Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1953, Page 3

Fálkinn - 27.03.1953, Page 3
FÁLKINN 3 Þeir, sem fórust með m.b. Guðrúnu Óskar Eyjólfsson Sigþór Guðnason Kristinn Aðalsteinsson Laugardaginn 21. mars s.l. fór fram minningarathöfn um skipverja þá, sem drukknuðu af vélbátnum Guðrúnu frá Vestmannaeyjum. Jafnframt var gerð útför þeirra Guðna Hósmundssonar stýrimanns og Kristins Aðalsteins- sonar matsveins. Aðrir sem fórust voru Óskar Eyjólfsson, skipstjóri, Sig- þór Guðnason og Elís Hinriksson. Séra Halldór Kolbeins, sóknarprest- Guðni Rósmundsson ur í Vestmannaeyjum, framkvæmdi athöfnina, en hún hófst með bæn að beimilum þeirra Guðna og Kristins. Síðan var minningarathöfn í Landa- kirkju. Vélbáturinn Guðrún fórst í fiski- róðri i vetur, eins og' mönnum er i fersku minni. Þrir skipverja björguð- ust á gúmmíbáti upp á Landeyjasand. Heimsókn Titos marskálks, forseta Júgóslavíu, til Bretlands hefir verið tíð- rætt í heimsfréttunum að undanförnu, enda er það ekki hversdagslegur viðburður, að hinn glæsilegi marskálkur gisti önnur lönd. Eftir fréttum að dæma virðist Tito vera mjög ánægður með árangurinn af þessari heim- sókn, og hefir hann tagt sérstaka áhersu á það, að hin vinsamlega sam- búð Júgóslavíu og ýmissa ríkja sem búi við annað efnahagskerfi, ætti að færa heim sanninn um þá mikilvægu staðreynd, að friðsamleg sambúð auð- valdsríkjanna og kommúnistaríkjanna sé alls engin fjarstæða, þótt Moskvu- valdinu hafi aldrei tekist að halda þannig á málunum, að slíkt væri mögu- legt. — Hérna á myndinni sjást þeir Churchill og Tito í fjörugum samræð- um fyrir framan arininn í Downing Strcet 10. Lengst til vinstri er Koca Popovic, utanríkisráðherra Júgóslavíu. Tito hjá Clinrchill Torfæru-gifting. Frú Mary Caton varð að fresta að giltast Ohartes Litttefair jiegar hún var flutt á spitalann og slcorinn á hol. Svo komst hún á fætur en varð undir l)ifreið og fór á spítalann aftur. Hún er ergileg yfir jressum töfum og ætlar nú að láta gifta sig á sjúkrahúsinu og segist ekki geta beðið von úr viti eftir þ'es'su. Ilún er nefnilega orðin sjötíu ára. THálverkasýning Qretu ‘Biörnsson Kirkjuskreyting. 80 ára. Sigurþór Sigurðsson f. v. matsveinn verður 80 ára gamall þann 1. apríl n. k. Hann dvetst nú á Elliheimilinu Grund. Um þcssar mundir stcndur yfir sýn- ing á málverkum og öðrum listmunum eftir Gretu Björnsson i Listamánna- skátanum. Hefir aðsókn að sýningunni verið góð, og margar myndir hafa þegar selst. — Á sýningu þessari eru aðallega olíti- myndir og vatnslitamyndir, en einnig liandmáluð gluggatjöld, dúkar, lakk- skreyttir bakkar o. fl. Altir munirnir bera vott um listrænt handbragð fág- aðan smekk, enda er jtað mál manna, að þarna séu margar mjög vel gerðar myndir og munir.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.