Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1952, Page 6

Fálkinn - 11.07.1952, Page 6
6 FÁLKINN r — Það er næstum ótrúlegt, að þessi texti skuli nokkurn tíma hafa sloppið gegnum ritskoðunina. — Þið verðið að afsaka, ef ég spila falskt, en ég hefi ekki snert fiðluna síðan þið komuð hérna seinast. ( ~T- 4*' — Þetta er Pétur Karlsson. Eg skal ábyrgjast að þú drepst úr hlátri yfir öllum töfrabrögðunum, sem hann kann. — Jæja, ég skal þá lána þér sleif- ina, en þú verður að lofa að hafa ekki hávaða, svo að hann pabbi þinn vakni. LITLA SAGAN Tfö meriskiiiii ÞETTA var ofur einfalt mál. Skýr- ingu minni bar saman við það sem aðrar sögðu, og hún var um það bil svona: Við vorum að drekka kaffið þegar við heyrðum liávaða og bölv úti i ganginum. Frú Lára var kasólétt. Skömmu ®íðar var hringt — lengi. Herra Larsen opnaði og inn slangr- aði grunaði, Magnús Adolf, 74 ára, 1.09 á hæð. Koges-, neftóbaks- og ann- an þef lagði af honum. Hann ýtti undan sér spánýjum barnavagni með öllum umbúnaði, bláum borðum á svæflinum og bláum leggingum á hlífinni. Þarna vantaði ekkert nema barnið. En í stað þess lá stór, úr sér vaxin melóna í vagninum. Magnús Adolf ýtti vagninum að frú Larsen og sagði: — Þú mátt eiga hann, af því að þú hefir alltaf verið mér svo góð og ætlar að fara að eiga barn. Og þessa mátt þú eiga, af sömu ástæðu, sagði hann og rétti mér melónuna. Okkur skjátlaðist berlega í tvennu í þetta skipti. Frú Larsen spurði: — Hvar tókstu barnavagninn, Magnús Adolf ? Eg spurði: — Hvar tókstu melón- una? — Hvaða melónu? sagði Magn- ús Adolf. Eg benti á melónuna með þumalfingrinum. — Þessal — Nú, þetta! Hann frændi minn gaf mér hana, sagði Magnús Adolf. Við hefðum sjálfsagt átt að taka þessum gjöfum með þakklæti, því að þær voru gefnar af góðum hug. En svo fór að Magnús fór bölvandi með vagninn suður i Hljómskálagarð, og þar mun upipvæg barnfóstra hafa verið á hlaupum með hvítvoðung á handlcggnum og verið að leita að barnavagni. Nú hefðum við líklega átt að taka við gjöfunum og koma þeim til réttra eigenda, þvi að þá hefði Magnús Adolf sloppið við 6Va mán- aða fangelsi i viðbót við allt sem kom- ið var áður. En okkur datt þetta ekki í hug fyrr en hann var farinn, með barnavagninn og melónuna. Það mátti merkilegt heita að hann skildi komast um hálfan bæinn með þýfið án þess að lögreglan tæki hann. En á leiðinni frá okkur var hann tek- inn. Svo leið ár þangað til ég sá Magnús Adolf næst. Eitt nepjukalt febrúar- kvöhl stóð hann við dyrnar hjá mér. Og angaði af koges og neftóbaki eins og hann var vanur. Eg þekki Magnús Adolf úr ýmiss konar kröggum, sem vér löghlýðnir menn komumst aldrei i. Eg átti tík sem hét Laita. Hún svaf á tveimur gæruskinnum þrátt fyrir mótmæli föður míns og móður. Eg léði Magn- úsi Adolf gæruskinnin þetta kvöld svo að hann skyldi siður krókna í útihúsinu um nótlina. Eg er sjálfur af góðu fólki og þess vegna skyld' ég vel að frúrnar í næstu húsum voru hræddar um silfurteskeiðarnar sínar þegar Magnús Adolf var nálægur. Og sjáifur varð ég vonsvikinn þegar ég fór í útihúsið morguninn eftir til að sjá hvernig Magnúsi Adolf liði. Hann var farinn á bak og burt. Og gæru- skinnin Hka. Ojæja. Einhvers staðar neðarlega i meðvitund manna er sjálf- sagt hneigð til að valda öðrum von- brigðum — hjá okkur öllum. Eg vissi að Magnús Adolf hafði alist upp á vanmetabarnaheimili. Eg vissi að faðir hans hafði verið drykkjuræfill og þjófur. Eg vissi að mcðir hans hafði verið skækja og óhæf til að ala drenginn upp. Ojæja. Tvö gæruskinn. Svo leið misseri þangað til ég sá Magnús Adolf næst. Það var hægviðr- isdag i júní. Eg spurði: — Hvað fékkstu mikið fyrir gæruskinnin? Hann leit ávítunaraugum til mín og sagði: — Hvaða gæruskinn? — Já, manstu