Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1954, Side 10

Fálkinn - 08.01.1954, Side 10
10 FÁLKINN Vitið þér...? að í hvirfilbyljunum vestanhafs ffetur vindurinn sogað um 2 mill- jard smálestir af sjó upp í loftið á einum sólarhring? Þetta vatn kemur til jarðarinnar aftur sem regn, ]tegar vindinn lægir. Ennþá hefir enginn vindmælir getað mælt þessi ægilegu ofviðri, en af skemmdunum sent þau valda þykjast menn geta reiknað, að vindhraðinn sé allt að 500 km. á klukkustund. Svo að það er skiljanlegt að sogkraftur hans sé mikiil. að í einu af fyrstu einkaleyfun- um, scm sótt var um fyrir r.vk- sugum í Englandi var ruggustóll- inn tekinn með? Myndin sýnir hvernig ])etta var hugsað. Húsbóndinn átti uð rugga sér í stólnum, en knúði þá um leið áfram sogpumpuna, sem notuð var fyrir ryksuguna. Því að þá var ekki gert ráð fyrir rafmagnsmótor. — Gerið svo vel að spenna á yður öryggisbeltið, herra minn! PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI LYGILEGT EN SATT ÞÓ Það er talið sannað, með vísinda-, legri rannsókn, að venjulegur barna- kennari verði að vinna í meiri hávaða, en heyrist i járnbrautarlest. Með sér- stökum tækjum hefir verið mældur hávaðinn i kennslustofu. Hann stafar sf rápi um gólfið, ys ogþys krakkanna og skellum í púltalokunum. Ivennarinn í skóia einum í Suður- Afríku verður að kalla sama nafnið upp 42var sinnum, þegar hann athugar hvort nokkurn vanti í skólann. Hann hefir nfl. 42 nemendur sem heita Ferreira. í þessu blaði hefst framlialdsmyndasaga fyrir yngstu lesendurna. Það er sagan um Pínu, Pusa og Sigga svarta, sem lenda í ótal ævintýrum á ferðum sínum. Og ekki munuð þið verða fyrir vonbrigðum, börnin góð, ef þið sláist í förina og njótið dáscmda ævintýranna með þeim í samein- ingu. Fylgist því með frá byrjun! Þegar Karl II. Englandskonungur lieimsótti Westminsterskólann, þólti honum það skrítið að skóiastjórinn gekk alltaf á undan honum, og meira að segja með hattinn á höfðinu. Á eftir gaf hann konunginum þá skýr- ingu að hann Jiefði ekki þorað annað, svo að börnin kæmust ekki á snoðir um, að til væri nokkur persóna, sem væri æðri en skólameistarinn. -—' /-^ r*> r*-> Fram til 1890 var kennurum hins fræga Eton-skóla i Englandi skylt að sjá um að nemendurnir fengju glas af öli ókeypis á hverjum degi. Var sá siður mörg hundruð ára gamall. Til er enskt firma sem byggir til- veru sína á ]iví að skólabörn séu óþæg. Seiur það ýmiss konar hirting- artæki og hefir kringum tíu þúsund skiptavini. I verðskrám þess eru myndir af margs konar gerðum sófla og vanda. Firntað auglýsir að t»ll f’.engingartæki sem það selur, séu sótt- hreinsuð. En fyrir nokkru var einn sölumaður firmans flengdur, er hann kom í skóla nokkurn, og vöndinn átti hann sjálfur. Nemendurnir báru hann ofurliði og opnuðu sýnishornaföskuna hans og flengdu hann duglega. r+s r~> ru Kennari í Derbyshire í Englandi notar búktalshrúðu til að kenna krökkunum að lesa og reikna. Hann segir að smábörn séu miklu’eftir- tektarsamari ef þeim er kennt á þennan hátt. r—> r—> /v Wullum Paget, enskur kennari, sem uppi var á 10. öld, var fangelsaður og sakaður um að hafa kennt Iiund- inum sínum að tala frönsku. Nágranni hans kærði hann og sagði, að hund- urinn bæði skildi frönsku og svaraði Ivúsbónda sínum á sama máJi. 1. mynd. Pína er lítil telpa. Pusi er lítill drcngur. En Siggi svarti er ofur- litill negrastrákur — og bara leikfangið þeirra. — 2. mynd: Éigum við að fara út að aka? spyr Siggi svarti dag nokkurn. Mig langar svo i ökuferð. -— 3. mynd: Þá skulum við fara upp á háa hólinn! segir Pína. — 4. mynd: Já, það skulum við gera, segir Pusi. Komdu, Pína, við skulum fara í ökuferð með Sigga svarta. — 5. mynd: Fyrst liggur leið þeirra eftir þjóðveginum, beinum og breiðum. — 6. mynd: Siðan fara þau undir brú. Þau hlaupa af kæti. Húrra! hrópar Siggi svarti. Nú er gaman! — 7. mynd: Nú bcygja þau inn á lítinn stíg með háu grasi og blómum á báðar liliðar. — 8. mynd: En þá koma þau allt í einu að á og þau komast ekki lengra. Hvað ciga þau að gera? í gamla daga átlu svissnesku kenn- ararnir að líta eflir að nemendurnir hefðu með sér viðarkubb, er þeir komu í skólann á morgnana. Á þann hátt kostuðu þeir upphitun skóla- hússins. Ef einhver gleymdi að hafa með sér eldiviðinn, sendi kennarinn þann hinn sama heim til að sækja liann. r*~> r*~> r+~> r-~> — Jæja, kunningi, hvernig gengur þetta? Hefir hún Gull-Elsa tekið bón- orðinu þínu? — Nei, ekki algerlcga. Hún hefir frestað ákvörðuninni. — Eg skil þig ckki vet. Hvað sagði hún? — Hún sagði að ég væri siðasti maðurinn sem hún gæli hugsað sér að giftast. Óhugsandi! Ilans titla þótti skelfing vænt um Signu og einu sinni sagði hann: — Við skulum giftast, Signa, þegar við verðum stór! — Það er óhugsandi, sagði hún, — því að hjá okkur giftist enginn út fyrir fjölskylduna. Pabbi giftist henni mömmu, frænka giftist honum frænda og afi giftist henni ömmu. í skóla einum í Bandaríkjunum gerðu krakkarnir verkfatl vegna ]»ess að þeim þótti kennslukonan ekki nægilega tithaldssöm. Einn af kart- mönnunum, sem kenndi i skólanum, studdi mál krakkanna og tiélt þvi fram að auðveldara væri að tæra ef kennstukonan titi vel út. — En í Tyrlc- landi gilda þær reglur, að stúlka, sem hefir unnið i fegurðarsamkeppni miss- ir réttindi til að vera kennslukona.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.