Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1952, Blaðsíða 7

Fálkinn - 11.07.1952, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Hinn brosti aðeins. Hinn leiftrandi augnasvipur gaf þó til kynna, að hann þyrfti lítið til þess að reiðast. „Ertu nú afbrýðisamur, Jerry? Annars kemur röðin nú að þér. En þú verður að leyfa Elisabetu að livíla sig dálítið. Hún hlýtur að vera þreytt.“ Elisabet bar þó engin þreytumerki. Hún heyrði greinilega ekki það, sem var sagt. Hún leit á Michael Panister og sagði hvasst: „Hvað gengur eiginlega að yður?- Er ekki munkurinn kominn í klúbb- inn! Á þetta að tákna það, að þér haf- ið svikið meginreglur yðar og œtlið að snerta forboðna ávexti?" Michael horfði á hana með hrifn- ingu og samúð. „Elísabet, viljið þér dansa við mig?“ spurði hann titrandi röddu. „Nei, góði minn. Eg ætia að dansa við Jerry Briggs. Getið þér ekki séð, að hann er i slæmu skapi. Hann er óheyrilega grófur í framkomu, en með einhverju verður maður að end- urgjalda gestrisnina. Annars er ó- þarfi fyrir yður að hafa áliyggjur út af mér, Michael. Eg get vel haft gæt- ur á mér sjálf. Þér ættuð að fara heim — það er kominn háttatími fyrir yður.“ „Hvers vegna liæðist þér að mér?“ sagði Michael lágri röddu. „Sjáið þér ekki, hve mikið það særir mig?“ Hún yppti öxlum, sneri sér snöggt við og tók vindling, sem Querita rétti henni, og kveikti í honum á vindlingi þeim, er hann reykti. Svo sneri hún sér aftur að Panister. „Mér þykir það leitt, kæri Michael," sagði liún kæruleysislega „en mér er ómögulegt að venja mig af því að gera ofurlítið að gamni mínu. Eg er vafalaust hræðileg manneskja, en mér þykir gaman að þvi að særa fólk.“ Svo breyttist svipurinn og aug- un leiftruðu af reiði. „Hver hefir sent yður liingað í kvöld?“ spurði hún höstugum rómi. Hann fór undan í flæmingi. „Hvers vegna þarf ég endilega að vera sendur? Get ég ekki vera kom- inn að eigin hvöt?“ „Yður geðjast ekki að svona stöð- um,“ sagði hún. „Þér munduð aldrei koma hingað af frjálsum vilja. Játið þér bara, að þér liafið verið sendur!“ , IJver ætti að hafa sent mig?“ Hún blés reykjarmekki framan í hann. „Eg veit það ekki,“ sagði hún, „en mig grunar, að þér liafið talað við minn elskulega gest. Þá liafið þér vafalaust fengið að heyra mikið heimskulegt þvaður um mig. Þér vor- uð ennþá heima, þegar ég fór. Játið þér nú, að þér liafið lalað við greifa- ynjuna og hún hafi sagt yður ýmis- legt um mig.“ „Elísabet," sagði Michael blátt á- fram, „hún hefir miklar áhyggjur út af yður og henni þykir vænna um yður en þér haldið. Hún hefir lika sagt mér, hvaða bönd það eru, sem binda ykkur saman.“ Elísabet flcygði vindlingnum. Hún varð fyrst sótrauð í framan og svo snjóhvít. „Hvernig dirfist hún!“ sagði hún titrandi af reiði. „Hvernig dirfist hún. Við liöfðum samþykkt að minnast ekki á það. Hvaða rétt hefir hún til þess að gera slíkt. Hún hefir glatað þeim rétti fyrir mörgum árum. Hún er mér ekkert og ég henni ekkert. Það gerir mig æsta í skapi, að hún skuii hafa leyft sér að segja yður þetta.“ „Þér eruð mjög reið og mjög ósann- gjörn,“ sagði Michael. „Hún er eina manneskjan í allri veröldinni, sem hefir rétt til þess að tala við mig um yður, einkum þegar luin veit, hvers virði þér eruð mér —- að við eigum eftir að giftast.“ Cerald Briggs var staðinn upp og kom nú til þeirra. „Mér sýnist þið vera i svo hátið- legum samræðum," sagði hann. „Hvað er að. Elísabct0 Annars er dansinn byrjaður og þér voruð búnar að lofa mér dansinum.'' „Eg ætla að hvila mig þennau fians,“ sagði Elíísabel kuldalega. Þér getið setið liérna hjá mér og spjallað við mig, ef þér viljið, Jerry,“ sagði hun og horfði bcint i augu Michaels Það skein ögrun og grimmd úr svip hennar „Þér eruð na'ði þreytulegur og leið- inlegur.“ sagði hun. „Þér ætiuó áreið- anlega að fara heiin. Við kærum okk- ur ekki um leiðin’.ega gesti hérna, ér það, Jerry?