Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1952, Síða 4

Fálkinn - 13.06.1952, Síða 4
4 FÁLKINN Langsjölin frá Hjaltlandi þykja gersemar og eru fræg um allt Bretaveldi. — LEIRVÍK ♦ nyrsti bær Bretlandseyja "PF ÞÉR HALDIÐ að ísland sé á eftir tímanum, þá skuluð þér heimsækja Shetlandseyjarnar, sagði Skoti einn við mig fyrir mörgum ár- um. Hann liafði rétt fyrir sér. Þó að Hjaltland sé á næstu grösum við breska heimsveldið og hluti af heima- landinu, þá sér maður lítið til alls þess sem kallað er tækni og framfar- ir 19. — hvað þá 20. aldarinnar — þar í eyjunuin. í nálega fimm aldir voru Hjaltland og Orkneyjar norskar nýlendur, eða jarlsdæmi, en meðan svo hét voru Skotar farnir að gerast áhrifamiklir í landinu. Aðeins þrír fyrstu Orkn- eyjajarlarnir voru alnorskir, síðan blandaðist blóðið og skoskir 'höfðingj- ar eignuðust flestar skárstu jarðirn- ar á Hjaltlandi. Og 1468 missti Noreg- ur eyjarnar, með talsvert einkenni- legu móti. Kristján I. Danakonungur gifti Margréti dóttur sína Jakob III. Skotakonungi (til þess að binda enda á misklið, sem verið hafði milli land- anna) og átti að borga 60.000 flórinur í heimanmund með henni. Hann bjóst við að geta greitt 10.000 út i hönd, en veðsetti Orkneyjar fyrir 50.000 flór- ínum. En þegar til átti að taka, gat hann ekki greitt nema 2000 af þessuin 10, og veðsetti þá Hjaltland fyrir 8000 flórínum. Verðið var aldrei innleyst og loks innlimuðu Skotar þessar norð- ureyjar i Skotland. — Löngu síðar reyndu Danakonungar að innleysa veðið, en var neitað. Skosk hefð var komin á eignaréttinn. Þannig eignuð- ust Skotar Orkneyjar og Hjaltland fyrir 58.000 flórínur, eða sem svarar 24.000 sterlingspiindum. Það þættu góð jarðakaup nú á tímum. í tíð Norðmanna var Skálavogur, sem nú heitir Scalloway — nær öll staðarnöfn á Hjaltlandi eru af nor- rænum uppruna, en talsvert afbökuð — helsta höfnin á heimaey Hjaltlands, eða Mainland, sem nú er kallað. Hann er vestan á eynni og örstutt þaðan á þingstað eyjanna binn forna, sem enn heitir Thingwall, eða Þingvöllur. — Þingvellir eru líka til á Orkneyjum og Mön. — Nú er Skálavogur aðeins smáþorp, en eini kaupstaðurinn á cyjunum er i Leirvik, austan á heimaeyjunni beint austur af Skálavogi. Þar er eyjan að- eins 7 km. breið. Fyrir austan heima- eyjuna er lítil eyja, sem heitir Bressay og er sundið á milli ekki breitt, svo að þarna er ágætt skipalægi í öllum áttum. Þetta réð því að bær reis við Leirvík. Fyrir 500 árum fundu Hollendingar sildarmið við Hjaltland og fóru að veiða þar í stórum stíl. Þeir söltuðu síldina um borð á skipunum en þegar illa viðraði lágu þeir i Bressaysundi. Þeir fcngu vatn á bæjunum við vík- urnar þar og keyptu sér ket og prjón- les, sem þeir borguðu aðallega með kexi og brennivíni, ekki ósvipað og frönsku skúturnar hér við land. Hol- lendingar áttu þá miklu meiri herflota en Bretar og gátu leyft sér að vaða uppi hvar sem þeir vildu. En Bretar undu því illa og settu lög um ýmsar hömlur á veiðum Hollendinga við Hjaltland, en höfðu ekki bolmagn til þess að fylgja lögunum fram. Crom- well lét byggja virki i Leirvík 1653, til þess að geta haldið uppi lögum og reglu á Bressaysundi. Nú fóru fleiri þjóðir að stunda veiðar þarna, bæði Danir og Frakkar, og aulc þess voru ensk og skosk skip farin að stunda sildveiðar við Hjaltland. Um aldamót- in 1700 er talið að yfir 2000 skip hafi stundað sildveiðarnar sumarmánuð- ina júní til