Fálkinn - 29.10.1953, Page 7
FÁLKINN
7
FLAUG TIL MÓÐUR SINNAR. —
Snáðinn á handlegg barnfóstrunnar
er 8 mánaða gamall sonur kvikmynda-
dísarinnar Elizabeth Taylor. Hún
veiktist fyrir skömmu í Ivaupmanna-
hiifn og gerði þá orð eftir drengnum,
og hann kom bráðlega — og vitanlega
fljúgandi.
„Ilvernig liður yður núna?“ spurði
órr
„Mér líður prýðilega," svaraði Hel-
en. „Eg verð að fara að klæða mig,
lögreglumennirnir þurfa sjálfsagt von
bráðar að tala við mig.
Augu hennar voru djúp og dökk í
náfölu andlitinu.
„Eg er viss um að þeir lcoma nær-
gætnislcga fram við yður,“ sagði ég.
„Þeir vita að þér hafið verið veikar."
„Já. Eruð þér vinkona Suzy?“
„Eg vona áð ég geti kallað mig
það.“
„Og maðurinn yðar? Er hann einn-
ig vinur hennar?“
„Já.“
„Jæja.“
Það varð vandræðaleg þögn. Eg
vissi ekki hvort ég átti að staldra
lengur við eða fara. Þá tók Helen
aftur til máls. Hún talaði lýtalausa
i-nsku án nokkurs frönskuhreims.
„Það verður ekki erfitt að tala við
þá. Eg segi þeim frá því að við Mollý
frænka höfum horðað kvöldverð með
Sebastian. Hún lagaði sjálf matinn,
vcgna þess að þau Pierre og Josephine
voru eklci komin. Eg fór að hátta
áður en Sebastian fór, því að ég var
þreytt eftir ferðalagið. Eg sofnaði
þegar í stað, og síðan ....“
Hún þagnaði og kreppti hendurnar
ofan á rúmábreiðunni.
„Eg vissi ekki iivað tímanum leið.
Úrið mitt stóð. Þeir munu spyrja mig
um tímann en því get ég ekki svarað.
Eg heyrði fótatak. Eg liélt að Mollý
frænku hcfði orðið illt. Eg hljóp fram
úr rtmiinu, kveikti ijós og hljóp út
að stigaopinu. Eg sá gráklæddan
mann, meðalmann á hæð. Hann hljóp
niður eldhúströppurnar. Eg hrópaði,
en liann hægði ekki á sér. Hann hvarf
von bráðar. Eg bar ekki kennsl á
hann.
Ilún j)agnaði aftur.
„Þetta ætla ég að segja lögreglu-
foringjanum. Er þetta ekki rétt? Ein-
mitt svona?“
„Og hvað svo?“ sagði ég uppörv-
andi.
Hún tók að skjálfa og fól andlitið
i höndum sér.
„Eg fór inn í herbergi Moliý
frænku,“ sagði hún. „Og ég sá ....“
Suzy kom hlaupandi upp stigann
og inn i lierbergið.
„Ertu tilbúin, elskan mín?“ spurði
lnin. „Eg skal hjáipa þér að klæð-
ast. Vertu ókvíðin, lögregluforing-
inn virðist vera viðfelldnasti maður.
Þú getur lagst fyrir og hvílt þig aftur
á eftir.“
EG yfirgaf þær. Martin gekk um gólf
i stofunni á neðri hæðinni. Við rcykt-
um saman nokkra vindiinga og ráf-
uðum eirðarlaust um á milli her-
bergja. Hann bar það með sér að hann
var mjög óþolinmóður.
„Það litur út fyrir að við losnum
ekki héðan í bráð,“ sagði hann. „Og
satt að segja finnst mér það sóun á
tíma.“
Rétt i þessu komu þær Suzy og Hel-
en niður stigann. Mér varð skyndilega
ljóst að væri Helen óþreytt og heil-
brigð hlyti hún að vera engu síður
fögur en Suzy, ])ótt á annan hátt
væri. Hún var í fallegum ljósbláum
kjól og liafði brugðið ljósbiáu silki-
bandi um ljóst sítt hárið. Hár liennar
var mjúkt og liðað frá náttúrunnar
hendi. Augu hennar voru blá, stór og
björt. Hún hélt á Toby undir hend-
inni. Boudet var inni í borðstofunni.
