Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1952, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.07.1952, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ARNOLD BENNETT: Silfurpeningarnir £pehHan4i leiptilcgtegluAacja 3. Richard mest með gáfnaprófinu á „talandi hestinum“, sem hafði gát á þeim. Nú sá hann hvorki rauðu hryssuna né Juönu. Watling Street er grafið niður í ás úr kalk- steini rétt fyrir norðan Dunstable og síðan liggur vegurinn á árbakka. Á þessu svæði, undir Chilternásunum er afar mikið af kalki í jörðu, og er það unnið í stórum námum vest- an við veginn. Þegar Richard kom akandi upp úr geilinni í ásnum .... þetta var raf- magnsbill sem hann var í og heyrðist varla til hans — sá hann fílana fjóra á miðjum veginum. Skammt framar á veginum stóð fílamaðurinn og var að tala við stúlku. Ric- hard fór úr bifreiðinni og brölti upp fláann frá veginum og kom nú nær þeim. 1 tungls- ljósinu sá hann nú að stúlkan var sú hin sama, sem hafði kysst Juönu í tjaldinu. Hún var auðsjáanlega að reyna að fá unga mann- inn til að gera eitthvað, sem honum var ekki ljúft. Svo kallaði maðurinn til fílanna sinna, fór inn um opna grind fyrir ofan geilina og áfram yfir flata sléttu. Richard læddist í humátt á eftir. Fyrir handan sléttuna var bratti ofan í gríðarstóra kalknámu, ekki minna en hundrað metra ummáls og tuttugu metra djúpa. Mjór, grýttur stígur lá ofan í námuna. Fyrir neðan hann, á námubotnin- um stóð bifreið. Richard sá að maðurinn tók einn fílinn, beitti honum fyrir bifreiðina, og nú seiglaðist fíllinn hægt og bítandi upp stíginn og dró bílinn á eftir sér í sterkum köðlum. Stúlkan klappaði saman höndunum af kæti þegar hún sá bílinn koma upp úr námunni. — Ef hún er dóttir Craigs .... muldraði Richard en þagnaði svo. Uppi á brúninni fyrir ofan námuna bar skuggamynd við loft. Þar sat Juana á hryss- unni, og úr felustað sínum gat Richard séð að hún starði ofan í námuna. Maðurinn með filana og unga stúlkan með bílinn höfðu ekki komið auga á hana, og hún var riðin á burt yfir sléttuna áður en þau litu við. Hvernig stóð á þessu. Juana var vafalaust ein af þeim kauphæstu við sirkusinn. — Hvers vegna fór hún þá ríðandi um miðja nótt þangað sem næsta sýning átti að verða? Ric- hard vissi að hitt fólkið, að minnsta kosti þeir sem töldust með þeim fremri, fóru allt- af með járnbrautinni milli bæja. Og hvers- vegna hafði hún elt þessi tvö . .. . unga mann- inn og ungu stúlkuna, sem var svo lík henni? Og eftir að hafa elt þau og séð hvað þau voru að gera — hvers vegna hvarf hún þá þegjandi án þess að gera vart við sig? Hann hafði séð andlit Juönu greinilega í tunglsljósinu, og aftur hafði hann orðinn gagntekinn af hve alvarlega kuldalegt það var. Juana virtist að- eins tuttugu og fimm ára — meira gat hún alls ekki verið — hafa reynt allar þær sjö- tíu og sjö sorgir, sem veröldin leggur á sumt fólk, og þær höfðu marið hjarta hennar, en samt var kjarkur hennar óbilaður og fegurð- in óspillt. Fíllinn hafði dregið bílinn upp á brúnina. En hinir fílarnir þrír virtust ygglast er þeir sáu þessa undravél. Sá fjórði, sem fyrrum hafði dregið teak-við austur í Indlandi, var rólegri. Hann hafði dregið bílinn upp eins og það hefði verið barnavagn, og þess vegna hafði maðurinn getað tjónkað við hina 3. Loks hélt fylkingin yfir flötina og hvarf Richard sjónum við veginn. Hann heyrði suða í hreyfl- inum er hann var settur í gang, en um leið þys og öskur frá einum fílnum. Hann vonaði að höfuðskepnunni hefði þó ekki hugkvæmst að ráðast á bílinn. Hann lötraði áleiðis að veg- inum og hélt sig í skjóli við limgirðinguna. Nú heyrði hann aftur öskur í fílnum og að maðurinn hastaði á hann, en stúlkan rak upp óp. I sama bili hætti hreyfillinn að suða. Þegar Richard kom að girðingunni rétt á eftir og sá út á veginn, bjóst hann helst við að sá bílinn í tætlum og tvö limlest lík hjá, en montinn fíl spígspora á burt sem sigurveg- ara. Þó var ekki svo. Ungi maðurinn hafði sannað yfirburði mannsins yfir skepnunum. Hann sat á hnakkanum á reiða fílnum, og fylkingin þrammaði hægt og þungt út Watl- ing Street ofan í djúpa og breiða dalinn sem er á milli Dunstable og þorpanna fyrir norð- an. Stúlkan stóð hjá bifreiðinni og hreyfði hvorki legg né lið. Hún hafði endurheimt bíl- inn upp úr kalknámunni og beið nú eftir því að fílarnir hyrfu, svo að hún gæti ekið áfram óhult. Richard fór að velta fyrir sér hvort hann ætti að fara að kalknámunni aftur og sjá hvort