Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1952, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.07.1952, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Frá baðströndinni í Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands.' Nýja Sjáland í dag 'C'F hollenski landkönnuðurinn •*-‘4 Albert Tasman, sem fann Nýja Sjáland 13. desember 1642, kæmi þangað í dag mundi hann sjá margar breytingar, sem hann ætti bágt með að átta sig á. I stað skipalægja í víkum og vog- um mundi hann finna stóra hafn- argarða. Víðsvegar hafa sprott- ið upp bæir og borgir með fjöl- breyttum iðnaði. — Hann mundi sjá breiða og góða vegi um land- ið þvert og endilangt, járnbraut- ir yfir allt iandið. Og hann mundi komast að raun um að frum- byggjar landsins, Maoríar, sem einu sinni voru hættulegir menn, eru nú orðnir friðsamir menn sem lifa í sátt við þá hvítu. Allt þetta hefir gerst á miklu skemmri tíma en þeim rúmu þrem öldum, sem liðnar eru síð- an Tasman fann landið. Þetta nýja meginland var látið eiga sig fyrstu 125 árin eftir komu Tasmans. En árið 1769 kom James Cook, hinn frægasti allra Kyrrahafskönnuða, til Nýja Sjá- lands, og eftir það fór margt að breytast. Cook kannaði landið og gerði uppdrátt af því, og gat komist í nokkur kynni við frum- byggjana. Fyrsta nýlendan stofnuð. Það var einkum tvennt, sem hafði áhrif á landnámið í Nýja Sjálandi í lok þeirrar aldar. Ann- að var það að þarna var mikið af hval og sel og ágætt timbur og lín. Hitt voru trúboðarnir. Þeir komu aðallega frá Ástralíu, sem er 1800 kílómetrum vestar. og lögðu mikið kapp á að kristna Maoríana. Þó var það ekki fyrr en um 1840, sem hvitir menn fara að flytast til landsins í stór- um stíl. Það ár varð Nýja Sjá- land bresk nýlenda. Fyrsti lands- stjórinn, William Hobson, og voldugustu höfðingjar Maoría gerðu með sér samning, með að- stoð trúboðanna, Waitangi-samn- inginn svonefnda. Þar er Victoríu drottningu afsalað æðsta vald í landinu, en höfðingjarnir skyldu eiga lönd sín, fiskimið og skóga eftir sem áður. Og nú fóru hvítir menn að flytjast til Nýja Sjálands. Flest- ar elstu hvítu ættirnar í landinu eru enskar, skotskar eða írskar en nokkrar norskar, danskar og sænskar, örfáar þýskar, fransk- ar eða amerískar. Sumir Ný- Sjálendingar hafa maoría blóð í æðum, en langflestir eiga breska forfeður. Fyrstu landnemarnir voru bændur, gullgrafarar, skóg- arhöggsmenn, verslunarmenn og sjómenn. Fæstir þeirra voru efn- aðir, þeir komu flestir af ævin- týraþrá eða af því að þeir höfðu ekki getað komið fótum fyrir sig heima, og vildu byxja nýtt líf í landi, sem gerði öllum jafn hátt undir höfði. Nýja lífið í nýja iandinu varð ekki létt. Þessir landnemar urðu brautryðjendur í orðsins sönnu merkingu. Ennþá eru margir á lífi sem muna þegar feður þeirra voru að ryðja sér land í frumskógunum og byggja sér hús, kirkjur og skóla. Það var erfið barátta við allsleysið. En landið var gott. Frystihúsin björguðu. En þessir menn áttu seiglu og festu, þeir gátu ekki gefist upp því að ekki var í nein hús að venda. Og þeir sigruðu. Þegar gullið fannst, 1861, hópaðist fólk vitanlega til Nýja Sjálands. Fyrst komu ævintýramennirnir, en í kjölfar þeirra, kaupmenn, iðn- aðarmenn, bankamenn, mála- fiutningsmenn, sem vildu eiga skipti við gullgrafarana — og græða á þeim. Allt var í uppgangi um stund, en svo kom afturkipp- urinn undir eins og gullgröftur- inn lagðist niður. En stjórnin var dugleg og gat bjargað málum við. Hún hófst handa um opinberar framkvæmdir, einkum vegalagn- ingar, og nú var farið að vinna markvisst að því að fá fólk til landsins. Samt var árferði og af- koma mjög stopult þangað til í lok 19. aldar. Þá var gerð upp- götvun sem gerbreytti hag þjóð- arinnar. Það var frystingin. Áður hafði ullin verið aðal útflutnings- vara Ný-Sjálendinga, en nú gátu þeir farið að senda ógrynni af keti á heimsmarkaðinn, í full- komnum kæliskipum. Frystingin hefir valdið byltingu i útflutningi landbúnaðarafurða Nýja Sjá- lands, og nú er landið meðal mestu útflytjenda í heimi, að því er snertir ket, ost og smjör. I-Ivernig hagar til á Nýja-Sjá- landi í dag? Ibúarnir eru ekki nema 1.9 milljónir. Þar eru fjór- ir stórbæir: Auckland með 320. 000, höfuðstaðurinn Wellington með 200.000, Christchurch með 175000 og Dunedin 90000 íbúa. — I Auckland og Wellington eru langfullkomnustu hafnirnar og þar eru aðal samgöngumistöðv- arnar, bæði fyrir siglingar og flugleiðir. Þó að meira en helmingur allra landsbúa starfi og eigi heima í bæjum og borgum er landbúnað- urinn aðal atvinnuvegurinn og undirstaða iðnaðarins í landinu. Og útflutningur landbúnaðar- afurða vegur langþyngst á versl- unarskýrslunum. En einhæf framleiðsla kenndi Ný-Sjálend- ingum að þeim er sem öðrum þjóðum hollast að búa sem mest að sínu, og í rauninni er landið svo gott að þeir geta haft fjöl- breytta framleiðslu. Hafa þeir lagt mikla stund á að efla iðnað- inn undanfarna áratugi. Þarna er þó ekki mikil stóriðja eða „þungaiðja", því að landið vantar járn. Hins vegar er mikil fram- leiðsla smágerðari málmtækja, svo sem til rafmagns. En vefn- aðarvöruiðnaður — einkum úr ull er afarmikill, ennfremur hús- gagnasmíði, leðuriðnaður o. fl. Smalamennska l Otago á Nýja Sjálandi. Til fjalla er tœkifœri til þess að ganga á slcíðum á vetrum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.