Fálkinn - 11.07.1952, Síða 9
FÁLKINN
9
og kollhúfa
verða þegar maður drekkur sex
viskýflöskur á viku í fimmtán
ár.
Við Pétur höfum upplifað
margt ótrúlegt saman. Hann er
einn af þeim, sem hafa kennt
mér hagnýta átthagafræði á
ýmsum stöðum á öllum hornum
veraldarinnar.
Stúlkan með brúnu augun
gekk fram hjá í þessu, og ég held
áreiðanlega að ég hafi misst af
nokkrum ‘ setningum. Að minnsta
kosti var hann kominn til Buenos
Aires þegar ég fór að hlusta aft-
ur. Eg nennti ómögulega að
hlusta óslitið á hann. Hann tók
sjálfsagt djúpt í árinni og mest
af því sem hann sagði hefir vafa-
laust verið lygi. Og svo var hann
líka orðinn svo uppvöðslusamur.
— Það er hvergi betra land til
að vera kyrrsettur í en Argent-
ína, skilurðu. Sérstaklega eftir að
ég fékk senda vasapeninga í doll-
urum frá Sam frænda. Ja, ég
lenti í laglegu ævintýri þar. —
Við skulum fá okkur tvo til,
Dolly!
Hún blandaði og framreiddi
drykkina með svo einkennileg-
um og stillilegum hætti. Þú sást
aðeins stóru, dapurlegu augun
með brúnu glóðinni horfa til þín,
og áður en maður vissi af var
drykkurinn tilbúinn og hún hellti
honum í glösin.
— Skál! Er það ekki svo sem
þið segið í Skandinavíu? Hann
setti glasið snöggt frá sér á af-
greiðsluborðið, svo að dálítið af
gullinni veiginni skvettist upp úr
og á breiðann lófann á honum.
— Og nú verður þú að afsaka
mig eina mínútu. Þá skalt þú fá
að heyra framhaldið á sögunni
rétt strax. Þú ert sjálfsagt orð-
inn forvitinn — er það ekki?
— Ætli ég geti stillt mig,
hugsaði ég með mér og horfði
á eftir honum þar sem hann
gekk óstyrkum skrefum þvert
yfir gólfið. Það var breitt bak
undir þessari kakískyrtu, en það
vaggaði hægt frá stjórnborði til
bakborðs, eins og sökkhlaðinn
prammi í hliðarsjó.
— Hann mun vera stofngest-
ur hérna, er það ekki? sagði ég
við stúlkuna með brúnu augun.
— Jú, svaraði hún stutt og svo
lágt að það heyrðist varla.
— Og hann er málskrafs-
mikill?
— Hún bara brosti við því.
Nú stóð hún neðar við af-
greiðsludiskinn og var að af-
greiða nýjan gest. Eg sá hinn
fagra vangasvip hennar bera við
neonljósið hjá dyrunum. Dolly
hafði hann kallað hana. Nei,
þetta var engin Dolly, hún hlaut
að heita Isabella, Marguerita,
Carmen — eða eitthvað slikt.
Æ, þarna var hann þá kominn
aftur!
— Argentína var það, já.
Argentína — ævintýralandið,
skilurðu! Eg lenti líka í ævintýri
þar, lasm. Lifði þar örlagastund
— er það ekki svo, sem þeir segja
í skáldsögunum? Við Pétur urð-
um að yfirgefa knæpuna sem við
sóttum þarna niðri við Darsena,
því að hana þraut, þessa mjólkur-
tegund, sem við lifðum á, og svo
urðum við að leita uppi nýjar
svalalindir og þá duttum við of-
an í dimman kjallara, þar sem
þeir höfðu langt borð og einmitt
þessa hóstamixtúru, sem við
vildum helst. Jamm, jamm —
það var fleira til í þeim kjallara
en hreint blávatnið. Þér er óhætt
að skrifa það hjá þér undir eins.
Eg sá hana ekki fyrr en næsta
kvöld. Þá stóð hún allt í einu fyr-
ir framan mig fyrir innan disk-
inn.
Æ, HVAÐ er nú þetta, nú kem-
ur hann sjálfsagt með nýja ást-
arsögu, hugsaði ég með mér.
— Þegar ég leit á hana varð
ég svo hræddur, að ég hafði
aldrei orðið hræddari síðan ég
synti þúsund metra bringusund-
ið í Biscayaflóanum, og keppti
við banhungraðan hákarl.
— Hvaða voði er að heyra
þetta!
— Já, einmitt. Eg var svo
hræddur því að ég skildi að þetta
var alvara. Nú var annaðhvort
að duga eða drepast.
— Nú verð ég að hafa skjót
handtök, hugsaði ég með mér.
