinn var fullkominn sjó- maður og vissi ekki hvað svimi var. Hann gekk brúnina og þegar hann var kominn yfir hjálpaði hann drengjunum. „Þar sem svona gildrur eru geyma menn oft verðmæta hluti,“ hélt hann áfram. „Mig skyldi ekki furða þó að við rækjumst á einhvers konar fjársjóð liérna, kannske frá sjóræn- ingjum liðinna alda, sem hafa notað eyjuna sem athvarf og þess vegna gert þessi skrítnu jarðgöng.“ Drengirnir biðu með eftirvænt- ingu þess sem koma skyldi, en þó óskuðu þeir sér mest að þeir fyndu einliverjar útgöngudyr. Þeim fannst óviðfeklið að sniglast áfram neðan jarðar eins og moldvörpur. „Hérna er beygja á göngunum,“ sagði Norton, „og lítið þið nú á, hérna hækka veggirnir. Hver veit nema við séum að nálgast útgöngu- dyrnar, eða þá einhverja kletta- hvelfinguna." Hann hafði varla lokið orðinu fyrr cn þeir ráku augun í eitthvað sem líktist manni og lá á gólfinu rétt hjá þeim. Drengirnir færðu sig ósjálfrátt nær Norton, sem lýsti með blysinu á þetta, sem lá fyrir framan þá. Upp við klettavegginn stóð járn- bent kista opin, og fyrir framan hana beinagrind, af manni, iklædd riddaraskrúða miðalda. Milli bein- anna í annarri hendinni var enn gamalt og gulnað skjal. Við hliðina á bcinagrindinni lá sverð og ljósker, sem oltið hafði á hliðina. Þeir stóðu þarna agndofa og störðu á þetta uns Bill sagði: „Úr hverju heldurðu að hann hafi dáið, pabbi?“ „Það er ekki gott að segja, en lík- lega hefir hann ekki orðið bráð- dauður. Liklega einhver sjúkdómur eða —--------“ „Eða sultur,“ tók Joe fram í og leit óttaslegin kringum sig. Enginn svaraði. Það var ekki ó- sennilcgt að Joe ætti kollgátuna. En voru þeir ekki sjálfir í sömu hættunni? HVAÐ STÓÐ Á BÓKFELLINU. „Ekki megum við láta hugfallast,“ sagði Norton loksins. „Lifsvon er meðan líf er, og við vitum aldrci hvenær lukkuhjólið snýst. Hugsið ykkur hve oft allt hefir snúist til góðs j)egar allt leit sem verst út, núna undanfarna daga.“ Drengirnir samsinntu og það hækkaði á þeim brúin. Nú fóru þcir að fikta við það sem var í kistunni. Neðst voru ýmiss konar gömul föt, morknuð af fúa, en ofan á þeim smápoki og leðuról vafin utan um. Þegar þeir lyftu lionum lirökk pok- inn í sundur og úr honum lirundu stórir dökkir peningar. Norton tók einn peninginn, strauk hann og sagði: „Vitið þið hvað þctta er, drengir? Þetta er gull, gamlir spánskir gull- pcningar. Þeir horfðu andaktugir á pening- ana og Joe sagði: „Mér finnst ég vera orðinn ríkur, að vita af öllum þessum peningum — en þó vildi ég gefa þá alla fyrir brauðsneið með fleski og fyrir að fá að sjá út á sjóinn.“ „Rétt segir þú, Joe,“ svaraði Nor- ton. „Peningarnir eru einskis virði ef ekki er hægt að kaupa neitt fyrir þá af því sem maður þarfnast. En nú skulum við athuga hvað stendur á þessu skjali.“ Hann dró skjalið varlega úr krepptri hendinni á beinagrindinni. Það var mjög rykfallið, en er þeir höfðu blásið af því rykið gat Nor- on lesið nokkur orð skrifuð með stórum klunnalegum stöfum: „Til Jan Stein skipherra,“ las hann hægt og athugaði livert orð. „Leitaðu í dalnum með ljósu klettunum. Tíu skrefum fyrir norðan hvíta hring- inn .......“ „Og hvað svo meira spurði Joe forvitinn. „Svo var það ekki meira. Hann hef ir ekki skrifað meira.“ Frh. á bls. Vt. i — Heyrið þér, María. Eg held aö hcnni kisu leiÖist. ViljiÖ þér ekki fara með hana í bíó — Mickey mús er sýnd einhvers staöar í bœn- nm nnna. Ilörundsflúraði sjóma.ðurinn. — Skilið þiö rciöhjólinu hans pabba ykkar undireins! — Jæja, ég borga þessa fimm aura, sem vantar og þá losnar maður viö óþarfa rifrildi, kennari!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.