“ En Gerald Pr'ggs var i vond'i skapi. „En hvers vegna viljið þér ekki dansa við mig? Þér dansið alltai við Querita — nú er það minn dans. Þér ættuð að leika hciðarlegan leik, Elisa- bet.“ „Jæja, þá það. Við skulum ljúka þessu af.“ Hún fór frá Michael án þess að segja orð, en hún brosti um öxl lil Benito Querita, „Þér verðið að koma og bjarga mér, ‘ sagði hún. Siðan sveif hún út á dansgólfið. Michael Panister var einn ettir, yfir- bugaður á sál og líkama. Hann skiögr- aði til dyranna og afþakkaði boð uin að að setjast hjá stúlku við eitl af næstu borðum. Querita horfði hæðnis- lega á eftir honum — en ])á mátti greina öfund i háðssvipnum. Michael ba reitthvað það með sér, sem Querita og lians líkar geta aldrei náð þrátt fyrir fegurð sína og glæsileik. Kvöldsvalinn hressti Michael. Hann vorkenndi þó og hataði sjálfan sig i senn. Honum varð líka hugsað til móður Elísabetar, sem hafði sagt, að hún vildi ekkert fremur en að hann og Elisabet giftust. En hún hafði jafn- framt látið í ljós ótta um það, að hún mundi ekki færa honum neina ham- ingju. Og nú var Michael gripinn þessari sömu tilfinningu. Greifafrúin hafði sagt honum, að hann elti fiðrildi, en nú fannst honum fiðrildið svo miklu fremra henni. Elisabet verðskuldaði ekki, að henni væri líkt við fiðriidi. IJann óskaði þess nú af öllu hjarta, að hann gæti' losnað undan áhrifa- valdi og töfrum Elísabetar, svo að hann gæti lifað frjáls áfram, laus við óttann um að tapa henni. Eftir næstum því svefnlausa nótt var Michael kominn á þá skoðun að honum væri fyrir bestu að hverfa burt frá London. Ninetti greifafrú fór til Parisar um morguninn og sendi Michael kveðjubréf. Hesfer féll það þungt. að hún skyldi fara. Það var eins og henni væri nauðsynlegt að hafa einhvern hjá sér, sem lnin gat látið sér þykja vænt um. Michael fór til ömmu sinnar í gamla húsið i Kent. Hann vissi, að henni mundi verða það til mikillar ánægju að hafa sig hjá sér að staðaldri. Ósjálfrátt lagði Michael oft leið sina hjá húsi Jane Briggs, og urðu þau brátt góðir vinir. Jane var ákaflega hlýleg i viðmóti og nærgætin við Michael. Naðran eignaðist 100-bura. Sjö metra löng sucuri-naðra var til sýnis á fjölleikahúsi í Fortaleza og sópaði að sér áhorfendum eins og ljónin í Beykjavík. En aðdáun áhorfendanna fékk skjótan endi eitt kvöldið, er naðran gaut um 100 smá- nöðrum, sem voru það litlar að þær komust út á milli rimlanna í búr- inu og skriðu undir pils kvenfólks- ins og upp eftir fótunum á þeim. — En fólkið í Fortaleza er hugað og er það hafði jafnað sig fór það að tína saman nöðrurnar og þeim var komið fyrir í 'búri með þéttari rim- um. NÝ ÚTVALIN HJÁ ALI KAHN. — Þrátt fyrir hvernig fór með Ritu Hay- worth hefir Ali Khan nú farið að dingla við nýja Evrópustúlku. Það er grísk kvikmyndaleikkona, sem heitir Irene Pappa og var gestur á kvik- myndavikunni miklu, sem haldin var í Cannes í vor. Hérna sjást þau vera að dansa á einum af dýrustu gilda- skálunum í Cannes. — Clark Gable er kominn til Parísar — konulaus og allslaus — og ætlar að vera þar í fríi nokkrar vikur. Hann segist ætla að spila golf eins mikið og hann geti og svo „skoða bæinn“. Hér hefir hann hitt frönsku dísina Michele Phillipe, sem nú hefir leikið í fyrsta sinn í ítalskri kvikmynd. — Kommúnistar í Frakklandi byrjuðu ýmsar óspektir nokkrum dögum áður en Itidgway kom til Parísar, til þess að taka þar við embættinu eftir Eisenhower. Er svo að sjá, sem viðbúnaður hafi verið til þess að steypa stjórn- inni og koma öllu í bál og brand. Lögreglan skarst í leikinn og handtók foringjann Jaques Duclos og fjölda annarra kommúnistaforsprakka um land allt, einkanlega í ýmsum borgum, sem hafa hernaðarlega þýðingu, svo sem flotaborginni Toulon. Hér sjást menn í kröfugöngu með alls konar kröfuspjöld. Nokkrir menn særðust.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.