Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 9

Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Hin fræga sópransöngTcona Rosita Serrano, sem oft er kölluð„næt- urgálinn frá Chile“ er um þessar mundir á hljómleikaferð um 30 borgir í Vestur-Þýskdlandi. Hún hóf söngferil sinn í Berlín 1938 en varð að flýja land 19J/3. Hér sést hún ásamt undirleikara sinum, Kurt Wege, og er að æfa sig. Á gitarnum hennar sést fangamark Gústafs V. Svíakonungs, sem hann krotaði sjálfur, er söngkonan söng fyrir konunginn árið 191/2. sinn. — Sá látni las lika það sem á legsteininum stóð. Svo tók hann lítinn stein upp úr ganginum, ofurlítinn hrúna- hvassan stein, og fór að stafa út bókstafina með mestu var- úð. Þeir hurfu smátt og smátt og með tómum augnatöttunum góndi hann á blettinn, sem þeir höfðu staðið á. Svo skrifaði hann með livassa endanum á kögglinum, sem einu sinni hafði verið vísifingur, með sjálflýs- andi bókstöfum: Hér livílir Jacques Olivant, dáinn 51 árs gamall. Hann ■ flýtti, með hrottaskap sínum, fyrir dauða föður síns, af því að hann vildi komast yfir eignir hans. Hann plágaði konu sína og pyntaði börn- in sin, sveik nágranna sína, rændi alla sem hann komst í færi við, og dó glataður. Þegar beinágrindin haf-ði lok- ið við skriftina, stóð hún eins og stytta og leit yfir handaverk- in sín. Þegar ég leit við sá ég að allar grafirnar stóðu opnar og allir hinir dánu voru risnir upp úr þeim, og allir höfðu skafið út áletranirnar, sem ætt- ingjar þeirra höfðu látið höggva á legsteinana, og i staðinn liöfðu þeir skrifað sannleikann. Eg sá að allir liöfðu kvalið náunga sína, að þeir voru barmafullir af mannvonsku, óheiðarlegir hræsnarar, lygarar, þorparar, rógberar, öfundssjúkir, og að þeir höfðu stolið, svikið, gert sig seka um alls konar lúalegan og viðbjóðslegan verknað, þess- ir góðu feður, þessar tryggu eiginkonur, ástúðlegu synir, hreinlífu dætur, þessir heiðar- legu kaupsýslumenn, þessir menn óg konur, sem kölluð eru fyrirmyndir. Á þröskuldinum til eilífs lífs skrifuðu þau öll sann- leikann, hræðilegan og lieilagan sannleikann, sem þau virtust öll ekki hafa vitað hvað var, með- an þau lifðu. Eg hélt að hún mundi líka hafa skrifað eitthvað á legstein- inn sinn, og nú flýtti ég mér milli liálfopinna líkkistanna, milli kroppanna og beinagrind- anna, að gröfinni hennar, sann- færður um að nú mundi ég finna hana. Eg þekkti hana aftur undir- eins, þó að andlit hennar væri liulið undir líkklæðinu, og á marmarakrossinum, sem ég hafði áður lesið á: Hún elskaði, var elskuð og dó, las ég nú: Einu sinni í rigningu f.ór-hún út til þess að halda fram hjá elskhuga sínum. Hún ofkældist og dó....... Það er sagt að um morguninn hafi ég fundist meðvitundarlaus á gröfinni liennar. STJÖRNULESTUR Eftir Jón Árnason, prentara. Vetrarsólhvörf 1951. ALÞJÓÐAYFIRLIT. Yfirgnæfandi meiri hluti pláneta er í loftsmerkjum. Bendir á að ráða- gcrðir miklar verði á döfinni og snúist þær mjög um utanrikismálin og viðskipti þjóða á milii. Nálega allar plánetur eru i aðalmerkjum, sem bendir á mikið athafnalíf og framkvæmdir á alþjóðavettvangi. Virðast áhrif þessi sterkust í Mos- kóvu oig Tokýó. — Afstaðan til ís- lenska lýðveldisins virðist athuga- verð. Sól er í 4. húsi og hefir slæm- ar afstöður. Bændur undir örðugum áhrifum. Júpiter i 7. húsi. Slæm áhrif á utanríkismálin og fjárhag- inn gangvart öðrum löndum. Koma áhrif þessi frá stjórninni og ráð- cndunum. Lundúnir. — Sól í 7. húsi. — Ilefir slæmar afstöður. Áframhald- andi örðugleikar í viðskiptum við önnur riki og kemur það einkum illa við fjármálin og frá áhrifum sljórnarinnar og þingsins. — Úran í 1. húsi. Mjög slæm afstaða. Urgur C'S óeirðir, verkföll, lögbrot og uppi- vaðsla gegn ráðendum, tafir og töp. — Tungl, Satúrn, Mars og Neptún í 5. húsi. Örðugleikar miklir og á- berandi í rekstri leikhúsa, leikarar og leiklist undir gagnrýni og óvænt- ar misgerðir koma i ljós i þeim greinum. :— Venus í 6. húsi. Vafa- söm afstaða fyrr verkamenn og vinnuþiggjendur. Andstaða frá þing- inu og framkvæmd utanríkismál- anna. — Júpiter i 11. húsi. Deilur um trúmál og stjórnin gæti tapað við atkvæðagreiðslu i þinginu. Berlin. — Sól í 6. húsi. — Slæm