Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1953, Qupperneq 2

Fálkinn - 27.03.1953, Qupperneq 2
2 FÁLKINN garðurinn okkar Runnar Æxlun, uppeldi, klipping og ræktun. í aprílmánuði er algengast að klippa tré og runna í görðum. Ætla ég því, í þessu og nœstu blöðum, að geta um fjölgun og ræktun þeirra berjarunna, sem reynsla er fengin fyrir, að jjrífast vel Iiér á landi og aðallega er fjölgað með græðlingum eða rótarsprotum. I>ótt hægt sé að fjölga þessum runn- um með fræsáningu, er sú aðferð lítið notuð nema þar sem framkvæmd- ar eru jurtakynbætur, þ. e. framleidd ný afbrigði. Ribs. Ribsi er venjulega fjölgað með græð- lingum, sem klipptir eru af runnun- um snemma á vorin. Bestir til þessara hluta eru frísklegir greinarstúfar með góðu toppbrumi. Græðlingarnir eru gróðursettir þétt saman á beði og hafðir þar fyrsta árið, eða jafnvel fyrstu tvö árin, eftir því hve bráð- þroska þeir eru. Vöxtur þeirra er þó oftast lítill fyrstu árin. Það er til bóta að skera nokkuð af ársgömlu plönt- unum og fækka greinunum, halda ekki eftir nema þremur til fjórum greinum á hverri plöntu. Gott er að setja búpeningsáburð kringum runnana á haustin. Búpen- ingsáburðurinn getur líka i sumum tilfellum varnað því að Iiolklakinn rífi ræturnar upp að vetrinum. Að vorinu er gott ráð, að ganga fram með runnunum og þjappa þeim rót- um niður, sem frostið hefir lyft upp. Ef runnarnir eiga að vera fallegir og í góðri rækt er nauðsynlegt að klippa þá árlega. Fyrstu árin þarf að stytta aðalgreinar og jafnframt að grisja runnana, klippa burt lélegustu greinarnar. Einkum þarf að taka burt sumt af þeim greinum, sem vaxa beint upp af rótinni. Þegar runnarnir fara að eldast eru eistu greinarnar tekn- ar burt smátt og smátt, til þess að þeir yngist upp, og Ijós og loft komist betur milli greinanna. Verður þá berja- vöxturinn meiri og runnarnir fallegri, allaufgaðir neðan frá rót. Ribsið er venjulega gróðursett með 125 til 150 cm. millibili í röðunum og séu margar samliggjandi raðir, eru hafðir tveir metrar á milli raðanna. í óveðrasöm- um görðum getur komið til greina að gróðursetja ribsið enn þéttar. Hirðingin er aðallega fólgin í þvi að halda moldinni lausri á yfirborð- inu, og uppræta allt illgresi. Ef ribs- ið á að ná góðum þroska og gefa góða uppskeru þarf það djúpan og myklinn, ekki of leirborinn jarðveg og mikinn áburð. Á öðru vori eftir gróðursetningu er ágætt að gefa skammt af saltpétri, 8 kg. á 100 fermetra eða útþynntan foraráburð. Berjarunnar, einkum ribs, þarfnast mikils köfnunarefnisáburðar. Framhald verður í næstu blöðum. Sigurður Sveinsson. FLÓRA selur yður fræið LITLA SAGAN Hshsnúðar 09 hjúhlingar 1. þáttur. Ilannibal Rósinkranz var ungur og Ijóshærður og hafði reynst allra efni- legasti sölumaður. Húsbóndinn var vel ánægður með hann, og tekjurnar juk- ust svo að Hannibal gat farið að hugsa til þess að stíga alvarlegasta skrefið í tilverunni. Að vísu voru þau gefin saman hljóðalaust hjá fógetanum, en nú stóðu nöfnin Hannibal og Stína i gerðabók fógetans og voru taiin hjón. Hannibal Rósinkranz var að kynda undir tilverukatlinum si og æ, svo að ekki varð neitt úr svokiilluðum hveiti- brauðsdögum, annað en ]>að, að hann bauð Stínu með sér í söluferð daginn eftir að þau voru pússuð saman. Þau gistu á Grand Hotel í Sauðavík og um kvöldið gengu þau inn í matsal- inn til þess að fá sér eitthvað í kviðinn. — Hvað viltu fá að borða, ástin mín? spurði hann og þrýsti höndina á