Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1952, Qupperneq 12

Fálkinn - 25.04.1952, Qupperneq 12
12 FÁLKINN ANTHONY MORTON: 12. Leikið á lögregluna Npennandi framhaldissagra nm grlæpi ogr ástir Hann var í þann veginn að kveðja þegar nýr gestur kom, maður sem átti eftir að koma allmikið við ævintýri Mannerings í framtíð- inni. — Halló, Gerry, sagði ofurstinn og heilsaði. — Mannering, þér hafið aldrei hitt Gerry áður. Gerry Long frá Boston — John Mannering. Long var hár og herðibreiður Ameríkani, með einkennilegt og geðfellt andlit. Eins og títt er um marga landa hans virtist hann vera yngri en hann í raun réttri var. Það hefði mátt halda að hann væri tvítugur en ekki nær þrítugu. Líklega skipti ljósa hárið og unglega hörundið mestu máli um þetta. Hann virtist einkennilega sveigjanlegur í liðamótunum þeg- ar hann hreyfði sig, og hann hló skært eins og strákur. — Mér hefir verið sagt að enginn þekki England og þó sérstaklega London, eins vel og þér, herra Mannering, sagði hann. — Þá hefir yður verið sagt skakkt til, sagði Mannering brosandi. — Trúið honum ekki, Gerry. Hann hefir sett London á annan endann í . .. . — Heila mannsævi, skaut lafði Mary inn í. — Bull, urraði ofurstinn. — Þú lofar mér aldrei að tala út, Mary. — Alveg eins og í gamla daga, sagði Mann- ering. — Þetta er alveg rétt sem þér segið, Gerry, sagði ofurstinn. — Hann er ekki allur þar sem hann er séður. Eru það ekki gimsteinar sem þér eruð farnir að sækjast eftir núna, Mannering? Mannering kinkaði kolli. — Jú, en í ofurlitl- um stíl, sagði hann. Og Long virtist verða for- vitinn. Það kom á daginn að Long var áf jáður gim- steinasafnari og að hann stundaði þessa iðju með æskunnar kappi. Það var enginn hægð- arleikur fyrir Mannering að ræða við hann, því að hann hafði næsta lítið vit á gimstein- um móts við Long. En Mannering vildi það til happs að Ameríkaninn hafði nærri því alltaf orðið og virtist alls ekki verða þess áskynja að hann var að tala við mann, sem hafði lítið vit á málinu. Mannering lærði margt af hon- um, sem hann gat haft gagn af síðar, til dæmis hvernig á að þekkja ekta gimsteina frá svikn- um. Það var sagt að Long væri öllu ríkari en Vagnall. Faðir hans, sem stjórnað hafði ein- um af stórgróðrahringum Bandaríkjanna, hafði látið eftir sig ógrynni fjár, og hafi Mann- ering verið talinn rikur maður hingað til, þá mundi hann ekki verða það síður hér eftir, er hann hafði kynnst þessum ríka Ameríku- manni. Bong vildi hafa sem mest gagn af sex mánaða dvöl sinni í London, og honum þótti mjög vænt um að fá að kynnast Mannering. Og hvað Mannering snerti þá leist honum mjög vel á unga manninn. Svo vel að honum fannst hann alls ekki hafa skap í sér til þess að stela frá honum. Marie Overndon og Fr. Vagnall áttu að gifta sig daginn eftir. Gerry Long átti að vera svaramaður hans, og Lorna Fauntley átti að verða ein af sjö brúðarmeyjunum. Það var rétt sem Bristow hafði sagt, að brúðkaup MarieOverndon mundi bera af öllum öðrum atburðum í samkvæmislífinu. Boðs- gestirnir skiptu hundruðum. Og Mannering var einn af þeim. XII. TVENNAR PERLUR. George Belton ofursti hafði lánað lafði Overndon hús sitt til veisluhaldsins og hjálp- að Vagnall með allan undirbúninginn. Allt var á tjá og tundri þarna í gamla húsinu, sem venjulega var líkast því að það stæði autt. Þjónarnir höfðu verið skinnaðir upp — allir komnir í nýja einkennisbúninga. Mannering fannst þjónarnir vera grunsamlega margir. Reyndar skiptu gestirnir hundruðum, þó að Marie Overndon segði, að þetta væru ekki nema nánustu vinir hennar. Og veislan tókst vel. Allir skemmtu sér og þó að brúðurin væri fremur fálát þá hafði það engin áhrif á gleðskapinn. Gerry Long var veislustjóri, og gegndi starfi sínu prýðilega í ekta amerískum stíl. Mannering kunni bet- ur og 'betur við hann. Hann var svo laus við alla tilgerð. Allar brúðkaupsgjafirnar voru til sýnis í bókasalnum, og Mannering hafði hugann meir við þær en nokkuð annað. Hann athugaði þær vandlega stuttu eftir að brúðhjónin voru horf- in og lögð af stað í brúðkaupsferðina, en henni var heitið til Parísar og síðan suður að Mið- jarðarhafi. Bókasalurinn var á hentugum stað. En þar voru bara engir gluggar heldur ofan- ljós. Og þar voru aðeins einar dyr — út að forsalnum — og þar stóð jafnan leynilögreglu- maður, sem