Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1952, Qupperneq 10

Fálkinn - 13.06.1952, Qupperneq 10
10 FÁLKINN 44. Drottningin hélt göngu sinni áfram til strandarinnar og sté út í bátinn. Er allir voru komnir um borð, gekk riddari nokkur á land að nýju og bað Walter koma og hitta drottn- inguna að máli. Og þar eð hann, auk áðurnefndra eiginleika var tungumjúk- ur í meira lagi, tókst honum að sefa reiði drottnin'gar, sem var móðguð fyrir hönd liflæknis síns. Þegar leið þeirra lá fram hjá höll jarlsins af Sussex, skipaði hún svo fyrir, að þar skyldi róið að landi, því að hún hugð- ist heimsækja jarlinn. 45. í höllu jarlsins höfðu menn séð, að drottningarskipið nálgaðist. Jarl- inn af Sussex flýtti sér að búa sig, svo að hann gæti tekið á móti drottn- ingunni. Hann beið hennar í stóra sra viðhafnarsalnum. Ilún lýsti í orðuni yfir ótrú sinni á hinu alvarlega sam- komulagi á milli jarlanna tveggja og öllum þeim mörgu vopnuðu hermönn- um, er hún 'hafði séð í höllinni. Hún óskaði jarli til hamingju með aftur- batann, lofaði hinn unga Walter, sem flutt hafði henni afsökunarbeiðnina og vonaðist cftir að sjá fljótlega þenn- an unga riddara við hirðina. 46. Skömmu siðar stefndi drottning- in jörlunum tveim til fundar í höll sina, neyddi hina fornu fjendur til þess að sættast og bauð sjálfri sér og jarlinum af Sussex i heimsókn til einn- ar hallar Leicester jarls, Kenilworth, frægs, gamals virkis. Auk þess var komin til drottningar kæra út af því að stallari jarlsins af Leicester, Varney, hefði numið á brott dóttur Robsarts riddara og héldi henni sem frillu sinni í Place. höllinni Cumnor 47. Drottningin beindi máli sínu beint til Leicester, en Varney, sem vissi að framtið hans valt á hylli jarlsins, og vissi að drottningin mundi aldrei geta fyrirgefið leynilegan hjú- skap jarlsins, sagði það satt vera, að hann hefði rænt stúlkunni, en kvað þau nú hafa gcngið í hjónaband á laun. — Jarlinn varð fokreiður, er Iiann heyrði þessa mögnuðu lygi, en hafðist þó ekki að af ótta við drottn- ingu. Hann var svo staðráðinn i þvi að færa sér i nyt til hins itrasta þann mismun, sem hann hafði áunnið sér sem eftirlæti drottningar fram yfir jarlinn af Sussex, að hann þorði ekki að gefa liina minnstu átyllu til efa- semda. Copyrighl P I. B. Boj 6 Cop»nKo9«n ^9. \ 48. Tressilian hafði verið viðstadd- ur þennan fund, og lét í ljós efa um að hjúskapur Varneys og Amy væri löglegur. Varð nú jarlinn að sökkva sér enn dýpra í lygadýkið, sem hann hafði leiðst út í. Að lokum sagði drottn ingin, að hún óskaði eftir því að sjá þá jarlana, Tressilian og Varney og frú Amy öll heil og sátt i Kenilworth, er hún yrði þar á ferð. 49. Hirðfólkið liafði ávallt mjög næma tilfinningu fyrir því, hver naut mests eftirlætis drottningar i það og það skiptið, og jarlinn af Leioester gat ekki verið í neinum vafa um, að •nú var það hann, þvi að allir, sem við 'hirðina voru, reyndu að sleikja sig upp við hann. — Sjálfur var hann þjáður vegna þess tvískinnungs, er hann sýndi drottningunni og hugsaði oft með sér, að réttast væri, áð hann hvernig mannát varð upphaf- lega til? Flestar þjóðir veraldarinnar liafa viðurstyggð á að éta menn, en ein- hvern tíma hafa forfeður okkar þó gert þetta. Mannátið var í öndverðu trúaratriði, og er það sumpart enn, þar sem það tíðkast. Það var trú, að sá sem æti mann, eignaðist einhverja af eiginleikum lians um leið. Og þess vegna sækjast mannætur eftir úrvals- fólki. að ein elding „kostar" aðeins fáeinar krónur? Rafspennan i eldingu getur orðið 50—100 milljón volt, og styrkurinn 20—30 þúsund amper. Samt er raforka eldingarinnar mjög litil, ekki nema 5—10 kílówatt-tímar, eða ekki n'ema nokkurra króna virði ef kaupa ætti jafnmikla orku frá rafstöð. Þetta staf- ar af því, að eldingin varar svo stutt: aðeins 1/40.000.000 úr sekúndu. — Meiri þægindi. Sauðaklipparar eða rúningsmenn i Ástraliu, sem flestir vinna fyrir um 40 sterlingspundum á viku, hafa gert eflirfarandi kröfur til vinnuveitenda: Heitt og kalt vatn í öllum bröggum, kæliskápa og þvottavélar, útvarp í matsalnum og trygging fyrir 20 punda lágmarkskaupi í rigningatíð. fleygði sér fyrir fætur henni og játaði •hinn leynilega hjúskap sinn. En mitt i þessum hugsunum var hann truflað- ur, er Varney kom inn og tilkynnti að drottningin vildi hitta hann.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.