Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1953, Blaðsíða 5

Fálkinn - 09.01.1953, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 IÍALKÚNINN FALDI SIG. — í flest- um enskumælandi löndum er kalkún- inn venjulegfasti jólamaturinn. Það er því ekki furða þó að hann sé dauf- ur í dálkinn á jólaföstunni, því að jafnvel þótt slátrarinn sé fallcgur eins og stúlkan þarna, lanfrar kalkúnann ckkert að komast í tæri við hnífinn hans. — BÚDDATRÚARÞING. — í Sanchi í Indlandi héldu Búddatrúarmenn þing nýlega við mikla aðsókn úr öllum heimsálfum. Yngsti þátttakandinn var tíu ára og sést á myndinni ásamt frægustu þátttakendunum tveimur, Nehru forsætisráðherra til vinstri og Nu forsætisráðherra í Burma til hægri. ÓRAGUR RIDDARI. — Þessi tveggja ára telpa hefir gaman af að láta hund- inn hans föður síns labba með sig. Þetta er úrvals hundur, sem hefir unnið verðlaun á sýningu, feldurinn er mjúkur og svo loðinn að hægt er að halda sér í hann eins og fax a hesti. Þessi mynd var tekinn á jóladag í Vatikaninu og sést hvar Jíus páfi er að taka við jólagjöfum, sem nokkrir drengir úr kaþólsku ungmennafé- lögunum færðu honum. Athöfnin fór fram eftir að páfinn hafði haldið jólaræðuna, sem stíluð var til kardínálanna, en er í rauninni ávarp til alls hins kristna heims. — Stjörnulestur eftir Jón Árnason, prentara. Vetrarsólhvörf 1952. — Alþjóðayfirlit. Framkvæ 1 ndaþrek ið *>g framtakið er áberandi í heimsmúlunum. Vegur salt hið góða og illa eða truflandi í afstöð- unum. Þó er líklegt að fjárhagsmálin verði athugaverð, þvi að Venus og Júþíter hafa slæmar afstöður inn- byrðis og einnig til Sólar. Er líklegt að áberandi vandkvæði birtist í fjár- málunúm. — Þvensumma árs og dags og mánaðar er 4, sem táknar þó breytta stefnu í fjármálum. — Sólin er miðnætursmerki íslenska lýðveldisins og mætti því búast við örðugleikum nokkrum í sambandi við fjármálin vegna afstöðu þeirrar er fyrr getur. Lundúnir. — Sól í 4. húsi. Land- búnaðurinn og viðfangsefni hans und- ir mjög athyglisverðum áhrifum, þó munu fjárhagsmálin erfið. Mætti búast við stirðri veðráttu. — Satúrn í 3. húsi ásamt Neptún. Samgöngur undir örðugum áhrifum og truflanir koma til greina. — Venus í G. húsi ásamt Mars. Frekar slæm áhrif á afstöðu verkamanna og þjóna og eldur gæti komið upp í herskipi. — Úran í 11. húsi. Hætt er við örðugleikum i með- ferð þingmála og stjórnin verður að vera vel á verði ef vel á að fara. Ó- löghlýðni gæti komið til greina innan þingsins. — Júpíter í 9. húsi. Urgur og árekstrar í trúarlegum málefnum og fjárhagslegir örðugleikar í siglingum og viðskiptum við nýlendurnar. Berlín. — Sól í 4. húsi ásamt Merkúr. Bændur og afstaða þeirra mun mjög á dagskrá og fjárhagsleg afstaða at- hugaverð. — Satúrn og Neptún í 2. húsi. Útgjöld vaxa, en tekjur rýrna. — Venus og Mars i 6. rúsi. Álitamál um áhrif þessi, því að Venus hefir ekki góðar afstöður og eru áhrifin því at- hugaverð fyrir verkamenn og þjóna. — Júpiter í 9. luisi. Sæmileg afstaða fyrir utanlandssiglingar, en fjárhags- leg áhrif munu lítt til hins betra. — Úran í 11. húsi. í þinginu mun urgur og vandkvæði og ólöglegar athafnir koma i ljós. Moskóva. — Sól og Merkúr i 3. húsi. Samgöngur, póstur og simi, útvarp og blöð mun undir áberandi áhrifum og munu þau varasöm i ýmsum grein- um. — Salúrn og Neptún í 1. húsi. Erennir slæm afstaða fyrir almenning. Hætt við að tekjur rýrni og útgjöld vaxi, atvinna minnki og urgur meðal almennings komi í Ijós og heilbrigði lakleg. — Mars í 5. húsi. Slæm afstaða fyrir leikhús og rekstur þeirra