henni. — Fisksnúða, Ijúfurinn minn, svar- aði hún blíðlega. — Æ, vertu nú ekki svona hæversk, engillinn minn. Mig langar í kjúklinga- steik. — En fiskisnúðar eru það besta sem ég fæ, Hannibal. Þeirminna mig alltaf á hana mömmu! — Jæja þá, gullið mitt — þú skalt fá snúðana! Svo náði hann í frammistöðustúlk- una og bað um fisksnúða handa Stínu og kjúkling handa sjálfum sér. 2. þáttur. Fisksnúðarnir voru komnir á borð- ið eftir hálftíma, en kjúklingurinn lét bíða eftir sér. Svo liðu tíu mínútur í viðbót, og þá blistraði hann til stúlkunnar, en af því að frammistöðustúlkan kunni ekki við að blístrað væri á hana, þá fór hún sér að engu óðslega. — Hvað verður af kjúklingnum mín- um, fröken? spurði hann. — Ef þér meinið litlu gulu hæn- una bláeygu, sem var hérna, þá fór lnin úr vistinni i síðustu viku! 3. þáttur. Hann geta menn haft eftir smekk. Rökstudd neitun. Sóknarnefndin i Carlisle í Englandi iiafði farið fram á að fá ofna í kirkj- una, en var neitað, og neitunin var rökstudd með því, að í upphitaðri kirkju nnindu fleiri sofna undir pré- dikuninni en ef kalt væri í kirkjunni. y > v / /vv.y y /'v'v/'v.vvvv vvv. Jarðolíutæki 02J KATLA stærri en 6 fermetra má með fullri nýtni kynda með jarð- olíu (Fuel-oil 200 sec. R. I.). Með því sparast 30—35% í kyndingar- kostnaði, miðað við dieselkyndingu. JARÐOLÍUTÆKIN eru framleidd í tveim stærðum: 01J fyrir ketilstærðir 6—12 fermetra, 02J fyrir ketilstærðir 12—30 fermetra. TÆKI þessi eru þegar í notkun um allt land í skólum, sjúkrahúsum, verksmiðjum, skrifstofubyggingum, samkomuhúsum og öðrum stór- hýsum. ................ DIESELOLÍUTÆKIN eru einnig framleidd í tveim stærðum: — 01D fyrir ketilstærðir 1,5—12 fermetra, 02D fyrir ketilstærðir 12—30 fermetra. FYRIR ÍBÚÐARHÚS, þar sem ekki er hægt að koma við kyndingu með jarðolíu, hafa 01D dieselkynditækin aflað sér mikilla vinsælda. Vélsmiðjan Hamar hefir á að skipa fagmönnum á sviði olíukyndinga VARAHLUTIIt í olíukyndtitæki vor eru ávallt fyrirliggjandi. — Hlutafélagið HAMAR Tryggvagötu — Sími 1695 Qréta ‘Bfömsson Málverkasýning í Listamannaskálanum. Opin daglega frá klukkan 13—23 Járntjaldsfyndni. Ungverska stjórnin kvað vera að hugsa um að kæra sólina fyrir svik við kommúnismann, ]>ví að hún fer vestur yfir járntjald á hverjum degi. — Ennfremur ætlar hún, til að spara pappír, að Qiætta að láta birta nöfn embættismanna, sem sviptir eru em- bætti, en í staðinn verða birt nöfn þeirra, sem sitja áfram. — Rússneskur stjórnarerindreki var nýlega í veislu hjá svissneska utanríkisráðherran- um og þar barst það í tal að S'viss- lendingar ætluðu að stofna siglinga- málaráðuneyti í Bern. „Það var skrít- ið,“ sagði Rússinn og hló. En þá sagði konan sem sat hjá honuni: „Finnst yður það skrítnara en að þið skuluð hafa dómsmálaráðlierra í Rússlandi.“ # Talandi stólar. Edison Hotel 'hefir tekið upp þá ný- breytni að hafa talandi stóla í gisti- húsinu. Undir eins og gesturinn sest í stólinn heyrir hann lága þýða kven- rödd taka til máls og bjóða gestinn velkominn. Og svo kemur lýsing á öllum þeim lilunnindum, sem gisti- búsið hafi að bjóða, hvaða mat hann geti fengið að borða og hvað hann geti fengið að drekka o. s. frv. Og honum er sagt hvaða skemmtanir séu helstar það kvöldið og hvar honum sé best að versla. * \ Hve marga fiska hefir þú dregið, Iínútur? — Ef ég fæ þann sem ég á von á núna, og svo tvo til, þá hefi ég fengið þrjá.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.