hann yrði nokkurs vísari þar, eða hvort hann ætti að fara og heilsa stúlkunni. Hann gat ekki skilið hvað stúlkan hefði haft að gera ofan í kalknámuna með bílinn sinn um hánótt! Enginn óvitlaús bílstjóri hefði lát- ið sér detta í hug að aka niður brattan og grýttan stíginn í skriðunni og gera sér von um að komast upp úr námunni aftur án þess að fá fíl til hálpar, eða að minnsta kosti tvo hesta. Hún hlaut að hafa einhverja knýjandi ástæðu til að aka ofan í námuna? Hver gat sú ástæða verið? Hann sárlangaði til að at- huga námuna undir eins, en taldi þó skynsam- legra að missa ekki sjónar af stúlkunni. Kalk- náman hljóp ekki á burt frá honum, en unga stúlkan gat verið farin á fjöll í fyrramálið. — Hann fór að bílnum sínum og fann ■hann ó- hreyfðan í skugganum, þar sem hann hafði sett hann, og settist við stýrið. Nú var fílahópurinn kominn um hálfan kíló- metra niður í brekkuna. Unga stúlkan setti hreyfilinn í gang og ók hægt á eftir. En suðið frá hreyflinum hefir heyrst lengt í næturkyrrð inni. Richard kom að heita mátti hljóðlaust um tvö hundruð Imetrum á eftir henni. Unga stúlkan náði bráðlega í fílana, sefn höfðu dreift sér og girtu allan veginn. Allt í einu sneri einn þeirra við, sá sem maðurinn sat á. Hann trylltist og kom vaðandi móti bílnum stúlkunnar, en hinir komu á eftir og fóru hægar. Þeir munu hafa espast við dyn- inn frá hreyflinum. Kannske hefir tryllti fíll- inn hugsað sem svo: Þetta skal ég gera út af við í eitt skipti fyrir öll! En hvað svo sem skepnan hugsaði, þá var það eitt víst, að mað- urinn réð ekkert við hana, þó að Richard sæi að hann beitti broddstafnum sínum óspart á eyrun á henni. Unga stúlkan hafði séð hætt- una, hún hikaði við og ætlaði að reyna að snúa bílnum og forða sér undan skepnunni. En þetta hik varð hennar ógæfa. Áður en hún hafði snúið bilnum var fíllinn kominn yfir hana. Richad skalf af hræðslu, því að þetta leit illa út. Fíllinn hefði hæglega getað velt bílnum og stúlkunni út af veginum, niður snar- bratta brekkuna, því að þar var ekki önnur fyrirstaða en ónýt járngrind. Richard stöðv- aði bifreið sína og beið. 'Hann gat ekkert hjálp- að og kannske var það aðeins til bölvunar að hann var þarna rétt hjá með sinn vagn. Fíllinn stóð yfir bílnum og dinglaði og sperrti ranann, eins og hann væri að hugsa um hvernig hann ætti að byrja á spellvirkjunum. Maðurinn á hnakkanum á honum öskraði og stakk í eyrun á honum en árangursiaust. Og stúlkan .... Richard sá ekki nema bakið á henni. Það lá við að honum þætti vænt um að sjá ekki framan í hana. Hinir fílarnir höfðu staðnæmst og stóðu í hálfhring bak við. Og svo eftir bið sem Richard fannst eigi styttri en heil öld — tók fíllinn til óspilltra málanna. Hann hringvafði rananum urn stýrið á bílnum, kippti stýrisstönginni upp og þeytti henni lang- ar leiðir á burt. Það var svo að sjá sem honum fynndist þetta duga, því að hann sneri frá og labbaði á burt. Maðurinn hafði hætt að stinga hann. Hinir fílarnir eltu. Stúlkan í bílnum hreyfði sig ekki. Hættan var liðin hjá, en Richard fann að fóturinn á honum skalf á hemlinum, svo mjög hafði þetta fengið á hann. Fílahópurinn var kominn fimm hundruð metra á burt áður en stúlkan sýndi nokkurt lífsmark. Og nú steig hún hægt út úr bifreið- inni og benti fílavarðmanninum .... líkt og hún vildi sýna, að hún væri ómeidd og gæti bjargað sér sálf. Ungi maðurinn, sem hafði farið af bak, veifaði á móti og hélt svo áfram upp brekkuna hinu megin dalsins .... eins og réttast var, fannst Richard. Richard ók hægt til stúlkunnar. Hún hafði séð hann því að hún hafði snúið sínum bíl hálf- vegis við, svo að honum þýddi ekki að reyna að fela sig lengur. Hann ók upp að hliðinni á bíln- um hennar og lyfti hattinum. — Þér komust svei mér í hann krappann, sagði hann með hluttekningu. — Æ, þessir fílar! sagði hún létt. — Ranarn- ir á þeim eru svo digrir og kámugir. Þér get- ið ekki hugsað yður .... Svo þagnaði hún og fór að gráta. Það var ekki nema eðlilegur afturkippur, sem engan þurfti að furða á. Eigi að síður varð Richard eins og illa gerður hlutur, hann vissi ekki hvað gera skyldi undir þessum kringumstæðum. — Varla gat hann tekið hana í fangið og huggað hana eins og krakka, þó að hann langaði einna mest til þess. — Svona, svona, sagði hann og föðurlegur glampi sást í augum hans í tunglsljósinu. — Nú er þetta búið! Hún náði í svolítinn knipplingaklút, þurrk- aði augun og leit á hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.