Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1953, Blaðsíða 7

Fálkinn - 09.01.1953, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 ÞÆR ERU FALLEGAR f TEXAS. — Þó að þessar meyjar kalli sig „kúa stelpur“ þá gera þær víst annað dags daglega en að sitja yfir kúnum eða sækja þær. Enda er myndin tekin er þær voru á leið til Miðjarðarhafsins, en þar eiga þær að vera til sýnis á „Texashátíð“ sem haldin verður í Nizza. Frú Adair liorfði á hann með með- aumkvun og fór út. Hún dró upp vindutjöldin í stofunni, svo að tungls- ljósið skein inn, og þegar hún sá Ethne opna fiðlukassann fór hún út á svalirnar. Þegar Durrance kom inn í stofuna hitti hann Ethne þar eina. Hún sat við gluggann og var að stilla fiðluna. Durance settist á stól bak við liana. — Hvað á ég að spila fyrir þig? spurði hún. — Melúsínu-forleikurinn, svaraði hann. — Þú spilaðir hann fyrsta kvöldið sem ég kom til Rameiton. Eg man svo vel hvernig þú spilaðir hann þá. Og nú ætla ég að gera saman- hurð. — Eg hefi spilað hann siðan. •— Aldrei fyrir mig. Ethne siökkti á lampanum svo að tunglsljósið var eitt um hituna. Allt í einu kom einbeitnissvipur á Durr- ance, sem ekki liafði sést á honum áður um kvöldið. Þetta átti að verða úrslitaraunin. Fiðla 'Etline mundi segja honum livort honum hefði skjátlast eða ekki. Mundi fiðlan að- eins hvísla um vináttu, eða mundi hún lýsa heitari tilfinningum lika? Ethne byrjaði að spila og gleymdi von bráðar að Durrance var við- staddur. í garðinum var loftið sumar- Iieitt og kyrrt, vatnið var eins og fljótandi silfur, trén voru dreymandl undir stjörnuhimninum, og þegar tónarnir liðu út yfir flauelsmjúka grasfiötina, fann Ethne allt í einu að tónarnir fóru lengra — yfir hafið til fjariægra landa og bárust loks til manns, sem lá sofandi undir suð- urkrossinum, cn eyðimerkurvindarnir struku honum um kinnarnar. — Bara að hann gæti heyrt til mín, hugsaði hún með sér. — Ef hann gæti vaknað og skilið að tón- arnir bera honum kveðju frá vini. Aldrei hafði leikur hennar verið fullkomnari. Tónarnir urðu í með- vitund liennar brú yfir þveran heim- inn, og á þessum fáu mínútum hitt- ust þau Feversham og hún. Þau urðu vitanlega að skilja aftur og fara hvort sína leið, en þessi stund mundi hjálpa þeim báðum. Ethne varð frá sér num- in er á leið. Hún hugsaði ekki lengur: „Ef hann gæti heyrt í mér!“ hún hugsaði: „Hann verður að snerta mig!“ Og tilhugsunin vakti óstjórn- lcga von í henni. „Bara að hann gæti svarað!" Síðustu tónarnir titruðu og urðu að þögn. Hún sat með fiðluna á hnjánum og starði út í tunglsljósið í garðinum. Og það merkileg'a var að svarið kom, þó ekki kæmi það á vængjum ljósvakans. Úr skugganum bak við hana lieyrðist rödd Durrances. -— Ethne, hvar lieldurðu að ég hafi heyrt þennan forleik síðast? Ethnc mundi nú fyrst að Durr- ance var viðstaddur, og hún hrökk við. — Þú sagðir mér það áðan, sagði hún lágt. ■— Það var í Ramelton, fyrsta skiptið sem þú komst þangað. —- Eg' hefi heyrt hann síðan, en það varst ekki þú, sem spilaðir hann þá, enda kom lagið ekki fram í réttri mynd. Þetta voru falskir tónar, spil- aðir á zitar af Grikkja í lítinni krá í Wadi Halfa. — Spilaði hann þennan forleik? spurði hún. — Það var skrítið! — Það var eiginlega ekkcrt skrítið samt. Grikkinn var nefnilega Ilarry Fev’ersham. Ethne var ekki i vafa um að bæn hennar hefði verið heyrð og að hún hefði fengið svarið. 