Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1952, Blaðsíða 14

Fálkinn - 11.07.1952, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN KROSSGATA NR. 868 Lárétt skýring: 1. otboð, 4. mánuður, 7. fjóshluti, 10. vanheill, 12. land í Ameríku, 15. samtenging, 16. úttektarseðill, 18. l'or- faðir jötna, 19. bálreið, 20. dugleg, 22. ádráttur, 23. ungviði, 24. fiskur, 25. skel, 27. strípuð, 29. gubba, 30. karlmannsnafn, 32. þunnur í roðinu, 33. varðveita, 35. fjórir samhlj. eins 37. bruðlar, 38. tvíhljóði, 39. garð- ávöxtur, 40. fæddi, 41. málhelti, 43. ákæra, 46. glaðar, 48. barði, 50. bor, 52. op, 53. leika, 55. tónar, 56. ham- ingjusöm, 57. fæða, 58. þvarg, 60. abessinskur höfðingjatitili, 62. borð- andi, 63. styrktarspýtur, 64. nagli, 66. ullarhnoðri, 67. jórturdýr, 70. jarð- ávöxtur, 72. taka með ofbeldi, 73. fiskur, 74. lýð. Lóðrétt skýring: 1. býður velkominn, 2. fell, 3. málm- tegund, 4. karlmannsnafn, 5. kyrrð, 6. barin, 7. drykkjukrá, 8. hæð, 9. orgar, 10. endir, 11. veiðarfæri, 13. fylking, 14. orka, 17. siðar, 18. „lag- ar“ frásögn, 21. skelin, 24. sund, 26. beita, 28. jórturdýrsskott, 29. hrópa, 30. brall, 31. forn menningarþjóð, 33. maturinn, 34. bjálfar, 36. lærdómur, 37. stjórnmálasamtök ungra manna (skst.), 41. yfirfærði eignarréttinn á ólöglegan liátt, 42. missir, 44. frost- bit, 45. mjög, 47. fyrirtaksgóður, 48. knífinn, 49. bilun, 51. luraleg, 53. svall, 54. Hamíti, 56. bragðgóð, 57. keyra, 59. litur (kvk.), 61. vann eið, 63. eldstæði, 65. úfin í málrómi, 68. þverslá, 69. örsmæð, 71. landsstólpi. FLAUTUSPILIÐ. Framhald af bls. 5 miklu stærri, en venja er til og yfir- leitt öðru vísi frá honum gengið, en ég hefi áður séð. Eg flýtti mér að festa sex strengi þvert fyrir arinopið, en sjöunda strenginn festi ég á milli efri brúnar og fótstalls. Rétt í því að ég var að tylla síðasta vaxinnsiglinu, lieyrði ég veikan flautu- tón í herberginu, — eða öllu lieldur fannst mér hann koma einhvers stað- ar úr arninum sjálfum, og ég hörfaði frá honum sem skjótast. En hljóðið óx ótrúlega fljótt, og var þetta eigin- lega hvort tveggja i senn: ekki ólíkt því, að mennskur maður væri að leika á flautu, en þá með svo annarlegum hætti, að engu var líkt, furðulegt lag, þrungið sársauka og gráti, en um leið visku og grimmd. Eg þreif vasaljósið og flýtti mér til dyra. En ég var naum- ast kominn fram fyrir þröskuldinn, þegar þcssi djöfla-músík náði hámarki sínu og endaði eins og um kvöldið í liásu vonbrigðaargi. Eg skellti aftur hurðinni, innsiglaði dyrnar og teiknaði á hurðina og dyru- stafinn átta fimmhyrndar stjörnur, eða hið svonefnda „pentakel" og i hverri þeirra særingarrúnamerki það hið stærra, sem Saamaaa-siðabókin mælir fyrir um i svipuðum tilfellum. En músíkin hélt áfram, og af þvi þóttist ég með vissu geta ráðið það, að þetta væri einmitt Saiitii. Og þá gagna eng- ar varnir, þvi að ófrelsið getur notað sjálfar varnirnar til þess að auðvelda sér líkamsgervinguna, já, og getur jafn vel líkamgerst innan sjálfra varnanna. Gagnvart Saiitii er engrar undankomu auðið, nemí að hægt sé að koma við hinni svonefndu óþekktu níundu sær- ingu í Saaamaaa reglunum, sem hljóða svo: „Sé ti'lgangur þinn hreinn, þá get- ur liinn mikli prestur Raaaees gefið þér frest, en þó aðeins á meðan hjarta þitt slær tuttugu siög. Eftir það er öllu lokið fyrir þér, iíkami þinn er á valdi dauðans og sálinni búin mikil kvöl.