Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1953, Page 12

Fálkinn - 09.01.1953, Page 12
12 FÁLKINN Karl í krapinu herði aðeins verið þar í þrjár minút- ur, ef ég hefði getað fengið skipsferð strax. Af öllum ýldufýlu- og sóða- grenjum á guðs grænni jörð er Sobrante verst, að minnsta kosti ef marka má höfuð- staðinn. Jack, ég hefi einu sinni lesið ferða- lýsingu frá Sobrante, og mig hryllir við að endursegja hana, en geri það þín vegna. 1 Sobrante eru blómin lyktarlaus, karlmennirn- ir ærulausir og kvenfólkið blygðunarlaust. Þar er heitt og óheilnæmt loft, moskítóflug- urnar stinga með stoppunálum og ef þær stinga þá er það banvænt. Þú færð póst þrisv- ar á mánuði, og í þessu bölvaða blökkumanna- lýðvéldi er ekki nokkur hvítur maður, sem heiðarlegir menn geta haft mök við. — Þú gleymir Billy Geary, sagði Webster rólega. — Þetta eru stráklingur, hvað heldurðu að sé að marka það sem hann segir. Dettur þér í hug að setjast að í þessu horngrýti að ráði strákhvolps, sem enn er órakaður bak við eyr- un? Þér getur ekki verið alvara að ætla að glata sjálfum þér og afsala þér stöðunni, sem ég býð þér, til þess að ganga í félag með Billy Geary þarna suður í Sobrante og leg^ja pen- inga í gullnámu, sem þú hefir enga tryggingu fyrir að þið fáið að halda. Þið getið byrjað að vinna einn góðan veðurdag, en daginn eftir er komin stjórnarbylting og þeir sem sigra taka af ykkur námuna og sparka í rassinn á ykkur. Eða þið verðið skattrúnir inn að skyrtunni ef það vitnast að nokkuð sé af ykkur að hafa, og reksturinn borgi sig. — Við útvegum okkur vernd stjórnarinnar, sagði Webster. Þetta verður amerískt stofn- fé, og ef þeir gerast of ágengir sendir Bandaríkjastjórnin herskip suður og sýnir þeim í tvo heimana. — Mér er sem ég sjái það! Sámur frændi gæti það að vísu, en hann vill það ekki. Þið Billy eruð ekki svo mikils virði, hvorki hér heima né erlendis, að þið vegið salt á móti eldsneytinu, sem herskip notar í ferð til Sobrante. Nei, taktu nú sönsum. Hvað sim- aðirðu stráknum? — Að ég muni koma. — Þá verðurðu að senda annað skeyti og segja að þér hafi snúist hugur. Eg skal senda honum peninga svo að hann komist heim, og siðan getur hann fengið undirtyllustöðu hjá þér. Eg færi peningana á útgjöld þín vegna starfa í þjónustu Coloradofélagsins. — Það er ofur vel boðið, Neddy, og ég þakka þér ósköp vel fyrir. Eg skal minnast á þetta við Billy þegar ég kem til Buena- ventura. Og komist ég að raun um að áform hans sé að engu hafandi þá skal ég fá hann ofan af því og hafa hann með mér heim. — En ég þarf á þér að halda strax. Eg vil ekki að þú farir. — Þú ætlaðir eð gefa mér eftir mánuð til að njóta lífsins. — Það gerði ég. En kallarðu þetta að njóta lífsins? Hvernig heldurðu að fari þarna í Sobrante með koníakseggjakökuna, alla glys- leikina í New York, listasafnið og Souza- hljómsveitina? — Sástu ekki að Billy skrifar að þeir hafa hljómsveit þarna í Buenaventura? — Jú, en þar kunna þeir víst ekki annað en „La Paloma“, „Sobre la 01as“ og „La Colodrina“ og þess konar. Þú verður vitskert- ur af að hlusta á það, Jack.“ — Það kemur út á eitt, Neddy. Lofaðu mér að fara. Hver veit nema ég komi aftur. En ég verð að hitta Billy. — Þú sagðir áðan, áð þú værir kominn yfir fertugt, hélt Jerome áfram að malda í móinn. — Og nú ætlarðu að 'kasta tveimur árum á glæ, árum sem þá gætir notað til þess að safna peningum til ellinnar. Nú ferð þú til Sobrante með einhverjum ávaxtadalli, og þegar þú kem- ur aftur, með tvær hendur tómar verðurðu að gatslíta skónum til þess að ná í einhverja at- vinnu fyrir aðeins fjórðungs þess kaups, sem ég býð þér núna. Vertu nú ekki afglapi, Jack! — Æ, það er svo gaman að vera afglapi við og við, svaraði Webster. Lesandann fer kannske að renna grun í að það var ekki að ástæðulausu sem Webster hét lika Stuart. Skotar eru sem sé alræmdir fyrir þrákelkni, og enn var svo mikið hafraseyði í blóðinu á Webster að hann gerði Skotaþráan- um enga minkunn. — En þótt þú yrðir milljón ára, Neddy, þá mundirðu ekki skilja hvers vegna ég hefi svona gaman af að vera afglapi, bætti hann við. Hann stóð upp og rétti úr stórum, þrekleg- um skrokknum. — Og svo fer ég til Sobrante og eyði öllum peningunum mínum, sagði hann ertandi. — Já, mér liggur við að vona að ég tapi þeim. Skil- urðu það? Nei. En heyrðu nú, Neddy. Nú skal ég sýna þér stjörnuspána þína til næstu tutt- ugu ára. Um fjörutíu