„Kæra mademoiselie,“ sagði hann
við Helen. „Liður yður skár en í
gærkvöldi?"
„Já, þakka yður fyrir.“
„Eg gæti þá ef til vill fengið að
tala við yður einslega?"
„Má ég ekki koma með lienni?“
spurði Suzy. „Hún er enn lasin,
monsieur."
„Mér er það fullljóst. Eg mun gæta
fyllstu varúðar, mademoiselle!"
Rödd hans var vingjarnleg en þó
ákveðin. Hann tók undir liandlegg
Helenar ieiddi hana inn í borðstofuna
og lokaði dyrunum. Suzy kom til
okkar.
„Það ætti ekki að vera leyfilegt að
raska sálarró hennar. Hún virðist til-
tölulega róleg eins og er — en það
þarf ekki mikið til að koma henni
úr jafnvægi — ég held að það sem
hér hefir skeð sé lang liættulegast
fyrir hana.
Hún var mjög áhyggjufull á svip.
Við reynum bæði að huglircysta hana
en allt virtist koma fyrir ekki. Það
leyndi sér ekki að hún var mjög eirð-
arlaus og óstyrk. Loks opnnðust
dyrnar og Boudet kom út. Ilann
horfði á Suzy. Ilún stóð upp úr sæti
sinu.
„Mademoiselle," sagði hann. „Syst-
ir yðar gaf mér mjög greinileg svör
við spurningum mínum. Það var að-
eins eitt atriði í skýrslu hennar, sem
þér gætuð ef til vill gefið mér nán-
ari skýringu á. Iiann sneri sér að
ungum lögregluþjóni sem stóð við
lilið lians með skýrslu í höndum. „Les-
ið fyrir 'iingfrúna.“
Lögregluþjónninn las tilbreyting-
ariausri röddu nokkrar línur. Efni
þeirra var á þessa leið:
„Nei, mér virtist frænka min ekki
jafn glöð og kát við I)orðið og hún
átti vanda tii. Hún sagði: „Eg þarf
að skýra Suzy frá dálitlu þegar hún
kemur á morgun. Hana langar eflaust
mest til að lúberja mig þegar hún
heyrir fréttirnar.“
Suzy tók viðbragð.
„Sagði hún það? Þú hefir ekki sagt
mér það, Helen?“
„Eg mundi ekki eftir .því, fyrr en
Boudet spurði mig um livað við hefð-
um talað við kvöldverðarborðið,“
sagði Helen.
„Hafið þér nokkra hugmynd um
hvað frænka yðar muni liafa'átt við,
madcjnoiselle Suzy?“ spurði Boudet.
„Nei, mér er ómögulegt að gera
mér nokkra grein fyrir því.“
„Þessi orð hennar koma að nokkru
lcyti lieim við það sem luin sagði við
frú Hocker. Hún hafði fengið óvænt-
an gest og gert eitthvað, sem frú
Hocker myndi falla i geð en yður
mislika. Getið þér ímyndað yður
hvaða gest hún hafi átt við?“
Suzy virtist algerlega ringluð.
„Nei, nei. Eg get ekki látið mér
detta neinn í hug.“
„Jæja, hugsið yður vel um,
mademoiselle. Eg er að fara til að
undirbúa réttarkrufningu og enn-
fremur þarf ég að hitta Denis Fren-
ier.“
Hann fór og lögregluþjónninn með
honum. Innan skamms ók bifreið
þeirra niður veginn og út um hliðið.
