Fálkinn - 09.01.1953, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
1 'Danny dicajc
VAIÍTI MIIÍIÐ UMTAL Á NORÐURLÖNDUM í FYRRA FYRIR TILTEKTIR
SÍNAR, ER HANN KOM í „KYNNISFÖR“ TIL ODENSE TIL ÞESS AÐ SKOÐA
H. C. ANDERSENS-SAFNIÐ — EN HVER ER DANNY KAYE ? —
Þegar það spurðist til Danmerkur fyrir tveimur árum að skopleikarinn Danny
Kaye ætti að leika aðalhlutverkið í kvikmynd, sem amerískt kvikmyndafélag
ætlaði að gera af lífi H. C. Andersens, urðu Danir gramir. Átti þessi skopgepill
að sýna heiminum hvernig hið frægasta ævintýraskáld veraldar hefði litið út?
Sendiráð Dana í Washington skarst í leikinn, en kvikmyndafélagið sór og sárt
við lagði að myndin skyldi verða ævintýraskáldinu til vegsemdar. Handritið
að myndinni var sent til Danmerkur til umsagnar og var samþykkt, og síðan
kom Danny til Danmerkur til þess að kynna sér allt það, sem gat gefið upp-
lýsingar um Andersen, og þá fyrst og fremst safnið fræga í fæðingarbæ Ander-
sens, Odense. — Danny Kaye var einstaklega alvarlegur þegar hann talaði við
dönsku blaðamennina, en þegar til Odense kom fór gamanið að grána. Hann
virti að vettugi bannið við því að snerta á mununum á safninu, fór meira að
segja í gömul stígvél, sem H. C. Andersen hafi gengið í forðum daga og
klikkti út með því að fleygja sér endilöngum í uppbúið rúm Andersens og
spenna þar upp bestu regnhlíf hans og halda henni yfir sér eins og hann væri
úti í hellirigningu. — Fólk reiddist þessu, sem von var, en það er vafamál
hvað H. C. Andcrsen hefði gert, ef hann hefði séð það. Hvort hann hefði hlegið,
eða orðið gramur og skrifað ágætt ævintýri um ameríska flónið, sem kom til
Danmerkur og var svo áfjáð í að láta taka eftjr sér, að það varpaði öllum
mannasiðum fyrir borð? — En nú skulum við kynnast flóninu: —
Á RIÐ 1938 sýndi amerískur gaman-
■*"*■ leikari sig á Dorchester Hotel í
Lundúnum án þess að nokkur maður
veitti honum athy.gli eða myndi nafnið
hans eftir á. í þrjá mánuði var hann
að reyna að hylla almenning en tókst
í'kki. Tíu árum síðar kom liann aflur
og vakti þá meiri fögnuð en nokkur
skopgestur hafði 'gert í tugi ára. —
Venslafólk konungs, frægir stjórn-
málamenn, sendiherrar og rithöfundar
heimsóttu hann í búningsklefann,
huðu honum í veislur og liófu hann
til skýjanna fyrir hve undraskemmti-
legur hann væri.
Óvenjulegur æviferill lá að baki
þessum sigri og maðurinn sem sigraði
var Danny Kaye. Þangað til hann varð
frægur á einni nóttu i næturklúbb
nokkrum á Broadway, var hann fá-
tækur og gersamlega óþekktur. í dag
er hann kauphæsti listamaður í heiriii
og hefir ekki minna en 9 milljónir
króna í árstekjur. Frægur og afhald-
inn um allan heim og kominn á veg-
legan stað í vaxmyndasafni Madame
Tussauds í Lundúnum.
DANNY KAYE er fæddur 18. jan.
1913, og er því að verða fertugur.
Réttu nafni heitir hann David Daniel
Kominsky. Faðir lians var rússnesk-
ur merakóngur, sem flutst hafði til
Bandaríkjanna, en gerðist dönmklæð-
skeri er þangað kom. Stráksi hans
var snemma látinn fara að vinna fyr-
ir sér og var til skiptis rjómaíssali,
vátryggingabjóður, dansari og visna-
söngvari, þangað til hann hitti Syiviu
Fine, sem sá Iivað í honum bjó, og gat
sett saman vísur, sem voru við hans
hæfi. Þær vísur gerðu hann frægan.
Þau giftust, en þó að hjónabandið færi
i hundana hélt hún áfram að yrkja
vísur hana honum.
