Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1952, Side 13

Fálkinn - 25.04.1952, Side 13
FÁLKINN 13 aði, sagði hún og tók öndina á lofti. — Þið gátuð ekki gert að því. Lorna Fauntley var ein þeirra, sem hafði komið hlaupandi þegar greifafrúin hljóðaði. Mannering leit til hennar og hún sá að hann vildi að greifafrúnni yrði komið út. Lorna tók hana að sér. Nú kyrrðust gestirnir aftur, und- ir eins og allir sáu að hér hafði verið um smá- vegis óhapp að ræða, en ekki innbrotsþjófnað. Það var Mannering sem drap á það við njósnara Bristows, að réttara væri að athuga hvort ekkert hefði horfið. — Eg get ekki séð að neitt vanti, svaraði hann. — En þér hafið rétt fyrir yður. Ef eitt- hvað skyldi koma fyrir, er betra að vera viss um að allar gjafirnar séu hérna núna. — Á ég að hjálpa yður? spurði Mannering og bauð leynilögreglumanninum sígarettu. Hann afþakkaði bæði hjálpina og sígarett- una. — Það er víst best að láta okkur eina um þetta, sagði hann. — Við aflæsum stofunni í svo sem hálftíma. Viljið þér gera svo vel að . . — Eg skal láta Belton ofursta vita um það, sagði Mannering. Ofurstinn tók þessu fálega fyrst í stað, en lét 'bráðlega sannfærast um að þetta væri að- eins varúðarráðstöfun, og bauðst til að læsa bókasalnum sjálfur. Glaðværðin í samkvæm- inu hafði dvínað nokkuð, og ýmsir bjuggust til bUrtfarar. Frank Vagnall eldri var hár maður, grá- hærður, og. hafði orðið ríkur á bifreiðasmíð- um. Hann var gerólíkur konunni sinni. Frú Daisy Vagnall var frekar feitlagin en iðaði af fjöri, hins vegar virtist hann nokkuð lúinn. Vagnall var að tala um að fara heim, en frúna virtist ekki langa neitt til þess. Mannering beið með óþreyju eftir að sjá hve margir mundu fara áður en lögreglan hefði lokið við að athuga brúðargjafirnar. Því fleiri sem færu því erfiðara yrði starf lögreglunnar þegar þjófnaðurinn ■kæmist upp. Hann stóð hjá lafði Mary og lét sem hann væri að kæfa niðri í sér geispa. — Þreyttur? spurði lafði Mary. — Það er aumingjalegt af jafn ungum manni. — Eg er aldrei upplagður á kvöldin, svaraði Mannering. — En það er svo að sjá, sem þér séuð alltaf jafn upplögð. Bros lafði Mary breyttist í geispa, og þau hlógu bæði. — Sannast að segja fékk ég engan nónblund í dag, sagði hún. — Eg er svo þreytt að ég gæti sofnað hvenær sem er. Þau fóru til Vagnalls og Beltons ofursta, sem reyndi af alefli að leyna því að honum væri farið að leiðast. — Eg er viss um að ofurstinn er orðinn þreyttur líka, sagði lafði Mary. — Æjá, það er alltaf svo mikið umstang við svona brúðkaup, svaraði ofurstinn, er sjálfur FELUMYND Fyrir hvern eru þeir ctö spila? hafði gengið best fram í því að gera umstangið mikið. Lafði Mary tók frú Vagnall undir arminn og svo fóru þau sitt í hverja áttina. Og innan hálftíma voru margir af gestunum farnir frá Portland Square. Mannering stóð í forsalnum hjá Lornu er ofurstinn kom til þeirra. Hann var sótrauður í framan og það var auðséð að eitthvað al- verlegt var að. En Mannering lét sem hann tæki ekki eftir því. Flann brosti glaðlega eins og hann var vanur. Hann hafði búið sig vel undir það sem koma skyldi. — Við ætluðum að fara að