Bristow hafði bent Mannering á. Annar maður, sem var miklu kurteisari en svo að hann gæti verið gestur, var líka í námunda við dyrnar. Það var líklega maðurinn frá njósnastofu Dormans. Annars voru lögreglumenn um allt húsið, og aðrir héldu vörð kringum það. Möguleik- arnir á því að hægt væri að fremja innbrot voru í rauninni engir, en hins vegar gátu verið möguleikar á að hægt væri að stela inni i húsinu. Mannering hafði ráðið ráðum sínum. Hann hafði athugað gjafirnar vandlega og séð að það voru aðeins fáar þeirra, sem hægt væri að koma í peninga. Það var sérstaklega þrennt, sem hann langaði í, en vitanlega þóttist hann ánægður ef hann næði í eina þeirra. Vagnall demantarnir, undursamlega falleg hálsfesti, var þarna — gjöf til brúðarinnar frá föður brúðgumans. Á frjálsum markaði mundi vafa- laust hægt að selja þá fyrir þrjátíu þúsund pund. En sem þýfi mundi verða erfitt að koma þeim í peninga. Þó fannst Mannering líklegt að hægt yrði að hafa upp úr þeim fimm til sex þúsund pund. Demantafestin lá á miðju borð- inu, og hinum gjöfunum raðað allt í kring. Og svo voru tvær dýrmætar gjafir sín á hvorum borðsenda. öðru megin Rennel-safírarnir, sem Frank Vagnall hafði keypt handa konu sinni og orðið að yfirbjóða Fauntley lávarð, sem hafði mánuðum'saman verið að reyna að ná í þá. Þeir voru á þeim borðsendanum, sem nær var dyrunum og þess vegna mundi vera auðvelt að stela þeim. Á hinum borðsendanum var perlufestin mikla, sem ekkjugreifafrúin af Kenton hafði gefið brúðinni. Greifafrúin hafði safnað Vagnall-fjölskyldunni undir vængi sína undir eins og hún kom til Englands, og henni hafði verið umhugað um, að gjöf hennar vekti athygli. Það hafði líka tekist. Gjöfin vakti aðdáun öðrum fremur, og frúin var alltaf á vakki í námunda við borðið, til þess að láta slá sér gullhamra. Þegar Mannering kom inn eftir að brúðhjón in voru farin, hitti hann greifafrúna þar á- samt Gerry Long og nokkrum öðrum kunn- ingjum. Greifafrúin var að segja álit sitt á gjöfunum, en það skein gegnum allt sem hún sagði, að engin þeirra kæmist til jafns við perlufestina hennar. Gerry Long lét ekki á sér standa að vera henni sammála um það, en í staðinn sagði greifafrúin að Ameríkumenn væru kurteisasta þjóðin í heimi. Mannering stóð lengi og dáðist að perlunum, og honum var það full alvara, að hann hefði aldrei séð jafn fallega samstillingu á nokkurri perlufesti. Og nú var greifafrúin ekki sein á sér að gefa Englendingum kurteisisvottorðið, sem hún var nýbúin að gefa Ameríkumönnum. Mannering og Long brostu kankvislega hvor til annars. Og svo færði greifafrúin sig skrefi nær borðinu til þess að líta á tvo hárbursta í gull- umgerð, sem kunnur Ameríkumaður hafði gefið. Hún rak tána í borðfótinn, stól eða gólfdúkinn — hún gat ekki sjálf sagt með vissu hvað það var, því að hún komst í svo mikla geðshræringu. En þarna stóð hún haltr- andi á annarri löppinni og beit á jaxlinn til þess að æpa ekki upp yfir sig af sársauka. Mannering og Long hlupu að til að hjálpa henni. Hvorugur þeirra gat eftir á gert grein fyrir hvernig þetta hafði atvikast, en það var líkast og fótunum hefði verið kippt undan greifafrúinni svo að hún datt fram á borðið. Hún rak upp hljóð um leið og leynilögreglu- mennirnir tveir komu hlaupandi. Tveir af gest- unum komu líka til aðstoðar. Og þarna lá greifafrúin á maganum fram á borðið, en Long og Mannering gerðu sitt besta til að koma henni í samt lag. Tuttugu eða þrjátíu dýrindisgjafir lágu eins og hráviði á gólfinu, og allt sem eftir var á borðinu hafði færst úr lagi. Leyninjósnararnir tveir töpuðu sér alveg. Þeir reyndu að koma lagi á gjafasýninguna aftur, en tókst það ekki. Greifafrúin hafði dottið fram á borðið rétt hjá perlufestinni, og það var þetta sem Mann- ering hefði reiknað út. Um ieið og hann greip til frúarinnar til að hjálpa henni, náði hann í perlufestina og lét hana renna niður í vasa sinn án þess að nokkur gæti tekið eftir því. Þetta hafði verið svo hlægilega auðvelt. Búk- urinn á greifafrúnni hafði skyggt á armband- ið meðan Mannering var að hrifsa það. — Þér verðið að afsaka, sagði hann. — Ekki ætlaði ég að .... — Það var ekki síður mér að kenna, sagði Long. Og greifafrúin var sannfærð um að það væri hvorugum þeirra að kenna. — Eg hras- i

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.