Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.01.1952, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Framhaldssaga eftir Jennifer Ames. Janet Taman Spennandi ástarsaga, viðburðarík og dularfull. — Hún vissi ekki hve lengi hún hafði stað- ið þar og starað út í myrkrið. Það var hægt að horða kvöldverð þarna, livenær sem var. Það var einn af kostum þessa staðar. Eng- inn þurfti að vera stundvís. Hér þurfti eng- inn að taka tillit til tímans. Þetta var eini staðurinn í heiminum, þar sem tíminn varð að lúta duttlungum mannanna. Ilún heyrði dauft hljóð frá nærliggjandi herbergjum, þar sem fólk var að búast til lcvöldverðar. Hún heyrði öldugjálfrið við lágan garðinn og lilátur i fjarska frá þeim, sem ennþá sátu við „kokkteil“- drykkju. Calypsohljómlistin barst til eyrna liennar og hún heyrði að sungið var: Lawd, whai a night, not a hite What a saturdaij night. Allt í einu harst rödd Heather til eyrna Janet neðan úr garðinum og hún hrökk upp úr hugsunum sínum. Rödd Heather var áköf og livell. Það var eins og orðin ryfu kyrrðina á líkan liátt og tónarnir úr silfurlúðri. — Janet, komdu niður! Komdu strax niður! — Hvers vegna? Eg hefi ekki skipt urn föt ennþá. — Það skiptir engu máli. Eg hefi heldur ekki skipt um föt. En komdu niðurl SÍÐAR sagði Janet við sjálfa sig, að hún hefði ekki íarið, ef hún hefði vitað, hvers vegna Heatlier kallaði á hana. Og þó var það ekki fyllilega rétt, því að innst í hjarta sínu hafði hún vitað það-------eða grunað það — eða vonað það. Vonin, sem aldrei deyr í hjarta þess, sem elskar, livað svo sem kemur fyrir. En hvort hún vissi það eða ekki, þá fór hún niður — gekk gegn- um forsalinn og út í garðinn. Tunglsljósið var of dauft til þess að það lýsti nokkuð, en mislit ljósker liöfðu verið hengd upp í pálmatrén í garðinum. Hún sá Heather sitja við horð, en hún var ekki ein. Janet gekk til borðsins, en nam skyndilega stað- ar. Það var sem fæturnir hefðu festst við jörðina. Hana langaði lil að flýja, en hún gat það ekki. Hjartað barðist ákaft. Heatlier kom auga á hana og kallaði á hana með sömu glaðklakkalegu og livellu röddinni, sem var svo ólík þeirri rödd, sem hún hafði talað við Janet með fyrr um dag- inn. — Komdu liingað, Janet. Sjáðu hver er kominn! Er það ekki skemmtilega ó- væntur gestur? Freddie hló. — Eg er feginn því, að koma mín kemur skemmtilega á óvænt. Mjög feginn. Ilann stóð upp og brosti vin- gjarnlega til Janet, en leit svo aftur á Ilcather, sem hann virtist varla geta liaft augun af. Jason hafði einnig staðið upp, en liann sagði ekkert. Það var eins og hann hefði ekki réttu orðin á takteinum. Hann gekk til Janet og lagði liöndina á handlegg henn- ar. — Eigum við ekki að ganga niður að ströndinni? sagði hann. STRÖNDIN var hleik þetta kvöld, og bylgj- urnar, sem skoluðust um sandinn hleik- gráar. Þau gengu þögul til strandar. Þau þurftu ekki að liorfa á hvort annað, þvi að hönd hans, sem livíldi á handlegg hennar, sagði nóg. Þau þurftu ekki að segja neitt, því að þau fundu návist hvors annars eins og þau væru í innilegum faðm- lögum. Að lokum rauf Jason þögnina og sagði: — Þú vissir, að ég mundi koma? — Nei, ég vissi það ekki — ég vonaði það. — Fekkst þú hlómin frá mér? — Já, rósavönd — — en það eru svo margar vikur síðan. — Eg vildi ekki vera of fljótfær. Eg vildi ekki —- — — æ, ég veit ekki hvað ég á að segja, Janet. Hann nam allt í einu staðar og horfði á liana. — Þú veist það! Þú lilýtur að vita það! Eg hélt, að þú kærð- ir þig ekki um að sjá mig aftur eftir að, eftir að —------- — Þú