september, og „stundum lágu skipin svo þétt i sundinu, að ganga mátti borð af borði yfir þvert sundið“ segir sagan. Þarna var mesta síldveiðistöð veraldar. Og enn í dag er Leirvík fyrst og fremst síldarút- vegsbær — Siglufjörður Bretlands- eyja. Talið er að Leirvík hafi farið að byggjast á 17. öld. Auk virkis Crom- wells, sem enn stendur vörð yfir fisk- torginu í bænum og nefnist Forl Charlotte — Cromwell skírði það eftir drottningu Georgs III. — voru það aðallega vörugeymsluhús, sem byggð voru fyrsta kastið. Bærinn byggðist meðfram einni aðalgötu með sjó fram, niðri í fjörunni. Hún er sæmilega breið en upp frá henni liggja margar smá- götur upp á brekkubrúnina fyrir ofan, en þær eru svo rnjóar, að ekki geta mæst þar tveir liestar með móhrip, og eru hestarnir þó minnstu liestar í Evrópu (meðalhæðin 101,6 cm.). Hús- in eru nær öll úr steini og fremur kumbaldaleg. Bærinn á þó laglegt ráð- hús, þar er einnig búnaðarskóli og stór strandgæslustöð, myndarlegt gisti hús, sem heitir Grand Hotel, og banki. Og fyrir utan bæinn er bráðskemmti- legt ekknaheimili, sem einn af mestu skipaeigendum Bretlandseyja, stofn- andi Peninsular & Orientlínunnar, gaf bænum. Hann var ættaður frá Hjalt- landi. Bæjarbúar eru um 6000. En á síldar- vertíðinni eru að jafnaði um 15.000 manns í Leirvík, þar á meðal um 1800 síldarstúlkur, sem koma í atvinnuleit frá Suður-Eyjum og vesturströnd Skotlands. Auk þess starfa að meðal- tali um 600 stúlkur frá Hjaltlandi að síldarsöltuninni. Áður en vélbátarnir komu til sögunnar voru söltunarstöðv- arnar á víð og dreif um Hjaltlands- eyjar og voru þá saltaðar um milljón tunnur í sumum árum, en Hjaltlend- ingar áttu sjálfir y.fir 300 báta. En eftir að vélbátarnif komu til sögunnar færðist sildarverkunin að mestu til Leirvíkur. Alls lifa um 19.000 manns á Hjalt- landi, svo að Leirvík hefir dregið til sin nær þriðjung eyjaskeggja. Þó hefir bærinn ekki stækkað síðustu árin, en hins vegar hefir íbúum eyjanna fækk- að. Síðan 1861 liafa 22.000 manns flutt frá Hjaltlandi umfram þá sem flutt hafa þangað. Að meðaltali hafa um 400—500 manns á ári flutt á burt úr eyjunum á þessari öld. Það eru hinir rýru landkostir á eyjunum og svikull sjávarafli, sem einkum veldur því að fólkið leitar burt, einkum ungu menn- irnir. Þeir ráða sig á ensk skip og fjöldi þeirra fer í sjóherinn. Á enska kaupskipaflotanum og herflotanum eru fleiri Hjaltlendingar að tiltölu en úr nokkrum öðrum hluta Bretaveldis. Aðeins rúm 3000 vinnufærra karl- manna á aldrinuin 15—55 ára eru á Hjaltlandi, og af þeim eru 2000 oftast á sjónum. En á Hjaltlandseyjum öllum eru yfir 3000 smá'býli. Það er því kven- fólkið, sem sér að mestu um búskap- inn og á mörgum býlum er enginn karhnaður. Konurnar hugsa um kind- urnar, sem eru aðal bústofninn. Og þær gera meira. Þær eru mestu og listfengustu prjónakonur í heimi og prjónlesið er aðalútflutningsvara Hjaltlands. Þorskveiðar Hjaltlendinga gefa af sér um 120.000 sterlingspund á ári, en prjónlesið er flutt út fyrir 500.000 pund! Ullin af hjaltlenska fénu er talin einkar góð en vinnubrögðin eru ekki síðri. En Hjaltlendingar eru fornir i liáttum og sérvitrir. Þeir halda því fram að féð eigi að verða magurt á vetrum til þess að gefa ull, og að það niegi helst ekki koma i hús. Og það má ekki klippa ullina af fénu — þá dugar hún ekki. Rúningin er eina rétta Bærinn og höfnin í Leirvík.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.