Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1952, Page 13

Fálkinn - 13.06.1952, Page 13
FÁLKINN 13 Mannering kinkaði kolli og settist á brún- ina á baðkerinu. Hann var þreyttur og veik- ur. Lorna þvoði sárið og batt um það. — Farðu nú að hátta, sagði hún rólega. — Eg verð hérna þangað til í fyrramálið. — Það getur þú ekki, Lorna. Það verða bara óþægindi að því, sagði hann. — Foreldrar mínir halda að ég hafi farið á málarastofuna mína í Chelsea. Vertu nú ekkert að andæfa, John. Nú er það ég, sem á að hjálpa. XXI. BARIÐ AÐ DYRUM. Klukkan var hálfníu þegar Lorna opnaði augun. Hún hafði setið í stól og sofið með ullarvoð yfir sér. Hún fór inn í baðklefann og þvoði sér, sótti mjólkurflöskuna fram á ganginn og læddist svo inn í svefnherbergi Mannerings. Hann steinsvaf. Hún vissi að hann var hraustbyggður og þoldi sitt af hverju, og það var ekki að sjá að sársaukinn frá áverkan- um hefði truflað nætursvefn hans. Hún stóð lengi og horfði á hann, og það hefir kannske verið augnaráð hennar sem vakti hann. Hann neri á sér augun, hálfsof- andi, tók sígarettu á náttborðinu og kveikti í með heilbrigðu hendinni. — Eg geri ráð fyrir að þú teljir mér skylt að gefa þér einhverja skýringu, sagði hann og saup á tebollanum, sem hún hafði hellt í. Lorna hristi höfuðið. — Nei, sagði hún. — Þú fékkst enga skýr- ingu hjá mér þarna um daginn, og ég vil enga skýringu frá þér. Nú ætla ég að líta á sárið, og þegar það er gert fáum við okkur morgun- verð. Hún færði hann úr nátttreyjunni og tók umbúðirnar af. Sárið hafðist vel við og eng- inn vottur þess að illt hlypi í það. Hún setti nýjan bórvatnsbakstur á og batt svo varlega um öxlina. — Hvað varð af kúlunni? spurði hann. — Hún liggur ennþá í baðklefanum. — Mér finnst að við ættum að reyna að koma henni undan, sagði hann. — Sástu hvort morgunblöðin voru komin? — Það lágu einhver fyrir utan dyrnar. Kannske það hafi verið þín? Eg skal sækja þau. Hann byrjaði að klæða sig en Lorna bar fram morgunverðinn á meðan inni í stofunni. Þegar hann var klæddur fór hann fram að sækja blöðin. Og í því fyrsta sem hann fletti sundur, fann hann það sem hann leitaði að: Vopnaður inribrotsþjófur í húsi milljóna- mærings. — Carlos Ramon rændur. „Baróninrí‘ enn einu sinni. Blaðið mun ekki hafa fengið fregnina fyrr en það var að fara í pressuna, því að þarna var engum atvikum lýst, en í staðinn voru FELUMYND Hvar er örninn? stafirnir hafðir því stærri. En það sem hon- um fannst mestu skipta stóð þó þarna. Hvorki varðmaðurinn né lögregluþjónarnir voru al- varlega meiddir. Lornu hafði tekist vel að finna mat í eld- húsinu og hún bar fram ábætan morgunmat. Meðan hún fór fram að sækja kaffið, lagði hann blöðin frá sér á borðið, þannig að hún hlyti að sjá stóru fyrirsagnirnar. Svo fór hann inn í svefnherbergið. Þegar hann kom fram í stofuna aftur var Lorna að lesa um innbrotið. Hann tók brauð- sneið og fór að smyrja og hafði augun á henni á meðan. — Jæja, sagði hann. Hann þurfti á öllum sínum sálarkröftum að halda til þess að geta horft á hana núna. En hann var staðráðinn í því að hún skyldi fá að vita um allt, og svo varð að fara sem fara vildi. Hún las viðstöðulaust áfram. — Jæja, sagði hann aftur þegar hann hélt að hún hlyti að vera búin. — Eg veit það, góði minn! Það er langt síðan ég skildi þetta, sagði Lorna. Hún hafði vitað það! Mannering strauk sér hárið í einhvers kon- ar eirðarleysi og fór ósjálfrátt að leita sér að sígarettu. Hann sat lengi og reykti áður en hann kom sér til að segja orð, og nú var röddin hörð og óeðlileg. — Og hvað segir þú svo.? Ætlarðu að reyna að gera mér þetta léttara? — Nei, John, ég ætla ekki að reyna að gera þér það léttara .... fremur en sjálfri mér. En kaffið þitt verður kalt. — Lorna, sagði hann og tók um öxlina á henni. — Það er mál til komið að við hætt- um að leika skollaleik hvort við annað. Það er mál til komið að við leysum frá skjóðunni — bæði. — Er það? spurði hún. Mannering stundi þungan. Hann tók svo fast í öxlina á henni að hana hlaut að kenna til, en hún lét það ekki á sér sjá. — Lorna, sagði hann skjálfraddaður, biðjandi. — Vertu nú góð! Það var svo að sjá sem hún þyrfti að hafa mikið fyrir því að fá sig til að tala. Og hún gat ekki brosað. — Eftir innbrotið heima hjá okkur þótt- ist ég hér um bil viss í minni sök. Þegar ég lá og hugsaði um þetta um nóttina, fannst mér það einkennilegt hve maðurinn í síðu regnkápunni var líkur þér. Og mér fannst það líka skrítið að maðurinn, úr því að hann þóttist vera innbrotsþjófur, skyldi láta hylkin með gripunum mínum, vera í friði. — Hvernig gastu vitað það? — Þegar hann faðir minn athugaði í skápunum morguninn eftir, tók ég eftir því að hylkin stóðu ekki á sama stað og þau höf ðu verið áður. Þjófurinn hefir því handleikið þau, en ekki viljað taka þau. — En freistingin var mikil, sagði hann. — Eg held að hún hafi nú ekki verið svo mikil samt, því að það var ég sem átti grip- ina. Og svo var það Kenton-nælan, John. Þú tókst því máli alltof rólega. Og það var ýmis- legt annað. Dagurinn sem ég var heima hjá þér, til dæmis, þegar þú hafðir yfir þúsund pund liggjandi á skrifborðinu þínu. Það var engin skynsamleg ástæða til þess að þú hefð- ir svo mikla peninga liggjandi heima. Það var ekki eitt sérstakt atvik, sem kom mér á þá skoðun, að þú værir Baröninn. Það var löng röð af atvikum með samhengi á milli. Og þegar ég las um innbrotið í Queens Walk í nótt .... — Og samt varst þú hérna í nótt. — Já, mér fannst það spennandi. Það er virkilega stórfenglegt, John. Þú, sem ert tal- inn vel auðugur. Þessi heppni Mannering, sem aldrei tapar .... — Það hefi ég aldrei heyrt, sagði hann. — En það er nú samt almannarómur. Og ég verð að segja að þú hefir verið laginn að halda þeim átrúnaði við. Ekki einu sinni hann faðir minn hefir nokkra hugmynd um . . . . — En þú veist um það? — Eg þekki þig. Hún hló og sleit sig af honum. — Jæja, en svo var það morgunmat- urinn .... — Sleppum morgunmatnum. Það var ann- ADAMSON g&i óseðjandi. , 29 ^ ' Copyrighf P. 1. B. Box 6 Copenhagen 1 \

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.