“ Eins og þið sjáið þá er þetta harla hæpið. Nú smádró úr hamsleysinu i flautu- leiknum, og loks endaði hann með veikum stunum og þagnaði. Og nú varð þögnin eins og þrungin eftirvæntingu, — já, einmitt eftirvæntingu. Eg stóð kyrr og hlustaði stundarkorn, en gekk síðan til herbergis míns, háttaði og sofnaði. En ekki mun ég hafa lengi sofið, þegar ég vaknaði við það, að barið var að dyrum hjá mér. Eg stökk fram úr rúminu og heyrði þá, að þessi djöfullega tónlist var enn byrjuð að bergmála nú um alla höllina. Það var Tassoc, sem var að lieimsækja mig, og kom hann í náttfötum og innislopp. Jæja, — ég hélt nú annars að þessi patent-vekjarakukka mín væri búin að vekja yður fyrir löngu,“ sagði hann, „og þess vegna datt mér í hug að lita inn til yðar og skrafa við yður, því að fjandakornið sem ég get sofið i þessum liávaða. Er þetta ekki dásamlegt? Eða livað? Eg trúi að ég fari að kunna prógrannnið utanað bráðum!“ Eg svaraði þessu engu og rétti honum vindlingahylkið mitt þegj- andi. Sátum við siðan góða stund og röbbuðum sama um daginn og veginn, eða allt mögulegt annað en þessa tónlist, sem áaflátanlega skar okkur i cyrun. En að loknm var Tassoc nóg boðið. „Við sklum nú taka skammbyss- urnar okkar og ganga beint framan að þessu ófreski og steindrepa það!“ sagði hann, stóð upp og gekk til dyra. „Nei, fyrir alla muni, verið þér kyrr!“ kallaði ég til hans i ofboði og þairt fram fyrir hann. „Eg gel að vísu ekkert fullyrt, en það er hug- boð mitt að yður sé bani búinn, ef þér hafist nú nokkuð frekar að, og það óhugsað." „Þá liggur nú við, að ég fari að lialda, að þetta séu andar eða drísil- djöflar!“ sagði hann og virtist renna af lionum vígaimóðurinn. Eg gerði ekki annað en að kinka kolli, en hann settist aftur og var hljóður. Sagði ég honum nú það, sem ég taldi líklegt að hann skildi, uin andaheiminn og leið þannig allt að því klukkustund. Þagnaði þá flautu- spilið allt í einu og fór Tassoc þá til sinna herbergja, en ég lagðist til svefns. Snemma næsta morguns athugaði ég herbergið enn. Öll voru innsigli mín ósnert og ekki önnur verksum- merki sýnileg, en að sjöundi hár- strengurinn fyrir arinopinu var slit- inn. Um þetta braut ég heilann stund- arl^orn, því að auðvitað var það hugsanlegt, að ég hefði slitið liann sjálfur í flýtinum, en hins vegar var það ekki síður liugsanlegt, að streng- urinn hefði slitnað með öðrum hætti. Eg skreið nú inn í arininn. Hann stóð við sérstakan reykháf bg gat ég séð upp um hann, upp í heiðbláan himininn. Eg fór nú í vinnu-sam- festing og klifraði upp i gegnum þenna reykháf, en við hann gat ég ekkert fundið athugavert, hvergi voru á honum nein missmíði og ekki einu sinni sprungur. Eg skipti nú gólfi, veggjum og lofti niður i fleti og rannsakaði livern flöt fyrir sig sem nákvæmast, með hamri mínum, stækkunargleri og öðrum tækjum. Ar- angur af þeirri rannsókn varð enginn. LAUSN A KR0SSG. NR. 866 Lárétt ráðning: 1. færa, 3. alltaf, 7. umla, 9. Sara, 11. flug, 13. sigð, 15. anga, 17. Róm, 19. aumingi, 22. USA, 24. táp, 26. rúm- ið, 27. amt, 28. pínan, 30. sal, 31. aft- an, 33. óð, 34. tug, 36, oft, 37. ló, 38. strit, 39. öslar, 40. al, 42. ill, 44. tak, 45. au, 46. rifna, 48. brá, 50. ragur, 52. rán, 53. súrsa, 55. næm, 56. man, 57. skrítla, 59. ltr, 61. ilma, 63. guma, 65. Lási, 67. pára, 68. rupl, 69. sverð, 70. Iran. 1. flór, 2. asi, 3. arður, 4. la, 5. af, 6. flagð, 7. ugg, 8. Asía, 10. aga, 12. uni, 13. 'Smán, 14. l'imar, 16. aumt, 18. ótíð, 20. mús, 21. Nil, 23. stal, 25. pattinn, 27. aftakan, 28. pólar, 29. nurla, 31. aflar, 32. nótur, 35. gil, 36. ost, 41. lira, 43. errið, 45. aumt, 47. fáni, 48. búr, 49. ást, 51. gæla, 53. skass, 54. algáð, 56. mjór, 57. smá. 58. aur, 60. ragn, 62. 111, 64. Maí, 66. IV, 67. pr. ROYAL Urval af kökuuppskriftum Prentaður hefir verið sér- stakur bæklingur með 25 uppskriftum af ROYAL mótkökum o. fl. — Verð- ur hann afhentur ókeypis kaupendum af ROYAL lyfti- dufti. Þeir sem óska að fá bæklinginn eru vinsamleg- ast beðnir að láta okkur vita. AGNAR LUDVIGSSON, heildverslun Hafnarstræti 8. — Sími 213If.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.