Hver dagur án hennar er glatað-
ur dagur hér í lífinu. Og svo sagði
ég: — Ekki veit ég hver þú ert
— reyndar frétti ég síðar, að
hún væri fósturdóttir þíanistans
í kjallaranum — og þú þekkir
mig ekki, sagði ég, en það veit
ég að annað hvort lifum við sam-
an þann afgang af ævinni, sem
við eigum eftir, eða ég steypi
mér í sjóinn með blýsökku um
hálsinn núna í kvöld? Viltu eiga
mig? sagði ég. Og veistu hvernig
hún tók þessu? Veistu hverju hún
svaraði?
— Nei, hverju svaraði hún?
— Hún svaraði ósköp hægt og
rólega, alveg eins og hún hefði
verið beðin um að blanda eitthvað
hjartastyrkjandi: „Já, ég er til
í það!“ Svo giftum við okkur
moi’guninn eftir, og hvort þú vilt
trúa því eða ekki þá lauk stríð-
inu daginn eftir og ég fór til
Bandaríkjanna með konuna mína.
Jú, svona fór það. Hún er fyrsta
konan sem ég hefi átt og hún skal
líka verða sú siðasta.
— Þetta er þá sönn ást, sagði
ég.
— Já, það geturðu veðjað
sálinni í þér um, já. Og svo vor-
Barnabuxur
Stærð á barn 3—4 ára.
Ejni: 60 gr. rautt fjórþætt garn.
2 prjónar nr. 2V> og 2 prjónar nr.
3. Tcygjuband.
Prufan: Fitja upp 20 1. á prj. nr.
3 og prjóna 8 prj. slétt. Prufan á að
vera 6% cm breið.
Aðferðin:
Hægri skálm: Fitja upp 90 1. á
prjóna nr. 2% og bregð (1 sl. 1 br.).
Þegar 1 cm. er kominn er prjónað
gat þannig: Tak tvær lykkjur saraan.
bregð um prjóninn, tak 2 1. saman.
Bregð áfram þar til komnar eru 4
cm. og breyt þá i slétt og auk um
leið 10 1. i á fyrsta prjón. Á 3. prj.
er búinn til skái á buxurnar þannig:
Prjóna 60 1. slétt áfram og brugðið
til baka. Næst 50 1. fram og tirl baka
og svo alltaf 10 1. færra þar til kom-
in cr rönd. Þá eru teknir prjónar
nr. 3 og prjónað slétt fram og brugð
um við heppin líka. Eg fékk dá-
lítil eftirlaun sem fyrrverandi
hermaður, og svo stofnuðum við
þennan bar hérna.
— Þennan bar? Eg fór allt í
einu að taka eftir sögunni. Þér
meinið þá að ....
— Alveg rétt, lasm, þetta er
barinn minn. Og þarna sérðu
konuna mína. Líttu svolítið á
hana og þá skilurðu hvers vegna
ég gerði það sem ég gerði í kjall-
aranum. Komdu snöggvast Dolly,
og heilsaðu þessum heiðursmanni
hérna!
Og svo sneri hann sér að mér
aftur: — Ja, eiginlega heitir hún
nú Dolores, en ég kalla hana alltaf
Doliy. Það er gælunafnið mitt á
henni.
ið til baka alveg yfir skálmina.
Þegar buxurnar eru 20 cm. á styttri
hlið eru aukarnir prjónaðir þannig:
Auk á sléttu prjónunum út í annarri
og næstsíðustu lykkju og i 3. og
3. siðustu á næsta sléttum prjón og
þannig er aukið út 1 1. fjær rönd
báðum megin þar til 12 1. eru á
spjaldinu og 96 1. á milli spjald-
anna eða 120 1. í allt. Prjóna svo
þannig: Á röngu prjóninum eru 12
fyrstu lykkjurnar felldar af og
prjónninn prjónaður áfram. Fær á
slétta prjóninum, á prjóna nr. 2%
og fell af 12 fyrstu lykkjurnar og
prjóna svo allan prjóninn á enda;
prjóna 1 prjón brugðinn. Á næsta
slétta prjóninum cru 6 sinnum tekn-
ar 2 1. saman svo 90 1. verða á
prjóninum. Á röngu prjóninum byrj-
ar mynstur •— prjónninn með brugð-
ið, 1 slétt og 1 brugðin. 2. prjónn
slétt yfir brugðinni og brugðin yfir
sléttri lykkju. 3. prjónn brugðið yfir
sléttri og slétt yfir brugðinni. Þannig
áfram þar til komnir eru 9 mynstur-
prjónar. Fell af og prjóna um leið
eins og 2. prjón.
Myndir: a buxurnar, b. vinstri
skálm.
PRJÓNUÐ KOLLHÚFA.
Efni: Blátt, hvítt og rautt fjór-
þætt ullargarn.
Prjónar: 4 sokkaprjónar nr. 14
og 4 nr. 7.
Prufan: Fitja upp 20 1. á prjóna
nr. 14 og prjóna 8 prjóna slétt.
Prufan á að vera IVi cm. breið.
Aðferðin:
Byrja að neðan. Fitja upp 120 1.
af bláa garninu á 3 fína prjóna 40
Frh. á bls. 11.