kveðja, sagði hann. — En okkur langaði til .... Hann þagnaði því að nú var ómögulegt að ganga þess dulinn í hvílíkri geðshræringu of- urstinn var í. — Hvað er að, ofursti? — Eg hefi aldrei fengið annað eins áfall á ævi minni, sagði ofurstinn með andköfum. — Hm, mætti ég ekki tala við yður í fáeinar mín- útur? Eg skal ekki tefja hann lengi, ungfrú Fauntley. Lorna kinkaði kolli og Mannering fór með ofurstanum út í horn í forsalnum. Hann hafði ennþá fullt vald á sér, en hversu vel sem hann hefði undirbúið sig hefði hann þá aldrei getað dulið undrun sína yfir því, sem nú kom. — Það er út af mr. Long, sagði ofurstinn. — Long hefir, hm, þetta eru vandræði, Mann- ering! Perlurnar, sem greifafrúin af Kenton gaf Maríu .... eru horfnar! Long hefir verið handtekinn! — Gerry Long! Mannering gat varla trúað sínum eigin eyrum. — Tekinn fastur? Þetta nær engri átt, ofursti! Hvers vegna? Ofurstinn gretti sig. — Ja, hvers vegna? Perlurnar fundust í vasa hans, Mannering! Þær fundust í vasa hans. Mannering starði á hann og botnaði ekki neitt í neinu. Þetta var óhúgsandi, sagði hann við sjálfan sig. Það var hann sjálfur, sem hafði perlurnar í vasanum. En lögreglan hefði ekki handtekið manninn, og Belton hefði ekki verið svona viss, ef þetta væri ekki satt. — Það fær mig enginn til þess að trúa þessu, sagði hann hægt og bauð ofurstanum sígarettu. Ofurstinn tók nokkra teyga, hugs- andi. — Eg ætla að biðja ungfrú Fauntley að verða foreldrum sínum samferða, sagði Mann- ering. — Bíðið þér augnablik, ofursti. Hann flýtti sér að útskýra fyrir Lornu að hann yrði að verða eftir. — Er eitthvað alvarlegt að? spurði hún. — Það er ekki gott að vita, svaraði hann bara. Hann fylgdi henni niður að bifreiðinni og hljóp svo til ofurstans, sem var að tala við bróður brúgumans. Litli leynilögreglumaður- inn kom til þeirra í sömu svifum. — Þeir vilja gjarnan tala við yður, ofursti, sagði hann með spekingssvip. — Eg kem, ég kem, svaraði ofurstinn. — Hér hlýtur að vera um flónskulegan mis- skilning að ræða, sagði Mannering og reyndi að gera gaman úr þessu. En engum var gaman í hug. Og sjálfur hafði Mannering ekki áttað sig svo, að hann sæi til fulls alvöruna í málinu. Hann gat ekki stillt sig um að þukla á vasanum einu sinni enn, til að ganga úr skugga um að perlurnar væri þar. — Hann hefir verið staðinn að þessu, sagði ofurstinn. — En Gerry Long, ofursti! sagði Vagnall. — Eg hefi þekkt piltinn alla hans ævi. Það hlýtur einhver að hafa leyft sér að leika þetta óþokkabragð og stinga perlunum í vasa hans. Enginn svaraði og svo fóru þeir inn í bóka- salinn. Lögreglunjósnarinn drap á dyr og maðurinn frá Scotland Yard opnaði. Hann virtist vera mjög ánægður með sjálfan sig og heilsaði Mannering með brosi. — Þetta er lögulegt, sagði hann. — Mikil heppni var að þér skylduð stinga upp á að við litum yfir gjafirnar. Mannering muldraði eitthvað og leit til Gerry Long. 1 unglegu andliti hans var eitt- hvað sem olli því, að Mannering sárvorkenndi honum. Það var líkast og bjánabros hefði stirðnað á vörunum á honum. ADAMSON Böggull fglgir skammrifi!

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.