Fálkinn - 09.01.1953, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
— Herra minn trúr, hvað er ég að hugsa,
sagði hann. — Það eru mörg ár síðan ég hefi
verið svona seint á fótum.
— Klukkan er ekkert ennþá, Neddy, sagði
Webster. — Og ég er orðinn svangur aftur.
Hvernig líst þér á að fá steiktan humar með
sméri .... og svo eina flösku af þessu —
númer 98?
— Eg má það ekki fyrir lifrinni, sagði
Jerome. — Eg mundi liggja rúmfastur í viku
á eftir. — Eg hitti þig vonandi í klúbbnum
síðdegis á morgun áður en þú ferð.
— Já, ef ég hefi lokið áhaldakaupunum
svo snemma að ég hafi tíma til að líta inn,
svaraði Webster. 'Svo bað hann um humar
og kampavín handa sálfum sér, fylgdi Jerome
út og náði í vagn handa honum.
— Ekki vænti ég að þú viljir hugsa um
þetta einu sinni enn og hætta við þetta
heimskuflan þitt þarna suður, Jack, spurði
Neddy um leið og hann steig inn í bílinn.
Webster hristi höfuðið. — Eg hefi nasa-
sjón af ævintýrum og peningum þarna í
Sobrante, sagði hann. — Eg verð að fara
og sjá hvort ég hefi fundið réttan þef. Mér
finnst ég vera eins og gömul kanína, sem
stendur í aursvaði upp fyrir eyru.
— Já, og sem sú gamla kanína sem þú ert
þá hættirðu varla fyrr en þú hefir fundið
gat á girðingarnetinu, sem þú getur skriðið
út um til þess að komast út á berangur og
svelta í hel, sagði Jerome. Og þar með gaf
hann upp alla von um að bjarga Webster. En
samt gat hann ekki stillt sig um að brosa þeg-
ar hann hugleiddi að Webster hefði áformað
að lifa í svalil og sukki í heilt ár, en þegar
til kom varð þáð ekki nema eitt kvöld.
Webster las hugrenningar hans. — Vertu
sæll, góði vinur, sagði hann og rétti honum
höndina. — Þú veist að Allah er hollvættur
allra flóna. Hafðu engar áhyggjur út af mér.
Eg hefi stritað og eiginlega aldrei notið neinna
skemmtana, svo að orð sé á gerandi. Og úr því
að ég hefi svarað bréfi Billys finnst mér að
ég hafi verið kallaður í eitthvert mikið ævin-
týri.
Hann hafði ekki hugmynd um hve mikill
sannleikur var í því sem hann sagði. Og jafnt
þó að hann hefði vitað það mundi það ekki
hafa raskað ákvörðun hans.
5Daginn eftir að John Stuart Webster
• hafði afráðið að gerast bjargvættur
Billy Gearys og námusérleyfisins í Sobrante,
var hann snemma á fótum. Klukkan níu var
hann staddur á skrifstofu fornvinar síns Jóa
Dangerfields í Vélasölu Binghams, en þar
hafði hann á tæpum klukkutíma tekið út 250
hestafla rafal, tvær rafmagnslyftur, hvolfi-
vagna, dælur, hreyfla og allar þær vélar aðr-
ar, sem nauðsynlegar eru til námureksturs.
FELUMYND
Hvar er árásarmaðurinn?
Þetta var stór pöntun og Dangerfield var hinn
ánægðasti.
— Þetta kemur til að kosta helminginn af
aleigu þinni, Jack, sagði hann þegar hann
hafði skrifað allt og lagt saman.
Webster hló. — Dettur þér í hug að ég sé
svo vitlaus að ætla að borga þetta núna, Jói,
sagði hann.
— Þú verður að borga minnsta kosti
helming, drengur minn.' Við trúum þér vel,
en þetta dót á að fara til Mið-Ameriku og
við höfum fremur slæma reynslu fyrir því að
þaðan fæst aldrei neitt aftur. Þeir eru svo
herskáir þar suður frá, og ef þeim sinnast
mölva þeir allt sem þeir geta náð til.
