Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 11

Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 11
FÁLKIN N 11 /<a« 5 — Hvcrnig haldið þér að ég geti starfað, frú, með þennan óróabelg milli fótanna á mér? — Óskið þér frú, að ég láti kennsl una á börnunum ganga í hugsæja eða raunliæfa átt? — Mér er skítsama um það ■— bara að ég losni við þan svona, 'i—5 tíma á dag. Kijrin vajr gerð upp i nýtískustíl. — Viljið þið mi stajida grafkyrr meðan liann pabbi ykkar setur nýja filmii í tjósmyndavélinal LITLA SAGAN. í jdrnbrautarvaðninun) EGAR lestin nam staðar i Blue- field spratt sköllótti maðurinn, sem hafði setið og blundað i horn- sætinu upp, greip hattinn sinn og frakkann eins og i svefni og hljóp út úr klefanum. Það var rétt komið að Carter að hrópa upp: liann leit á hilluna yfir sætinu. Þar var stór og falleg leð- urtaska, sem virtist hafa eitthvað gott að geyma. — Hann gaut horn- auga til mannsins, sem sat á móti lionum, það var hár maður, al- skeggjaður. Hann skotraði lika aug- unuin til leðurtöskunnar. En livorugur þeirra sýndi snið á sér til að kalla á eftir þeim sköll- ótta. Carter leit út um gluggann og sá hvar hann var að troða sér að útgönguhliðinu, gegnum mannfjöld- ann. „Falleg taska þetta,“ sagði Cart- cr varfærnislega. Sá skeggjaði kinkaði kolli. „Hún liefir ekki kostað minna en G doll- ara, og svo bætist það við sem í henni er.“ „Ætli það sé nú annað en rak- dót,“ sagði Carter. Sá skeggjaði leit kringum sig. Svo stóð hann upp og tók töskuna af hillunni. Hann opnaði hana og Cart- er hafði ekki augun af. Innan i lokinu stóð nafnið P. Webb, brennt með stórum stöfum. Sá skeggjaði tók út stórt hylki fóðr- að með geitaskinni, en þegar hann opnaði það fór titringur um Carter. Þarna var heilt skartgripasafn — smaragðar, armbönd, hálsfestar og hringir — allt i gullumgerðum. Förunautur Cartcrs handlék fest- ina: „Hún kostar að minnsta kosti 8000 dollara," sagði hann. í þessu kom nýr farþegi í klefann og sá skeggjaði flýtti sér að láta hylkið aftur. Carter leit út á stéttina. Hvers vegna gat lestin ekki komist af stað? Hver veit nema sá sköllótti kæmi aftur til að sækja töskuna? ...... Loksins. Lestin fór að hreyfast, stöðin hvarf. Carter brosti sigur- brosi og sá skeggjaði líka. Þegar jjjónninn úr matarvagninum fór lijá pantaði Carter -whiskýflösku og sköinmu síðar gat hann skálað við þann skeggjaða. „Verði okkur að góðu!“ sagði hann og skotraði augunum til töskunnar. „Þér hafið gaman af skartgrip- um?“ sagði sá skeggjaði. „Þér getið bölvað yður upp á það,“ sagði Carter brosandi. „Sér- staklega þegar svona stendur á.“ Sá skeggjaði hleypti brúnum. Hann fékk annað wliiskyglas og ekki sló hann heldur hendinni á móti góð- um vindli frá Carter. Einmitt þegar nýfarið var að skyggja nam lestin staðar á nýrri stöð. Sá skeggjaði stóð upp: „Hérna fer ég út,“ sagði hann. Carter skellti í góm. Honum var miður vel við þetta þvi að sjálfur átti hann að fara sjö stöðvum lengra. En hins vegar .... annað eins her- fang .... festin ein 8.000 dollara virði .... Þeir fylgdust að fram stéttina, sá skeggjaði liélt á töskunni. „Hvernig eigum við að skipta þessu?“ spurði Carter óþolinmóður. Sá skeggjaði leit hissa á hann: „Skipta?“ „Já, fundinum, sem við eigum saman. Innilialdi töskunnar!“ „Skipta, segið þér. Maður minn góður, þetta er mín taska.“ Nú fór Carter að linast í hnjánum. „Dettur yður i hug að þér getið talið mér trú um það,‘ hvæsti hann. „Eruð þér glæpamaður? Ætlið þér að þykjast vera P. Webb? og hverfa á burt með allt lierfangið!“ Sá skeggjaði hló svo að tárin runnu niður kinnarnar á honum. Hann gat ekki komið upp nokkru orði fyrst i stað. En loksins dró hann — hlæjandi og hóstandi •—• vegabréf upp úr vasa sínum og hélt því upp að nefinu á Carter. Þar stóð: „Percy Webb, skart- gripasali. STJÖRNULESTUR. Frli. af bls. 9. .9. hús. — Satúrn ræður einnig húsi þessu. — Tafir og hindranir geta komið til greina i utanlands- siglingum og viðskiptum og gert verulegan skaða. 10. hús. — Satúrn ræður einnig húsi þessu. — Stjórnin á í vaxandi örðugleikum og verður að fara hyggilega ef vel á að fara. 11. hús. — Satúrn ræður einnig húsi þessu. — Óvænt atvik geta komið til greina sem gcra stjórn- inni örðugt um vik og tefja aðgerð- ir hennar. Þingmál ganga mjög erf- iðlega. 12. hús. — Engin pláneta var i liúsi þessu og þvi hcfir það eigi eins áberandi álirif. Ritað 6. des. 1951. HÚN LÉT VITA AF SÉR! Á spítala í Hanford í Kaliforníu hefir frú Beatrice Avilez eign- ast dóttur, sem vakti athygli á sér áður en hún fæddist. Hún orgaði nefnilega í móðurlifi margar vikur áður en hún fædd ist. Læknar vita engin dæmi þessa fgrr og var orgið þess vegna teldð á stálþráð. Hér sést frú Aviles með raddmiklu dótt- urina. Skyldi hún ekki verða söngkona með timanum. TISKUMYNDIR Heitur og fallegur sportpels. — Þessi hvíti loðfeldur með stór- um kraga, sem nær aðeins niður á mjaðmir, er tvíhnepptur með speldi að aftan. Ilann mundi glæsilegur yfir skíðafatnað. í Ameríku geta þeir búið til fallega loðfeldi. Evans í Chicago sýnir hér stuttan jakka úr beit- schwang. Hann er með síðum % löngum ermum. Líningarnar eru breiðar og má brjóta þær fram. Bakið vítt. MATARLYST. Tvitugur maður var nýlega lagð- ur inn á sjúkrahús, með kvalir í maganum. Ilann var skorinn á hol og læknirinn tíndi úr honum dóm- inótöflu, fjóra máhnbúta, rakblað, brot úr postulínsbolla, odd af þjöl, fjóra penny og hálfan penny, tvo steina, lotterí-seðil, lykil, þrjár eld- spýtur, penna, sjálfskeiðingsblað (brotið i tvennt) og um það bil eitt kg. af heyi. Að svo búnu var mað- urinn sendur til geðveikrahælis.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.