Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1952, Blaðsíða 13

Fálkinn - 11.07.1952, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 — Fyrirgefið þér, sagði hún. Og svo brosti hún. — Þetta skal ekki koma fyrir aftur. — Hvað meinið þér? spurði hún. — Eg gerði ekki neitt. — Flestar stúlkur mundu hafa fallið í ó- megin eða hljóðað, og þá er ekki gott að vita hvernig farið hefði. Hún svaraði engu svo að hann hélt áfram: — Get ég orðið yður að einhverju liði? Eigið þér langt heim? Eg er hræddur um að yður hafi misreiknast vega- lengdin. — Hvers vegna haldið þér það? spurði hún. — Vegna þess hve orðið er áliðið. — Já, það er nú það, sagði hún eins og hún gerði sér fyrst nú ljóst hvað tímanum liði. — Jú, ég hefi víst ekki gert mér ljóst hve langt það er. En sem betur fer á ég ekki nema svo sem tvo kílómetra heim. Þér sjáið gula húsið þarna uppi í brekkunni við Hockliffe? Þangað ætla ég. — Þér eruð ungfrú Craig? spurði hann. — Já. Eigið þér kannske heima hér í grenndinni? — Nei, ég veit hvað eigandi Queens Farm heitir, svaraði hann varlega. — Eg þakka yðru fyrir gott boð um hjálp sagði hún. — En ég held ég gangi heim, og svo get ég sent mann með hest til að draga bílinn heim í fyrramálið. — Eg gæti dregið hann fyrir yður, sagði hann. — Nei, það er ekki hægt, stýrið er eyði- lagt. — Eg veit það, sagði hann og tók stýrið upp af vegarbrúninni. — En ef ég festi kaðla báðumegin í framöxulinn og bind aftan í minn bíl þá stjórnast bíllinn af sjálfu sér. — Jú, það er satt. Það var svei mér glöggt athugað. Þá tek ég boði yðar. Hún horfði vandlega á bílinn hans. — Þetta er það skritn- asta .... muldraði hún. Hann leit spyrjandi á hana. — Það er einkennileg tilviljun, sagði hún. — Við höfum nýlega pantað rafmagnsbil al- veg eins og yðar, og eigum von á honum á morgun .... faðir minn og ég, meina ég. Þetta er Williamsson, er það ekki? Richard hneigði sig. — Það er engin tilvilj- un, sagði hann. Þessi bifreið á að fara til hr. Craig. Eg var fenginn til að aka henni til Hockliffe. Þér munið víst að faðir yðar bað um að láta skila bílnum hingað? — Já, alveg rétt. Eruð þér kannske með- eigandi í Williamsonsmiðjunum? — Nei, meðeigandi er ég nú ekki, svaraði hann. Hér verður að geta þess að Williamson- smiðjurnar höfðu selt bifreiðina Dolmer lá- varði. Richard hafði spurt forstjórann hvort Raphael Craig skipti við hann. Hann hafði FELUMYND Hvar er námueigandinn? frétt það og ennfremur að Craig hafði nýlega pantað rafmagnsbíl þar. Það var engum erf- iðleikum bundið að fá forstjórann til að taka Richard gildan, sem aðstoðarmann í nokkra daga og láta hann fara með nýju bifreiðina til Hockliffe. Honum datt í hug, að sem bílamað- ur ætti hann máske auðvelt með að fá að- ganga að Craig-heimilinu. Þegar hann hafði hnýtt bílnum aftan í hann og var ekinn af stað spannst þetta samtal milli Richards og ungfrú Craig. — Yður hefir sjálfsagt misreiknast vega- lengdin, sagði hún, er þau höfðu talað um hve dásamlegt veðrið væri. — Nei, sagði hann. Eg vil fullt eins vel aka á nóttinni. En ég játa að ég hélt að það væri talsvert lengra til Hockliffe. Eg gerði ráð fyr- ir að ég mundi geta skilað bílnum í fyrra- málið. — Viljið þér ekki gista hjá okkur í nótt? sagði hún. — Þér getið sofið fimm tíma. Við borðum morgunverð klukkan sjö. Það er dá- lítið snemmt, en pabbi vill hafa það svo. Hann þakkaði fyrir. Akið hérna til hægri, sagði hún rétt á eftir, þessi vegur liggur upp að húsinu okkar. I Irlandi eru svona vegir kallaðir „Boreen“. Nú tók hann eftir að hún talaði með ofur- litlum írskum hreim. Richard nam staðar við grænmálaða grind. Gamall maður hallaði sér upp að grindinni. — Teresa! hrópaði hann. Hún hljóp til hans og kyssti hann. Þetta gengur bærilega, hugsaði Richard með sér þegar hann steig út úr bílnum. En það dró úr ánægjunni er hann sá augnaráðið sem maðurinn sendi honum, því að það virt- ist stefna beina leið inn í það leynihólf sálar- innar, sem Richard geymdi sínar allra duld- ustu hugrenningar í. Hann reyndi að horfa hvasst á manninn á móti, og fór nú að hugsa um hvort Raphael Craig mundi ekki vera eldri en hann var sagð- ur. Útibússtjóri British & Scottish Bank var gráhærður, hárið langt í hnakkanum, og mikið hvítt skegg. Andlitið fölt og beinamikið, stór og framstæð haka, beint og fyrirmann- legt nef og dökk, djúp augu. Ennið mjótt en brúnirnar mikiar og gáfulegar. Andlitið var elliiegt en augun fjörleg og skær, og Richai'd mundi að Simon Lock hafði sagt að útibús- stjórinn væri fimmtíu og fimm ára, og þetta var sjálfsagt rétt, en hefði hann ekki vitað það þá mundi hann hafa giskað á að hann væri sextíu og fimm ára. — Hver er . .. . ? byrjaði Raphael Craig og benti í áttina til Richards, er hann hafði heilsað dóttur sinni. — Það er maður frá bílaverksmiðjum Williamsons, pabbi, sagði Teresa. — Hann er að færa þér nýja bílinn þinn. Hann hefir gaman að aka á nóttunni og hélt að miklu lengra væri til okkar en það er. Svo sagði hún honum frá ársás fílsins á bílinn hennar. — Uhumm! sagði Raphael Craig. Richard lét sem hann hefði allan hugann við bílana tvo. Hann taldi réttast að láta sýn- ast svo, sem hann hugsaði ekki um neitt ann- að. Hann slökkti olíulampana á gamla bíln- um og kveikti rafmagnsljósin á þeim nýja. Teresa kom strax og fór að kveikja og slökkva á ljósunum á víxl. Nú kom faðir hennar líka og fór að skoða nýja bílinn og þau feðginin virtust vera mjög hrifin af gripnum. Richard varð að útskýra hitt og þetta fyrir þeim. Klukkan inni í húsinu sló tvö. — Það er best að við förum að borða, pabbi, sagði Teresa, eins og henni hefði dott- ið eitthvað skemmtilegt í hug. — Tunglið hverfur bráðum. — Og herra .... ? sagði Craig. Redgrave. — Hann vill áreiðanlaga borða með okkur, sagði Teresa. — Að vísu eru sjö veitingahús í þorpinu, en þar eru víst allir sofnaðir, og auk þess eru tveir kílómetrar þangað. Við verð- um að láta herra Redgrave gista hérna í nótt, pabbi. ADAMSON Adamson flýr í fiskadeildina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.