Eftir að visurnar höfðu gert hann
frægan árið 1940, hvarf hann frá
gamanieikhúsunum og réðst að kvik-
myndum. Fyrsta myndin hans kom
1944 og hét „Danny vinnur stríðið“.
Síðan hefir hann haidið sig í Holly-
wood, því að þar var lionum mest
framavon.
Hér á landi er liann aðailega kunnur
sem kvikmyndaskopleikari. En það
eru fleiri hliðar á honum. í leikiiús-
unum getur hann haldið fólki skelli-
hiæjandi í tvo tima án þess að hié
verði á. Hann syngur, hermir eftir,
taiar við áhorfendurna, dansar, builar
og lætur brandarana fjúka. Umgerðin
að sýningum lians er ákveðin fyrir-
fram, en hann fylgir ekki efnisskránni
nema stundum, heldur segir og gerir
það sem lionum dettur í hug.
PYRST OG FREMST reyni ég að
ryðja burt „járntjaldinu“ miili
mín og áheyrenda, segir hann. ■—
Eg skemmti þeim eftir bestu getu svo
sem kiukkutinia, sníki mér svo vind-
iing og eldspýtu og blaðra um það,
sem mér dettur í hug. Eg undirbý
mér aldrei neina skemmtiskrá. Fólk
ákveður hana sjálft, með því að iáia
í ljós, livað þvi þykir gott og hvað
ekki. Eg er útlroðinn af hugmyndum,
þegar ég kem inn á sviðið, en svo tíni
ég úr pokanum þangað til ég er orð-
inn tómur. Mér finnst ég aldrei ætia
að geta hætt, en þegar ég er búinn,
er ég steinuppgefinn.
Svona er hann.
En samt er það svo, að hann segir
aldrei fyndni — skiptir aldrei um
föt milli sýninga né málar sig i fram-
an. Venjulega gengur liann í gráum
fötum ofur hversdagslegum — og ekki
kann liann að leika á nokkurt hljóð-
færi.
En hann getur sungið — og blístrað
— svo undursamlega að fólkið græt-
ur, öskrar af hlátri eða syngur með,
eftir þvi sem við á í það skiptið.
Um sjálfan sig segir Danny Kaye:
EGAR ég var litill langaði mig til
þess að verða skurðlæknir, en í
staðinn varð það úr að ég skemmti
fólki. Mig langaði aldrei til þess að
verða leikari og ég er heldur ekki
ieiktrúður, sem langar til að leika
harmsöguhlutverk. En ég er ánægður
með tilveruna, af Ijví að ég finn að
ég er í tengslum við tilheyrendurna.
Án þess gæti ég yfirleitt ekki starfað.
Og þess vegna þykir mér viðfeldnara
að koma fram á leiksviði en i kvik-
mynd. Einn mesti listamaðurinn, sem
ég hefi þekkt í minni grein var A1
Jolson. Hann tók fyrir kverkarnar á
fólki og hélt því rígföstu. Maurice
Ghevalier er líka ljómandi, því að
hann getur dáieitt áheyrendur sína
liægt og bítandi. Eg hefi annað lag,
með miklum vixíáhrifum, sitt á hvað,
upp og niður. Eftir fyndna vísu iæt ég
koma alvarlegan þátt.
-----— Sumir gagnrýnendur telja
framkomu Danny Kaye á leiksviðinu
„hysteriska", en aðrir „geniala“. Allur
fjöldinn lítur á liann sem ágætan og
skemmtilegan leikara. Og alls staðar
er biðröð eftir miðum að skemmtun-
um, sem bjóða fram Danny Kaye, svo
afburða vinsæll er hann — frægur og
Frh. á bls. lb.
JOHANNES HOFFMANN
forsætisráðherra í Saar hafði sigur í
atkvæðagreiðslunni sem fór fram ný-
lega um framtíðarskipulag Saar-mál-
anna. Hoffmann hafði tilkynnt að
hann mundi segja af sér er atkvæða-
greiðslan gengi honum á móti.
WALTER P. REUTER
formaður bifreiðasambands Banda-
ríkjanna, hefir verið kosinn eftir-
maður Philips Murray sem forseti
verkamannasambandsins CIO, sem
hefir 6 milljón meðlimi. Forseti CIO
hefir svo mikil völd að hann getur
slundum boðið Bandaríkjaforseta
byrginn.
HENRY CABOT LODGE
verður einn af helstu ráðunautum
hins nýja Bandaríkjaforseta í utan-
ríkismálum. Eisenhower hefir til-
kynnt að hann verði aðalfulltrúi
Bandaríkjanna hjá UNO.