tíma af hverjum hundr- að muntu húka hérna í klúbbnum. Þrjátíu af hundraði fara í að nurla saman peningum, sem þú setur í bankann og hefir aldrei neina ánægju af. Og þau þrjátíu, sem afgangs eru liggur þú í rúminu þínu, mest sofandi. Og svo hættir hjartað í þér að slá einn góðan veður- dag og húsnefndin hérna í klúbbnum hengir upp krans yfir sætinu, sem þú hefir setið í öll þessi ár og lagt kabala. Og þar hangir krans- inn þangað til aðalhreingerningin fer fram næsta ár á eftir. Þá tekur þvottakonan krans- inn og spyr hví í skrattanum þessi kraris sé látinn hanga þarna og safna ryki. Og svo fleygir hún honum í ofnínn. — Hutt-huff! tautaði Jerome. — Já, sannleikanum verður hver sárgram- astur, ég veit það, hélt Webster áfram. — En nú skalt þú fá að heyra hann allan. Einn góð- an veðurdag kem ég aftur hér í klúbbinn, sami John Stuart Webster sem kom hingað í dag, frískur og f jörugur eftir erfitt starf úti í guðs grænni náttúrunni. Eg mun líta vorkunnar- augum á auða stólinn þinn og segja: — Vesl- ings Jerome gamli. Eg þekkti 'hann vel!“ — Ha, varstu að segja „hutt-huff!“? — Nei, Neddy minn góður, ég er enginn Metúsalem. Eg vil hafa eitthvað gaman út úr lífinu. Eg vil berjast — sigra eða tapa, vera soltinn og græða síðan peninga, af því að það er gaman — bæði að græða þá og missa þá. Og ég hefi hugsað mér að lifa lengi ennþá. Eg hefi meðfædda hneigð til þess að umgang- ast virkilega karla í krapinu, vinna virkileg karlmannsstörf, en sjálfur vil ég vera mesti krapakarlinn í öllum hópnum. Jerome hristi grátt höfuðið og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. — Eg hefi alltaf talið þig vera mikinn námu- verkfræðing, John, sagði hann. — En mér hefir víst skjátlast. Þú ert skáld! Það er ekki að sjá að þú kærir þig um peninga. — Nei, ég hefi eiginlega enga aura-ástríðu. Nú hefi ég grætt hundi'að þúsund dollara, og ég verð að losna við þá þannig að ég hafi ein- hverja ánægju af því. Reyndu ekki að malda í móinn, því að það er gagnslaust. Ef ég færi ekki til Sobrante og hjálpaði Billy, upp á von og óvon, mundi mér finnast að ég hefði gert eitthvað vansæmandi. Drengurinn hefir leitað til mín og ég hefi svarað honum. Og komi ég rúinn til baka, þá veit ég hvert ég á að snúa mér og þú lætur mig hafa bestu stöðuna, sem þú hefir lausa. Heldurðu ekki það, Neddy? — Jú, þú veist að ég geri það. — En nú geturðu haldið þessari stöðu í Coloradofélaginu lausri handa mér í mánuð. Eg skal svara þér áður en fresturinn er út- runninn. — Það verður víst ekki tjónkað við þig, John, sagði Jerome. — Sælir eru þeir, sem einskis vænta, því að þeir verða ekki fyrir . vonbrigðum. — Klukkan er hálfsjö. Við skulum fá okk- ur matarbita, sagði Webster. — Þetta eru víst síðustu forvöð að fá þessa koníakseggjaköku, sem mig dreymdi um. Og svo ætla ég í leikhús á eftir. Hvernig líst þér á þessi föt, Neddy? Eg lét sauma þau í Salt Lake City. Þau kost- uðu níutíu dollara. Neddy hafði engan áhuga á fötum þessa stundina. Hann hafði misst besta námuverk- fræðinginn, sem hægt var að fá í Bandaríkj- unum. Hann stóð upp, strauk vindlaöskuna af vestinu og kom þunglamalega á eftir Webster. Þó að Jerome hefði orðið fyrir vonbrigðum er hann settist að borðum með Webster, gat hann þó ekki haldist ósnortinn af þrótti og ótæmandi fjöri Websters kunningja síns. Bjartsýni Websters blés á burt öllum drunga eins og morgungola blæs burt þoku í þröng- um dal. Og eftir annan kokkteilinn gerði for- seti Colorado-námufélagsins sitt besta til að Webster skyldi njóta sem best fyrsta skemmti- lega kvöldsins, sem hann hafði lifað síðan hann hvarf úr siðmenningunni. Webster gæddi sér ósvikið á kalda matn- um, sagðist vera ánægður með súpuna, þó að hún væri í þykkasta lagi, blandaði salatið eft- ir eigin uppskrift tók ríflega á diskinn af fas- anasteikinni og aspargus og steiktar kartöflur með. Hann skolaði matnum niður með kampa- víni sem kostaði tólf dollara flaskan og varð himinlifandi yfir að sjá fjórlita ískúlu. Svo bað hann um koníakseggjakökuna sína; og þegar hann hafði innbyrt hana kveikti hann í dýrasta vindlinum sem fáanlegur var í Den- ver og naut lífsins við hann og bolla af mokka- kaffi, makindalegur í hægindastólnum. Hann hafði steingleymt leikhúsinu. Klukkan var orðin eitt og ennþá sátu þeir í gildaskálanum og reyktu og röbbuðu. Jer- ome leit á klukkuna.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.