afstaða fyrir verkamannastéttina. Veikindi áberandi. Háttsettur em- bættismaður gæti látist. — Júpíter í 10. húsi. Hefir slæmar afstöður sem bendir á fjárhagsörðugleika mikla og eiga þeir margvíslegar or- sakir. — Mars, Satúrn, Neptún og Venus i 5. húsi. Afstöðurnar yfir- leitt slæmar. Leikhús og leikstarf- scm undir örðugum áhrifum, kostn- aður mun aukast og tekjur rýrna og saknæmir verknaðir koma í Ijós í rekstri þessara stofnana. -—• Úran í 1. húsi. Slæm afstaða og bendir á undirróður og saknæma verknaði, sprengingar af rafmagni og verkföll. Orói meðal almennings. Tungl i 4. húsi. Slæm afstaða fyrir landbún- aðinn og afstða stjórnarinnar slæm. Moskóva. ■—■ Sól i 6. húsi. •—- Slæm afstaða fyrir verkamenn og vinnandi lýð. Á það rót sína í til- tektum ráðendanna og fjárliagsleg- um þvingunum. — Tungl, Satúrn, Mars og Neptún i 4. húsi. Satúrn er hér sterkastur i áhrifum. Örðugleik- ar miklir meðal bænda og landsbún- aðarstarfsmanna. Saknæmir verkn- aðir koma i ljós, barátta og urgur á sér stað i þessum efnum. — Ráð- endurnir eiga i örðugleikum mikl- um. — Júpiter í 10. liúsi. Hefir slæm áhrif á aðstöðu ráðendanna og andstaða gegn þeim mun færast i aukana. — Venus í 5. liúsi. Slæm áhrif á leiklist og leikara. — Úran í 12. lnisi. Sprenging gæti átt sér stað í betrunarhúsi, spítala, vinnu- hæli og fangabúðum. Tokýó. ■— Sól i 3. liúsi, ásamt Merkúr. •— Samgöngur, póstur, sími, fréttaflutningur, útvarp, blöð og bókaútgáfa undir áberandi áhrifum og mun fjárhagsaðstaða þessara starfsgreina að ýmsu atliugaverð. — Tungl, Satúrn, Mars og Neptún í 1. húsi. Allar afstöðurnar mjög at- hugaverðar. Urgur og óánægja mun gera vart við sig. Tafir og truflanir koma í ljós í starfsemi almennings og lieilsufarið athugavert. Hitasóttir gætu komi til greina og undangröft- ur og misgerðir koma í ljós og verða heyrinkunnar. — Venus í 2. húsi. Líklegt að fjárhagsmálin og við- slcipti bankanna séu athugaverð, tekjur rýrni. — Úran i 9. húsi. Slæm afstaða með tilliti til utanlandssigl- inga. Sprenging gæti átt sér stað í flutningaskipi. Washington. — Sól í 10. húsi. Stjórnin á í örðugleikum miklum og benda þeir á vandkvæði í fjárhags- málum og munu þau áberandi við- fangsefni. Merkúr er einnig í húsi þessu og mun liann draga nokkuð úr slæmum áhrifum. -— Venus i 9. húsi. Ætti að liafa góð áhrif á utan- landssiglingar og verslun. •—■ Júpiter í 1. húsi. Slæm áhrif á afstöðu al- mennings og heilsufarið hæpið. Á- greiningur um trúmál. — Úran í 5. húsi. Leikhús, leikarar og leiklist undir slæmum áhrifum. Sprenging gæti átt sér stað í leikhúsi eða i skemmtistað.— Satúrn i 8. húsi. •— Bendir á dauðsfall meðal háttsettra eldri manna og hershöfðingi kunn- ur gæti látist. ÍSLAND. 6. hús. — Sól, Merkúr og Venus eru í húsi þessu. — Órói meðal verkamanna og veikindi áberandi. Gamall þjónn hins opinbera gæti látist. Þó gæti verið að Merkúr og Venus drægju eitthvað úr þessum áhrifum. 1. hús. —- Úran í húsi þessu. — Óróleiki er sýnilegur meðal almenn- ings, skemmdarverk unnin, sak- næmir verknaðir, ikveikjur og sprengingar. Uppreisn gegn valdhöf- um og truflun friðarins. 2. hús. — Tungl ræður húsi þessu. — Hverfleiki í fjármálum og óvissa ríkjandi og hætt við auknum út- gjöldum og minni tekjum. Bankar undir örðugum áhrifum. Úran mun auka þessi þessi áhrif að mun. 3. hús. — Tungl ræður húsi þessu. — Líklegt að erfiðleikar komi í ljós í fréttaflutningi, póstgöngum, út- komu bóka oig blaða. Óánægja nokk- ur mun koma i ljós meðal starfs- manna í þessum greinum. 4. hús. — Sól ræður húsi þessu. —Hcfir slæmar afstöður. Stjórnin á i örðugleikum og andstaðan vex. Landbúnaðrinn undir örðugum á- hrifum. 5. hús. — Plútó er í húsi þessu. —• Leiklist og leikhús undir sérkenni legum áhrifum og ýmislegt gæti kom- ið upp á yfirborðið sem nú er liulið. 7. hús. — Satúrn ræður húsi þcssu. — Er ekki beinlínis heppileg af- staða fyrir utanrikismálin og með- ferð þeirra. Tafir og óvænt atvik geta komið til sögunnar sem valda iruflunum. 8. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Lítil líkindi til þess að rikinu áskotnist gjöf eða arfur á þessum tíma. Frh. á bls. 11. í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.