— Eg veit það. En nú ætla ég fyrst að
rannsaka hvernig ástatt er þarna í Sobrante
og við látum vörurnar bíða hérna á meðan,
þangað til ég síma þér að senda þær og þá
skaltu láta reikninginn fylgja. Ef mér finnst
þessi náma ekki vera eins girnileg og félagi
minn segir hana vera, síma ég og afturkalla
pöntunina og þá verður þú að gleyma þessari
verslun. En ég hefi ekki hugsað mér að spila-
fíflasamkundan í Verkfræðingaklúbbnum
skuli fá ástæðu til að minna mig á gamla mál-
tækið, að flóninu haldist illa á aurunum sínum.
Webster fór frá Dangerfield og keypti far-
miða og fékk svefnpláss og síðan fór hann á
gistihúsið og tók saman dót sitt. Hann and-
varpaði þegar hann braut nýju fötin sín sam-
an og lét þau ofan í töskuna og sendi hana á
brautarstöðina. Jæja, ég hefi þó lifað eitt
skemmtilegt kvöld, hugsaði hann með sjálfum
sér er hann fór í þunn sumarföt, sem hann
taldi að mundu hæfa hitanum í Buenaven-
tura.
‘Síðan fór hann í Verkfræðingaklúbbinn til «
vina sinna, sem höfðu efnt til miðdegisverðar
fyrir hann og fylgdu honum svo á brautar-
stöðina klukkan tíu. Létu þeir margar heilla-
óskir fylgja honum úr hlaði, en sumir spáðu
þó að hann kæmi aftur í löngum og mjóum
kassa með miða á lokinu: „Þessi hlið upp.
Varlega! Notið ekki króka“.
Neddy gamli var önugur eins og eggjasjúk
hæna þegar þeir voru orðnir einir á stöðinni
og hinir höfðu kvatt. Ennþá hafði Neddy von-
arneista um að betri máður Websters mundi
sigrast á ævintýralöngun hans. Hann hékk
á handleggnum á honum fram brautarstétt-
ina og eftir að þeir námu staðar við vagninn,
sem Webster hafði fengið pláss í. Burðarmað-
ur með töskur. gekk framhjá þeim og á eftir
honum kom stúlka í grænum fötum, saumuð-
um eftir máli. Webster varð litið beint framan
í hana og hann hrökk við eins og geitungur
hefði stungið hann í nefið, og tók ofan hattinn.
Stúlkan svaraði kveðjunni og mátti sjá að
hún var forviða í svip en mundi svo hafa kom-
ist að þeirri niðurstöðu að hún þekkti ekki
manninn. Hún hélt áfram með svo einkenni-
legum svip að jafnvel Jerome hlaut að taka
eftir því.
— Æ, æ, tautaði hann. — Næsta skipti
sem þú reynir þetta, Webster verðurðu að
vera viss um að þú hittir þá réttu.
— Sem ég er lifandi maður, Neddy, sagði
Webster, — ég býðst til að láta steikja mig
í minni eigin feiti ef þetta er ekki sama stúlk-
an. Vagnþjónninn sem útvegaði mér nafnið
hennar sagði að á farmiða hennar væri gert
ráð fyrir dálítilli viðdvöl í Denver. Lofaðu
mér að fara, Neddy. Fljótt. Vertu sæll, gamli
vinur. Nú fer ég!
— Hváða bull er þetta! Það eru sjö mín-
útur þangað til lestin fer. Hver er þetta, John?
Hún gerir þig bandvitlausan.
— Hver hún er? Ef það fer eins og ég hefi
hugsað mér þá er hún frú Webster tilvonandi.
— Ja, drottinn minn! Er það þá svona?
sagði Jerome. — Hafðu reyndra manna ráð,
John. Eg hefi reynt þetta, og ég hefi reynsl-
una. Gifstu aldrei stúlku, sem getur fryst þig
með einu augnatilliti. Það er ekki heppilegt,
og þú skalt muna, að þú ert enginn unglingur
lengur. En meðal annarra orða — hvað heitir
hún?
— Eg hefi nafnið í vasabókinni minni, en
man það ekki þessa stundina. Það er spánskt
nafn.
— John, drengurinn minn. Farðu varlega,
sagði Jerome. — Og haltu þig að þínu eigin
þjóðerni.
ADAMSON
Fyrsta
og síðasta
skíðaferðin!