'Hún sat grafkyrr í tunglsljósinu með lokuð augu, og hún hugsaði ekki nánar um livers- vegna Durrance kom með þessa frétt núna, úr þvi að hann liafði vitað liana svona lengi. Hún spurði ekki um hvers vegna Harry Feversham yrði að spila á zítar*I dónakrá í Wadi Halfa. Það eina sem hún hugsaði um var að tónarnir höfðu verið ósýni- legur sambandsliður milli þeirra. — Hvcnær var það? spurði hún eftir langa þögn. — í febrúar í ár. — Annars fékk ég bréf frá Calder fyrir viku og ég liefi haft áhyggjur af því, sagði hann. —'Hvað skrifaði hann? spurði hún hrædd og leit snöggt við. Henni fannst blóðið storkna í æðum sér, af hræðslu. — Feversham fór frá Halfa dag- inn eftir að ég fór austur. Hann fór suður í eyðimörkina — það er að spgja iijn í óvinaland. Það eina sem hann liafði með sér var zítarinn. Það getur ekki leikið vafi á þessu. Ýmsir hafa séð hann. Ethne þagði um stund. — Hefirðu bréfið á þér? Má ég lesa það? Durrance rétti henni bréfið. Tungls- ljósið var svo bjart að hún gat lesið bréfið livað eftir annað. Grikkinn sem átti krána hafði sagt frá því að Joseppi hefði farið gangandi suður, með vatnspoka og nokkrar döðlur. Hann vissi ekki hvers vegna. Joseppi var nafnið, sem Feversham hafði tek- ið sér. Spurningin kom fram á varir Ethne en nokkur stund leið uns hún gat spurt rólega: — Hvcrnig heldurðu að fari fyrir honum? — í besta falli verður hann liand- tekinn — í versta falli verður liann drepinn. Annað hvort ferst hann af hungri og þorsta, eða dervisjarnir kvelja hann til bana. En það er auð- vitað von um að hann verði settur í fangelsi. Hann er hvítur maður. Ef hann næst halda þeir innfæddu að hann sé njósnari og þá er liklegast að liann verði sendur til Omdurman. Eg hefi skrifað Calder. Njósnarar koma 'þrásinnis aftur til Wadi Halfa og við fréttum oft livað gerist í Omdurman. Ef Feversham er kom- inn þangað fréttum við af honum fyrr eða siðar. Eg get ekki hugsað mér neina skýringu á þessu aðra en þá að iiann sé orðinn sturlaður. En Ethne Iiafði aðra skýringu, sem vafalaust var sú rétta. — Trench ofursti er í fangelsi i Omdurman, sagði hún. — Feversham verður ekki einn, sagði Durrance. — Það er nokkur huggun í þvi. Kannske er hægt að gera eitthvað i málinu. Þegar ég frétti frá Calder aftur skal ég láta þig vita. Durrance hafði enga hugmynd um hvers vegna Feversham liafði farið suður, og hann mátti heldur ekki fá að vita það. Ethne ætlaði sjálf að láta eins og hún liefði gleymt for- tiðinni. Hún stóð við gluggann og þrýsti að sér bréfinu. Hún mátti ekki liljóða og ekki láta líða yfir sig, hún varð að vera róleg og tala eins og hún var vön, þó að hún vissi að Feversliam væri farinn suður til þess að leita Trench ofursta uppi i Omdur- man. En þetta varð of mikið álag á taugarnar i henni til lengdar. Þeg- ar Durrance fór að tala aftur fann hún til óstjórnlegrar löngunar til að fá að vera i einrúmi með þessa liræði- legu fregn. Ivyrrðin i garðinum kall- aði á liana. — Þig furðar kannske á þvi að ég skyldi segja þér þetta einmitt í kvöld, sagði Durrance. — Eg hefi ekki þor- að að segja þér það fyrr. Og mig lang- ar til að segja þér hvers vegna. Etline heyrði sigurhreiminn i rödd- inni, hún hugsaði ekkert um hver skýringin væri, hún vissi aðeins það eitt að hún þoldi ekki að hlusta á liana. Hún gat ekki einu sinni lilustað á mannsrödd. Glerhurðin var aðeins nokkur skref frá henni. Durrance hélt áfram að tala í myrkrinu, en Ethne iieyrði ekki orð af því sein liann sagði. Hún læddist eins og mús út að dyrunum og smeygði sér út. XVII. Frú Adair sögusmetta. Ethne liélt að enginn tæki eftir henni, en frú Adair sat á svölunuin í skugga af húsveggjum. llún sá Ethne hlaupa niður í garðinn, og þctta vakti furðu hennar, því að hreyfingar stúlk- unnar voru því likastar að hún væri að leggja á flótta. Frú Adair hafði séð að Ethne slökkti á lampanum og það hafði kvalið hana að vita af þeim einum í myrkrinu. En hún iiafði ekki lagt flótta. Hún liafði setið og lilustað á fiðluleikinn og á eftir hafði hún lieyrt lágværar raddirnar innan úr dinnnri stofunni, og afbrýði hennar liafði blossað upp. Og svo laumaðist Etline á burt, upp úr þurru. Frú Adair gat Elsta dóttir Hollandsdrottningar, Beatrix prinsessa, sést hér vera að gefa skátadreng kvartgyllini. Drengurinn er einn af mörgum skátum sem hreinsaði rusl úr hallargerðinum í Soestdijk. — Á miðri myndinni sést Irene, ein af yngri prinsessunum. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.