og eld- ur gæti komið upp i leikhúsi eða á skemmtistað. — Júpíter í 8. húsi. Bendir á dánardægur prests, fjármála- manns eða bankastjóra. — Úran i 10. húsL Slæm afstaða fyrir ráðendurna og munu þeir þurfa mörg og vanda- söm mál að leysa. Tokyó. — Sól í 12. húsi. — Göðgerða- starfsemi, spítalar, btetrunarhús og vinnuhæli undir athyglisverðum áhrif- um. — Mars í 2. liúsi. Athugaverð af- staða i fjármálum, bankar undir slæm- um áhrifum vegna athugaverðra á- kvarðana, fjárveltan dregst saman og peningaeignin minnkar að mun. — Júpíter í 4. húsi. Hæpin áhrif á land- eigendur og aðstöðu þeirra. — Úran í 7. húsi. Slæm áhrif á utanríkismálin, svik og undanbrögð frá hendi annarra ríkja gætu komið til greina. — Satúrn og Neptún í 9. húsi. Hefir slæm álirif á siglingar og utanríkisverslun, tafir og brigðmælgi koma í ljós í þeim greinum. Washington. — Sól i G. húsi, Verka- menn og aðstaða þeirra mun mjög á dagskrá og eru sumar afstöður góð- ar, en þó eru slæmar afstöður frá Venusi og Júpíter, sem benda ú slæm áhrif viðvíkjandi fjármálum, sem koma frá utanlandsviðskiptum og þinginu. — Úrán í 2. húsi. Hefir slæm áhrif á fjármálin og slæmir verkn- aðir munu koma i Ijós í þeim og ó- vænt töp komið til greina. — Satúrn og Neptún i 5. lnisi. Slæm áhrif á leik- liús og leiklist, tafir og óvænt töp í þeim greinum. — Tungl i 10. húsi. Ó- ábyggileg áhrif með tillili til stjórnar- innar og aðstöðu hennar. — Júpiter er í 11. húsi. Löggjöf undir óábyggilegum áhrifum, einkum í fjármálum og gagn- vart öðrum ríkjum. ÍSLAND. 5. liús. — Sól í þessu liúsi. — Leik- listin, leikhús og leikarar er mjög á dagskrá. Hætt er við að fjárliagsaf- koman verði hæpin í þessum greinum. 1. hús. — Plútó i húsi þessu. — Hætt er við að afstaða almen'nings sé ekki sem best og að ýmislegt gæti komið misjafnt upp úr kafinu, sem nú er myrkrum hulið. 2. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. Fjármálin, bankastarfsemin, verðbréfa viðskiptin og fleira þar að lútandi ekki sérlega álitlegt, allt fremur hæg- fara og tafir geta komið til greina. 3. hús. — Satúrn og Neptún í lnisi þessu. — Óákvcðin aístaða með til- lili til flutninga og samgangna, einnig blaða, bóka og fréttaflutnings. Urgur gæli átt sér stað í þessum starfsgrein- um. i 4. hús. — Merkúr er i liúsi þessu. — Hefir slæmar afstöður. Örðtigleik- ar i sambandi við samgöngur til bænda og búaliðs. G. hús. —"Venus i húsi þessu. — Örðugleikar gætu átl sér stað íneðal verkamanna og þjóna og veikindi koma til greina. 7. hús. — Tungl i húsi þessu. — Hefir Ivær afstöður góðar og tvær slæmar. Frekar slæm afstaða í utan- ríkismálum og örðugleikar í heimilis- lifi og órói meðal almennings. 8. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. Afstöður ekki góðar. Bendir á dánar- dægur háttsetts manns og fjármála- Iciðtoga. 9. hús. — Mars ræður luisi þessu. — Ekki lieppileg afstaða fyrir utan- ríkisverslun. Ágreiningur út af trú- málum. Urgur og óánægja meðal far- manna og eldur gæti komið upp í skipi. 10. hús. — Júpiter í húsi þessu. — Stjórnin á i fjárhagslegum örðugleik- um. 11. hús. — Úran i húsi þessu. — Vandamál koma til greina í þinginu og óvænt örðug atvik, sem vandi cr fyrir stjórnina að leysa. Þingamaður gæti orðið fyrir aðkasti. 12. hús. — Engin pláneta i húsi þessu og hefir því lítil áhrif. Ritað 31. des. 1952. BALLET-BÖRN. — Balletsýning til ágóða fyrir líknarstarfsemi var ný- lega haldin í London. Litlu stúlkurn- ar hérna á myndinni eru þær yngstu í dansendahópnum. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.