Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1952, Page 4

Fálkinn - 25.04.1952, Page 4
4 FÁLKINN Þeir voru hugdjarfastir Þijtt úr Tlie Reader’s Digest. Greinin er eftir J. Lederer sjóliðsforingja í Bandaríkja- her. Ef aðeins væri veitt eitt heiðurs- merki fyrir frámmistöðu liðsmanna i lier Sameinuðu þjóðanna, hver yrði þá sæmdur því? Allir — í landher, flugher og flota, jafnt liðs- foringjar sem óbreyttir hermenn — gáfu mér sama svarið. „Það er ekkert vafamál," sögðu þeir. „Læknaiiðið ætti að fá Jieið- ursmerkið. Læknarnir liafa sýnt inesta hugprýði hérna.“ Eg var dálítið vantrúaður. Mér fannst það ótrúlegt, að skráðir lækn- ar í landhernum og lijúkrunarliðið í flotanum ættu skilið að fá sérstök heiðursmerki öðrum fremur. Þess vegna gerði ég rannsókn um borð í spítalaskipi, sem lá i höfninni í Pusan. Þar lágu særðir menn, sum- ir nýkomnir og störðu til lofts. Eg spurði: „Sáuð þið nokkra úr hjúkrunarliðinu í eldinuin i víglín- unni?“ Það var sem líf færðist í andlit hinna særðu. Margir reyndu að tala í einu. Enn úr landgönguliði flotans sagði: „Eg fékk skot i öxlina og var skorð- aður undir hrennandi skriðdreka. Hjúkrunarliði kom hlaupandi upp hæðina til þess að reyna að bjarga mér, og kúlur óvinanna þutu fram hjá honum. Loks liæfðu þeir hann i fótinn, en áfram hélt liann samt. Ilann gróf mig undan skriðdrekan- um og bar mig aftur til okkar manna. Þegar við vorum komnir til hjúkrunarstöðvanna, þar sem fyrsta hjálp var veitt, sagði ég: „Læknir, mig langar til að þakka þér sérstak- lega fyrir. Hvað heitirðu og úr hvaða herdeild erfu?“ „Eg iná ekki vera að þvi að sinna svona spurn- ingum núna. Það er annar særður hinu megin við hæðina.“ Og á augabragði var hann þotinn út.“ „Flugvél mín hrapaði innan víg- línu kommúnista", sagði flugmað- ur. Eg gat ekki hreyft mig og ég íaldi mig svo gott sem dauðan. Þá heyrði ég einhver högg, og eftir nokkar sekúndur kom lijúkrunarliði stökkvandi gegnum logana og dró mig út. Hann brenndist á andliti og höndum og af hárinu* og augabrún- unum var litið eftir. Eg sagði hon- um, að hann væri öllu verr á sig kominn en ég og ætti að láta gera að gera að sárum sínum.“ „Þú ferð til lijálparstöðvanna,“ sagði hann stuttlega, „en ég þarf að gera annað.“ Að svo mæltu hvarf hann út i myrkrið. Hann var drep- inn þessa nótt.“ „Eg særðist við Fungyen,“ sagði hermaður úr landhernum. „Við særðumst margir, þegar jarðsprengja sprakk undir okkur. Einn hjúkrun- arliði hljóp til þess að ná hinum særðu, áður en liermenn kommún- ista kæmu. Hann fékk kúlu gegn- um höfuðið. Annar hljóp þá á eftir honum og hann bjargaði liinum særðu til félaga sinna. Við sögð- umst gjarnan vilja gera eitthvað fyr- ir liann, og hann hað okkur um að kalla sig iækni í staðinn fyrir „andskotans, lyfjasullarann.“ Á friðartímum vinna óbreyttir liermenn og sjóliðar algeng hjúkr- unarstörf og þess liáttar undir stjórn hjúkrunarkvenna, sem hafa liðsforingjatign. Læknarnir vinna liins vegar eingöngu störf faglegs eðlis. En i striði breytist þetta oft. Læknirinn þarf oft að vera stað- gengill bæði hjúkrunarkonu, að- stoðarlæknis, herprests og starfs- manns úr björgunarliðinu jafnframt því sem hann vinnur sín venjulegu faglegu störf. Læknirinn fylgir her- mönnum frám i fremstu víglínu og þekkist aðeins frá þeim á rauða