Fregnin um liinn hörmulega atburð
hafði auðsjáanlega borist um Dinard,
því að við sáum mörg forvitnisleg
andlit fyrir utan hliðið. Suzy stóð
hreyfingarlaus og starði i gaupnir
sér. Orð lögreglumannsins höfðu aug-
sýnilega ruglað hana. Skyndilega
liristi hún af sér drungann.
„Jæja, clslui Hefen, þá er þessu
lokið. Nú geturðu gleymt þessu öllu.
Hann ónáðar þig tæpast aftur. Við
skulum koma og gefa Toby morgun-
mat. Eg geymdi nokkra ljúffenga bila
af kjúklingasteik handa honum.“
Þær hurfu á ’brott.
VID stóðum á sólpallinum og horfð-
um yfir flóann.
„Þarna er Sl. Maló. Mig hefir alltaf
langað til að koma þangað.“
„Mér er sagt að það séu margar
góðar verslanir í Dinard," sagði ég.
„Og mig rámar í að Mollý hafi sagt
mér frá kaffihúsi sem liéti Old France
og hefði sérlcga gott te á boðstólum."
„Við getum ekið um og skoðað
hallirnar, meðan við dveljumst liér,“
sagði Martin. „Við getum einnig leik-
ið golf í Briac."
„Eg held mig langi þó einna mest
til að sigla á einum þessara litlu
báta,“ sagði ég.
Á flóanmn blasti við augum litill
bátur með gulbrúnum seglum, bát-
ar þeirrar tegundar virtust mjög mik-
ið notaðir á sundinu. Ilann ruggaði
mjúklega í hægum andvaranum.
„Það vildi ég einnig mjög gjarnan,“
sagði Martin.
Ákaft bílflaut rauf þögnina, og sið-
an heyrðist vélarskrölt í óvenju há-
væru mótorhjóli. Lögreglubillinn
hafði skilið hliðið eftir opið og inn
um það upp að húsinu geystist mótor-
hjól á fleygiferð, og á þvi sat ungur
maður. Suzy kom út á pallinn rétt
i því.
„Denis,“ hrópaði hún.
Svo þetta var þá Denis! Ilann var
sérkennilcgur, og þó á vissan hátt
laglegur maður. Augu hans voru
skær og blá, en vottaði fyrir ofstækis-
glampa i þeim. Ilár hans var sítt og
úfið og hörundsliturinn fulldökkur
fyrir minn smekk. Ilann leit út fyr-
ir að vera blóðheitur og geðrikur.
Denis steig af hjólinu og gekk til
okkar. Hann hneigði sig djúpt fyrir
Suzy.
„Góðan daginn, kæra frænka.“
„Hvernig dirfist þú að koma hing-
að?“ Suzy var æf af reiði. „Þú átt
sist allra erindi hingað.“
„Hvers vegna segirðu það? Hví
skyldi ég ekki koma hingað, þar sem
ég er nú réttmætur eigandi hússins?"
„Hvað segirðu?" hrópaði Suzy.
HRAÐA-SÓTTIN. — Maðurinn á
myndinni er Englendingurinn George
Eyston, sem fyrir löngu er frægur
orðinn fyrir afrek sín í hraðakstri
á bílum. Ilann stendur við hliðina á
hraðakstursbifreið, sem nefnist Aust-
in Ilealey 100, en á þessum vagni
hefir hann sett ýmiss konar met á
strönd Saltavatns í Utah.
ÖL HANDA SIGURVEGARANUM. —
I Zillertal í Austurríki fer árlega fram
hrútaat. Tveir hrútar eru látnir
stangast þangað til annar veltur út af
sleinuppgefinn. En sigurvegarinn fær
krús af öli í verðlaun.
SKÓFLA ÞEIRRA LÖTU. — Fransk-
ur hugvitsmaður hefir gert nýja teg-
und af skófluskafti handa mönnum,
sem helst vilja ekki reyna mikið á
sig. Skófluskaftið er vogarstöng um
leið og þess vegna auðvelt að spyrna
upp blaðinu, og sá sem á heldur þarf
ekki að beygja sig. I stað skóflublaðs-
ins má setja gaffal á skaftið.