ekki eftir gæruskinn- unum, sem þú fórst með frá mér? — Hefi ég stolið gæruskinnum, spurði Magnús Adolf, — frá þér? — Stolið og stolið, sagði ég. — Eg vil bara vita hvað þú fékkst fyrir þau. Magnús sneri að mér bakinu og strunsaði burt. En svo leit bann við: — Eg hefi sagt þér það áður! Eg hugsaði meira um Lailu, sem hafði komist í rottueitur og drepist, en um Magnús þegar hann fór. Svo hitti ég einu sinni son nágrann- ans. Hann sagði: — Eg skil ekkert i þessu! Hafa dýrin sál? Hundurinn minn vil ekki liggja inni á nóttunni hcldur er hann úti á garði á tveimur gæruskinnum. Eg leit á gæruskinnin. Það voru gæruskinnin mín. „Garöurinn okkar“ Skrúögaröörinn i ji Um miðjan þennan mánuð er ágætt að vökva blómjurtirnar með áburð- arvatni. Eru þá til dæmis 2 sléttfullar matskeiðar leystar upp i 15 litrum af vatni og vökvað með leginum, venjulega er í þessu tilfelli notaður algildur áburður. (Blandaður áburð- ur t. d. 3 kg. kalkammoníaksaltpétur, 2 kg. þrifosfat og 2 kg 60% kalí. Sé um stóra garða að ræða dreifir maður frekar áburðinum kringum jiirtirnar og vökvar vel á eftir. 111- gresi og öðru rusli er til fellur í skrúðgörðum er safnað saman í liaug svo að það fúni. Ef kalk er borið í hauginn flýtir það fyrir þvi að haug- urinn rotni. Hirðing grasflatanna. I skrúðgörðum er mest notaðar hand- eða vélsláttuvélar. Vélslegin flöt verður alltaf áferðarfaliegri en ef slegið er að jafnaði með orfi og ljá. Grasbletti þarf að slá með stutlu millibili. Er þá liægt að láta gras- stubbana verða eftir, þeir hverfa nið- ur í grasrótina ef nógu oft er slegið. Margir skrúðgarðaeigendur segjast ekkert kæra sig um mikinn gras- vöxt, en því er að svara, að engin grasflöt verður falleg til lengdar nema vel sé á hana borið, og sé litil spretta í 'grasflötum um þetta leyti sumars, vildi ég ráðleggja að. nota kalkammonsaltpétur til dæmis í eitt skipti, og þá 7 kg. á 100m2. Saltpétur- inn er fljótvirkasti köfnunarefnis- áburðurinn og því ekki ráðlegt að bera of mikið á í einu. Það hefir í þesum greinarflokkum verið áður skrifað um áburðarnotkun i skrúðgörðum og vísa ég að öðru leyti til þeirra greina. Sigurður Sveinsson. TÍSKUMYN DIR Skemmtileg dragt frá Jean Baillies. Það er jakki sléttur að framan með ósýnilegri hneppingu og belti að aftan. Jakkinn er úr gráu ullarefni, en pilsið, sem er þröngt, er úr röndóttu efni, gráu, hvítu og gulu. Kragi, hanskar og hattur úr hvítu pique. — PRJÓN. Framhald af bls. 9. 1. á hvern prjón. Prjóna 4 umf. brugðið (1 sl. 1 br.), prjóna 2 umf. slétt, prjóna 3 umf. brugðið og byrja á brugðinni lykkju. 2 umf. slétt og 2 umf. brugðið og byrja þá á sléttri lykkju. Fær á prjóna nr. 14 og prjóna slétt. Þegar blái bekk- urinn er 6Vs cm. er hvita garnið tekið og prjónað þar til liúfan er 9Vi cm. Tak þá rauða garnið, prjóna 3 umf. og byrja svo úrtökur: * Prjóna 10 1., tak 2 1. saman, endur- tak frá * allt í kring. Prjóna 1 umf. án þess að taka úr. Prjóna þessar tvær umferðir til skiptis og verða 20 1. eru eftir er toppurinn prjón- þá 1 1. færra á hverjum reit. Þegar aður. Tak fínu prjónana og prjóna 2 I. saman allt í kring. Þá eru 10 1. eftir og á þeim eru prjónaðir 2 cm. Fell af. Vilji maður hafa húfuna einlita er prjónað þar til komnir eru 10 cm. og þá farið að taka úr eins og áður er sagt. Farley Granger, f. 1. júli 1925 í San José, Kaliforniu. Fyrsta kvik- mynd 1943: „í opna skjöldu i dög- un“. Ennfremur „Purpurahjartað“, „Skógarnir syngja“, „Töfrun“, „Our Very Own“, Salhj Gray, f. 14. febr. 1918 í London. Upprunalega ballettdans- mær. Fred Aster valdi hana í hlutverk í „Continental“ (1934). Lék í „Carnival“, „Grænt táknar liættu", „Skuggamarkaður" og fl.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.