krossinum og því, að hann her ekki riffil. Þegar undanhald er, þá er það læknirinn eða starfsmaður björg unarliðsins, sem sækir þá særðu, áður en óvinirnir ná landspildunni á sitt vald. Þeir vinna þannig við aðstæður, sem þegar eru taldar of erfiðar eða vonlausar fyrir her- mennina, sem liefir verið skipað að halda undan. Læknarnir verða að vinna fljótt og vel. Ef fyrsta hjálp fæst strax, minnkar hættan á alvarlegum blóð- missi eða taugaáfalli. Oft gerir það skyndiaðgerðir mögulegar ef hins særði hefir ekki misst mikið hlóð. í Kóreustyrjöldinni hcfir dánar- hlutfallstalari fyrir særða menn, sem fluttir hafa verið á sjúkrahús, verið aðeins rúmlega 2%, eða lægsta tala, sem um getur i nokkurri styrjöld. Ný tækni liefir hjálpað til, t. d. flutningur særðra loftleiðis. En stór þáttur er það, að einungis 15 mín- útur hafa að meðaltali liðið frá því, að maðurinn særðist, þangað til hann hafði fengið fyrstu hjálp. í- hugið þetta í ljósi þeirrar stað- reyndar, að í 24. lierfylkinu, sem i eru 12000 manna, særðust 6511 menn frá 5. júlí til 1. október 1951. Frh. á hls. l'r. Nýjasti Tarzan Þeir eru víst fáir, ef þeir fara í bíó á annað borð, sem ekki hafa dáðst að Tarzan, ímynd fegurðar og lireysti, séð liann henda sér á milli trjágreinanna al- veg eins og apa, séð hann berjast við villidýrin í frumskógunum eða bjarga fallegum stúlkum úr klóm vondra manna. Það eru nú liðin 35 ár síðan fyrstu Tarzan-mynd- irnar Voru leiknar og þeir eru orðnir margir sem liafa klæðst leópardaskinnum og leikið þetta erfiða lilutverk. Sundkappinn Jolinny Weissmúller varð einna frægastur allra Tarzana. Hann komst í tisku í hlut- verkinu um það leyti sem síðasta heimsstyrjöldin liófst. En nú er hann orðinn lúinn og treystist elcki til að leika lengur. Eftirmaður lians, liinn tíundi Tarzan í röðinni, lieitir Alexander Chrichlow Barker og er fæddur 8. maí 1919 í New York, af ensk-spönskum foreldrum. Hann er rúmlega 190 cm. liár, jarpliærður með græn augu. Hann var snemma íþróttamaður og mikill kraftamaður. Faðir hans vildi gera úr lionum verkfræðing, en Lex, sem hann er kallaður, vildi verða leikari. Svo kom stríðið og Lex gerðist sjálfboðaliði 1941. Þegar strið- inu lauk var hann orðinn majór. Hann særðist nokkr- um sinnum og fékk ýms heiðursmerki. Undir eins og stríðinu lauk fór hann að lcika í leikliúsum. En áður en varði var hann kominn til Hollywood. Lex Barker er stærri en allir þeir sem liafa leikið Tarzan áður. Og liann leikur þessa frægu hetju öðru- vísi. Fyrrum Jalaði Tarzan aldrei i myndum heldur rak hann upp ýmiss konar hljóð, sem fræg eru orðin og stráklingar um allan heim reyna að herma eftir. En nú er hann látinn tala, og meira að segja lærir hann ofurlítið að lesa líka. — — — Lex Barker er mikill málamaður og talsvert góður teiknari og málari. Hann gengur mikið á skíð- um og hann syndir og spilar tennis og golf. Og svo reykir hann afar mikið pípu. Ilann giftist 1942 og eignaðist tvö börn. En svo skildi hann við konuna, eins og stundum gerist í IíoIIywood. Árið 1950 giftist hann aftur leikkonunni Arlene Dahl. Faðir hennar er ættaður frá Bergen og móðir hennar frá Þrándheimi. Hér á myndinni sést Lex Barker ineð „frumskóga- konunni sinni, Jane, sem leikin er af Virginiu Huston.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.