átt við eftir að pahbi dó? sagði hún spyrjandi með blíðlegum rómi. — Já, ég hélt að þú mundir hata mig fyrst um sinn að minnsta kosti. — Hata þig, Jason. — Ástin mín. — — Orðin sluppu af vörum hans. Hann hélt áfram með alvöru- svip: — Það var min sök, að faðir þinn dó. Hann lét lífið til þess að bjarga mér, en ég hafði eytt öllum minum þroskaárum til þess að elta liann — ofsækja hann. Við verðum að vera hreinskilin og einlæg hvort við annað, Janet. — Já, ég veit það. Hún sneri sér undan að liálfu leyti. Röddin var alvöruþrungin. — En það var þitt starf! Það var meira en mitt starf. Eg hafði sjálfviljugur helgað mig því starfi af lífi og sál. Biturleikinn og gremjan í garð hans og allra hans líka, sem eyðileggja líf svo margra vegna augnabliks ofsa og ástríðna, varð til þess að ég gekk í þjónustu leyni- lögreglunnar að loknu námi í Oxford. Eg komst á snoðir um það, að einhverjir fang- anna kynnu að liafa sloppið úr fangelsinu, sem faðir þinn var í, þegar sprengingin varð. Það liggur ljóst fyrir, að auðvelt hefir verið að skipta um skilriki og kom- ast hurt undir fölsku flaggi. En ekki var vitað, hverjir liefðu komist undan, þvi að líkin, sem fundust voru mörg óþekkjan- leg. Þegar fregnir fóru að berast héðan um einkennilga sarfsemi í Taman Great Ilouse, grunaði mig, að dr. Kurtz væri þar. Eg gat komið því til leiðar, að mér var fengið málið til rannsóknar. Mig grunaði, að maðurinn, sem með lionum var, væri faðir þinn, en hafði engar sannanir fyrir því. Þegar ég komst að því, að Greerman, sem leitað hafði verið fyrir skartgripa- þjófnað, hafði pantað sér far hingað, á- kvað ég að fara með sama skipi og hann. Framhaldið er þér kunnugt. — Já, að mestu leyti. En hvenær varðst þú þess vísari, að faðir minn og Lawton væru einn og sami maðurinn? Kom ég þér á sporið með því að fara til Taman Great House? IJann hristi höfuðið. — Nei, ég vissi það áður, það geturðu verið v,iss um, Janet. Henni lélti við svarið, því að liún vildi ógjarnan liafa valdið dauða föður síns með ferð sinni. Siðan spurði hún hann spurn- ingar, sem lengi hafði legið henni á hjarta: — Hvers vegna fórst þú með mér niður að ströndinni kvöldið, sem báturinn kom frá Cuba með manninum, sem síðar dó? Yildirðu sýna mér á þann hátt, að þú grunaðir þá? Þú lilýtur að hafa vitað, að ég mundi aðvara föður minn? Eg hefði líka áreiðanlega aðvarað hann, ef hann hefði ekki verið farinn. Um það máttu vera viss. Ilún lagði áherslu á síðustu orðin. Hann tók um hendur hennar og þrýsti þeim að sér. — Já, ég vissi það. Það var einmitt þess vegna að ég fór með þig. — Þú vildir, að ég mundi aðvara hann? En þú liafðir leitað lians svo lengi — — Rödd liennar dó út. — Já, ég hafði leitað lians lengi, en svo kvnntist ég þér. Ástin getur breitt yfir svo margt, sem liðið er. — Já------ Þau stóðu saman þögul um stund í tunglsljósinu. Hann hélt um liendur henn- ar og horfði á hana. Það var bros á vör- um bans og augnasvipurinn mildur en til- biðjandi. Hún sá liann varla, þvi að tár vættu hvarma liennar. En það voru ekki tár ör- væningar. Það voru gleðitár og hamingju — sem hún hafði aldrei þekkt eða búist við að öðlast. — Janet------ég elska þig! Hann sagði þetla blátt áfram, eins og upp á þilfari á e/s Carribean áður fyrr. Og svar hennar var hið sama og þá: — Eg elska þig Jason! Hann hló, og hlátur hans vakti innilega hamingjukennd í hjarta hennar. — Þetta eru skipsástir, sem munu vara að eilífu, sagði hann og faðmaði liana að sér. ENDIR.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.